Morgunblaðið - 18.07.1934, Page 5

Morgunblaðið - 18.07.1934, Page 5
II ORGT7NBLAÐIÐ 5 BOKMENTIR Tvær náttúrufræðibækur. C. H. Ostenfeld and Johs. kræklurót er ekki talin vaxa á Gröndtved: The Flora of Suðurlandi. Sú villa hefir ef til Iceland and the Færoes, vill slæðst inn í útgáfuna úr Copenhagen 1934, XXIV Flóru Stefáns. Mjer er kunnugt + 195 bls., 2 kort. um að kræklurót er all-algeng .Uý matreíðslubók: 150 jurtarjettir. Eftir Helgn Signrðardóttur. Nýskeð er út komin önnnr út' *gáfa af hinni ágætu matreiðslu- bók Helgu Sigurðardóttur, sem heitir „150 jurtarjettir“. í for- mála bókarinnar segir svo: „Tilgangurinn með þessu riti er . sá, að gefa þeim, er lítt eru vanir við jurtafæðu, nokkrar leiðbein- ingar um notkun hinna helstu matjurta, sem liægt er að rækta hjer á landi eða vaxa vilt. Nú er áríðandi, að menn hggnýti sjer sem best öll þau gæði, er' land vort getur boðið. Garðyrkjan er ■ enn á byrjunarstígi, en vissa er fyrir, að margar nytjajurtir geta þrifist hjer, og fjöldi manna — ■eigi aðeins í sveitum heldur og í kauptúnum — getur fengið sjer blett til að rækta í garðjurtir, sem - að minsta kosti nægir hans heimili. ; Garðyrkjan er ánægjulegt og lær- ■ dómsríkt starf. en gefur auk þess holla og' bætiefnaríka fæðu, sem með voru ágæta kjöti, fiski, mjólk • °S cggjum; og litlu einu áf mjöli, má búa til úr herramannsrjetti, er fyllilega eru sambærilegir við fínustu kræsíngar, er menn hafa ■ erlendis. Auk þess má telja garðyrkunni ■ það til gildis hjer á landi, að talið • er, að þær jurtir sem ræktaðar eru : í norðlægum löndum, sjeu sjerstalc lega ríkar af kryddi og bætiefn* um. Vjer eigUm því að geta aflað garðjurta, sem að gæðum ern fylli- i lega sambærilegar við þær, sem fluttar eru hingað frá útlöndum. í E fisk og kjöt. vantar kolvetni, þau verðum vjer að fá með jurtafæðu. Holt er heima hvað, segir máls- íhátturinn. Þess vegna eigum vjer ; að rækta sem mest af matjurtym, 'það gerír fæðuna ljúffengari og J hollari“. f þessari bók er mikið lagt upp ' úr því, hvað íslenska þjóðin getur ‘ hagnýtt sjer ræktun grænmetis, og hvemig hún getur hagnýtt ís- J lenskt grænmeti, svo sem rabar- bara, þessa jurt, sem aldrei bregst, reyniber og njóla. A blaðsíðu 73 í bókinni segir svo um nytjajurtir er vaxa hjer vilt. „Fyrrum notuðu menn hjer ýms- . ar jurtir til matar, og mátti þar tii sanns veg'ar færa „að neyðin kennir oft uaktri konu að spinna“. Á síðari árum hefir lítið verið hirt um þessar nytjajurtir, en hins- vegar eru sannanir fyrir því, að margar þeirra eru ríkar af bæti' • efnum og næringarmiklar“. Síðan eru leiðbeiningar um það hvernig á að matreiða hvönn og heimilisnjóla, smára, f jallagrös skarfakál, söl. Þá er fyrirsögn um það hvernig' á að búa til reyni- berjahlaup. Eru rej'niber ágæt, en mörguni sjest yfir að nota þau vegna þess að þær kunna ekki með þau að fara. Áður hefir ungfrú Helga Sig- urðardóttir gefið út þrjár bækur, íslenskum hú.siuæðrum til leiðbein- ingar: „Bökun í heimahúsum“, „Kaldir rjettir" og „150 rjettir". Prófessor heitinn Ostenfeld hafði mörgum árum áður en hann dó, ráðgert að gefa út dá- litla bók (flóru), þar sem að greindar væru allar þær plöntur, sem yxu á íslandi og í Færeyj- um. En vegna þeirra miklu anna, sem á hann höfðu hlaðist, auðnaðist honum ekki að ljúka þessu verki, hann var aðeins' bú- inn að skrifa fyrri hluta fcókar- innar þegar hann fjell frá. Það fjell þá í skaut magisters Gröndtveds, sem er aðstoðar- maður við grasasafnið í Kaup- mannahöfn, að semja það af handritinu, sem Ostenfeld hafði ekki komist yfir, gera ákvörðun- arlykla og sjá um útgáfuna. — Magister Gröndtved hefir valið sjer ýmsa aðstoðarmenn meðal sjerfræðinga, til þess að gagn- rýna ýmsa plöntuflokka, sem erfiðir eru viðfangs, og að því er mjer virðist, hefir í engu verið sparað til þess, að útgáfan öll mætti fara sem best úr hendi. Sjálfur hefir mag. Gröndtved unnið starf sitt með hinni mestu vandvirkni, enda má hiklaust telja hann í röð þeirra bestu jurtafræðinga, sem Danir eiga nú. Hann hefir ferðast um mörg lönd, til dæmis öll Eystrasalts- löndin, nema Rússlánd, við gróð urrannsóknir, og í Grænlandi hefir hann einnig dvalið. Bók þessi er sjerstaklega ætl- uð útlendum fræðimönnum, sem ensku mæla. Aldrei fyr hefir ver ið skrifað fullkomið yfirlit yfir allar íslenskar og færeyskar blómplöntur, með greiningarlykl um, nema á Norðurlandamálum. Bókin stendur framar Flóru Stefáns meðal annars að því leyti, að í henni eru taldar all- margar nýjar tegundir, sem þar er ekki getið, því ýmsar hafa fundist nýjar, síðan Flóra kom út, en auk þess, hafa við nánari rannsókn bætst við 7 nýjar teg- undir af undafíflum, og svo er. augnfróin, sem áður var talin ein tegund (Euphracialatifolia), nú greind í margar. Merkilegt er það, að engin þeirra undafífla- tegunda, sem vex á íslandi, er til í Færeyjum, og á hinn bóginn vex enginn af færeysku unda- fíflunum hjer, og þó eru gróður- ríki þessara tveggja landa svo lík, að það er fullkomlega rjett- mætt að skoða þau undir sama sjónarhorni, eins og gert er í þessari bók, einkum ef litið er á það út frá landfræðilegu sjón- armiði. Greiningarlyklarnir í þessari bók finst mjer margir hverjir greinilegri en í Flóru Stefáns. Bókin fer sem næst því, að grípa yfir alt það, sem menn vita nú um íslenskar tegundir blóm- plantna, og útbreiðslu þeirra, en þó skortir nokkuð á að fullkomið ísje. Sem dæmi skal það nefnt, að að minsta kosti víða í Árnes- sýslu, jeg hefi fundið hana þar hjá Minni Borg, Björk og á Lyngdalsheiði, og það meira að segja all-mikið af henni. Þá er Orcis latifolius aðeins talinn vaxa við Kaldalón, — eins og í flóru —, en hann hefi jeg fundið við Hesteyri, og ákvörðun mín hefir verið staðfest af sjerfræð- ingum á grasasafninu í Höfn. Aftan við bókina eru glöggar skýringar (einnig á ensku) á öll- um fagheitunum, sem fyrir koma, sem og plöntuheiti, á lat- ínu, færeysku og íslensku. Verð- ur ekki annað sagt, en að bókin beri langt af því sem venja er til um erlendar bækur um staf- setningu íslensku nafnanna, og er það góðra gjalda vert. Loks hefir bókin þann kost, að hún er ódýr, í Kaupmannahöfn kostar hún aðeins 6.50 kr., lík- lega eitthvað meira í verslunum hjer. Vil jeg ráða öllum flóru- vinum, sem skilja ensku, til þess að kaupa þessa bók, og nota hana við gróðurrannsóknir sínar, jafnhliða Flóru Stefáns. ef þeir eiga hana. Aðal-höfundur bókarinnar, magister Gröndtved, dvelur nú sem stendur hjerna í bænum. Hann kom með Drotningunni síðast, og hefir verið að kynna sjer grasasöfn þau, sem geymd eru á Náttúrugripasafninu, auk þess að hann hefir farið ýmsar smáferðir út úr bænum til gróð- urathugana. Um mánaðamótin heldur hann upp í óbygðir, og verður þar að rannsóknum um tíma, en hverfur svo aftur heim. Fyrir honum liggur nú að ljúka við hina miklu vísindalegu grasa fræði, „Botany of Iceland“, sem Grasasafnið í Höfn hefir verið að gefa út síðustu árin: Rit það er í mörgum bindum, og grípur yfir allar þær plöntutegundir, sem fundist hafa hjer á landi, í vötnum og við strendur landsins, jafnt blómplöntur sem gró- plöntur. Árni Friðriksson. Maurice Maeterlinck: Býflugur. Bogi Ólafs- son þýddi. — Brot: Octavo. 223 bls. 7 kr. óinnbundin. Eitt af ritum Þjóðvinaf jelags- ins á þessu ári (Bókasafn Þjóð- vinafjelagsins, VII.), er bók sú, sem að ofan er nefnd. Hún er eftir frægan, hollenskan rithöf- und, einn af þeim fáu, sem hlotið hefir bókmentaverðlaun Nobels, fyrir ritstörf sín. Meðal mestu rithöfunda heimsins, er Maeter- lincjí einn af þeim mörgu, sem náttúran, og hin mörgu viðfangs efni hennar, hafa heillað. Mörg- um Islendingum mun kunnugt, að Goethe, og William Bergsöe voru náttúrufræðingar með lífi og sál, og flestir kannast við rit Kiplings. „Býflugur“ er talin ein af bestu bókum Maetérlincks. Má óhætt fullyrða, að skáldinu hefir prýðilega tekist að gera efnið fjörugt og skemtilegt, enda er bókin þrungin anda og samúð með náttúrunni frá byrjun til enda. Þó ber á því á einstöku stöðum, að framsetningin er ekki eins ljós og æskilegt væri, enda háir sá galli öllum þeim þýðingum, sem eg hefi sjeð. — Samt er þetta atriði svo lítilvægt, að það má sín einkis gegn þeim kostum, sem bókin er búin. — Einnig má deila um, hvort of langt sje éengið í heimspekileg- um hugleiðingum, en þar verður að taka til grteina, að bókin er ætluð alþýðu manna, og verður því að hafa þann búning, sem best er almenningi að skapi, enda tel jeg hana vart villandi fyrir þá sök. Bókin er girnileg til fróðleiks, enda ber efnisskip- unin og fyrirsagnirnar það með sjer, en þær eru þessar: Fyrsta bók: Við dyr býkúp- unnar. Önnur bók: Sveimurinn. Þriðja bók: Borgin reist. Fjórða bók: Ungu drotning- arnar. Fimta bók: Brúðkaupsflugið. Sjötta bók: Karldýrin drepin. Sjöunda bók: Framfarir ætt- kvíslarinnar. Þýðandinn, Bogi Ólafsson, yf- irkennari, hefir eins og vænta mátti leyst starf sitt prýðilega af hendi. Um málið ferst mjer ekki að dæma, þar sem Bogi á í hlut, en hitt er víst, að hann hef- ir ekki strandað á neinum þeim skerjum, sem von hefði verið til að yrðu að ásteitingi, jafn flók- ið og efnið er, og jafn óþjált og mál vort er, og fátækt á orð yfir öll þau nýju hugtök, sem þýðing eins og þessi flytur inn í málið. Vissule'ga á það að vera hlutverk náttúrufræðinganna að ráða nöfnum á hugtökum og hlutum í sínu fagi, en í þetta skifti hefir svo vel til tekist, að allir mega vel við una. Jeg fullyrði, að eng- in þeirra þýðinga sem jeg hefi sjeð, stendur þessari framar, og er það þeim mun meira virðing- arvert, hve vel þýðandanum hef- ir tekist, vegna þess hve miklum mun erfiðara er að þýða svona rit á íslensku en t. d. á dönsku eða ensku, eða flest önnur mál. Á hinn bóginn hefði mjer fundist að betur hefði mátt tak- ast um fráganginn. Bókin hefði fullkomlega átt það skilið, að betur hefði verið vandað til hennar. T. d. hefðu upplýsingar þær, sem þýðandinn hnýtir aft- an í síðasta kaflann, átt að koma sem formáli, og eigi hefði sak- að að hafa efnisyfirlit. Þetta eru þó smámunir, hjá þeirri regin misgá, að hafa bókina mynda- lausa. Slíkt er synd, sem varla er hægt að fyrirgefa. Hjer birtist bók, sem vegna afburða sinna fer sigurför um allan heiminn, hún er prýðilega þýdd, en myndalaus, og er þó um náttúru- fræði, þar sem myndir verða að fylgja nærri hverri setningu. Að vísu hefir þessi bók engar mynd- ir á þeim málum, þar sem jeg hefi sjeð hana, en við verðum að gæta þess, að hvert manns- barn í öðrum löndum er nauða- kunnugt býflugunni, í hverri kenslubók barnaskólanna þar er löng greinargerð um býkúpuna, með myndum. Lýsing þýðandans á býkúpunni er mjöð góð og rjett, en erfitt mun reynast fyrir þann, sem ekkert veit um bý- kúpu fyrirfram, að skilja hvern- ig hún lítur út, aðeins vegna þess að það vantar herslumun- inn, myndina. Gegn þessum galla verður að virða það, að bókin getur talist ódýr, í henni er bæði fróðleikur og skemtun, það má óhætt full- yrða að hún er ein af góðu bók- unum, einkum væri æskunni fengur í að lesa um þessi dýr, einhver þau merkustu, sem til eru í heiminum. Árni Friðriksson. Ritfregn. .Milteilungen dej- Islandfreunde1 hefif nú skift »tái ;nafn og.heitir hjer eftir ísland. Ritstjóri þess hefir verið ráðinn dr. Reinh. Prinz, Plön í Holstein, en útgefandi er Eugen Diedericlis í Jena. Fyrsta heftið er nú komið hingað og er fjölbreytt og vandað að frág'angi. Reinh. Prinz ritar fyrst grein um Þýskaland og ísland. Þá er grein um fornsögurnar íslensku eftir Jón Leifs. Hans Kuhn ritar grein um íslenska bændur og sjómenn. "Wolfgang Mohr um bændamyndir Kjarvals. Stefán Einarsson um Halldór Kiljan Laxness. E. M. Todtmann um Ingólfshöfða. „Á skíðum og sleðum yfir Vatnajök- ul“ eftir Helmut Verleger. Sami ritár líka grein um Vatnajökuls- gosið í vor. Sverrir Þorbjörnsson ritar um innanlandspólitík á ís" landi. Próf. Hans Naumann ritar um íslendingasögur. Síðan er minst á fráfall þeirra Guðmundar G. Bárðarsonar og Finns Jónsson- ar. Þá eru bókafregnir og frjettir frá íslandi. Ritið kostar 4 mörk á ári. Skáldsögur til að lesa í sumarfríinu Prosper Mérimée: Carmen. Rafael Sabatini: Kvennagullið. Theodor Roberts: Gapastokkurinn. Wm. Le Queux: Sadunah. Edgar Wallace : Sanders. Kristofer Janson: Ægileg leikslok. Nokkrar sögur eftir ýmsa höfunda. Opþenheim.- Dutlungar ástarinnar Fæst í öllum bókabúðum. Aðahitsala: BókMoiúH Laekjargötu 2, sími 3736.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.