Morgunblaðið - 07.07.1934, Side 3

Morgunblaðið - 07.07.1934, Side 3
MORGUMBLAÐIÐ 3 Ekki §vo leiit §em þeir lála. Ofbeldisstefnur og skriffinn- ar Alþýðublaðsins. Þann 26. maí s. 1. skýrði Al- þýðublaðið frá því, að upp hefði komist í Rússlandi fjárdráttar- og mútumál og' að leynilögregla stjórnarinnar (Gr. P. U.) væri bendluð við málið. Þegar Alþýðublaðið birti fregn þessa, fanst því sýnilega mikið til hennar koma, því að fyrirsögnin ein tók nálega % tveggja dálka rum í blaðinu. í fyrirsögninni stóð m. a. þetta: „25 lögregluþjónar skotnir. 100 bíða hengingar“. — Hver ósköpin gang'a á, hugs- aði lesandinn, er hann sá þessa fyrirsögn. — Nú hlýtur þó Al- þýðublaðið að taka rækilega í lurginn á stjórn bolsjevíka fyrir slík hryðjuverk. En hvað skeður ? Alþýðubláðið segir ósköp iát- laust frá þessum viðburðum. Er blaðið hefir skýrt frá fjárdrátt- unum og mútunum, seg'ir það, að rússneska stjórnin hafi tekið málið „föstum tökum“. „Stalin hefir sjálfur tekið málið í sínar hendur og tekið það mjög föst- um tökum“, segir Alþýðublaðið. Þvínæst segir Alþýðublaðið, að Staiin hafi þegar látið skjóta 25 menn úr rússnesku, pólitísku lög- reglunni og á annað hundrað lög- reglumanna sætu í fangelsinu og biðu hengingar! Á þann hátt tók Stalin ,,föst- um tökum“ á málinu. Og Alþýðu- blaðið hafði ekkert út á þessar að- farir Stalins að setja. Síður en svo; honum var hrósað fyrir dug'n- aðinn og snarræðið. Þýska stjórnin. Rúmum mánuði síðar berast þær fregnir frá Þýskalandi, að ein- ræðisstjórn Þýskalands hafi farið nálcvæmlega eins að og rússneski einræðisherrann, Stalin. Uppvíst var, að nokkrir af trúnaðarmönnum þýsku stjórnar- innar sátu á svikráðum við stjórn- ina og höfðu byltingaráfonn í huga, Stjórn Hitlers fór nákvæm- lega eins að , og Stalin, hiin ljet tafarlaust skjóta forsprakkana „öðrum tii viðvörunar‘“. Sam- kvæmt opinberum skýrslum þýsku stjórnarinnar hafa 26 menn verið líflátnir vegna atburða þessara. En nú kom. annað hljóð í Al- þýðublaðið, heldur en á dögunum, þégar Stalin tók ,,tt«ium tðkum“ á málinu og ljet unasvifalaust skjóta 25 lögreglumenn og hengja 100. Nú var Hitler ríkiskanslari og ,allir ráðherrar Þýslcalamds stimplaðir morðingjar í Alþýðu-' blaðinu. Þessir atburðir eru hjer dregnir fram, til þess að almenningur sjái hina rjettu mynd af skriffimmum Alþýðublaðmins. í báðum þeim ríkjum, smm hjer um ræðir, Rússlandi og Þýska- landi. sitja að völdum einræðis- stjórnir. Aðeýis er munurinn sá, að í Rússlandi eru það kommún- istar sem st.jórna, en í Þýskalandi andstæðingar kommúnista, Naz- istar. í báðum ríkjunum er persónu- legt frelsi þegnanna mjög' skert og harðstjórn sitúr 'í valdastól- unum. Þegar harðstjórnin rússneska læt ur umsvifalaust skjóta 25 lög- reglumenn og hengja 100, heitir það á máli Alþýðublaðsins, að stjórnin „taki föstum tökúm á málinu“. og stjórnin fær hrós fyrir. En þegar.þýska einræðisstjórnin fer .nákvæmlega eins að og sú rússneska, ráðherrarnir morðingj- arnir, á máli Alþýðublaðsins. Af þessu getur almenningur sjeð, að ofbeldis- og hryðjuverk eru‘ leyfileg og lofsamleg, að dómi .Alþýðublaðsins, þegar harðstjórn ra.uðliða framkvæmir , þau. En þetta verður morð, þegar andstæð- ingastjórn rauðliða lætur fivim- kvæma verkiú. Alþýðublaðið hefir hjer enn á ný sýnt sinn rjetta liug til ein- ræðis og ofbeldisstefnanna. Stefn- an er ágæt, ef kommúnistar eða rauðliðar fara með völdin. Þeir mega drepa og myrða — það heitir á máli Alþýðublaðsins, að „taka föstum tökum á máhin- um“. Ráðningarskrifstofu setur bæjarstjórn á stofn í haust. Svohljóðandi tillögu frá borgarstjóra samþykti bæjar- ráðið á fundi sínum þ. 29. júní: „Bæjarráðið leggur til, að bæjarstjórn setji á stofn ráðningarskrifstofu fyrir at- vinnuleitandi bæjarmenn, karla og konur, er taki tíl starfa í byrjun sept. þ. á. Forstöðumaður verði ráðinn svo snemma, að hann fái tíma til að kynna sjer til- högun á slíkum ráðningar- skrifstofum erlendis áður en skrifstofan tekur til starfa.“ Tillaga þessi var samþykt á síðasta bæjarstjórnarfundi. Um hana urðu nokkrar um- ræður. Borgarstjóri benti á, hve ó- viðkunnanlegt það væri, er menn kæmu á skrifstofur bæj- arins í atvinnuleit, þá væri ekkert hægt að liðsinna mönn- unum, nema því aðeins, að bærinn gæti tekið þá í vinnu. Með því að hafa ráðningar- skrifstofu, sem atvinnurek- endur gætu leitað til, er vinnu vildu kaupa, væri hægt að miðla atvinnunni til þeirra, sem mest væru þurfandi fyr- ir atvinnu. Stef. Jóh. Stefánsson bar fiam tillögu um það, að leitað yrði til verkalýðsfjelaganna um forstjórn og tilhögun ráðn- ingarskrifstofunnar. Sú tillaga var feld. í því sambandi sýndi borg- arstjóri fram á, að aðalatriðið væri það, að atvinnurekendur bæru þá tiltrú til skrifstofu þessarar, að þeir leituðu til hennar; því aðeins kæmi hún að tilætluðum notum. rmaveikln og lækn^iigatilraunir Niels Dungail. Nú vita menn hvaða tegundir orma það eru, sem valda sjúkdómum sauðfjár hjer á landi. Góðar vonir um að hægt sje að stemma stigu fyrir miklu tjóni. Eftir að Níels Dungal pró- fessor kóm heim úr utanför sinni á dögunum, hafði blaðið tal af honum til að fá að vita um árangurinn af ferð hans og rannsóknirnar á ormaveiki sauðfjár. En það vandamál bænda er eitt af þeim mál- um, sem Dungal hefir tekið að sér. Hann segir svo frá: Eg var um fjögra máhaða skeið við dýralæknaskólann í Hannover. Þar kynti jeg mjer, eftir því sem kostur er á, hve rannsóknum á innýflaormum er langt komið. Er það mikil og flókin fræðigrein, enda mörg atriði, sem vísindin hafa ekki enn leyst úr. Ormategundirnar sex. Eftir því ^sem næst verður komist eru það aðallega sex tegundir innýflaorma, er valda sjúkdómum í íslensku sauðfje, tvær tegundir í lung- um, en fjórar í maga og görn- um. Allar tegundir þessar þekkja erlendir vísindamenn. En svo er að sjá, sem sömu tegundir og hjer eru skæðar í sauðfje, geri frernur lítinn óskunda í öðrum löndum. Mun sá mismunur sennilega stafa af því, að fje fær hjer aðra meðferð og aðbúð en víða annarsstaðar. Skæðasti innýflaormurinn erlendis lifir í lifur kinda. En hann er hjer ekki til, enda hefir hann hjer eigi lífsskil- yrði, því hann lifir á vissu þroskastigi í smásnígli einum, sem er ekki hjer á landi. En t. d. lungnaorúiurinn, sem hjer gerir mikið tjón, er talinn fremur meinlaus ytra. Og eins er með smáorminn, sem lifir í vinstur kindanna og vafalaust veldur oft mestu um það, að fjeð horast og fær ekki, notið fóðursins. Þá er hjer önnur tegund garnorma í wiuífje, sem oft er svo mikið af, að kindurnar verða fárveikar og drepast margar. Lækningar og varúðarráðstaf- anir. • Nú,þegar fengin er vissa um það, hvaða tegundir orma það eru, sem gera hjer tjón á sauðfje,v er lagður grundvöll- urinn að lækningastarfinu og varúðarráðstöfunum í fram- tíðinni. Því um leið vita menn að mestu um lífshætti þess- ara orma, þar sem um það er fróðleik að fá í erlendum fræðiritum. Að vísu getum við ekki svo mjög stuðst við erlenda reynslu hvað læk.ningar snert- ir, þar sem, sem fyr segir, að ormategundir þessar eru víð- ast taldar meinlausar og lyf því sjaldan notuð. Nú verða rannsóknir að byrja hjer á hverri einstakri ormategund fyrir 'sig, hvern- ig ormarriir berast kind frá kind og hvernig þeir haga sjer yfirleitt. Góðar horfur eru á, að tak- ast megi að hreinsa ormana úr fjenu. En spurningin er þessi, hvernig á að koma í veg fyrir, að kindurnar smitist jafnharðan aftur og fyllist af ormum. Egg ormanna fara með saurnum niður í taðið. Þar klekjast þau út í hinum sífelda raka sem þar er og hlýju, skríða út á yfirborðið og komast ofan í fjeð með fóðri og drykk. Reynslan í vetur. Hvernig reyndist ormalyf- ið, sem reynt var í vetur? Jeg hefi þegar náð tali af nokkrum bændum, sem mesta reynslu hafa feng'ið af tetra- klórkolefninu síðastliðinn vet- ur, og ber þeim öllum saman um, að árangurinn hafi ver- ið mjög góður, svo að hvergi hafi borið verulega á orma- veiki, þar sem meðulin voru notuð. Þar sem lyfið var gef- ið snemma í fyrrahaust, var þó sumstaðar farið að bera á óhreysti í fjenu í 'vor, en þar sem það var gefið seinna, um eða eftir áramót, eða tvisvar, hefir ekki borið á ormaveiki. Nú er í ráði að blanda þetta meðal öðru lyfi, svo að verkun þess verði betri, og láta blönd- una úti hylkjalaust. Geri jeg ráð fyrir, að þetta lyf verði gefið inn meiri hluta alls fjár þar sem ormaveikin hefir geisað, og þar sem jeg býst við, að við getum selt á 4 kr. lyf í JL00 fjár, en samsvar- andi skamtur kostaði 15 kr. í fyrra, þá vonast jeg til, að kostnaðurinn verði ekki lyfja- notkuninni til hindrunar. Ormarnir valda geysitjóni. Þegar á það er litið, hve innýflaormarnir standa fjenu mjög fyrir þrifum, er sýnt, að þeir gera geysimikið tjón á hverju ári. Til þess að fá um þetta nokkurn kunnleika, höfðum við 4 kindur inni í Tungu í vetur, sem allar voru mjög ormaveikar. Ein fékk engin ormalyf. Hún' hefir með góðu fóðri ekkert þyngst. Ein fjekk venjulegan skamt af tetraklorkolefni í hylkum, önnur sama skamt án hylkja. Báðar eru hressar og hafa fóðrast sæmilega. En ein fjekk sama skamt af lyfinu tvisvar. Hefir hún þrifist best, þyagst um 20 pund. Hin nýja rannsóknastofa. Að endingu barst talið að hinni nýju r,annsóknastofu, sem nú er bygð suður á Lands- spítalalóðinni, og kostað hefir 120 þús. kr. Er það myndar- leg bygging. Verður hún tek- in til nota í júlímánuði. Þar verða gerðar sjúkdómarann- sóknir manna og húsdýra. Þar á líkskurður að fara fram. Þar verður húsrúm fyrir til- raunadýr, svo hægt verður að gera þar f jörefnarannsóknir. Þar koma fyrst til afnota vísindaáhöld þau, er Þjóð- verjar gáfu íslandí 1930. Þurfti nokkur verkfæri til við- bótar stofnun þessa. Gjöf frá Rockefeller stofnun- inni. En til þess að kaupa þessi verkfæri veitti Rockefeller- stofnunin 3000 * dollara. Keypti Dungal áhöld í Þýska- landi fyrir fje þetta, og fjekk, fyrir milligöngu þýsku stjórnarinnar ríkismörk með sjerstaklega góðum kjörum, svo að styrkurinn notaðist sem best. Koma þessi nýju áhöld inn- an skamms. Rtvlnnuleyslnsar drepa sig á ban- vænu áfengi. Berlín 6: júlí F.Ú. í atvinnulej^singjahæli einu í Bandaríkjunum Ijetust nýl. 6 menn af nautn eitraðs áfengis. Fregnir segja, að þrátt fyrir afnám banns- ins sje ennþá mikið drukkið af heimabrugguðu og smygluðu á- fengi, og sje það mí orðið miklu ódýrara en áður en bannið gekk úr gildi. , Lennismeistan. London 6. júlí. F. Ú. Englendingurinn Mr. Perry vann einmenniskepnina í tenn- is í Wimbledon í dag. Þetta er í fyrsta skifti, sem Englend- ingur vinnur þenna kappleik. Mr. Perry hefir þá unnið tennismeistarakepni í Wimble- don, Ameríku, Ástralíu og Bretlandi. Ugía ræðst á siúlkti. Hinn 18. maí var úng stúlka á leið um skóginn „Præstekrattet“ hjá Nuntofte, skamt frá Randers í Danmörku. Vissi hún þá ekki fyrri til en ugla kom fljúgandi of- an úr trje og læsti klónum í hatt hennar. Stúlkan varð hrædd og rak upp hl.jóð. Brá ugglunni svo við það, að hún flaug inn í skóg- inn — með vorhatt stiilkunnar í klónum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.