Morgunblaðið - 26.06.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.06.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Atkvæðin felln þannig: í Rangárvallasyslu: -Tón Ólafsson 856 atkv. Pjetur Magnússon 850 — :Sveinb,j. Högnason (F.) 836 — Helg'i Jónasson (F.) 808 — Svavar Guðmundss. (B.) 35 — Lárus Gíslason (B.) 34 — Guðm. Pjetursson (A.) 34 — Nikulás Þórðareon 15 — í Austur-Húnavatnssýslu: Jón Pálmason (S.) 449 atkv. Jón Jónsson (B.) 329 — Hannes Pálsson (F.) 213 — Jón Sigurðsson (A.) 29 T E. Ellingsen (K.) 15 — Á landlisti A. 4, B. 5, C. 3, D. 2. E. 5. í Vestur-Húnavatnssýslu: Björn Bjarnason (S.) 212 atkv, Hannes Jónsson (B.) 263 — Skúli Guðmundss. (F.) 242 — Ingólfur Gunnlaugsson 36 — Kvennaskolinn á Blönduósi. A landlista flokkanna fellu at- kvæði þannig: Alþýðufl. 7 atkv. Bændafl. 3 atkv., Framsókn • 1, Kommvinistafl. 1, Sjálfstæðisfl. 3 . atkv. Á kjörskrá voru 905. Af þeim ’kusu 779. í Mýrasýslu: Gunnar Thoroddsen (S.) 398 atkv. Bjarni Ásgeirsson (F.) 485 — Pjetur Þórðarson (B.) 38 — "-Guðjón Benediktss. (K.) 40 — Arngr. Kristjánss. (A.) 22 — Á landlista flokkanna fellu at- kvæði þannig: Alþýðufl. 6 atkv., Bændafl. 7, Framsókn 7, Sjálf- stæðisfl. 7. Kjörsóknin. Allsstaðar, þar sem til liefir frjest frá kosningunum, hefir kjörsókn verið mjög mikil. Hjer í Reykjavík var kjörsókn .yfir 80%. 1 Snæfellsnessýslu lvusu um 90% af þeim er á kjörskrá voru, í Austur-Húnavatnssýslu, 86% í V.- Skaftafellssýslu 82%, í Barða- . strandasýslu 76%, í Dalasýslu 80%. Frjettir úr einstökum •hreppum eru svipaðar þessu. Síldarverksmiðjan nýja. Þessar námsmeyjar voru í skól- anum í vetur. Luku 27 prófi bæði í verklegum og- bóklegum náms- greinum, en 4 luku aðeins prófi í hinum verklegu námsgreinum: Ásgerður Guðmundsdóttir, Stóru- Giljá A.-lIún.; Eva Karlsdóttir Rvík; Guðlaug Snorradóttir, Syðri- Bægisá Eyjaf.s.; Guðríður Svaf- arsdóttir, Akranesi; Guðrún Jóns- dóttir, Ásum A.-Hún.; Guðrún 'M. Hólmgeirsd., Hrafnagili Eyjafj.s., Guðrún Jónsd., Hnúki A-Húnav.- sýslu; Guðrún M. Magnúsdóttir, Lækjarskógi Dala.s.; Guðrún Þ. Magnúsdóttir, Saurum Miðf.; Helga Sigurðardóttir, Ólaf’sf irði; jllrefna Júlíusdóttir, Dalvík; Hulda Þorsteinsdóttir, Eyjólfst. A.-Hún.; Ingibjörg- Guðmundsdóttir, Auð- unnarst. V.-Hún.; Jófríður Hall- dórsdóttir, Dalvík; Kristín Sigur- jónsdóttir, Tindum A.-Hún. Krist- ín Þórarinsdóttir, Bolungavík; Margrjet Helgadóttir, Gautsdal Barðastr.s.; María Sveinsdóttir Arnardal ísaf.s.; Ólína Ólafsdóttir, Sveinsst. Skagaf.s.; Ragnheiður Ingvarsd., Grund V.-Hún.; Ragnli. Stefánsdóttir, Gemlufelli Dýraf.; Sigríður Sigursteinsdóttir, Vind- heimum Eyjafs.; Sigl'íður Stefáns- dóttir, Holtastöðum A.-Hún.; Sig- urlaug Eðvarðsdóttir, Helgavatni A.-Hún. Sigurlaug Valdemarsdótt- ir, Blönduósi; Steinunn Sigurjóns- dóttir, Ilrísey; Vigdís Jónsdóttir, Uppsölum Miðf. V.-Hún.; Viktoría Sveinsdóttir, Arnardal ísaf.s.; Þorbjörg Blöndal, Hvammstanga; Þorbjörg' Þórarinsdóttir, Rvík; Þorvaldína Gunnarsdóttir, Foss- völlum N.-Múlas.; Þuríður Krist- jánsdóttir, Hellu, Eyjaf.s. Stjernegnttarne Drengjakór. Söngitjóri: Johannes Berg-Hansen Samsöngur í fríkirkjunni á morgun 27. þ. m. kl. 8%. Aðgöngu- miðar í hljóðfæraversl. K. Viðar og bókav. Sigf. Eymunds- sonar. Ath. Fólk er beðið gjöra svo vel að sækja pantaða að- göngumiða á samsönginn fyrir kl. 7 í kvöld. Siglufirði. 25. júní. FÚ. Frá Siglufirði er símað, að ’byrjað sje nú á bygg'ingu nýju ísíldarverksmiðjunnar. Nokkur skip eru farin á síldveiðar, og eitt þegar komið inn, hafði það :.200 mál. Samskotin til jarðskjálftafólksins. Samtals hafa safnast hjá Morg- unblaðinu kr. 4L875.80. I gæi- bárust blaðinu kr. 1.096. 10. Skipshöfnin á e.* *. Hermóði 9 menn 100 kr„ Ágóði af kappleik milli reykvískra knattspyrnn- manna og Englendinga af ,,Nel- son“ kr. 851,10, Svala Magn. 5 kr., H. (!. 5 kr., G. 10 kr„ N. N. 15 kr„ Friðrik Þorsteinsson hús- gag'nameistai'i og starfsfólk lians 100 kr„ Magnús Ólafsson Eyjum i(afh. ai. sr. Fr. Hallgr.) 10 kr. Námsferð Hvanneyringa Vei'knemar við bændaskól- ann á Hvanneyri, ásamt verk- námskennara, hafa nýlokið námsför suður og austur um sveitir. í för' þessari voru skoð- uð stórbúin á Lágafelli, Korp- úlfsstöðum, Blikastöðum og Víf- ilsstöðum, Klæðaverksmiðjan á Álafossi, Garðyrkjustöðvarnar hjá Einari Helgasyni í Reykja- vík, Ingimar Sigurðssyni Fagra- hvammi í Ölfusi, og Ragnari Ásgeirssyni Laugarvatni, Mjólk- urbúið í Hveragerði, Kenslu- búið og sandgræðslan í Gunn- arsholti, Tilraunastöðin á Sáms stöðum í Fljótshlíð, og Flóa- áveitan að nokkru, undir leið- sögn eftirlitsmrtnns 'hennar og Sigurðar búnaðarmálastjóra. Á heimleiðinni var komið við á Þingvöllum. Bændaskólinn á Hvanneyri veitti nokkurn styrk til fararinnar, og með því einn- ig að verknemar áttu víða gest- risni að fagna, kostaði þessi fjögra daga ferð þá aðeins 18 til 25 krónur. Á Hvanneyri hafa verið 19 verknemar í vor, og mun verknámið standa yfir til júníloka. Frá Vestmannaeyjum Vestm.eyjum, 25. júní. FÚ. Síðastliðið laugardagskvöld kepti úrvalslið Knattspyrnu- fjelags Vestmannaeyja við sjó- liða af enska herskipinu Boyne, og fóru leikar þannig að Vest- mannaeyingar sigruðu, með 8 mörkum gegn engu. Með Esju á laugardaginn komu hingað til Vestmannaeyj- ar drengjaflokkur sá, er sýndi fimleika í Reykjávík, undir stjórn Lofts Guðmundssonar kennara. Höfðu drengirnir cinn- ig farið til Hafnarfjarðar, að Álafossi, Reykjum og fleiri staða í nágrenni Reykjavíkur, og ljetu þeir hið besta yfir för- inni. Kennarinn kostaði för þeirra að miklu leyti, og fleiri greiddu götu þeirra. —-— Nokkrir 5 og 7 manna bílar (notaðír) tíl sölu. Verðíð gott og greíðslu- skílmálar góðír. Egíll Vilhlðlmsson Laugaveg 118 Sími 1717 r\ agbók. Eimskip. Gullfoss var í Flatey í gænnorgun. Goðafoss A’ar vænt- anlegur hingað að vestan og norð- an snemma í dag'. Brúarfoss kom til Kaupmannahafnaí í gær. Detti- foss var á leið til Hnll frá Ham- borg í gær. Lagarfoss fór frá Fáskrúðsfirði í fyrradag á leið til útlanda. Selfoss. fór frá Vestmanna eyjum í fyrradag á leið til Fæf- eyja. Gestir í bænum, búandi á Hótel Borg eru: Leifur Sigfússon tami- læknir í Vestmannaeyjum, frú Anna Gunnlaugsson kaupm. í Vestmannaeyjum, Johan Vande- skog deildarstjóri frá Bergen og Poul H. Alstrup skrifst.ofustjóri í Kaupmannahöfn. Dr. Wolf Silgradt blaðamaður, sem dvalist- liefir hjer undan- farið á vegum „Berliner Tage- hlatt“ í Berlín, lielt í fyrrakvöld af stað heimleiðis með „Islandi“. Hann hefir verið víða norðan- lands, Uieðal annars á jarðskjálfta svæðinu, en var seinustu dagana í Keflavík og víðar. Hefir hann beðið blaðið að flytja öllum bestu þakkir, sem sýndu honum gestrisni og greiddu göt.u hans. 80 ára afmæli á í dag Ingibjörg Eyjólfsdóttir, Vesturgötu 34. Talning atkvæða. Talin verða atkvæði í dag í Árnessýslu, Borg- arfjarðarsýslu, V.-ísafjarðarsýslu og e. t. v. víðar, t. d. í Snæfellsnes- sýslu, Gnllbr. og Kjósarsýslu og' Skagafirði. „Stjerneguttene“ komu hing- að með e.s. „Lyra“ í gærkvöldi, eins og til stóð. Karlakór K. F. U. M. tók á móti þeim og söng norska þjóðsönginn: „Ja, aú elsker jdette Landet“, um leið og skipið lagðist að hafnarbakkanum. Svör- uðu „Stjernegutteme“ með því að 'syngja: „Ó, guð vors lands“, og ^ síðan sungu þeir annað lag' norskt: l„Naar fjordene blaaner“. Fjöldi 'fólks var niður á hafnarbakkan- um og fagnaði ,,guttene“. Eins ,og áður er g'etið syngja „Stjerne- 1 guttene“ í Gamla Bíó í kvöld ltl. 7y2. En að' samsöngnum loknum heldur Nonæna fjelagið þeim mót- i tökusamsæti í Oddfellowhiisinu. • Átti það að vera í gærkvöldi, en var frestað vegna þess að „Lyra“ seinkaði. Blaðamennirnir, sem fóru á norræna blaðamannamótið í Osló komu lieim aftur með e.s. Lyra í gærkvöldi. Voru það þrír íslend- ingar, sem voru á mótinu, þeir Kristján Albertsson rithöfundur, dr. Guðbr. Jónsson og Ivar Guð- mundsson blaðamaður. Á mótinu voru milli 40—50 blaðamenn frá öllum Norðurlöndum. Láta ís- lending'arnir vel yfir för sinni. Ferðuðust þeir um Noreg, skoðuðu sig um, sóttu fyrirlestra og sáu margt sjer til fróðleiks og skemt- unar. Meðal annars var þeim hoð- ið að skoða stær^tu blöð í Osló, Aftenposten og Tidens Tegn og eitt kvöld sátu þeir boð hjá Mowinkel forsætisráðherra. Isor- egs. Verður síðar minst nánar á för þeirra. Atkvæðatölur utan af landi eru birtar í gluggum Morgunblaðsins jafnóðum og- þær frjettast hingað. Fyrirspurnum svarað í símum blaðsins allan daginn. Voru lát- lausar fyrirspnrnir lengi dags í gær um atkvæðatölurnar, sem þá . f r jettust. j Vjelstjórafjelag íslands heldur aðalfund í kvöld kl. 6 ■ í Kaup- þingssalnum. Fisksala. Togárinn Hannes ráð- herra seldi í Englandi í gær 3000 körfur fyrir 816 stpd. Skaftfellingur kom af veiðum í fyrradag. Fisktöknskipið Sato kom hing- að í fyrradag. Lyra kom hingað um kl. 10 í gærkvöldi. Skip Sameinaða. ísland fór frá Vestmannaeyjum í gærmorgun. Botnía er væntanleg til Vest- mannaeyja í dag'. Drotningin er á leið hingað frá Kaupmannahöfn. Esja fór frá Norðfirði í gær- morgun á leið til Seyði.sfjarðar. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir 19.25 Grammó- fónn: Rich. Strauss: Till Eulen- spiegel. 19.50 Tónleikar. 20.00 Klukkusláttnr. Frjettir. 20.30 Er- indi Kennarasambandsins: FræSslu Þegar auðnan að mjer snýr er hún færð í letur, nú, er kominn koparvír, kvartað enginn getur. Hand> Iðsknr seldar ódýrt næstu daga. Hljððfærahúsii, Bankastrætí 7. Htlabúð, Laugaveg 38. Gúmmíbuxut. Okkar ágætu, eftirspurðn gúmmíbuxur, fyrir börn og fnll- orðna, eru komnar aftur. Margar, fallegar, ódýrar tegundir. — Ávalt best að versla í málin (Guðjón Guðjónsson). 21.00 TóUleikar: a) Cfelló-Jfióló (Þór- hallur Árnason). b) Grammófónn: íslensk lög. c) Danslög. K. R. í kvöld kl. 8i/2 e. h. er æfing hjá 2. fl. Útvarpssamband við Ameríku. Skamt frá Cincinuati i Banda- ríkjunum hefir nú verið reist sterk útvarpsstöð, sem líklega er hægt að hlusta á um allan heim, ef menn liafa góð móttökntæki. Hún sendir á 428 metra bylgjulengd, og er talið að liún geti sent 8000 kílómetra, en meðan á revuslu- tímanum stóð heyrðist til hennai í miklu meiri fjarlægð. Hjer ætti að yera hægt að lilusta á liana. eink- um snennna á morgnana. Hún næst á bylgju einhvers staðar milli evrópisku stöðvanna París (431.7 m.) og Stokkhólms (426.1 m.). —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.