Morgunblaðið - 04.07.1934, Blaðsíða 2
2
MORGT N BIA Ðíf>
%
ð
JRorgtmMaHft
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
Rltetjórar: Jðn KJartaneeon,
Valtýr Stef&neeon.
Rltetjðrn og afgrrelBala:
Auaturetrætl 8. — Ptml 1*00.
AujrlýelngaetJörl: a. Haftyer*.
Auglýalngaskrlf *tof a:
Auaturatrætl 17. — Slkil 1700.
Helnaalaaar:
Jón KJartanaaon nr. *742.
Valtýr Stefó.n**on nr. 4220.
Árnl óla nr. I04S.
E. Hafberg nr. 1770.
ÁakrlftagJaM:
Innanlanda kr. 2.00 1 aaá.nut)l.
Utanlanda kr. 2.60 A m&nutll
1 lauaaaðlu 10 aura elntaklt).
20 aura met) Leabðk.
ií markaðstorginu.
Rauðu flokkunum þykir ilt, að
þeir skuli ekki hafa nema 25
þingmönnum á að skipa, því það
nægir ekki til þess að fá meiri-
hluta í báðum deildum þingsins.
f>eir nota því þessa dagana til að
skygnast um eftir manni, eða
mönnum úr andstæðingahópi, sem
væru falir t-il kaups.
Enn er ekki sjeð fyrir, hvað
úr þessu verslunarbraski getur
orðið.
Þó má sjá það á Alþýðublaðinu
í gær, að rauðliðar muni brátt
taka stjórnartaumana í sínar
hendur, hvað sem þing'fylginu líð-
ur.
Blaðið segir, að þjóðin hafi
„kvatt sjer hljóðs^ með þeirri
ósk ,að stjórnarfar næstu ára verði
mótað af vilja og þörfum Alþýðu-
flokksins.
Og blaðið telur, að þetta muni
takast, því nú sjeu flestir af
þeim mönnum, sem „báru íhalds-
sýkilinn“ inn í Framsóknar-
flokkinn, farnir þaðan.
Og Alþýðublaðið er ekki í vafa
um, hvaða stefna eigi að vera
ráðandi í hinni nýju stjórn. Seg-
ir blaðið, að það sje „áreiðanlega
einlæg ósk allra vinnandi stjetta
á íslandi, að Alþýðuflokkurinn
taki forystuna í stjórn atvinnu-
og fjármála, isvo að skipulag
komi í stað skipulagsleysis og at-
vinna í stað atvinnuleysis“ !!
Þannig er þá umliorfs á mark-
aðstorginu síðustu dagana.
En þó að Alþýðublaðið t.ali nú
digurbarkaleg'a um kröfur Al-
þýðuflokksins í sambandi við
stjórnarmyndun, er ekki mikið
upp úr því leggjandi. Blaðið veit
vel, að enga breytingu gerir það
á stjórninni. hvort þar eiga sæti
menn eins og Jónas frá. Hriflu,
Hermann og Eysteinn, eða Hjeð-
inn, Stefán Jóhann og Emil. Allir
eru þessir herrar jafn-rauðir, þótt
sumir reyni enn að vera skjóttir
frammi fyrir kjósendunum.
--------------------—
Kona druknar.
ísafirði 3. júlí F.l’.
Klukkan 5 í dag hvolfdi v.jel-
bátnum Tóta frá Boluhgavík á
ísafjarðarhöfs. er hánn var ný-
lagður af stað frá bryggjunni með
háfermi af timbri. Farþegahópur
var með bátitum, og druknaði
öldruð kona, Jóhanna Kristjáns-
dóttir og var sonur hennar me'
farþeg'anna. Ekki er vitað að fleiri
hafi farist, en þó er ekki kunnugt
um það, hve margir höfðu tekið
sjer far **eð bát.num. Logn var og j
ládeyða. og er talið að siysið hafi ,
stafað af því, að bátnrinn var of-
blaðinH.
Schleícher 01 Rðhm
íoru leknir af lifi.
Verður Göliriiig íarakanslari ?
London, 2. júlí F.Ú.
Göhring tilkynti í gær, að síð-
an að stjórnin á sunnudaginn
greip til þeirra örþrifaráða er
henni þótti með þurfa, sje alt
með kyrrum kjörum, og* uppreisn-
in að fullu bæld niður.
„Örþrifaráð“ þau, er Göhring á
við, er aftaka von Schleichefs og
Röhm. Von Schleieher og kona
hans voru skotin, og Röhm var
skotinn, eftir að hann liafði neitað
að fremja sjálfsmorð.
Göhring segir í tilkynningu
sinni: „Hreiður glæpamannanna
er sundurtætt, og þeim útrýmt.
Lífi Hitlers hefir verið bjarg'að
fyrir þjóðina. Hann er mildur og
kærleiksríkur, en hann er líka
miskunnarlaus þegar vegið er að
föðurlandinu. Þeim, sem á þann
hátt vinna til hegningar, mun
ekki verða hlíft.
Erlend blöð flytja ósannar
fregnir um uppreisnina, og telja
að nú sje ríki Hitlers lokið. En
máttur hans. og vald er nú meira
en nokkru sinni fyr. Enginn
þjóðhöfðingi er jafn sterkur og
hann, og enginn hefir fullkomnara
vald á stjórnartaumunum“.
Þá segir Göhring að nú, þegar
búið sje að bæla niður uppreisnina,
ætli Hitler sjer að g'anga í ber-
högg við siðspillingu, sem vitan-
legt sje að eig’i sjer stað meðal
nokkurra þeirra, er með völdin
fara ásamt honum í Þýskalandi.
Alla siðspillingu og óhófsemi í
lifnaði verði að uppræta, og
skapa í þess stað hreint líf og
einfalda lifnaðarháttu.
Fjármálahneykslið
í lapan
verður stjórninni að falli.
Tokio, 3. júlí F.B.
Ríkisstjórnin hefir beðist lausn-
ar. Bar forsætisráðherrann fram
lausnarbeiðni sína um leið og út
8aito forsætisráðherra.
kom skýrsla dómsmálaráðuneytis-
ins um hið svokallaða Tai-Wan-
bankahneyksli, sem fyrir skömmu
vakti mikla eftirtekt og leiddi til
þess. að Kuroda, vara-fjármála-
ráðherra, var tekinn fastur.
Berlín, 3. júlí. FB.
Tilkynt hefir verið opinberlega,
að til kl. 11,30 í gærkveldi liefði
tuttugu aftökur farið fram. Því
er harðlega neitað, að yfir 60
menn, sem við byltingartilraunina
^voru riðnir, liafi verið teknir af
lífi, en hinsvegar er játað, að um
fleiri aftökur verði að ræða og að
þær verði alls eitthvað yfir 20.
Varðliðið, sem var við hús von
Papen, liefir mi verið flutt þaðan,
og er von Papen fi-jáls ferða sinna.
TJnited Press
Berlín 3. júlí F.B.
Ríkisstjórnin kom saman á fund
í dag. Að fundinum loknum var
gefin iit tilkynning þess efnis, að
numin væri úr gildi lagaákvæði
þau, sem mæla svo fyrir, að höf-
uðmaður árásarliðsins skuli eiga
sæti í þýsku ríkisstjórninni. von
Papen tók eklri þátt í ráðherra-
fundinum. Er mjög um það rætt
hvort hann muni verða áfram 1
,stjórninni eða ekki. Samkvæmt á-
reiðanlegum lieimildum liefir Uni-
tet Press fregliað. að Hitler kansl-
ari leggi af stað í kvöld áleiðis til
Neudeck, til fundar við Hinden-
burg forseta. Mun Hitler f'ara
fram á leyfi forsetans til þess að
fallast á lausnarbeiðni von Pep-
ens, en áður neitaði Hitler þverlega
að taka lausnarbeiðnina til greina.
Hefir von Papen nú boðist til þess
á ný, að fara úr stjórninni. Göh-
ring- er alment talinn líklegastur
til þess að taka við varakanslara-
embættinu.
TíJnlted Press.
Dfotningarmaðurinn
f Hollandi dáinn.
Henry prins og Vilhelmina
drotning.
London 3. júlí F.Ú.
Henry prins í Hollandi, maður
Vilhelminu drotningar, andaðist
síðdegis í dag. Hafði liann
fengið aðkenningu af hjartabilun
í vikunni sem leið, en var talinn á
batavegi. Snemma í dag versnaði
honum skyndilega. Drotningin
var þegar kölluð að sjúkrabeði
hans, en hann var dáinn áður en
hún kæmi þangað. Júlíana
krónprinsessa, dóttir þeirra hjóna
er stödd í London, en lieldur af
stað heimleiðis í kvöld.
Happdrætti Háskólans. Menn
eru ámintir um að endurnýja happ
drættismiða sína að drættinum,
sem fer fram 10. júlí.
Þýska sendinefndin
fór hjeðan I gær.
Samtal vðð nefndarmenn.
Þýska landbúnaðarsendinefndin,
sem hingað kom fyrir skemstu
og var hjer á vegum Biinaðar-
fjelags Islands, fór heðan í gær-
kvöldi með Gullfossi. Var hún í
boði hjá forsætisráðherra kl. 3, en
þegar hún kom þaðan, veitti hún
blaðamönnum viðtal í Hótel Borg.
Nefndarmennirnir voru þeir
Reichskommis.sar Metzner. dr.
Gauch, dr. Gerh. Wolff og dr.
Reichenbach.
Reichskommissar Metzner á-
varpaði blaðamennina fyrst og
mælti á þessa leið:
— Jeg' bið yður, íslenskir blaða
menn, að færa íslensku þjóðinni
þakkir vorar og stjórnar land-
búnaðarráðuneytisins þýska fyrir
það hve mikilli vináttu vjer höf-
um hjer átt að mæta í ræðu og
riti og viðkynningu.
Eins og yður er kunnugt, kom-
um vjer hingað sem fulltrúar
bændastjettarinnar þýsku til þess
að kynnast íslensku bændastjett-
inni, og tengja vináttubönd milli
þeirra. ,
En dvöl vor hjer hefir verið
alt of stutt og jeg sakna þess að
geta ekki verið hjer lengur. Höf
um vjer þó, fyrir vinsamlega gest-
risnu stjórnarinnar, kynst íslandi
nokkuð og' íslenskum búskap. höf-
um farið að Korpúlfsstöðum, skoð-
að tilraunabúið á Sámsstöðum í
Fljótshlíð, sjeð Suðurlandsundir-
lendið, Þingvelli, horft á Grýtu
gjósa og íslendinga halda hátíð-
lega vígslu Markarfljótsbrúar.
Þar sáum vjer hver kraftur býr
í hinni fámennu íslensku þjóð, að
hafa gert slíkt mannvirki.
Vjer höfum haft tækifæri til
þess að kynnast starfi og lífskjör-
um íslenskra bænda, og vjer undr-
umst hverju þeir hafa fengið á-
orkað í baráttu við örðug ræktun-
arskilyrði og tíðarfar. Það hefir
glat't; oss að sjá hvað hjer er starf-
samt og kjarkmikið fólk, og vjer
fáum ekki betur sjeð, en að það
hafi alið og' ali með sjer þann
þjóðernislega hugsunarhátt, sem
vjer vonum að verði lyftistöng
þýska landbúnaðarins undir hinni
nýu landbúnaðarlöggjöf. íslenska
þjóðin er í vorum augum sannur
spegill frjálsrar bændastjettar,
sem alist hefir upp í friði og dafn-
að undir hagfeldri löggjöf.
í nafni þýsku þjóðarinnar og
þýska landbúnaðarráðuneytisnis
ber jeg hinni íslensku þjóð hjart-
anlega kveðju og þakkir fyrir þá
vinsemd og' gestrisni, sem oss hef-
ir verið sýnd, á meðan vjer dvöld-
umst hjer.
Að ^vo mæltu bauð hann blaða-
mönnum að bera fram fyrir.spurn-
ir til þeirra nefndarmanna.
Frjettaritari Morgunblaðsins
leyfði sjer þá að bera fram fyrir-
spurnir í þremur liðum:
1. Hvernig þeim hefði litist á
tilraunabúið á Sámsstöðum —
livort þeir heldi að hjer væri skil-
yrði til akuryrkju?
Þes.su svaraði dr. Reichenbach
svo:
— Jeg hygg að hjer á- landi
sje hægt, með góðum árangri, að
rækta ýmsar liarðgerar og hrað-
þroska koi'ntegundir, einkum ef
það tekst að undirbúa jarðveg-
inn sæmilega. Þetta dæmi jeg' eft-
ir því hvað sumarið er hjer stutt.
En jeg hygg að reynslan ein verði
að skera úr um það hvort akur-
yrkja getur borgað sig á íslandi.
2. Hafið þjer tekið nokkur sýn-
ishorn af íslenskum jarðvegi til
rannsóknar þegar heim kemur?
Því svara þeir svo, áð það hafi
þeir ekki gert, en svo vel vilji til
að hjer sje einmitt um þessar mund
ir staddur þýskur jarðefnafræð-
ingur, dr. Burkliardt, sem að vísu
sje sjer ekki neitt áhangandi, en
hafi lofað að útyega sýnishorn af
íslenskum jarðvegi.
3. Hvað segið þjer um íslensku
hestana? Ætlið þjer að þeir getí
kept við aðra hesta, t.d. pólska, á
þýskum markaði?
Reichskommissar Metzner svar-
ar því, og dr. Reehenbach tekur
undir það, að í þessari ferð hafi
þeir haft tækifæri til þess að kynn-
ast íslensku hestunum, og dáist
þeir mjög að þoli þeirra og þraut-
seigju. Og dr. Gauch tekur líka
undir það, og segíst, ætla að ís-
lenskir hestar muni vera mjög
hentugir fyrir smábændur í Þýska-
landi, vegna þess livað hestaimir
sje seigir og Ijettir á fóðrum. Og
svo segir dr. Wolff að það sje að-
eins um það að gera að íslenskir
bændur geti selt liesta sína til
Þýskalands fyrir sambærilegt verð
við pólska liesta, t. d. 220 mörk,
sagði hann, og þá ætti það að
vera nokkurnveginn víst, að ís-
lenskir hestar verði teknir fram
yfir aðra liesta á smábýlum. Hann
bætir því við, að sú deild land-
búnaðarráðuneytisins 1 þýska, sem-
þetta mál fellur undir, muni gera
alt sem hægt er til þess að greiða
fyrir því, að íslenskir hestar verði
teknir fram yfir aðra hesta. Og
dr. Rechenbach,' sem nýbýlamál-
in í Þýskalandi falla undir, og
hefir umsjá með innflutningi
vinnuhesta, sagði að hann ætlaði
að gera alt sem í sínu valdi stend-
ur til þöss að íslenskir hestar verði
teknir fram yfir annara þjóða
hesta í Þýskalandi, því að þeir
hæfi best á nýbýlunum.
Ferðamenn fá stórfeldan af-
slátt á fargjöldum í Þýska-
landi.
Berlín 3. júlí F. Ú.
Stjórn þýsku járnbrautanna til-
kynnir, að frá 10. júlí til 31. októ-
ber þessa árs, muni iitlendingum,
sem ferðast í Þýskalandi verða
gefinn afsláttur af fargjöldum
með járnbrautunum, sem nemur
60 af hundraði. Þetta gildir þó
því aðeins, að viðkomandi ferða-
menn hafi að minsta kosti einn-
ar viku viðdvöl í Þýskalandi, og
nær þannig’ ekki til þeirra, sem
eru á ferð í gegn um það til ann-
ara landa.