Morgunblaðið - 18.08.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
Kjötsalan
innanlands.
□agbók.
Nýslálrað dilkakjöl
Ný herferð gegn kaup
mannastjettinni.
Einokunarstefnan.
Ríkisstjórnin liefir gefið út
,'bráðabirgðalög „um ráðstafanir
ttil þess að greiða fyrir viðskiftum
með sláturfjárafurðir og ákveða
vérðlag á þeim“. Er svo látið
heita, að með þessu sje verið
að „skipuleggja“ kjötsöluna inn-
anlands.
Þessi „skipulagning“ er í því
fólgin, að sett er á laggirnar 5
ananna nefnd — kjötverðlags-
fjiefnd — launuð úr ríkissjóði og
íær hún sjer til aðstoðar eftir-
litsmenn, erindreka og fulltrúa
um land alt, sem ríkissjóður á
einnig að kosta. Mun hjgr því
’-brátt bætast á ríkissjóðinn álit-
legur hópur starfsmanna og mun
vpýju stjórninni koma það vel.
Aðalverkefni kjötverðlagsnefnd-
. ar verður það, að ákveða verðlag
■á kjöti á innlendum markaði, í
’heildsölu og smásölu, og má eng-
inn selja eða kaupa kjöt við öðru
•verði en nefndin ákveður.
Þá má enginn slátra sauðfje til
-sÖlu, nje versla með kjöt í heild-
sölu, án levfis kjötverðlagsnefnd-
ar. Svo kemur rúsínan í „skipu-
lagningunni“, sem hljóðar þannig:
,;Leyfi (til slátrunar) skal veita
Uögskráðum samvinnufjelögum, sem
mi eru starfandi — —“. Aðrir
^eiera ekki kröfu til að fá leyfi til
■slátrunar eða verslunar með kinda-
kjöt í heildsölu. Aðeins er nefnd-
unii gefið vald til að veita öðrum
verslunum sláturleyfi, frá ári til
• árs, undir sjerstökum kringum-
•stæðum.
Er arrgljóst af þessu, að nú á
■smámsaman að bola. kaupmanna-
stjettínni burt af þessu starf-
: SVÍðÍ.
..Lýðræði í atvinnumálum“ var
-eltt af slagorðum sósíalista fyrir
'kosningarnar síðustu. Hjer s.iá
menn hvernig þetta lýðræðisglam-
wr verður í framkvæmdinni li.iá
■ sósíalistastjórninni. Þannig, að úti-
loka á kaupmannastjettina frá því
-að versla með kindakjöt í heilsöhi
: ínnanlands.
Þegar þessu takmarki er náð,
má kalla að búið sje að einoka
• alla kjötverslun utanlands og
innan.
Nú hagar sem sje svo til, að
•samvinnuf jelögtuium hefir verið'
veittur ríflegur styrkur af opin-
beru fje-til íshúsbygginga víða
um land„ en aðrir fá engan slíkan
styrk. (Sjálff Sambandið hefir
notað þessa aðstöðu til þess að
’ hækka verð á beitu í ýmsum ver-
• stöðum!) Þá hefir samvinnufje-
lögunum verið veitt einkasala á
'islensku-freðkjöti á aðal sölumark
aðinum erlendis (Englandi). M?
því segja, að búið sje að útiloka
alla aðra frá verslun með freð-
kjöt á erlendum mat'kaði.
Og þar sem útflutning’ur salt-
'kjöts fer mjög þverrandi er aug-
Ijóst, að með þessum bráðabirgða-
lögum er enn á ný þrengt tilfinn-
anlega að kaupmannastjettinni og
þeim framleiðendum, sem frekar
vilja við hana versla með sauðfje
sitt og afurðir þess, en beygja sig'
undir kíigun, skulda- og ábyrgð
arflækju samvinnufjelaganna. En
imeð bráðabirgðalögunum er tek-
inn af kaupmannastjett landsins
rjettur til þess að slátra sauðfje
og versla með kjötið í heildsölu
innanlands. Aðeins er kjötverð-
lagsnefnd gefin heimild til að
veita leyfi þeim, „sem árið 1933
áttu eða starfræktu sláturhús, sem
fullnægðu ákvæðum laga um kjöt-
mat o. fl. frá 19. júní 1933“. En
jafnframt er henni gefið vald til
að ákveða „fjártöku þá að' há-
marki, sem leyfishafi má slátra
'il sölu innanlands“.
Hjer er auðsjáanlega stofnað til
meoiiasta misrjettis oa’ kúgunar
Hvernig getur nefndin, annars
skipað fyrir um það, hve mörgu
fje skuli slátrað, hvérjir skuli
versla með það og hve mikið af
því skuli notað innanlands?
Myndu ekki bændur sjálfir vilja
einhverju ráða um þetta ? Eða
neytendurnir— skyldu þeir ekkért
hafa að segja? En það varðar alt
að 10 þús. króna sekt að óhlýðn-
ast boðum. þessarar nefndar.
Skatturinn.
Þá mæla bráðabirgðalög þessi
svo fynr, að lagður skuli alt að
S aura skattur á hvert kílógram
af því kindákjöti, sem framleið-
endur ekki nota til heimilisþarfa.
Þenna skatt eiga allir aðrir inn-
lendir lcjötneytendur að greiða af
ísverjum lcjötbita, sem þeir borða,
an þess þó að skatturinn renni í
vasa framleiðéndanna, nema ef
til vill að mjög litlu leyti. Því
fyrst og fremst skal endurgreiða
skattinn af því kjöti, sem selt er
til útlanda; í öðru lagi á að nota
skattinn sem ineðgjöf með dilka-
kjötinu, sem út er flutt og í þriðja
lagi „að greiða fyrir sölu slátur-
afurða innanlands“, sem sennilega
á að vera í því fólgið, að einoka
k.jötið í höndum samvinnufjelag-
anna!
Hefði vissul. verið ineiri ástæða
hil. að verja einhverju af skatt
inum til þess að bæta kjötfram-
leiðsluna og meðferð kjötsins.
vinna úr því fjölbreyttari vöru,
glæða og stækka markað fyrir það
erlendis, svo komist yrði hjá því
endemis fyrirkomulagi, að íslend-
ingar sjálfir, sém lakasta kjötið
borða. sjeu skattlagðir til þess að
gefið verði með besta kjötinu til
útlanda! /
TJm þessa hlið málsins fjalla
ekki umrædd bráðabirgðalög. —
Og l>að lítur út fyrir, að þvi
óhönduglegri og slysalegri sem
salan er til útlanda, því hærri
skatt skuli íslénskii- lðjtótneytendur
greiða af því kjöti, sem þeim er
útklutað!
Dálagleg ,,skipulagnii:g“ að
tarna !
Sveitamaður.
Sundmót Keflvíkinga verður
háð sunnudaginn 26. þ. m. við
sundskálann. þar. Kept verður,
meðal annars í 200 st. sundi, tun
sundbikar Olafs Thors, almþ. Enn-
fremur í stakkasundi og björgun.
Ahugi fyrir sundi hefir verið mik
il í Keflavík að undanförnu, og
er búist vð góðum ðrangri á mót-
inu. Sundkennari er Jakob Sig-
urðsson, frá Vogum.
Veðrið (föstud. kl. 17): Vindur
er A-SA-lægur víðast hvar hjer
á landi og yfirleitt. hægur. Á N- og
A-landi er veður þurt og víða
bjart, en syðra hefir rignt nokk-
uð í dag. Hiti er frá 9—14 st. um
alt land. Um 1100 km. suðvestur
af íslandi er djúp lægð, sem hréyf
ist A-eftir og búast má við að
herði talsvert á SA- eða A-átt
sunnanlands á morgun.
Veðurútlit í Kvík í dag': Vax-
andi SA- eða A_átt. Rigning
öðru livoru. '
Messað í Fríkirkjunni á morg-
un kl. 5, síra Árni Sig'urðsso'n.
í þjóðkirkjunni í Hafnarfirði á
morgun kl. 2, síra Garðar Þor-
steinsson.
f Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl.
2, síra Jón Auðuns.
Áttræðisafmæli átti í gær frú
Ingibjörg Sveinsdóttur, ekkja Þórð
ar Breiðfjörðs Þórðarsonar. Þrátt
fyrir háan aldur, er Ingibjörg
vel ern og fylgist vel með öllu. í
gær safnaðist h'ópur vina • og
kunningja á heimili gömlu kon-
unnar og var hún glöðust allra í
þeim vinahóp.
Eimskip. Gullfoss er í Reykja-
vík. Goðafoss kom til Siglufjarð-
ar £ gær. Brúarfoss er á leið til
Leith frá Vestmannaeyjum. Detti-
foss er í Hamborg. Lagarfoss er
á leið til Vestmannaeyja frá Leith.
Selfoss er í Kaupmannahöfn.
ísfisksala. Belgaum seldi eig-in
afla í Grimsby í fyrradag (um
1600 körfur) fyrir 1635 sterlings-
pund, Otur seldi í gær (15—1600
körfur) fyrir 1268 sterlp. Er mjög
hár markaður í Engla,ndi núna.
Ekki kominn á fætur. Komm-
únistar ætluðu í fyrradag á fund
Haralds Guðmundssonar, atvinnu-
málaráðherra í stjórn „hinná vinn
andi stjetta“. Lögðu þeir af stað
upp í stjórnarráð á 12. tímanum
árdegis, en þegar þangað kom,
var hinn árvaki atvinnumálaráð-
herra ekki mættur. Hvíldu kom-
múnistar sig þá um stund á blett-
inum framan við' stjórnarráðs-
ið, en þegar kom fram undir mat-
artímann voru þeir orðnir soltnir
og löbbuðu heim — án þess að
ná t.ali af ráðherranum.
Kjötverðlagsnefnd hefir nú ver-
ið fullskipuð, þannig: Jón ívars-
son kaupfjelagsstjóri, Hornafirði,
stjórnskipaður formaður nefndar-
innar, Þorleifur GunnaBsson bók-
bndari, tilnefndur af stjórn iðn-
sambandsins, Helgi Bergs for-
stjóri, tilnefdnur af Sláturfje-
lagi Suðurlands og Kaupfjelagi
Borg'firðinga og Jón Árnason
forstjóri, tilnefndur af Samb. ísl.
samvinnuf jelaga.
Kappleikurinn í kvöld milli
Vals og Víkings byrjar kl. 6.
Ylfingar í skátafjel. „Ernii:K.
Æflng kl. 9 í fyrramálið á Æg-
isgötu Akela.
Þýskur píanóleikari. Með Goðæ
fossi síðast kom hingao þýskur
píanóleikari, dr. Karl te^zen, sem
hefir í liyrg'" .1 ’ !<la hjei
hljómleika í næstu viku. Lenzen
er doktor í musikvísindum frá
háskólanum í Bonn. Hann hefir
ferðast, víða um löncþ og haldið
hljómleika við góðan orðstír m. a.
í Englandi, Irlandi, Hollandi,
Belgíu, Austurríki og víðar. Auk
þess hefir hann ferðast um alt
Þýskáland og' hvervetna fengið
liina bestu dóma. A hljómleikum
sínum í næstu viku leikur hann
ásamt. Emii Thoroddsen píanókon-
sert í D.-moll fyrir tvö hljóðfæri
eftir Mozart og píanókonsert í E-
moll fyrir 2 liljóðfæri eftir Chopin.
með lækkuðu verði.
Svið, hjörtu og lifur. Nautabuffkjöt, kjöt af fullorðnu
fje á 50 aura y2 kg.. Kjötfars á 60 aura y2 kg. og Fram-
tíðarpylsur á 95 aura y2 kg. Miðdagspylsur og Vinar-
pylsur. Allskonar grænmeti og ávextir. Margskonar ofaná-
legg, Akureyrar-smjör og ostar.
Milnersbúð
Laugaveg 48. — Sími 1505.
Bteðl
—I Cifron-celdcrea
flestum erlendum tegundum fram, og fær lofsamleg meðmæli frá
þeim, sem revnt hafa.
R ó s ó 1 -
Citron-
eoldcream
Ier framleitt af
sjerfræðing' í
fegurðarvörum.
Efnagerð Reykjavíkur.
kem. tekn. verksmiðja.
Nýlt dtlkakjðl og svið.
Verðið lækkað. Nýtt svína- og nautakjöt. Allsk. grænmeti og ávextir.
Matarverslun Tómasar Jónssonar
Laugaveg 2. Laugaveg 32. Bræðraborgarstíg 16
Sími 1112. Sími 2112. Sími 2125.
Hjtt diiknkjit
af vænum dilkum með lækkuðu
verði.
llfur og suið.
H$reykt sauðakjðt og
kindablúga.
Hiöt- &
Fiskmetisgerðin.
Reykhúsið.
Símar 2667 og 4467.
Lækkað verð.
Iirilalslslis.
Simi 3007.
Ferð m Olalsvlktir
á mánudaginn n. k.
Bifreiðastöð Islands.
Sími 1540.
Nýslátrað
(lilkakjöt
lækkað verð, lifur, hjörtu og svið-
in svið.
Ennfremur allskonar grænmeti.
Jóhannes Jóhannsson
Grundarstíg 2. — Sími 4131.
Nýll kjöt
lækkag verð.
Ný svið, Kartöflur 32 aur. 14
kg... Gulrófur, Kálineti, Bænda-
smjör, ísl. 5/g 13 aura. Pylsur
og áleg'g.
Verslunin
Hverffisgötu 82.
Nesli
er hverjum ferðamanni nauð
synlegt, en það er ekki sama
hvar það er keypt.
Þeir, sem kaupa nestið hjá
okkur, eru vissir með að
skemta sjer vel, og njóta
íerðalagsins.
I