Morgunblaðið - 18.08.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.08.1934, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ potpnHaHi Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími >1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuði. Utanlands kr. 2.50 á mánuöi í lausasölu 10 aura eintakiö. 20 aura meö Lesbók. Atvinnubótalánið Blöð rauðu flokkanna hafa nú hafði nýja rógsherfreð á hend- ur Reykjavíkurbæ. Tilefnið er það ,að bæjarráðið hafði leitað til tveggja aðalbankanna hjer í hæn- um um 150 þús. kr. lán til at- vinnubóta ,en fengið neitun. Sneri. því borgarstjóri sjer til ríkis- stjórnarinnar og spurðist fyrir um, hvort hún gæti gefið bænum kost' á slíku láni, en í fjárlögum er gert ráð fyrir þessu. Atvinnumálaráðherrann sneri sjer nú til hinna sömu banka og bæjarráð hafði leitað til og' hann fekk loforð fyrir 100 þús. kr. láni í Landsbankanum Iianda bæjar- sjóði og’ vilyrði um 50 þús. kr. lán í haust (hjá Útvegsbankanum?). Þetta nota svo blöð rauðliða, stjórnarblöðin, ti] rógsherferðar á hendur Reykjavíkurbæ og meiri- lduta bæjarstjórnar, sem skipaður * er Sjálfstæðismönnmn, sem kunn- ugt er. Alþýðublaðið segir um þetta í gær, að stjórn Reykjavíkur hafi nú ,,siglt fjárhag bæjarins svo gersamlega í strand, að bankarn- ir neita um bráðabirgðalán, og gerast jafnvel svo djarfir að minna fjármálaspekinga borgar- innar á vanskil við það tækifæri‘‘. Sje það rjett hermt hjá Al- þýðublaðinu, að bankarnir hafi neitað bæjarráðt um lán, vegna þess hve bágborinn væri fjárhag. ur bæjarins og' vegna vanskila, hvaða breyting varð þá í þessu efni, við það, að Haraldur Guð- mundsson gerðist milliliður um lántökuna? Haraldur Guðmundsson er ekki að taka lán fyrir ríkið; bæjarsjóð- ur verður lántakandi eftir sem áður. Har. Guðm. hefir engar tryggingar að bjóða, hvorki rík- isábyrg'ð eða neitt slíkt nefnt, á nafn. Nú spyrja menn: Hafi það ver- ið óforsvaranlegt af bönkunum, rrð lána fje þetta þegar bæjarráð bað um það, vegna vamkila og þess, hvernig fjárhag bæjarins væri komið, var þá ekki jafn-ófor- svaranlegt að lána fjeð þótt Har- aldur Guðmundsson yrði þarna milliliður ? Væri óskandi að Alþýðublaðið vildi svam þessu. ------—----------- Pólitískum föngum slept í Þýskalandi. London 17. ágúst' P.Ú. Vegna náðunar þeirrar á póli- tískum föngum, sem Hitler hefir boðað, var þúsundum af föngum slept í Berlín einni í dag. Stórield verkfoll enn yfir- vofandi í Bandaríkjnnnm. London, 17. ágúst. FÚ. 1 Bandaríkjunum gengur sí- felt á verkföllum og verkfalls- hótunum. Mest hætta stafar nú sem stendur af verkfallshótun Sambands verkamanna í klæða- verksmiðjum. Verkfallið á að hefjast 1. sept., ef ekki hefir náðst samkomulag fyrir þann tíma og mun ná til hálfrar mil- jónar verkamanna. Þeir krefj- ast hækkaðs kaups og stytts vinnutíma, en sambandið krefst þess einnig, að mega skipa full- trúa í ráð það, sem hefir yfir- umsjón með þessari iðngrein í' NRA-kerfinu. Verksmiðjufjelag eða verklýðsf jelag. Meginástæða verkfallanna í Bandaríkjunum eru deilur um viðurkenningu á rjetti verka- mannaf jelaganna. Vinnuveit- endurnir vilja verksmiðjuf jelög, en leiðtogar verkamanna vilja verklýðsf jelög. NRA hefir í heild sinni hallast að verksmiðju f jelögunum. Ameríska verkamannasam- bandið hefir lýst því yfir, að það styðji klæðaverksmið.ju- menn í kröfum þeirra. Forseti sambandsins hefir sagt, að hægt mundi hafa verið að komast hjá mörgum deilum og árekstrum um þessi mál upp á síðkastið, ef vinnuveitendur hefðu viljað fallast á það skipulag að veita verkamönnunum ágóðahlut. Verkfallið í Minneapolis. Verkfall flutningavei'ka- manna í Minneapolis heldur á- fram. Verkamálaráðuneytið hef ir verið beðið þess, að láta flutningamennina sjálfa skera úr því með atkvæðagreiðslu, hvort þeir vilji heldur vera í verksmiðjufjelagi eða verklýðs- fjelagi. Bílstjóraverkfallið í Chicago. Öflugur lögreglu- og hervörð- ur er nú hafður um alla Chica- goborg til öryggis, og til þess að verjast því, að truflanir verði af verkfalli bílstjóra, sem stend- ur yfir í borginni. Verkföll yfirvofandi í Pennsylvaníu. í Philadelphiu hafa verka- menn hjá stóru olíufjelagi sent áskorun-til verkamálaráðuneyt- isins, um viðurkenningu á verk- lýðsfjelagsrjettinum, og í York í Pennsylvaníu hafa verkamenn í stórri vjelsmiðju boðað verk- fall. Á vesturströndinni hafa verkamenn í fisk- og niðursuðu- verksmiðjum í Oregon krafist kauphækkunar. Stórfeld smyglmál í Danmörku. Sýning flugtækja í Kaupmannahöfn. Kalundborg 17. ágúst F.Ú. Víðtæk smyglmál eru nú á döf- inni í Danmörku, og er sakamála- lögreglan önnum kafin við rann- sóltn þeirra þessa dag’ana. Meðal annara þeirra mála, sem upplýst eru orðin, ér það, að í sænska skipinu Albert, sem strand aði við Sjálandsstrendur, fund- ust 6000 silkisokkar og stóð lengi í þjarki við ]>ann, sem hafði þá ‘meðferðis, um það fyrir hvern bann hefði ætlað að smygla þeim, og skýrði hann loks frá því í dag, að hann hefði gert það fyrir stór- kaupmann eínn í Vimmelskaftet, Olsen að nafni, og var hann taf- arlaust tekinn fastur. Grafinn í jörð í 25 mínútur. Kalundborg 17. ágúst F.Ú- Maður ,sem í dag var að gra-fa brunn á bæ einum í Danmörku varð fyrir því, þegar hann var kominn 7 metra niður, að brunn- veggirnir hrundu saman yfir hann. Eftir 25 mín. tókst að grafa upp úr brunninum og bjargaðist mað- urinn óskaddaður. Haiti fær frelsi. Kalundborg 17. ágúst F.Ú- | í Forum, sýningarhöll í Kaup- mannahöfn var í dag opnuð al- , þjóðleg flugtækjasýning, og flutti | þá Friis Skotte, ráðherra, ræðu i og Tyge Rothe, forstjóri, sem er formaður sýningarnefndarinnar. Ráðherrann talaði um hinar geysi- miklu framfarir flugmálanna, ; sagði að flugið væri nú orðið al- | mannaeign, og að þetta væri ekki ^ einungis að þakka miklum end- urbótum í f.’ugvjelunum sjálf- um, heldur einnig margskonar i breytingum og bótum á hjálpar- tæk.jum flugmánna, s. s. loft- skeytatækjum og ýmsum björgun- artækjum, og síðast en ekki síst bættum veðurathugunum og því, að loftskeyti og útvarp gerði það mögulegt fyrir fhigmenn að hag- nýta sjer þær miklu betur en áð- ur. — Flugsýningin er mjög f jölbreytt, þar sem sjást flestar eða allar nýj- ustu framfarir á sviði flugsins og ýms sögulega merkileg tæki, s. s. flugvjel úr Tjeljuskin björgunar. | leiðangrinum, og „autogiro“ flug- i yjél. Þar eru einnig' sýnd skot- taki til loftárása, og einnig varn- artæki gegn þeim. — —-------------- London, 16. ágúst. FÚ. Haiti fekk í gær fullkomið frelsi aftur, eftir 19 ár undir umsjá Bandaríkjanna. Síðasti hermaður Bandaríkjanna var fluttur þaðan f gær. Forsetinn sqndi stjórninni í Haiti heilla- óskir sínar, og óskaði lýðveld- inu góðs gengis. Meistaramót í. S. í. hefst 25. og 26. þ. m. á íþróttavellinum. Er það síðasta mótið í frjálsum í- þróttum á þessu ári. Er búist við góðri þátttöku. Þeir sem ætla að taka þátt í mótinu eig'a að til- kvnna það fyrir þriðjudagskvöld til hr. Guðm. Ólafssonar, for- manns K. R. Söngskemtun í Iönó. Sig. Skagfield. :Sigurður Skagfield hjelt söng- skemtun, með aðstoð Emil Thor- oddsen, í „Iðnó“ á miðvikudaginn var, eftir langa fjarveru erlendis. Munu margir hafa beðið þess með óþreyju, að hlusta á hann nú, ekki síst vegna þess, að mikið orð hefir farið af söng hans Yestanhafs, þar sem hann liefir dvalið undan- farið og sungið víðsveg'ar; Sig. Skagfiéld hefir og átt miklum vin- sældum að fagna hjer heima. Rödd Sigurðar er frábær fyrir margra hluta sakir og glæsileiki hennar mikill á köflum. Hefir hún og þroskast síðan hann söng hjer síðast ,og eflst til muna. Söngskráin var í senn fjölbreytt og sundurleit: alt frá Beethoven og Mozart til Indíánasöngva. Oft skorti mikið á að smekklega væri farið með hlutverkin. Milli þess að ágætum köflum brá fyrir, ýkti („forceraði“) söngvarinn oft fram úr hófi, svo að hin litsræna hlið béið hnekki. En þótt þessa gætti stundum, var söngur hans oft prýðilegur, og má sjerstaklega nefna meðferð hans á lögum eins og „Hvorfor hyler de sorte Hunde“, eftir Hurum, „Odins Meeresritt“ eftir Loewe, hvort tveggja framúrskarandi lög, en best söng' þó söngvarinn „Liebes- lied“ eftir Wagner, og var svipur mikils söngvara yfir meðferð þess. Áheyrendur fögnuðu söngvar- anum hið besta, og varð hann að endurtaka fjölda laga. Páll ísólfsson. Olía ir sallvatai. Ný uppgötvun. London 17. ágúst F.IJ. Franskur vísindamaður í Rouen liefir skýrt frá því að sjer hafi tekist að framleiða olíu eða. ben- sínlíki úr saltvatni, og hefir boð- ið uppgötvun sína til sölu. Le Matin segir, að franski her- málaráðherrann, flugmálaráðherr- ann og' aðrir leiðtogar hafi skoðað verkstæði vísindamanns þessa í Rouen og reynt vökvann. í blaða- viðtali segir vísindamaðurinn, að sjer hafi upphaflega dottið í hug þessi framleiðslumöguleiki vit frá einfaldri athugun á litlu náttúru- fyrirbrigði, s. s. því, að umhverf- is alla steina eða klettá, som olía er í, megi finna saltvatnslög. Hann reyndi að endurtaka í rannsókn- arstofu sinni, það sama, sem gerð- ist úti í náttúrunni, og það varð til þess, að hann fann mjög ein- falda aðferð til þess að framleiða bensínlíkið. v. Papen hjá* Miklas forseta. Berlín, 17. ágúst. FÚ. von Papen gekk á fund Mikl- as forseta í Wien í gær, til þess að heilsa honum. Var höfð tvö- föld heiðursfylking við dyr for- setahallarinnar, er hinn nýi sendiherra Þýskalands kom og fór. Síðar heimsótti von Papen Schússnigg kanslara, og Berger- Waldeneck utanríkisráðherra. Onll tr b«l8balnl. Londonderry, 17. ág. FB. Að undanförnu hefir verið unnið að því að ná því, sem eft- ir er af gullinu úr skipinu Laur- entic, sem skotið var í kaf í heimsstyrjöldinni (1917). Hefir köfurum frá björgunar- skipinu, sem notað hefir verið við þetta starf, nú tekist að ná öllu því gulli sem eftir var £ skipinu þar sem það liggur á hafsbotni. Er talið að síðasti fengur þeirra hafi verið að verð- mæti um 1 miljón sterlings- punda. Þegar Laurentic var sökt 1917 var það á leið til Banda- ríkjanna og var verðmæti gulls- ins sem það hafði meðferðis, sex miljónir sterlingspunda. (United Press). Verððhækkun i Ameriku á landbúnaðarvörum . vegna rýrnunar af völdum þurkanna. London, 16. ágúst. FÚ. Landbúnaðarráðuneyti Banda ríkjanna hefir birt skýrslu um tjón það sem hlotist hefir af þurkunum og hitunum þar í sumar, og er það talið meira en nokkru sinni áður hefir orðið þar í landi af völdum þurka. Kjöt- og nautgripabirgðir eru sagðar hafa rýrnað mjög, og er því haldið fram, að kjötverð hljóti að haldast rnjög hátt fyrst um sinn, og að tninsta kosti fram eftir næsta ári, og ennfremur að verð á korni muni haldast mjög hátt, fram á næsta vor. Austurríki leyft að auka her sinn. Berlín, 17. ágúst. FÚ. Frjettastofa Reuters flytur þá fergn, að stjórnir Bretlands og Frakklands hafi samþykt að leyfa Austurríki að auka her sinn upp í 30.000 manns, og er talið víst, að ítalir muni einnig gefa samþykki sitt til þess. — Á hinn bóginn segir frjetta stofan, að fregnir um það, að stjórn Austurríkis hafi farið fram á enn meiri aukningu, sjeu gripnar úr lausu lofti. * „Hvítu fslendingarnir“. Dr. Hans v. Jaden skrifar MorgUn- blaðinu, að hann og kona hans b.afi f'arið á fund trúðleikara þeirra, sem hafa sýnt sig í Vín- arborg undir nafninu ..Hvítir Is- lendingar". Segir hanu ín. a. að hann hafi bent þeim á þá óhæfu, að ganga þannig undir fölsku nafni. „Þjóðbúningur“ þeirra er, segir hann, rauðröndóttir sokk- ar, bláar treyjur með röndum og skringilegar húfur. Þá segir v. Jaden, að sami flokkur muni hjer áður hafa sýnt sig sem „svarta dvergþjóð" (,,búskmenn“). Fríkirkjan í Reykjavík. Móttek- ið áheit kr. 10.00 frá „þeirii g'ömlu“. Bestu þakkir. Ásm. Gests_ son.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.