Morgunblaðið - 26.06.1934, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.06.1934, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ j Smá-augiýsingat | Saxábarnafatnaður allskonar, ný komitm í Verslun G. Þórðardóttur, Vesturgötn 28. __________ Upphneppuföt frá 3,75. Skírn- arkjiitar íir silki 4,25. Barnabolir og buxur allar stærðir í Verslun G. Þórðardóttur, Vesturgötu 28. Hálfsokkar á börn og fullorðna fallegt úrval í Verslun G. Þórð- ardóttur, Vesturgötu 28 . Skotsk efni í mörgum litum, mj ig góð og ódýr í Verslun G. Þóróurdóttur. Vesturgötu 28, Andlitsduft í lausasölu, nætur og dag-erem. Greiður og' hárspenn- ur í Verslun G. Þórðardóttur, Ve.sturgötu 28. Teunis og Sportkjóla-efni mjög smukkleg, sniðnir og mátaðir kjólar og kápur í Verslun G. Þórð- ardóttur, Vesturgötu 28. Ðbmu-Siikisokkar mattir og fal- legi r litir. Karlmanns-sokkar mj; . ódýrir í Verslun G. Þórðar- dóttur, Vesturgötu 28. Barna undirkjólar, náttföt og skyrtur, mikið úrval, vatteruð barnateppi og margt fleira mjög' smekklegt í Verslun G. Þórðar- dóttur. Vesturgötu 28. Fiskfai^ 50 aura, Kjötfars 65 aui' i. ítalskt salat aðeins 2 kr. % kg Aðalfiskbúðán, sími 3464. Á Frakkastíg 9 er gert við veiði- stangir fljótt og vel. Brynjólfur Þorláksson er flutt- ur í Eiríksgötu 15. Sími 2675. Heimabakarí Ástu Zebitz, Ei- ríksgötu 15, sími 2475. Gætið þess að láta ekki arfann eyðileggja g'arðana. Hringið í síma 4259, svo skulum við strax hreinsa alt illgresi burtu. M&lverk, veggmyndir og mar0s- tonar rammar. Freyjugðtu 11. Kaupum gamlan kopar. Vald. Paulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024.___________________________ Nýja Reiðhjólaverkstæðið, — Laugaveg 79 — hefir nokkur ný- leg' reiðhjól til söln. Reiðhjólavið- gerðir fljótt afgreiddar’ við lágu verði. Gefið bömum kjamabrauð. Það er bætiefnaríkt og' holt, en ódýrt. Það færst aðeins í Kaupfjelags- brauðgerðinni, Bankastræti 2. — =!ími 4562. Hyggnar húsmæður gæta þess h.S hafa kjarnabrauðið á borðum (ínuiii. Það fæst aðeins í Kaupfje- lags Brauðgerðinni, Bankastræti 2. Sími 4562. NINON Nýtisku- kjólar frá 12,00 Ðlússur frá 3.75 Peysar frá 3.50 Píls frá 10.00 NINON Austttrstr. 12, uppí. Opíð 2—7. TeppasvkDr Semoulegrjón, Mannagrjón, Bygg- grjón. Bok-hveitigrjón. Sagó- mjöl, stór Sagó og Perlusagó. Nýkomið. Sveinn Porkelsson. Sólvallagötu 9. Sími 1969. Klcins kjötfarss rejmist best. Baldursgötu 14. Sími 3073. VerðlækkoD: Olsem (( ara Kaffistell 6 manna með kökudisk, ekta postulín Kaffistell sama 12 manna Matarstell rósótt 6 manna Eggjabikarar postulín Desertdiskar postulín Matskeiðar ryðfrítt stál Matgafflar ryðfrítt stál Teskeiðár ryðfrítt stál Borðhnífar rvðfríir Vatnsglös þykk Tannburstar í hulstri Sjálfblekungar og skrúfblý- antar. settið heitír tyggígttmmíið, sem að allra dómí er það besta. íslensk framleiðsla. Fæst hjá kaupmanniyóar 10,00 16,00 17,00 0,15 0,40 0,75 0,75 0,25 0,75 0,25 0,50 1,25 alt nýkomið. H. Ei Bankastræti 11. Hanskar. Fjölbreytt úrval af nýtísku hönskum í C H III Hálf húseign. Vegna burtflutnings er hálf húseign til sölu, í Vestur-- bænum, 4 herbergi, eldhús og bað á hæð, auk stúlknaher- bergis, kvistherbergis og hálfur kjallari. Skilmálar- mjög aðgengilegir ef samið er strax. Upplýsingar í síma 2601. Grand-Hótel 84. það verið — hann sem var sjálft lífið uppmálað. Sjálfur krafturinn. Hvérnig getur Preysing . . . . ? Hann stóð upp og gekk fram og aftur um gólfið, hljóðlaust á nýju inniskónum og var óvenju rang- eygður, í æsingi sínum. Hann sá í anda Preysing ganga um hús C. í Fredersdorf, án þess að heilsa. Hann heyrði kuldalega nefhljóðið í honum, þegar verið var að semja um kaupgjaldið, og fann hurð- irnar skjálfa við reiðiköst yfirforstjórans, sem allir í verksmiðjunni voru hræddir við. Hann stóð kyr við gluggatjöldin, sem voru samandregin og leit út á milli þeirra í áttina til Fredersdorf. — Þannig hlaut að fara, sagði hann loksins og sú tilfinning, að réttlætið hefði sigrað, þandi út tærðan undirtyllulíkama hans. Nú fær hann það, sem hann þarfnast, hugsaði hann. — Er búið að taka hann fastan? spurði hann. — Hvernið vitið þér þetta? Hvernig gekk það til? — Prevsing var.hjá mér inni í herberginu mínu, og dyrnar vöru opnar, en svo segir hann allt í einu, að hann heyri eitthvert þrusk óg fer út. Og svo hefi ég kannske sofnað rétt sem snöggvast, því ég var mjög syfjuð. Og svo heyri ég manna- máí, en þó ekki hátt, og svo dettur eitthvað, og ekki kemur Preysing aftur. Þá varð ég hrædd og fór þangað inn, því dyrnar voru opnar — og þar lá hann — með augun svo opin... Lifla Flamm, dró aftur ábreiðuna upp yfir fölt andlitið og svalaði sorg sinni yfir Gaigern, með nýju fáraflóði. Hún gat ekki komið orðum að til- finningum sínum, en það var líkast því, sem hún hefði farið á mis við eitthvað unaðslegt, sem hún nú mýnöi aldrei geta náð í aftur. — 1 gær dansaði hann við mig og var svo indæll — nú er hann dauður og kemur ekki aftur, snökti hún í hítanum og myrkrinu undir dúnábreiðunni. Kringelein fór frá fyrirbreidda glugganum með andstyggilega útsýninu í áttina til Fredersdorf, sem lifði sí og æ í huga hans, og settist á rúm- stokkinn og lagði meira að segja handlegginn um -öxlina á Litlu Flamm, því honum fannst það eðli- legt og sjálfsagt að hugga þessa' grátandi, litlu stúlku. Hann syrgði einnig Gaigern, en það var þögul og hörð karlmannssorg, enda þótt það væri honum enn ekki Ijóst, að vinur hans frá í gær væri dauður í dag. Þegar litla Flamm hafði grátið nægju sína, kom heilbrigð skynsemi hennar aftur. — Ef til vill var hann innbrotsþjófur í raun og veru. En þar fyrir er ekki leyfilegt að drepa hann, sagði hún lágt. Kringelein datt í hug hið grun- samlega atvik með veskið frá deginum áður. — Hann hefir þurft á peningum að halda, hugsaði hann. Ef til vill hefir hann verið allan daginn á veiðum eftir peningum. Hann lést vera fínn mað- ur, eh, kannske hefir hann verið fátækur ræfill. Ef til vill hefir hann gert einhverja vitleysuna í örvæntingu sinni. Og svo fellur hann fyrir hendi manns enis og Preysing. — Nei, sagði hann hátt. — Þú hafðir á réttu að standa um það, sem þú sagðir um Preysing í morgun, sagði litla Flamm, sem hallaðist að armi Kringeleins — hún vissi ekki af því sjálf, að nú þúaði hún hann aftur — en henni fannst hann svo gagnkunnugur, að það kæmi af sjálfu sjer. — Mér leist strax iíla á Preysing, bætti hun við, einfeldnislega. Kringelein hugsaði í einar svær mínútur um óviðkunnanlegu spurninguna, sem hafði legið honum á hjarta síðan í gær, er litla Flamm hafði strikað út úr danssalnum til þess að hitta Preys- ing. — Hversvegna varst þá að .... hversvegna gafstu þig þá að honum? tókst hónum loksins að segja. Litla Flamrn leit á hann trúnaðaraugum. — Peningar, auðvitað, svaraði hún blátt áfram. Það skildi Kringelein þegar í stað. — Peningar! endurtók hann, þó ekki sem spurn- ingu, heldur sem svar.. Allt hans líf, hafði verið bardagi fyrir smáskildingum, hversvegna skyldi hann þá ekki skilja afstöðu litlu Flamm. Nú lagði hann líka hinn handlegginn utan um hana, og lokaði hana þannig inni í hring, en litla Flamm gerði sig eins litla og hún gat og hallaði höfðinu upp að brjósti Kringeleins — hún fann móta fyrir hverju rifi gegn um þunna silkið í náttföt- unum. Fólkið heima hjá mér skilur þa,ð ekki, sagði litla Flamm. — Þar líður mér ekki vel. Alltaf ei-- lífur sýtingur um peningamálin hjá mér. Nú hefi ég ekki haft stöðu í meira en ár; og eitthvað verður maður til bragðs að taka. Ég er of lagleg* til að vera ski^fstofustúlka, segir fólk, allsstaðar- hefir orðið þi-as út úr því atriði, og stóru verslunar- húsin táka ógjarna stúlkur, sem eru of laglegar* — og það er ekki nema alveg rétt. Ég er of stór til að vera sýningarbrúða; þær eiga að vera stærð • nr. 42 eða í hæsta lagi 44. Og í kvikmyndunum — ja, ekki veit ég hvað stendur mér þar fyrir * þrifum. Kannske er ég ekki nógu ástleitinn. Seinna gerir það ekkert til — öðru nær — en í byrjun- inni er það ókostur. Og ég skal líka sanna, að ég kemst að — áreiðanlega. En ég má bara ekki verða gömul, og nú er ég orðin nítján ára, svo nú er um að gera að spjara sig. Sumir eru að'- segja, að maður fari ekki með svona yfirforstjóra fyrir peninga! Hreinasti misskilningur — fyrir* peninga og ekkert annað! Og ég get ekki séð • neitt athugavert við það. Ég verð þó al'tént sú sama eftir sem áður, og það detta sosum ekki af manni gullhringirnir þó maður sé svolítið góð við • hann. Þegar maður hefir verið atvinnulaus í heilt ár* og hefir hlaupið á kvikmyndaskrifstofurnar og eftir auglýsingum; fötin manns verða ónýt, en maður hefir ekkert til að fá sjer ný — og stendur svo og glápir í búðargluggana. — Ég get ekki að því gert, en aðalatriðið fyrir mér, er að vera al- mennilega til fara. Þér getið ekki trúað þvf, hvað ég gat orðið glöð yfir nýjum kjól. Ég get verið heila daga að hugsa um þá kjóla, sem ég ætla að fá mér einhverntíma. Og svo að ferðast. Ég* er alveg vitlaus í ferðalög — bara að fara* eitt- hvað burt og sjá aðrar borgir — já, það langar mig. Mér_ líður alls ekki vel heima, geturðu verið viss um. Ég er ekkert vandfýsin og það er hægðai- leikur að gera mér til hæfis. En samt sem áður grípur mig oft löngunin til að hlaupa burt frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.