Morgunblaðið - 13.10.1934, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
JPlorgmiHaMft
Útget.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
Ritstjörar: Jðn KJartanaaon,
Valtýr Stefánsson.
Rltstjðrn og afgreiBsla:
Austurstrœti 8. — Slmi 1600.
Auglýslngastjðrl: B. Hafberg.
Auglýsingaskrifstofa:
Austurstræti 17. — Slmi S700.
Heimastmar:
Jðn KJartansson nr. S74S.
Valtýr Stefánsson nr. 42S0.
Árni 6la nr. 3045.
B. Hafberg nr. 3770.
Áakriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuBl.
Utanlands kr. 2.60 á mánuBl
í lausasölu 10 aura eintakiB.
20 aura meB Lesbök.
’uskiráðið.
Það er sýnilegt á dag’blaðl Tíma
manna í gær, að þá sárlang'ar
til að snúast gegn fiskiráðinu, en
þora ekki almennilega til við
málið. Samt er blaðið með eftir-
tölur út af kostnaðinum við fiski-
ráðið. Svo mikið má ekki fyrír
útveginn gera, og er þó útvegs-
mönmim sjálfum ætlaS a8 greiða
allan kostnað af fiskiráðinu.
, „Hjer skal ekki mælt á móti
því út af fyrir sig, að nefnd
eins og þarna er stungið upp á,
kunni að geta gert g’agn. Verkefni
bennar, eins og það er hugsað
í greinargerðinni, virðist þó al-
geriega eiga lieima hjá skipulags-
nefnd atvinnrmveganna sem nú er
starfandi" segir blaðið.
Skipulagsnefndin, þ. e. rauði
rannsóknarrjetturinn hefir tekið
að s.jer að rannsaka alt milli him-
ins ög' jarðar og hefir því nóg
með ’sitt. Enda liggur nærri að
spyrja: Ef rannsóknarrjetturinn
f'ir skyldu til að fást við verk-
efni fiskiráðs, hversvegna lætur
hann þá ekkert frá, sjer heyra í
þessu mesta vandamáli þjóðar-
innar? t
Nei, á rauða rannsólcnarrjett-
inum og fiskiráðinu er sá munur,
að rjettinn skortir alla þekkingu
á viðfangsefninu og öll skilyrði til
að hrindá umbótum í framkvæmd,
en ráðið á að verða skipað mönn-
um, sem vegna atvinnu sinnar og
lífsbaráttu hafa aflað sjer þekk-
ingar á sjávarútvegi og verslun.
Og með skipun nefndarmann-
anna er einmitt trygð ákjósanleg-
asta aðstaða til að hrinda umböt-
unum í framkvæmd. ,
Alþingi skal ekki að órevndu
ætluð sú Ijettúð, svo ekki s.je
kveð'ið sterkar að orði. að það
fleygi þessu höfuð-vandamáli ísl.
atvinnulífs í nefnd, sem er þann-
ig skipuð, að hún hefir eigi burði
til þess að ráða við þetta verkefni.
Hjer er um slíkt stórmál að
ræða, að ekki kemur annað til
mála en að fela það hinum allra-
hæfustu mönnum sem völ er á.
VírkfanlFIíótaár
fyrir Siglufjarðarkaupstað.
Garðar Þorsteinsson flytur frv.
um heimild fyrir bæjarstjórn
Siglufjárðar að láta reisa og reka
raforkustöð við Fljótaá í Skaga-
fjarðarsýslu til raforkuvinslu fyr-
ir Siglufjarðarkaupstað. Ennfr. er
í frv. ákvæði um það, að ríkis-
stjórnin skuli ábyrgjást lán til
virkjunarinnar, alt að 700 þús.
kr. Siglufjarðarkaupstað er skylt
að veita, Holtshrepp rjett til að
taka þátt í virkjuninni á alt að
200 hö., ef hreppsnefnd Holts-
hrepps óskar. —
Frv. var vísað til fjárhn.
Hroðaleg manndráp
í Asturia á Spáni.
Augljóst að uppreisnin er
brátt úti
stjórnin.
London, 12. okt. FÚ.
Frá Spáni er það helst talið
til tíðinda í dag, að augljóst
þykir, að uppreisnin í Asturiu
er ekki enn fullkomlega brotin
á bak aftur, en jafnframt virðist
það augljóst, að ekki geti liðið
nema fáir dagar, þangað til svo
verður.
Fregn kemur um það, að 100
upprelsnarmenn í Asturiu hafi
verið grafnir lifandi með þeim
hætti, að sprengikúla, sem skot-
ið var áf stórskotaliði stjómar-
innar, hefi gersamlega lokað
námugöngum, þar sem uppreisn
armenn höfðu leitað hælis.
Ennfremur er skýrt frá því,
að 150 uppreisnarmenn hafi
fundist dauðir í þorpinu Campo-
manes, þar sem flugvjelar
segir spánska
stjómarinnar höfðu látið rigna
sprengikúium.
Fjöldi manna, er sagt, að einn
ig hafi beðið bana í dag, vegna
sprengikúlnaskota.
Tvær flugvjelar stjórnarinn-
ar, sem þátt tóku í þessum árás-
um, urðu fyrir slysum. Hrapaði
önnur þeirra,og saérðust báðir
þeir, sem í henni voru.
— Innanríkismálaráðuneytið
spánska tilkynti í dag, að Az-
ana mundi verði fluttur frá
Barcelona til Madrid, til þess
að mæta fyrir rjetti, og að
hann mundi verða krafinn um
svör við því, hvort hann hefði
átt þátt í því, að koma upp-
reisnarliðsveitum á land við
strendur Asturíu.
Meiser biskup í Bayern
sviftur embætti.
Almenn mótmæli gegn
Miiller ríkisbiskupi.
London, 12. okt. FÚ.
Múller, ríkisbiskup Þýska-
lands, hefir svift Heiser, biskup
yfir Bayern, embætti sínu, og
leyst upp ríkiskirkjuna í Bay-
ern, og skipað svo fyrir, að
Bayern skuli hjer eftir verða
skift í 2 biskupsdæmi, og skuli
ríkisbiskupinn sjálfur skipa
biskupa, til þess að gegna þeim
embættum.
Meiser hefir verið sviftur ém-
bætti sínu vegna þess, að hann
neitaði að framfylgja lögum
stjórnarinnar um þýska alls-
herjarkirkju.
Óhemju æsingar urðu í Bay-
ern þegar þessi tíðindi frjettust,
mest kvað að þeim í Múnchen,
þar sem fólk streymdi saman og
fylti kirkjur mótmælenda, og
einkum St. Matthíasarkirkjuna,
þar sem Méiser biskup flutti
afar harðorða ræðu, þar sem
hann komst svo að orði, að
kirkjan og Guðskristni hefði
vefið saurguð með þessum að-
gerðum.
Annar klerkur flutti ræðu yf-
ir múg þeim, er safnast hafði
saman úti fyrir kirkjunni, þar
sem Dr. Meiser talaði. Komst
hann svo að orði: ,,Ef að vjer
verðum allir trúir biskupi vor-
um, þá mun enginn prestur í
Bayern missa embætti sitt“.
Þegar Meiser biskup ók
frá kirkju sinni í bifreið, fylgdi
múgur manns á eftir bifreið-
inni, og hrópaði Iáflaust: ,,Vjer
kiefjumst þess, að fá að hafa
biskup vorn!“
Ricl/lincmnrA ! Þess hefir einnig verið getið
DlöKUpolIIUÍU |til; a6 biskup kynni a6 hafa
í Latvítt. | komið innbrotsþjófi á óvart, og
----* ! hafi þjófurinn drepið hann, til
London, 12. okt. FÚ. 1 þess að komast undan.
Yfirbiskup grísk-kaþólsku i
kirkjunnar í Latvíu hefir andast j
með voveiflegum hætti, og er;
alment talið, að hann hafi verið j
myrtur. Eldur kom upþ í húsi j
hans s.l. nótt, og brunaliðsmenn, j
sem voru að slökkvistarfi í hús- j
inu, fundu biskup dauðan, með j
banvænt sár á enni.
Yfirbiskupinn hafði undan-
farið átt í deilu við biskupa
kirkju sinnar, og þess hefir ver-
ið getið til, að sú deila kunni
að hafa leitt til þess, að þetta
verk var framið.
Samkomttlag
i íandhelgísmálum
í Noregs.
London, 12. okt. FÚ.
Bráðabirgða samkomulag hef
ir orðið milli fulltrúa ensku og
norsku stjórnanna, um ágrein-
ing þann, er milli þeirra hefir
verið, um fiskveiðar við Nopeg.
Uppkast að samningum um
þessi efni verður nú lagt fyrir
stjórnir beggja ríkja.
Pjúðarsoro meðal lugoslafa.
Italir tfii beim vinarhug
’ -4
London, 12. okt. FÚ.
Dubrovnik, herskipið, sem
flutti lík Alexanders konungs
til Júgoslafíu, kom til Messina-
sunds snemma í morgun. ítölsk
herskip komu þar á móti því, og
skutu 21 skoti og fylgdu síðan
Dubrovnik þangað til það var
komið út fyrir landhelgi Italíu.
Um leið og Dubrovnik fór fram
hjá Passerovitanum var flagg-
Júgoslafíu dregið í hálfa stöng
á flaggstöng vitans.
Þessi kurteisi, sem þarrnig hef
ir hefir sýnd Júgoslafíu af hálfu
Italíu, hefir til muna dregið úr
þeirri andúð gegn ítölum,
sem farið hefir vaxandi síðustu
dagana.
Fregnir þær um mótmæla-
göngur, til þess að lýsa fjand-
skap við Ítalíu, sem sagt er að
hafi átt sjer stað \> Júgoslafíu
upp á síðkastið, hafa verið mjög
ýktar. María drotning og Pjetur
konungur eru nú á leiðinni
heim. Síðdegis í dag fóru þau í
gegn um Austurríki.
Vegna óveðurs hefir Dubrov-
nik tafist mjög á leiðinni, og
kemur ekki til Split fyr en
snemma á sunnudagsmorgun.
Minningarathöfn verður haldin
bæði í Split og Zagreb, áður en
lík konungs verður flutt til Bel-
grad.
Einstökum atriðum í sam-
bandi við jarðarförina hefir nú
verið raðað niður, en jarðar-
förin fer fram á fimtudag í stað
miðvikudags, sem áður hafði
verði ákveðinn. Lík konungs
verður jarðsett í hinu konung-
lega grafhúsi í Topala, við hlið
Pjeturs konungs I.
London, 12. okt. FÚ.
Sjónarvottur lýsir þannig Bel-
grad, höfuðborg Júgoslafíu, í
dag: „Borgin er hljóð af sorg.
í kaffihúsum borgarinnar, þar
sem daglega ríkir gleði og
glaumur, og fiðlur förumanna
hljóma, er nú þögn. Kaffihúsin
standa auð og dimm. Á götun-
um er fólkið með alvöru- og
sorgarsvip, og svört bönd um
ermar og hatta.
Þetta er uppskerutími á vín-
berjaökrunum, og aldrei er
meiri gleði og glaumur en ein-
mitt þá. Ef konungurinn væri
ekki dáinn, myndi hvarvetna
kveða við söngur og íagnaðar-
óp, en nú er uppskeran borin
heim á herðum sem bogna undir
þunga sorgarinnar. Ef konung-
urinn væri ekki dáinn, þá væri
dansað og hlegið í hverju þorpi,
en nú er enginn fögnuður. Jeg
hefi sjeð gamla hermenn, sem
börðust með konunginum í
Balkanstríðinu og í styrjöldinni
miklu, gráta látinn konung sinn
og herforingja. Og í kirkjum
kristinna og múhameðstrúar-
manna, og musterum gyðing-
anna, þyrpist fólkið saman til
þess að minnast kónungs síns
og syrgja hann.
í aljan dag hefir verið stöð-
ugur straumur fólks heim að
konungshöllinni. Þar hefir það
staðið nokkra stund, með drúp-
andi höfuð, og gengið síðan
hljóðlega í burtu.
Um stjómmálin, og framtíð
þeirra, er varla nokkuð talað.
Þó er búist við því, að mynduð
verði ný stjórn, allra flokka“.
Lögreglan í Belgrad vinnur
nú að því í samráði við frönsku
lögregluna, að hafa upp á hugs-
anlegum vitorðsmönnum við
banamann Alexanders konungs.
þgir tveir menn, sem franska
lögreglan tók höndum, í ná-
grenni við svissnesku landamær
in, hafa reynst vera meðlimir
róttæks fjelags æsingamanna,
og hafa þeir þegar játað, aS
vegabrjef þeirra væri fölsuð.
London, 11. okt. og
Berlin, 12. okt. FÚ.
Göbbels, útbreiðslumálaráð-
herra Þýskalands, hefir lagt
bann við sýningu kvikmyndar-
ínnar, sem tekin var af morð-
inu í Marseille. Scotland Yard
hefir skoðað myndina gaumgæf-
lega, í leit eftir myndum af
þektum glæpamönnum, sera
kynnu að hafa verið við morðið
riðnir.
Franska stjómin.
Herriot.
Paris, 12. okt. FB.
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum er talið líklegt, að
ekki komi til þess, að frakk-
neska ríkisstjórnin fari frá, því
að búist er við, að Tardieu
verði innanríkismálaráðherra,
en Herriot utanríkismálaráð-
herra. (United Press).
Heimdallur. Aðgöngumiðar að
Kkemtifundi fjelagsins, sem hald- '
inn verðúr í kvöld kl. 9 í Odcl-
fellowhúsinu, enj seldir í dag frá
kl. 3—7 í skrifstofu fjelagsins í
Varðarhúsinu, sími 2774.