Morgunblaðið - 04.10.1934, Síða 2

Morgunblaðið - 04.10.1934, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltstjörar: Jön Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Rltstjörn og afgrelBsla: Austurstrœti 8. — Slml 1*00. Auglýslngastjörl: B. Hafberg. Augtýslngaskrifstofa: Austurstræti 17. — Slml 8700. Heimaslmar: Jön Kjartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árnl Óla nr. 304S. E. Hafberg nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 6. mánuBl. Otanlands kr. 2.60 á mánuBi 1 lausasölu 10 aura eintaklB. 20 aura meB Lesbök. „Úrskurðurinn" og efri deild. Jeg hefi verið að hugleiða úrskurð forseta um skipun efri deildar, og komist að þeirri niðurstöðu, að fyrir hans að- gerðir sje efri deild ólöglega skipuð. Til efri deildar ber, með nú- verandi tölu þingmanna að kjósa 16 þingmenn, með hlut- falískosningu. Fram eru bornir fimm listar með 18 nöfnum sam tals. Það er því stungið upp á fleiri mönnum en kjósa skal, og verður þá kosning að fara fram. Alt annað er skýlaust brot. á þingsköpum. Um það, hverjir hafi rjett til þess að bera fram lista, segir í 48. grein þingskapanna: ,,Þeir þingmenn, er komið hafa sjer saman um að kjósa-'allir sömu menn í sömu röð, afhenda for- seta, þegar til kosninga kemur, lista yfir þá í þeirri röð.“ Eftir þessu voru því listarnir fullkomlega lögmætir, nema ef vera skyldi listi H.jeðins Valdi- marssonar, vegna þess, að H. V. hafði lýst yfir, að hann og hans flokkur ætluðu að kjósa aðra menn í annari röð, eða A-listann. En þetta var nú einmitt listinn, sem forseti tók ífíldan! Hinir listarnir voru tvímæla- laust gildir og forseti hafði því enga heimild til þess að ,,úr- skurða“ neitt um þá. Honum bar aðeins ein skylda, og hún var sú, að láta kosning fara fram, úr því að stungið var upp á fleiri mönnum en kjósa skyldi. En í stað þess úrskurðar for- seti tvo af listunum út, með hreinum tylliástæðum, gagn- stæðum þingsköpum, og kýs þ£.nnig einn þingmenn til efri de’Idar. Efri deild hefir því alls ekki verið skipuð samkvæmt þing- íköpum, sem mæla svo fyrir, þingmenn til hennar skuli Insnir af sameinuðu alþingi með blutfaílskosningu. — Þingmenn hafa gert tillögur /sínar, með því að bera fram lista, en kosn- ing hefir ekki fram farið. Hitt á ekki að koma þessu máli neitt við, hvort einhverjir ákveðnir stjórnmálaflokkar eru hræddir um, að kosningaúrslit- in komi sjer illa fyrir þá. En þetta mun þó hafa verið látið ráða hjer. Hagsmunir stjórnar- flokkanna hafa verið settir lög- um ofar. Hjer er um mjög alvarlegt og afleiðingai'íkt athæfi að ræða, ef til vill enn alvarlegra, en menn grunar í fyrstu. Alþingi Lögleysur og ofbeldi á Alþingi. Rauðliðar láta forseta sameinaðs þings „úr- skurða“ 16 þingmenn til efri deildar. Þingmenn sviftir kjörfrelsi, málfrelsi og atkvæðar jetti! Klukkan 1 í gær var enn haldið áfram þingsetningunni og var það þriðji dagurinn sem fór í þá athöfn. Skyldi nú haldið áfram þar sem frá var horfið á þriðjudag, það er, að kjósa 16 þingmenn til efri deildar. Athöfnin í gær hófst með því, að Jón Baldvinsson forseti sam- einaðs þings gat þess, að 1 nokk- urt óefni væri komið með kosn- inguna til efri deildar, þar sem risin væri deila milli flokkanna. Hann kvaðst eigi sjá ástæðu til að leyfa- frekari umræður, en myndi taka málið til úrskurðar. Forseta-„úrskurður.“ Því næst dró Jón Baldvinsson skjal upp úr vasa sínum, sem hann sagði að væri forsetaúr- skurður og tók að lesa. Þessi ,,úrskurður“ Jóns Baldvinsson- ar var svohljóðandi: „Við kosningar til efri deild- ar Alþingis hafa komið fram fimm listar. Á A-Iistanum eru 9 nöfn alþingismanna úr Al- þýðuflokknum og Framsóknar- flokknum, en þeir flokkar, ásamt hv. þm. Vestur-ísfirð- inga, sem er utanflokka hafa borið þennan lista fram. Á B- listanum, lista Sjálfstæðisflokks ins eru 6 alþingismenn úr þeim flokki. Þingmannatala á hvor- um þessara lista um sig, er hlut- fallslega sú, er þessir flok*kar, er að listanum standa, geta eft- ir atkvæðamagni sínu í þing- inu kosið til efri deildar Al- þingis. Þessir listar eru því bornír fram í samræmi við úrslit kosn- inga og í samræmi við efni stjórnarskrárinnar frá 1934. — Úrskurða jeg þá lista gilda. Samkvæmt 2. grein stjórnar- skrárinnar frá 1934, á þriðjung- ur þingmanna að eiga sæti í efri deild, en sje ekki unt, að skifta til þriðjunga í deildirnar, eiga þeir þingmenn, einn eða tveir sem umfram eru, sæti í neðri deild. Nú er taía alþing- ismanna 49, og ber því að kjósa 16 alþingismenn til að taka sæti í efri deíld Alþingis. En saman- lögð tala alþingismanna á áður- nefndum tveim listum er eigi nema 15. Á fundinum í gær lýsti forseti er falið ægilegt vald, sjálft lög- gjafarvaldið. Það verður því að reisa því rammar skorður og kveða ríkt að því, hvernig samkoma með slíku valdi skuli skipuð. Þetta er líka gert, í stjórnarskrá og þingsköpum. Meðal þessara einkenna, sem greina alþingi frá öðrum sam- komum, er skipun deildanna. Ef hún fer fram utan við þessi lög, þá má spyrja: Er hjer lög- legt Alþingi að starfa? Hvað seg.ja dómstólar, ef til þeirra verður leitað um gildi þeirra laga, sem þannig skipað alþingi afgreiðir? Stjórnin á vitanlega mest á hættu, ef hún ber sín mörgu mál fram og fær þau afgreidd af alþingi, sem ekki er skipað lögum samkvæmt. Magnús Jónsson. eftir lista frá Bændaflokknum, en hv. 10. landskjörinn svaraði því, að Bændaflokkurinn óskaði ekki eftir því, að kjósa til efri deildar. Bar þá hy. 2. þingm. Reykjavíkur fram lista, eí* hlaut einkennið C-listi og var á þeim lista nafn Þorsteins Briem. Eftir fundarhlje, er veitt var samkvæmt ósk hv. 10. land- kjörins, kom eigi fram flokks- listi frá Bændafjokknum, en hv. þm. Vestur-Húnavatnssýslu, bar fram lista er merktur var D- listi og var á þeim lista nafn Hjeðins Valdimarssonar og loks kom fram listi frá hv. 10 land- kj., er hlaut einkennið E-listi, með nafni Magnúsar Torfason- ar. / Með þeirri breytingu á stjórn arskipunarlögum landsins sem samþykt var til funnustu á auka-Alþingi 1933 og með nýj- um kosningalögum sem sett voru samkvæmt hinni nýju stjórnarskrá er gerð stórfeld breyting á öllu fyrirkomulagi kosninga til Alþingis og stjórn- málaflokkum og sjerstaklega þingflokkum veittur meiri rjett ur en áður. Þannig er það lög- bundið að það skuli standa á kjörseðli kosninga til Alþingis í hvaða flokki frambjóðandi sje. Þó að mönnum sje einnig heim- ilt að bjóða sig fram til þings utan flokka, þá gerir stjómar- skrá og kosningalög aðallega ráð fyrir því, að kosið sje um flokka. Umbjóðendur þingmanna, kiósendurnir hafa við síðustu Alþingis-kosningar hjer á landi í raun og veru fyrsta sinni kos- ið eftir flokkum. Á Alþingi eiga þingflokkar því að hafa þann rjett og þær skyldur, sem kosn- inearnar hafa veitt þeim, en hvorki meiri nje minni. Bænda- flokkurinn hefir atkvæðamagn til þess, að kjósa einn alþing- ismann til efri deildar en það hefir ómótmælt verið borið fram af einum alþingismanni úr Bændaflokknum, að sá flokk ur óski ekki eftir því, að kjósa þingmann til efri deildar. Jeg tel ekki að Bændaflokk- urinn geti skotið sjer undan því, að eiga einn alþingismann í efri deild, en heldur ekki að einstakir þingmenn geti borið fram lista með nafni eða nöfn- um alþingismanna úr öðrum flokki, sem hefir uppfylt þá skyldu að leggja fram lista við kosninguna, með jafnmörgum nöfnum og sá flokkur á rjett á að kjósa til efri d.eildar, og heldur ekki með nafni eða nöfn um alþingismanna úr eigin flokki, ef það er ekki flokks- listi. Þá er komið út fyrir þau takmörk, sem stjórnarskrá og kosningalög gera ráð fyrir. Háttvirti 10. landskjörinn hefir svarað fyrirspurn um það, hvort E-listinn sje listi Bænda- flokksins, að það muni sjást við atkvæðagreiðslu. — Verður því ekki hægt að líta svo á, að E-listinn sje listi Bændaflokks- ins. Heldur eigi verður D-list- inn talinn listi Bændaflokksins, það er tvímælalaust ólöglegt, að bera fram lista tneð nafni alþingismanns úr öðrum flokki, svo sem gert er með D-listann, í því skyni að skjóta sjer und- an því, að koma fram með flokkslista. Er það því úrskurður minn að vísa D-listanum og E-listan- um frá, og koma þeir því eigi til atkvæða. C-listinn er fram borinn af 2. þingm. Reykvíkjjiga í sam- ráði við formenn tveggja meiri hlutaflokkanna á Alþingi. — Hann kvaðst bera þenna lista fram í því skyni, að fylla lög- lega tölu alþingismanna til efri dpildar og stinga upp á alþing- ismanni úr Bændaflokknum, er eigi hafði komið fram með lista, þótt hann hefði atkvæðamagn til þess að kjósa einn mann til efri deildar, og jafnframt lýsti háttv. 2 þm. Reykvíkinga því yfir, að hann myndi taka sinn lista aftur, ef Bændaflokkurinn bæri fram flokkslista. Nú hefir það eigi orðið, svo sem áður er takið fram. Verður að fallast á, að meirihlutaflokk- um þingsins beri skylda til þess að sjá um, ef á brestur, að Al- þingi verði starfhæft samkvæmt úrslitum alþingiskosninga. Það er og í samræmi við anda og tilgang hinnar nýju stjórnar- skrár og hinna nýju kosninga- laga og þá einnig í samræmi við þingsköp alþingis. Jeg úrskurða því, að C-Iistinn sje löglega fram borinn. Þar sun D-lista og E-lista hefir venð vísað frá. er eigi stungið upp á fleiri alþingis- mönnum til efri deildar Alþingis en kjósa á þangað samkvæmt stjórnarskránni og eru þá kosn- ir til efri deildar“: (Las svo J. Bald upp nöfn hinna 16 þingmanna, er hann „úrskurðaði til efri deildar). Umræður ekki leyfSar. Er Jón Baldvinsson hafði lok- ið lestrinum risu ýmsir þing- menn úr sætum sínunj og kröfð- ust þess að fá að ræða þenna ,,úrskurð“ forseta. Umræður verða ekki leyfð- ar, var svar Jóns Baldvinssonar! Atkvæðagreiðsla ekki leyfð. Kröfðust þá þingmenn þess, að þessum furðulega úrskurði yrði skotið undir atkvæði þing- manna, en þingsköp mæla svo fyrir, að þetta skuli gert, ef krafa um það kemur fram frá nægilega mörgum. Atkvæðagreiðsla um úrskurð- inn verður ekki leyfð, var svar þins frjálslynda(!) forseta, Jóns Baldvinssonar. Ofbeldinu mótmælt. Þegar bert var, »ð forseti Sameinaðs þings var staðráð- inn í að beita fáheyrðu ofbeldi, varð um stund all-róstusamt í þingsalnum. Þingmenn mót- mæltu gerræðinu og áheyrend- ur á pöllunum gerðu óp að for- seta. En Jón Baldvinsson lýsti yfir því, að verkefni fundarins væri lokið, sleit fundi og steig niður úr forsetastólnum. Hin „úrskurðaða“ efri deild kemur saman. Að loknum þessum hneykslan lega fundi í Sameinuðu þingi, skyldu hinar ,,úrsku!rðuðu“ þingdeildir koma saman. Hófst fundur brátt í efri deild og fóru kosningar þar fram. Þó voru ekki mættir nema 15 þingmenn; Þorsteinn Briem var þar ekki mættur. Þessi þingdeild, sem skipuð var af náð J. Bald. kaus sjer forseta Einar Ámason; hann hlaut 9 atkv., Pjetur Magnús- son 6. Sigurjón Ólafsson vðr kosinn 1. varaforseti deildar- innar og Ingvar Pálmason 2. varaforseti. Skrifarar voru kosnir þeir Jón A. Jónsson og Páll Her- mannsson. En þegar fram skyldu fara kosningar í neðri deild, frestaði stjórnarliðið kosningunum vegna fjarveru eins þingmanns. í dag er fjórði dagur þings- ins og þingið þó óstarfhæft enn þá. Þessi vinnubrögð stjórnar- liðsins eru með öllu ósæmileg. Lögleysurnar — ofbeldið. Úrskurður sá, er Jón Bald- vinsson, forseti Sameinaðs Al- þingis feldi í Sameinuðu þingi í gær er rangur, bæði að formi og efni. Forsetinn hefir ekkert vald til að úrskurða lista sem ein- stakir þingmenn bera fram, ó- gilda. Þetta er alveg tvímæla- laust. En jafnvel þótt slíkt væri á hans valdi, verða engin skyn- samleg rök færð fyrir því, að listi, sem Hjeðinn Valdimars- son ber fram og á er nafn bændaflokksmannsins Þorsteins Briem, skuli gildur talinn, sem listi Bændaflokksins, en ekki listi sem þessi bændaflokksmað- ur ber fram með nafni annars samflokksmanns síns, Magnús- ar Torfasonar. Þessi úrskurður styðst ekki við lög eða reglur og ekki við skynsemi. Hann er bygður á ofríki og rangsleitni, sem stjórn arliðið ber sameiginlega ábyrgð á. Hitt er svo annað mál og þessu óskylt að það er rjettlátt að stjórnarliðar skipi 9 af 16 sætum efri deildar, en það var auðvelt að tryggja á löglegan hátt. Afbrot Jóns Baldvinssonar er stjórnarliðum til minkunar og áhrifarík tilraun til þess að brjóta niður virðingu fyrir þing ræðinu með því að setja of- beldi og einræði í stað laga og rjettar. Georg Kempff. orgeltónleikar í Dómkirkjunni. Alt of fáir hlýddu á orgeltón- leika þá, er Georg Kempff hjelt í dómkirkjunni í fyrrakvöld. Þeir voru ágætir. ' Efniskráin var vönduð og fjöl- breytt- Fyrst voru lög eftir Prátorius, Sweelinck og Paehelbel, en þeir eru meðal lielstu fyrirrenn- ara Bachs og Hándels. Verk þess- ara gömlu snillinga eru föglir og tilkomumikil og nutu þau sín ágætlega- Bacli og Hándel voru næstir og náði Kempff hámarki sínu í G-moll-,,konsert“ Hándels. t lok tónleikanna var Fantasía. eftir Liszt yfir sálminn: ,,Ad nos ad salutarem undam“, og er það voldugasta orgelverkið sem Liszt hefir samið- Um þetta verk I.jet frakknéska tónskáldið Saint-Saéns svo um mælt, að það bæri langt af ’öllum orgelverkum 19. aldarinnar. Kom mikilleiki þess vel í ljós í höijdum orgelleikarans, enda þótt hjer væri um stytta útgáfu að ræða, en verkið í heild er mjög langt. P. t Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.