Morgunblaðið - 13.10.1934, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
KVENÞJOÐIN QG HEIMILIN
Kvenlólkið
og heilsufræði-
sýningin.
Hvernig klæðnaðurinn á
að vera.
Klæddu þig heilsusamlega,
segja læknarnir við kvenfólkið.
En svo kemur tískan — og hún
segir alt annað — stundum.
Annars eru höfundar tísku-
klæðnaðar farnir að gefa heilsu-
fræðinni meiri gaum en þeir áð-
ur hafa gert.
Um klæðnaðardeild heilsu-
/
fræðisýningarinnar sagði einn
af forgöngumönnum . hennar
blaðinu í gær:
Það er ekki hægt að ákveða
með vissu hvernig heilsusam-
legastur klæðnaður kvenna á að
vera.
En það er hægt að ákveða
nokkur grundvallaratriði og
fara eftir þeim.
í fyrsta lagi á fólk helst ekki
að ganga í somu ytri fötum all-
an daginn, a.m.k. skifta um föt
meira en alment tíðkast nú, eft-
ir því við hvaða verk það er.
Á sýningunni er því bent á
þrennskonar klæðnað, vinnuföt,
hversdagsföt og viðhafnarföt.
Þar er sýndur hentugur nær-
fatnaður og hlýr fyrir kvenfólk.
við hversdagsföt, og nærföt er
hæfa skartklæðnaði.
Hlý nærföt eru helst úr ull.'
En þó fara hlýindin ekki svo
mjög eftir því úr hverju fötin
eru, heldur er hitt aðalatriðið
hvernig fataefnið er ofið. Eftir
því sem í því er meira loft, eftir
því eru fötin hlýrri.
I því sambandi er bent á t. d.
hve hentugt það er fyrir konur
•uð ganga í háleistum til hlý-
inda.
Mikilsvirði er það fyrir kon-
ur, sem t. d. þurfa að gæta
barna og fara á fætur á næt-
nrna að hafa við hendina hlýja
sloppa til að bregða yfir sig, til
þess að verjast ofkælingu. En
með því að verja sig kvefi o.
þessh. verja þær og börn sín
sama sjúkleika.
Þá er það mjög mikils virði
fyrir kvenfólk að hafa hentuga
vinnusloppa, og vinna í þeim t.
<1. morgunverk sín. Með því
móti bera þær síður með sjer
smitun og önnur óhreinindi frá
hinum óhreinlegri verkum.
Á þann hátt gera vinnuslopp-
ar gagn til að draga úr út-
breiðslu farsótta.
Á sýningunni er og sýndur
hentugur hversdagsfatnaður
kvenna úr ullardúk. En auðvit-
að fer það eftir efnum -og á-
stæðum hvernig slíkur fatnaður
er. —
Um klæðnað karlmanna er
það helst, að karlmenn hafa
mjög þann ósið að verá í sömu
fötum við mjög margs konar
verk. í stað þess ættu þeir jafn-
an að klæðast t. d. samfesting
(overalls) eða öðrum fatnaði
sem hægt er að þvo, er þeir
vinna störf sem óhreinka föt
þeirra.
Margt fleira er á sýningunni
Matreíðsla.
Hauslmalur.
Gott er að hagnýta sjer sem
best lifur og hjörtu, og á sem
fjölbreyttastan hátt. Einnig blóð-
mörsleifar, svo þær verði góður
og frambærilegur matur.
Hjer fylgja nekkrar uppskriftir.
Steikt hjörtu.
3—4 hjörtu.
50 gr. smjörlíki.
1 búnt steinselja.
50 gr. tólg.
Salt og pipar.
t/2 1. soðið vatn.
1 matsk. hveiti.
1 dl. kalt vatn.
Sósulitur.
Soðnar kartöflur.
AHar stóru æðarnar eru skornar
af hjörtunum og þau þvegin vel
úr köldu vatni og látin ligg.ja í
vatni um stund. Steinseljan þveg-
in og hnoðuð saman við 50 gr. af
smjörlíki. Hjörtun eru þerruð vel
og nudduð innan með salti. Fjdt
með steinseljusmjörinu- Tólgin er
brúnuð og hjörtun brúnuð j)ar í.
Soðnu vatni helt yfir og soðið við
hægan eld í 1 — li/2 klst. Hveitið
er hrært út í köldu vatni. Hjörtun
tekin upp úr og soðið jafnað með
hveitijafningnum. Krydd sett í
eftir smekk og sósulitur eftir þörf.
Hjörtun skorin í sneiðar og
sett á mitt fatið, lítil sósa þar yfir
og soðnar kartöflur settár á annan
endann á fatinu, á hinn endann
soðið hvítkál ef vill. Sósa borin
með í sósuskál.
Heil, steikt lifur.
1/» kg. lifur.
30 gr. flesk.
50 gr. smjörlíki.
Salt.
Tútið vatn.
1 dl. mjólk.
Hveiti.jafningur.
Sósulitur.
Kartöflur.
Lifrin er lögð í bleyti yfir
nóttina í ediksvatn eða mjólk.
Himnurnar eru teknar af og lnin
þerruð vel. Fleskið ei skorið í
þunnar ræmur g stungið inn i
lifrina á efri hliðinni (í stað flesks
má nota mör). Smjörlíkið brúnað
og lifrin brúnuð fallega á báðum
hliðum. Þá er salti stráð yfir og
4 dl. soðnu vatni helt þar á,
hlemntur settur á og alt soðið í
15 mínútur. Þá er hinni soðnu
mjólk helt yfir og soðið í 25 mín.
Lifrin tekin upp og soðið hrært
vel saman. Hveitið hrært. út í
köldu vatni og soðið jafnað með
því. Saltað eftir smekk. Lifrin sett
heil á fat og lítið eitt af sósu yfir.
Soðnum kartöflum raðað utan um
o" sósan borin fram í sósukönnu-
viðvíkjandi fatnaði. T. d. er
bent á hve sokkar óhreinkast
mikið fljótar en annar fatnað-
ur. Að jafnaði óhreinkast sokk-
ar jafn mikið á einum degi, sem
nærskyrtur á þrem og nær-
buxur á átta dögum.
Steikt lifur.
300 gr. lifur.
1 matsk. hveiti.
Salt og pipar.
40 gr. tólg.
Sósulitur.
30 gr. smjörlíki.
1 laukur.
Hveitileifar og' lítið vatn-
Lifrin er lögð í ediksvatn eða
mjólk nm stund. Allar sinar og
himnur eru teknar úr henni og
hún skorin í sneiðar. Laukurinn
einnig skorinn í sneiðar, og hveiti,
salti og pipar er blandað saman.
Pannan er hituð og þurkuð-
Tólgin hituð á pönnunni, þar á
er smjörlíkið sett og alt hitað.
Lifrinni er snúið upp úr hveiti-
blöndunni og' sett á pönnuna jafn-
óðum. Þegar hveitið byrjar að
hverfa er lifrinni snúið við og
þannig er hún brúnuð móbrún á
báðum hliðum, síðan sett upp í
pott. Síðan er laukurinn brúnað-
ur á pönnunni og er nii öllu
helt upp í pottinn. Tveir dl. vatn
er sett á pönnuna og þegar það sýð
ur er því helt í pottinn. Potturinn
settur yfir eld og soðið í 5 rnín.
Á meðan eru hveitileifarnar hrærð
ar út í köldu vatni, og hrært út í
pöttinn. Salt og pipar er sett í
eftir smekk og. sósulitur eftir
þörf. Helt upp á fat ög soðnum
kartöflum raðað utan um.
Steiktur blóðmör.
Blóðmörinn. er hægt að steikja
hvort sem hann er nýr eða súr.
Hann er skorinn í sneiðar, sem
ekki mega vera of þunnar. Hægt
er að nota hvaða fitu sem er.
Pannan er hituð, þurkuð og' fitan
hituð. Þá eru sneiðarnar settar á
pönnuna og steiktar þar til þær
eru dökkar, en mega ekki verða
harðar. Steiktar .jafnt á báðum
hliðum. Kaðað á fat og sykri
stráð yfir. Borðað með gulrófu-
jafningi eða soðnum kartöflum. .
Gulrófujafningur.
1 kg. gulrófur.
6 dl. vatn og salt.
30 gr. smjörlíki.
2 matsk. hveiti.
Sykur.
Söxuð steinsel.ja.
Gulrófurnar eru flysjaðar og
skornar í ferkantaða bita, þvegn-
ar og soðnar í saltvatni, þar tii
þær erii meyrar. Smjörlíkið lirært,
lint í skál og' hveitinu hrært þar
saman við.
Þegar gulrófurnar eru soðnar,
er smjördeigið sett út í og hrært
í þar til þetta er jafnt. Gæta þarf
þess að bitarnir fari ekki í sund-
ur. Þá er sykur settur í eftir
smekk og söxuð steinselja. Borðað
með kjöthring og kjöti eða steikt-
um blóðmör, eftir því seir. maður
hefir við hendina.
Frá heílsufræðissýníngunni.
Næringarefnatafla.
H
QTQ
OQ
<_i.
IO
Es-
P
d
co
w
o
<
a>
CQ
O:
w
r+*
SO
Nýmjólk 3.5 3.5 4.7 0.8 87.5 640
Undanrenna 3.5 0.7 5.0 0.8 90.0 400
Smjör 0.5 84.0 0.3 0.2 14.0 7590
Smjörlílci 0.8 85.0 0.5 1.5 12.2 7700
Magur mjólkurostur 36.0 12.0 4.0 5.0 43.0 2680
Feitur mjólkurostur 26.0 30.0 , 3.0 5.0 36.0 3860
Magur mysuostnr 8.0 1.0 54.0 6.0 31.0 2570
Egg (skurnlaust) 12.0 12.0 0.7 1.0 74.3 1590
Kindakjöt 16.0 16.0 1.0 52.0 2080
Nautakjöt 16.7 8.3 1.5 58.5 1420
Hrossakjöt 21.5 2.5 1.0 75.0 1090
Lifur 19.0 5.0 3.0 1.5 71.5 1330
Tólg 0.5 98.0 8840
Nýr þorskur 16.7 0.2 1.4 81.7 690
Ýsa 22.0 1.0 1.0 76.0 970
Saltfiskur ’ 31.0 0.5 21.0 47.5 1290
Söltuð síld 18.9 16.9 16.4 46.2 2280
Heilagfiski 13.8 0.7 1 620
Lax , 21.6 13.4 1.4 63.6 2070
Nærlngarþörf i liitaeinin^'uiti
við ýmsa vinnu:
Við kyrsetur: a-ndleg störf, skrifstofustörf o. þ. h.
2200—2400
Við ljetta vinnu: skraddarar, prentarar, kennarar o. þ. h.
2600—2800.
Við miðlungsvinnu: skósmiðir, bókbindarar, læknar o. þ. h.
ca. 3000.
Við erfiða vinnu: málmsmiðir, málarar, snikkarar
3400—3600
Við strit............................... 4000—5000
Byrir einn evri fást þessar
hitaeiningar. Miðað við
smásöluverð.
Nýmjólk 15
Undanrenna 25
Skyr 11
Sinjör 200
Smjörlíki ... 430
Mjólkurostur, magur ...... 96
Mjólkuroslur, feitnr 110
Mysuostur 170
Egg, skurnlau s 61
Kindakjöt 16
Nautakjöt, í heilum kropp. 10
Hrossakjöt 18
13
Tólg 55
Þorskur, nýr 23
25
Saltfiskur, .... 21
Síld, söltuð, . 76
Heilagfiski .. 5
8
Haframjöl 75
Hveiti 87
big'mjöl 116
Rúgbrauð 56
Byggmjöl og grjón 22
Gulrófur ..................... 23
Gulrætur ..................... 6
Salat ......................... 2
Grænkál ....................... 6
(Spínat ....................... 8
Hvítkál ....................... 6
Blómkál ..................:. &
Rauðaldin (tómatar) ........... 1
Tröllasúra .................... 3
>Sykur ....................... 80
Súkkulaði..................... 12
Svesk jur ....................,11
Aprikósur ................... 30
Epli, ný, ..................... 3
Epli þurkuð ................... 6
Bláber ........................ 3
Glóaldin ...................... 2
Rúsínur ...................... 15
Bjúgaldin .................... 5
SamantekiS af frk. Helgu Sig-
urðardót'tur.
Hrísgrjón
Bannir ..
Blóðmör
•larðepli
í dag auglýsa Brimnessystur
kenslu í ihálningu á borðpentu-
dúkum. Pentudúkar þessir eru
notaðir við máltíðir eða kaffi-
drykkju í staðinn fyrir dúk, og er
þá einn pentudúknr hafður und-
ir diski hvers manns, og horð-
renning’ur eða dúkur á miðju borð
inu, sem auðvitað er meÓ sama
munstri. Þar sem þetta er nýjasta
tíska á þessu sviði, ættu ungar
konur og stúlkur að nota sjer
þessa kenslu- 6í.
Soldáninn hefir neyðst til að
gera sparnaðarráðstafanir.