Morgunblaðið - 25.07.1934, Side 2
2
MORGgNBLAÐIÐ
JPtorpttUit^
Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Ritstjórar: Jón Kjartansson,
Valtýr Stefánsson.
Ritstjórn og afgreií5sla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Auglýsingastjóri: E. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Sími 3700.
Heimasímar:
Jón Kjartansson nr. 3742.
Valtýr Stefánsson nr. 4220.
Árni Óla nr. 3045.
E. Hafberg nr. 3770.
Áskriftagjald:
Imanlands kr. 2.00 á mánuíSi.
Utanlands kr. 2.50 á mánuT5i
í lausasölu 10 aura eintakiö.
20 aura meö Lesbók.
Sfjórnarskiltin.
í dag mun Ásg. Áskeirsson for-
sætisráðherra skrifa formönnum
flokkanna og fara fram á, að nú
yerði skipuð stjórn, er hafi meiri-
hluta þings að baki sjer.
Þar sem rauðu flokkarnir tvek
liafa nú komið sjer saman um
stjórnarmyndun, má gera ráð fyr-
ir, að ekki standi á svari af þeirra
hálfu. Þegar það er komið, verður
konungi símað. Ættu stjórnar-
skiftin því að g'eta orðið á föstu-
dag eða laugardag,
En þar sem þessi fyrsta stjórn-
armyndun sósíalista fer fram án
þess að Alþingi sitji, og þar sem
mannvalið í þá stjórn hefir orðið
með þeim endemum, sem alþjóð er
nú kunnugt, ætti það að verða
krafa til Ásg. Ásg. forsætisráð-
herra, að hann heimtaði eiginhand-
ar undirskrift þéirra 25 þingm.,
sem téljast stuðningsmenn ráðn-
neytis Hermanns Jónassonar. Það
pjlagg yrði áreiðanlega merkilget
í þingsögunnL Ekki síst myndi
það verða talinn viðburður, að sjá
nöfn roskinni og reyndra bænda
undir sMku plaggi, sjá þá afsala
málefnum bændanna á íslandi í
hendur róttækra sósíalista <Jg
spjátrunga á örlagaríkustu tímum
* þjóðarinnar.
--------------—
Úsigur Iðnasar „sterka".
Rauðu flokkunum hættir til að
guma æði mikið af úrslitum kosn-
inganna síðustu. Mest var loft í
Jónasi Jónssyni að kosningUnum
loknum. En rostinn hefir farið úr
honum síðan rauða samfylkingin
kom sjer saman um að koma ráð-
herraefninu, Jónasi Jónssyni fyrir
í „heimagrafreit'1 Framsóknar-
flokksins. Því, eins og kunnugt
«r, voru það samverkamenn hans
í rauðu samfylkingunni, sem
kváðu niður alla ráðherradrauma
lians.
Þessir menn geta hrósað þeim
sigri, að þeir skyldu verða til þess
að koma í veg fyrir að- Jónas
Jónsson yrði ráðherra.
Sjálfur nefndi .Jónas Jónsson
á fundi rauðu samfylkingarinnar
það „níðingsverk“, sem flokks-
menn hans hefðu á honum framið.
Sjaldan launa kálfar ofeldið.
Þannig getur sá í heimareitnum
hugsað, ér hann sjer fósturbörn
sín tvö, Hermann og Eystein
sparka sjer út í myrkrið og setjast
sjálfir í ráðherrastóla.
Þessir líka menn.
Af því fekk Jónas augastað á
Hermanni, að hann sá sem var, að
maðurinn var metorðagjarn og
heimskur.
En Eysteinn litli fell í kramið
hjá kennara sínum, J. J., af því
Landkjörstjórn
lykur störfum.
Uppbófarsætum úthlutaö til
flokkanna.
Kl. 3 síðdegis í gær kom land-
kjörstjórn saman í lestrarsal Al-
þingishússins, til þess að úthluta
11 uppbótarsætum til flokkanna.
Atkvæðatala flokkanna.
Við kosningarnar 24. júní voru
gild atkv. samtals 51.929 og skift-
ust þau þannig milli flokkanna:
Sjálfstæðisflokkur 21.974 atkv.
Framsóknarflokkur 11.377Y2 —
Alþýðuflokkur 11.269% —
Kommúnistaflokkur 3.098 —
Bændaflokkur 3.348 —
Þjóðernissinnar 363 —
Utan flokka 499 —
Á hvern kosinn þingmann komu
atkvæði, sem hjer segir: Alþýðu-'
flokks 22539/10 atkv., Bændaflokks
3348 atkv., Framsóknarflokks j
758% atkv. og Sjálfstæðisflokks
13736/1S atkv.
Þar sem Framsóknarflokkurinn
hlaut lang' flesta þingmenn kosna, ’
miðað við atkvæðamagn varð tala
hans (758%) hlutfallstala kosn-,
inganna.
Uppbótarsætin.
Þau fjellu eins og áður hefir
verið skýrt frá þánnig, að Al-
þýðuflokkurinn hlaut 5 uppbótar-
sæti, Sjálfstæðisflokkurinn 4 og
Bændaflokkurinn 2. Og þegar bú-
ið var að úthluta uppbótarsætun-
um til þessara flokka komu 1126
atkv. á hvern kosinn þm. Alþýðu-
flokksins, 1116 á hvern þm. Bænda
flokksins og ^ 1098 á hvern þm.
Sjálfstæðisflokksins. Sjest af
þessu hve mikið vantar á, að þess-
ir flokkar njót-i jafnrjéttis við
Framsóknarflokkinn.
Uppbótarþingmenn.
Þessir eru uppbótarþingmenn
og merkja tölurnar aftan við nöfn-
in röð þeirra:
Alþýðuflokksins:
Stefán Jóh. Stefánsson 1
Páll Þorbjörnsson 3
Jón Baldvinsson 4
Jónas Guðmundsson 6
Sigurður Einarsson 9
Bændaflokksins:
Magnús Torfason 2
Þorsteinn Briem 10
Sjálfstæðisflokksins:
G.uðrún Lárusdóttir 5
Jón Sigurðsson 7
Garðar Þorsteinsson 8
Gunnar Thoroddsen 11 ■
Munaði aðeins örlitlu á hlutfalls ■
tölu G. Th. og' Torfa Hjartarson-!
ar; G. Th. lilaut 40,0% greiddra
atkvæða í kjördæminu en Torfi
39,8%. -
Þingflokkar þeir, sem uppbót-
arsæti hljóta fá jafnmörg vara-
þingsæti. Þessir eru varaþing-
menn:
Alþýðuflokksins: Pjetur Jónsson,
Barði Guðmundsson, Gunnar M.
Magnúss, Sigfús Sigurhjartar-
son og Guðjón Baldvinsson.
Bændaflokksins: Stefán Stefáns-
son og Jón Jónsson í Stóradal.
Sjálfstæðisflokksins: Eiríkur
Einarsson, Torfi Hjartarson, Þor-
leifur Jónsson og- Lárus Jóhannes-
son.
Kosningin í Sagafirði.
Flokksatkvæði Sjálfstæðismanna
fleiri enflokksatkvæðiFramsóknar
Eftirtektarverðar eru atkvæða-
tölurnar í Skagafirði, en það_ var
sem kunnugt er á hlutkestinu þar,
sem rauðu flokkarnir fengu meiri-
hlutahn á Alþingi.
Sjálfstæðisflokkurinn fekk
928% gild atkvæði í Skagafirði,
en Framsóknarflokkurinn 911%
atkv., eða 17 atkv. færra en Sjálf-
stæðisflokkurinn. Þetta er eina
kjördæmið á landinu, þar sem
flokkur fær ekki þingmenn
kosna, enda þótt hann hafi meiri-
hluta atkv. í kjördæminu. Þetta
stafar af því, að atkv. dreifðust
milli frambjóðenda annara flokka.
Frambjóðendur Sj álfstæðisflokks-
ins fengu 879 átkv. saman, en
frambjóðendur Framsóknarflokks-
ins 859 atkvæði saman. — Jón á
Reynistað hlaut 23 atkv. með
frambj. annara flokka, en síra
Sigfús Jónsson 45, þar af 2 með
öðrum kommúnistanum; svo segja
má, að hann hafi flptið inn á
atkv. kommúnista og hæfir það
vel rauðu stjórninni, sem nú er
að taka við völdum.
Er landkjörstjórn hafði lokið
öllum reikningi, bjó hún út kjör-
brjef til uppbótarþingmannanna
og þar með var hennar verkefni
lokið.
ítalskur ráðherra
rekinn úr Fascistaflokknum
og sviftur embætti.
Berlín, 24. júlí. FIJ.
Það hefir vakið mikla athygli
ekki einungis á ítalíu, lieldur einn-
ig í öðrum löndum, að Albinati,
fulltrúi í innanríkisráðuneytinu
ítalska, og einn af æðstu mönnum
Faseistaflokksins, hefir nú verið
rekinn úr flokki Fascista, og jafn-
fram sviftur embætti sínu. Ekki
er ennþá kunnugt um, hvað hon-
nm er gefið að sök.
hann átti til að bera hógláta ó-
svífni ásamt barnslegu trúnaðar-
trausti á blessun sósíalismans.
Þessir tveir menn hafa nú sigr-
að læriföður sinn.
Bíll rekst á búðarglugga.
Hafnarfirði, 24. júlí. FÚ.
TJm kl. 8 í gærkvöldi lá við
árekstri milli tveggja bifreiða á
gatnamótum Gunnarssunds og
Strandgötu hjer í Hafnarfirði.
Til þess að forðast árebstri lenti
önnur bifreiðin á hinu nýja versl-
unarhús Valdimars Long' við
Strandgötu og braut þar stóra
rúðu, og glervarning er var til
sýnis í glugganum.
300 manns druknuðu.
Eígnatjóníð 1100 mílfónir.
Flóðin að sjatna í Póílandi.
London, 24. júlí. FÚ.
Flóðin í Póllandi eða í Var-
sjá eru nú að rjena. Menn óttuð-
ust það, að flóðin frá Krakásveit-
unum mundu berast til Varsjá í
nótt, en úr því varð ekki, en fióðin
eru nú að sjatna, og hafa lækkað
um nokkra cm. Mesta hættan
fyrir borgina er því liðin hjá, en
þúsundir manna* halda enn vörð
á flóðgörðunum, og gera við þá
eftir því, sem auðið er, til þsss
að reyna að hafa þá í lagi, þegar
Krakáflóðin berast þangað.
Það er áætlað, að eignatjónið,
sem flóðin hafa valdið nemi að
minsta kosti rúmum 1100 milj.
króna, en ennþá er of snemt að
reyna að meta manntjónið, en gert
er ráð fyrir því, að farist hafi
ekki færri en 300 manns.
Flug Oriersons.
Flugvjel hans skemd
hjer í höfninm.
í fy/rakvöld meðan Gr-ierson
íl.ugmaður var i landi. hafðf ein-
Lvcr báíur farið út að fiugvjel-
inni, þar sem hún lá fyrir festum
úti undir Örfirisey. Þeir, sem á
bátnum voru, munu hafa róið und-
ir flugvjelina, en svo komið alda,
sem hefir lyft bátnum svo hátt
að hnífillinn hefir rekist upp í
skroklc flugvjelarinnar og sett
gat á hann, 8 þumlunga á annan
veg og' 6 þumlunga á hinn. Upp-
götvaðist þetta þegar átti að
flytja flugvjelina upp í Slippinn
í fyrrakvöld.
Skrokkur flugvjelarinnar er
gerður úr krossvið, og yfir hann
strengt íborið silki, sem er vatns-
þjett. Nú voru engin tök á því að
gera við brotið á krossviðnum,
vegna þess hve mikill asi er á
flugmanninum, en svo vél vildi til,
að Björn Eiríksson flugmaður
átti dálítið af íbornu silki. Var
það strengt yfir g'atið og límt og
er talið að sú viðgerð muni nægja.
Grierson ætlaði' að tafea hjer
bensín í gær. Alt bepsín til þessar-
ar farar fær hann hjá ShellfjeJag-
inu, og hafði það fyrir löngu sent
birgðir handa honum á hina ýmsu
viðkomustaði. En vegna rigningar
reyndist það ógerningur að koma
bensíninu í vjelina í gær. Veður-
horfur voru ekki góðar í gær-
kvöldi, og var þá enn alt óvíst
um það hvenær flugmaðurinn
mundi Jeggja á stað hjeðan, enda
fer hann dult með fyrirætlanir
sínar.
„Monte Rosa“
Flmleikar
Svía í gærkvöldi.
Um 1000 áhorfenda var á í-
þróttavellinum í gærkvöldi er
sænski flokkurinn gekk þar inn
undir sænska fánanum. Forseti í.
S. í. bauð þá velkomna og var
síðan hrópað liúrra fyrir þeim.
Ottoson svaraði nokkrum orðum
og piltar hans lirópuðu húrra
fyrir íslandi og fslendingum. Þá
var leikið „Du gamla du fria“.
Svo hófst sýningin, fyrst stað-
æfingar með söng, svo venjulegar
stílæfingar, sem margar hverjar
líkjast leikjum, síðan æfingar á
dýnu og kistu og loks svokallaðar
„tableau“-æfing'ar, þar sem tveir
og f jórir leika sarnan.
Yfirleitt má segja að sýningin
hafi tekist prýðilega, og hafi verið
lærdómsrík fyrir okkur, því að
þar voru ýmsar nýjungar, sem
vjer höfum ekki kýnst áður. Eng-
in mistök voru á æfingunum.
Mesta hrifningu vöktu handstöðu-
æfingar í flokkum, enda sjást
varla slíkar listir nema í f jölleika-
liúsum. Leikfimi þeirra er sj'er-
kennileg fyrir það, að svo má
heita að þeir noti engin
áhöld. Er það nýung sem mundi
vel henta hjer á landi, þar sem
hvorki eru leikfimishús nje leik-
fimisáliöld.
Áhorfendur gerðu mjög' góðan
róm að sýningunni og munu fjöl-
ménna út á völl í kvöld og taka
marga með sjer, því að þá verður
sýningin endurtekin (kl. 8,45).
Og þeir, sem hafa áhuga fyrir
líkamsmenningu, ætti alls ekki að
láta þétta tækifæri til að sjá
sænsku fimleikana ganga sjer úr
greipum.
bjargast og er á leið hing-
að með 1300 farþega.
Þýska skemtiferðaskipið „Monte
Rosa“, losnaði af grunni á Gliv-
ursnesi kl. 6 í gærmorgun og sigldi
inn á Þórsliöfn. Sjór var í skipinu
og hjeldu menn að það mundi hafa
brotnað éitthvað. Var því kafari
látinn skoða skipið, en það reynd-
ist óbrotið, og helt því áfram
ferð sinni kl. 2 í gærdag með
alla farþegiana. Þeir eru 1300.
Skipið er væntanlegt hingað í
fyrramálið og mun fara aftur
annað kvöld.
Það var ekki móttökunefndin
sem dönsku knattspyrnumennirnir
gáfu fána sinn, heldur þeir menn,
sem þeir höfðu mest átt saman
við að sælda hjer: Ólafur Þor-
varðsson, Guðjón Einarsson og' Ó.
Á. Thejll.
Síldweiði eystra
Norðfirði, þriðjul.
Síldarverksmiðjan starfar nú
nótt og dag og getur unnið úr 3ðö
málum á sólarhring, en hefir ekki
undan. Berst svo mikið að af síld
að allar þrær éru nú fullar.
Mikil síld var sögð á Hjeraðs-
flóa og' austur fyrir Borgarfjörð
í gær.
Rðstur í Minneapalis.
. London, 24. júlí. FÚ.
Vörubifreiðastjórar í Minnea-
polisþ hafa krafist þess, að verka-
málaleiðtogar borg'arinnar boðuðu
til allsherjarverkfalls. Talsverðar
róstur hafa orðið á götum iiti
síðustu dagana.