Morgunblaðið - 05.09.1934, Side 2

Morgunblaðið - 05.09.1934, Side 2
V 2 M 0 RGUN BLAÐlÐ Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjórar: Jðn Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiCsla: « Austurstræti 8. — Slmi 1600. Auglýsingastjóri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstrætl 17. — Slmi 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni Óia nr. 3045. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSI. Utanlands kr. 2.60 á mánutii í lausasölu 10 aura eintakiö. 20 aura meB Eesbók. Ofsóknirnar hefjast. í gær flaug sú fregn um bæ- inn, að drengurinn í fjármála- ráðherraembættinu hefði sent Jakob Möller bankaeftirlits- manni skeyti um það, að hann væri rekinn samstundis úr em- bætti. Hefir stjórnin með því byrj- að nýjan þátt í ofsóknum rauð- liða á hendur pólitískra and- stæðinga. Landsbankalögin voru sett á Alþingi 1927. Hafði verið alveg sjerstaklega til þeirra vandað. Undirbúningur allur meiri en venja er til. — Milliþinganefnd hafði undirbuið frumvarpið. — Umsagna erlendra fjármála- manna verið leitað, og frumvarp ið loks verið meira rætt og á fleiri þingum en tífct er. Ait var þetta gert vegna þess, að allir flokkar voru sammála um, að enda þótt nauðsyn væri á nýrri Landsbankalöggjöf, þá væri hitt þó meira um vert, að vanda vel það, sem lengi ætti að standa. En ekki þótti gerandi ráð íyrir, að slíkri 'löggjöf yrði bráðlega breytt, enda af öllum talið, að heppilegast væri, að ekki þyrfti að bfeyta henni á næstu árum. Haustið 1927 komust Fram- sóknarmenn og sósíalistar til valda. Fyrsta þing óhamingjuár- annavarvorið 1928. Á því þingi, — þessu fyrsta vaJdaþingi rauð- liðanna, — báru þeir þegar í stað frarn og lögfestu breytingu á bankalögunum. — Svo var látið heita, sem stílað væri að smá- breytingum sem bornar voru fram samtímis: En þá þegar var augljóst, og nú viiað af öllum, að tilgangurinn var aðeins sá, að ná völdurn yfir bankanum. Því var það, að sett voru ný ákvæði um yfirstjórn bankans. Skyldi 15 manna ráð heita æðsta. stjórn Landsbankans, er veldi honum svo bankaráð. Þetta yfirskyn var svo notað til að breyta um banka ráð og fá þar með völdin í hend- ur rauðliðum. Þar með var sá björn urminn. Næst var að ná tökum á ís- landsbanka. Þar fóru Sjálfstæð- ismenn með stjórn, og þótti ekki árennilegt að kúga þá til hlýðni. Það ráð var tekið að rægja bank- ann og ofsækja á ’alla lund þar til hann lenti í vandræðum og varð að leita skjóls Alþingis. Þá var hann lagður að velli, og ekki opnaðar fyr en rauðliðar rjeðu honum líka. Var nú ekki óvænlegt um að litast. Þó var ský á himni. Rauðiiðar gátu ekki alveg lifað sínu lífi í friði, því að lögum var skipað- ur bankaeftirlitsmaður, sem átti vissan aðgang að bankaráðun- Aurskriða fellur hjá Sauðanes- vita og veldur miklti tjóni. (Einkaskeyti til Mörgunblaðsins). Siglufirði, þriðjudag'. Aurskriða fell í gær á Sauðanesi við Siglufjörð, rjett sunnan við vitann og svo nærri, að hún rann í kringum skúrinn, sem verka- menn við vitabygginguna búa í og kringum vitavarðar íbúðarhúsið, sem nú er í smíðum. Fór hún yfir land það, sem tekið var til rækt- unar handa vitaverði. Talið er að skriðan sje um 200 metra breið og um iy2—2 metrar á þykt. Skriðan rann mjög hægt, ella er talið að hún hefði sópað verka- mannaskýlinu og jafnvel íbúðar- húsinu fram af bakkanum, sem þarna er hár og snarbrattur. Hefði hún þá að sjálfsögðu valdið mann- tjóni. Heysátur stóðu á nýræktinni og rann skriðan kringum þær, án þess að flytja þær úr stað. Standa þær þar upp úr aursvæðinu. Djúpt gil, nefnt Herkonugil, er á veginum milli Engidals, þar sem vitinn stendur og Dalabæjar, sem stendur sunnar. Þar fellu einnig skriður og tók’u af veginn á kafla. Grófu þær niður gilið um marga metra og' má það nú heita ófært mönnum og skepnum, Skriðuhlaupin ollu eigi slysum, hvorki á niönmím nje skepnum svo vitað sje, en tjón af skemdnm þeirra er mikið. Járnbrautarrán í Austur-Asíu. London, 4. sept. FU. Forstjóri austur-kínversku járn-i brautarinnar hefir nú stöövað næturferðalög með lestum hennar, sökum hinna tíðu árása á lestirnar að nóttu til. Ræningjarnir, sem seinast rændu þar lest, eða settu hana út af teinunum, hafa nú fundist, og liafa þeir látið lausa alla fangana, sem þeir tóku. Felustaður þeirra fanst úr flugvjel, sem send var upp til þess að leita þeirra. .1 apanski utanríkisráðherrann hefir nú svarað fyrirspurn rúss- neská sendiherrans í Tokio um það, hversvegna teknir hafi verið fastir nokkrir sóvjetborgarár sem voru starfsmenn austur-kínversku járnbrautarinnar. — Ráðherrann segir, að þeir hafi verið grunaðir um það, að vera í vitorði með ræn- ingjum, sem rjeðust á lestirnar. n. Það ónæði þoldu hinir háu irrar illa, og vildu fyrir hvern. un losna við eftirlitið. — Þeir úpu þá tii þess ráðs, að bera am frumvarp um að l.eggja em- j ettið niður. Gekk þeim illa að ikstyðja þá viðleitni á Alþingi, r fóru svo leikar, að nokkrir (>nn úr st iórnarliðinu snerust gegn ráðamönnunum og fell því frumvarptð. Síðan hefir þetta verið reynt á hverju þinginu af öðru, en jafnan farið á einn veg, að ekki hefir þótt verjandi að afnema eftirlitið. í gær rak ráðherrapilturinn Jakob Möller frá embætti. — Þar með er þá sá þröskuldur- inn úr sögunni. Með þessu. er leikinn lokaþátt- urinn í valdaráninu yfir bönk- unum. Með þessu er fyrsti Sjálfstæð- ! ismaðurinn rekinn frá starfi af því hann er Sjálfstæðismaður. Engum þarf að koma á óvart, þó einhvern tíma verði í þetta vitnað. C. O. Jensen. Höfundur bráðapestar, bólu- efnisins er látinn. Kalundborg, 3. sept. FÚ. C. 0. Jensen prófessor við Land- búnaðarháskólann danska, andað- ist í dag 70 ára að aldri. Á ’laug- ardag fekk hann aðkenningu af slagi og lá rænulítill eftir það. C. O. Jensen var upprunalega dýralæknir í Grenaa, en varð að láta af því sta.rfi vegna heilsubil- unar. Tók liann þá að leggja stund á vísindarannsóknir, og varð hinn mesti kunnáttumaður og leiðbeinandi um meðferö mjólkur og smjörs. C. O. Jensen, var fjelagi í mörgum vísinda- fjelögum og víðkunnur meðal vís- indamanna í sinni grein utan Danmerkur. Fyrir íslenska. bændur varð C. O. Jensen, hin mesta hjálparhella, og er tvísýnt hVernig farið hefði um sauðfjárrækt landsmanna á tímabili, ef lians hefði ekki notið við. , . Ráðalausir stóðu bændur hjer á landi gagnvart liinum mikla vá- gesti, bráðapestinni, í sauðfjenu, uns. C. 0. Jensen prófessor tókst að finna bóluefnið, er fyrir for- göngn Magnúsar heitins Einars- sonar dýralæknis varð brátt notað hjer um allar sveitir. Öveður í Danmörk veldur mörgum slysum. Berlín, 4. sept. FÚ. Illviðri mikil bafa geisað í Dan- mörku um helgina, og var þelii samfara úrhellisrigning, svo ;.ð úrkoman mældist alt að 68 mm. á einni nót.tu. í Kaupmannahöfn •var björgunarliðið sístarfandi vegna slysa, er af óveðrinu hlu*- ust, en bátar og smáskip strönd- uðu víða við Danmerkurstrendur, svo að alls purfti að bjarga 50 manns úr lífsháska. Fyrir n •rð-an Borgtindarhólm sökk finska seglskipið „Oarmen“, en þýskt gufuskip bjargaði skips- liöfninni, tólf manns að tölu. Flóöið á 5lgíufirði. Hús umflotin, kjallarar fyllast af vatni, ræsi gerð um þverar götur. . (Einkaskeyti til Morgunblaðsius). Siglufirði, þriðjud. Á sunnudaginn Var hjer sólskin og ágætisveður, en undir morgun á mánudag :t.ók að rigna og gerði svo stórfelda úrkomu, að með. fá- dæmum var. Helst hún allan dag- inn og í nótt, en er nú nokkru minni, þótt stöðugt rigni. Hver smálækur varð sem á, og vatn flæddi um göturnar svö að sums staðar voru þær nær ófærar. Sum hús voru umflotin og allvíða flæddi iún í kjallára. Að síðustu varð að grafa skurði í gegn um sumar göturnar til þess að vatnið fengi framrás. Vatnsflóðið er nú í rjenun. Skákþingið í Kaupmannahöfn. Svíar og Danir stóðu sig best Urslitin í norræna skákþinginu í Kaupmannahöfn urðu þessi: í landsflokknum: A. Nimzo- wltsch, danskur, 6% vinningur, E. Lundin, sænskur 6, G. Stáhl- berg, sænskur öþJ, G. Stoltz, sænskur 4y2 og J. 4Y. Gemzöe, danskur 4y2. í meistaraflokki: I. Solin, finsk- ur 9 vinninga. Ilann tapaði engu tafli og þótti það frábærlega vel af sjer vikið. Fyrir ]>að fekk liann líka hinn fagra konungsbikar og nafnbótina Skákmeistari Norður- landa. Hinir sem verðlaun fengu’ voru: B. Ekenberg, sænskur ~y2 v., Öjv. Larsen, danskur 6y>. K. Poulsen, dánskur &y2, E. Rojhan, norskur 6V2, É. Sörensen, danskur 6i/2. Fegurðartaflverðlaun fengu þeir A. C. Christensen, danskur og’ Jón Guðmundsson (Nimzoivitsch fekk fegúrðarverðlaun í lands- flokki). í 1. flokki: J. Collet. sænsltnr iy2 v., K. Frantzen, sænskur 7, G. Jaeobsen, dahskur 6y2, A. Buraas, nörskur 6y2, J. B. Lind- berg, sænskur 6. G. Paulsen, danskur 6, G- Sjögreii, sænskur 6. í þessum flokki fekk Lindberg fégurðarverðlaun. Svlssar 09 Grikkir andvígir því að Rússar fái að ganga í Þjóðabandalagið. Genf, 4. sept. FB. Utanríkismálanefnd svissneska þjóðþingsins, liefir ákveðið, að leggja það til, að Svissland greiði atkvæði á móti því, að Sovjet- Rússland verði tekið inn i Þjóða- bandalagið. — Svissnesku blöðin birta viðtal við Tsaldaris, for- sæ'tisráðherra Grikldands, sem lýsir því yfir, að Grikkir muni taka sömu afstöðu til þessa máls og Svisslendingar. (UP.). Atvinrmbótavinna. Bæjarráð Iiefir samþykt að láta leggja nýtt holræsi í' Reykjavíkurveg, og enn fremur að láta iaga Leifsgöt-u. Verður hvorttveggja atvinnubóta- vinna. Hj álp ræðis her inn velur sjer nýjan hershöfðingja. Evangeline Booth, hinn nýi hershöfðingi. London, 4. sept. FB . Evangeline Booth, yfirmaður Hjálpræðishersins í Bandaríkjun- um liefir verið kjörin yfirhers- höfðingi ( Hjálpræðisllersins, á fundi aðalráðs hersins, sem staðið hefir í yiku nú að undanförnu. Sóttu furidinn fulltrúar liersins úr Öllum löndmn heims, þar sem her- inn starfar. (UP.), Higgins, fyrv. hershöfðingi Stórkostleg uainsfióö í Horegi. Oslo, 4. sept, FB. Ástandið á ýmsum stöðúm í suðnrhluta Noregs er mjóg alvar- legt, vegna vatnsflóða. Víðast hvar í uppsveitunu'm er þó liætt að vaxa í ánurn. En er neðar dreg- ur, fer enn bækkandi í flestum straumvötnum. Einna verst er ástandið í nánd við og í Skien og Larvík. í Skien þeim bluta bæjarins, sem læg'st stendur, eru menn farnir að flytja úr húsunum. Náði vatnið upp á efri hæð í sumum húsiun í gær. „Mjöndalen CelluÍosefabrik“ og „Eker papirfabrik", og fleiri verk- smiðjur hafa orðið að hætta rekstr inum í bili vegna flóðanna. Frá Gjörvík var símað í dag, að í Valdres væri flóðin að aukast og að menn óttuðust mikið' tjón. A fundi, sem haldinn var í Fagernes, var samþykt að leita aðst.oðar hins opinbera um að að- stoð verði veitt hið skjótasta, til þess að reyna að koma í veg' fyrir tjón af vatnavöxtunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.