Morgunblaðið - 28.10.1934, Síða 4

Morgunblaðið - 28.10.1934, Síða 4
4 MORGUNBL A ÐTÐ KVENDJÓÐIN OG HEIMILIM Matreiðsla. Kartöflurjettir. Tíska. Morgunkjóllinn. Þær, sem virma eldhússtörfin þurfa að vera þokkalegar og þrif- iegar. Það er sem betur fer hjer nm bil liorfið úr sögunni, að sjálf- sagt sje að fara í einhverja garma 3>egar verið er að gera húsið hreint. „Jeg er hræðilega til fara, jeg er nefnilega að gera hreint“, er engin afsökun lengur. Og engri húsmóður, ungri nje gamalli, eða stúlku dettur í hug að vera í blettóttum morgunslopp og háVf- klædd við húsverkin. Siíkt er að eins hægt að lesa um í ijelegum skáldsögum, sem viija draga fram verstu hliðar á hirðuleysi og sóða- skap. Reyndar má ekki ætlast til þess, að maður sje með snjóhvítar hend- ur, lakkaðar neglur og „perma- nent“-lokkana í stakasta lagi við þvottabaíann eða yfir gólffötúnni. En hver kona með virðingu fyrir s.jálfri sjer og' öðrum, á 2—3 sriotra morgunkjóla til skiftanna <>g er í ]>annig kjól á morgnana A-ið innanhússstörfin. Hjerna er snið á slíkan kjól, sem er bæði fallegt og þægilegt. Hann er tvílitur, úr einlitu og röndóttu efni. Litirnir mega gjarn an vera dálítið skæriy. Ermarnar eru hálflangar, )>á þarf maður ekki að brjóta þær upp. en þær skýía betur en stut.tar ermar. Vasar eru sjálfsagðir, fyrir af- þurkunarklútinn og' slíkt. Einlita efnið er stangað á að framan. — Kjóllinn. er hneptur alla leið nið- ur vir. Með klút um höfuðið, sam- litan einlita efninu kjólnum, er maður reglulega snotur. Og það er heldur engin synd að vera snotur, þó maður sje að gera l.reint. Tækífjerísgfafír. Klútamöppur — silkiklútar. — Samkvæmistöskur — kjólablóm. Nálapúðar — leðurmöppur. — — Spil frá 45 aurum. — SKERMABÚÐIN Laugaveg 15. Hjer fylgja nokkrar mjög ein- faldar uppskriftir af kartöflum, um suðu þeirra o. fl. Hvernig' kartöflur eru soðnar hefir mjög mikla þýðingu, svo mikla að góðar kartöflur geta orðið lausar í sjér og vatnsmiklar, sjeu þær ekki rjett soðnar, og lausar kartöflur verða oft óborð- andi sjeu þær ekki soðnar rjett. En allar kartöflur geta, orðið dá- góðar, sjeu ]iær soðnar rjett. Soðnar kartöflur. Kartöflurnar eru þvegnar vel, sjeu þær hýjár eru þær settar í saltvatn sem sýður. Ef þær eru gamlar eru þær settar í kalt vatn með salti. Soðnar þar til þær eru meyrar. Vatninu helt af þeim og potturinn hristur yfir eldi. Flysj- aðar með litlúm hníf og ekki not- aður g'affall, heldur hreinar hend- ur. Soðnar, flysjaðar kartöflur. Kartöflurnar eru þvegnar, flysjaðar og lagðar í kalt vatn- Látnar ofan í vatn með salti þeg- ar sýður, og soðnar þar ti! þær eru meyrar, Soðinu helt af þeim og potturinn hristur yfir eldi. Borðað ar strax. Soðið af kartöflunum er hægt að nota i súpu eða jafning. • Brúnaðar kartöflur. y2 kg. kartöflur. 20 gr. smjörlíki. 2 matsk. svkur. Lítið vatn. Best er að kartöflurnar sjeu smáar og fastar í sjer, sjeu þær stórar eru þær skornar í jafna bita. Pannan hituð, smjöriíkið brúnað og svkurinn látinn ó pönn- una. Þegar byrjar að koma þjett froða, eru kartöflurnar látnar á og' ein matskeið af vatni. Hrært, gætilega í kartöfunum þar til þær eru gljáandi og brúnar. Kartöflusalat. 1 kg. kartöflur. 1 laukur. 100 gr. smjörlíki. EdiK. Soð eða vatn. Salt, pipar, sykur. Best er að hafa þjetta.r kartöfl- ur. Þær eru soðnar, flysjaðar og skornar í sneiðar. Laukurinn er soðinn í natrónvatni, flysjaður og saxaður. Smjörlíkið og soðið er látið í .pottinn, laukurinn og alt krvddið. Hlemmur látinn yfir pottinn og soðið í 2 mínútur. Þá er kartöfunum mjög gætileg'a blandað saman við og það hitað. Þetta má borða, sem sjálfstæð*an rjett til kvöldverðar, með brauði, m<Éi söltuðu kjöti og öðrum kjöt- og grænmetisrjettum. Kartöflubollur. Vi kg. soðnar kartöflur. 65 gr. hveitibrauð. 1 egg og 1 eggjahvíta. Laukur. salt og' pipar. 50 gr. tólg. 10 gr. smjör. Grænmetisjafningur. Kartöflurnar eru flysjaðar og soðnar í saltlausu vatni. Vatninu lielt af og potturinn hristur yfir eldi. Saxaðar með hveitibrauðinu og lauknum 2—3 sinnum. Hrært með egginu og hvítunni. Alt krydd látið í eftir géðþótta. Hrærist mjög vel. Tólgin hituð, deigið rnótað í bollur með matskeið, brúnaðar móbrúnar. Þá er smjörið lá4ið á pönnuna og alt steikt í 10 mínútur. Borðað með grænmetis- jafningi. (Jafningurinn er bestur úr gulrótum, annars má nota livaða grænmeti sem er. Kartöflusúpa. % kg. kartöflur. 2 1. vatn, eða kjötsoð. 2 blaðlaukar, (púrrur), 1—2 gulrætur. 25 gr. smjörlíki. 25 gr. hveiti. Kartöfurnar eru flysjaðar, brytjaðar smátt, þvegiiar og soðn- ar í vatninu eða kjötsoðinu. Blað- laukurinn og gulrótin einnig soðin með þar til þau eru meyr, tekin ]>á upp úr. Þegar kartöflurnar eru komnar í mauk, eru þær pressaðar gegnum gatasigti með soðinu. Gulrótin skorin með riffl- uðum hníf í smábita og púrran í sneiðar. Smjörlíkið brætt, hveitið hrært þar iit í og þynt út með kartöflusoðinu. Krydd látið í eft- ir vild. Soðið í 5—10 mín. Þá ér gulrótin og blaðlaukurinn sett út í og' smátt brytjaðar kartöflur ef vill. Borðað með hveitibrauði. Gott er að það sje glóðarbakað. Helga Sigurðardóttir. Húsráð. • Hiksti. Til að losna við hiksta er gott að draga djúpt að sjer andann og lialda niðri í sjer and- anum til skiftis. Einnig gefst það stundúm vel, að kyngja fljótt teskeið af sykri, eða teskeið af ediki, blönduðu sykri. Afrifur á smábörnum. 1 stað þess að þvo afrifurnar eru þær varlega hreinsaðar með hreinni matarolíu, og síðan er borið á mjúkt smyrsl eða stráð yfir barna- „talcum“. Hæsi. Stafi hæsin af því, að of mikið hefir reynt á raddböndin, er gott að skola liálsinn með volgu vatni með nokkrum dropum af Arnika-tinktur. Hæsi af ofkælingu er hægt að koma í veg fyrir með því, að vinda mjúkan klút upp úr heitu vatni og leggja hann á barkann. Við hæsi og slími er gott að anda að sjer heitri gufu. Gott er að setja nobkra dropa af euka- lyptus-olíu í sjóðandi vatn og’ anda síðan að sjer gufunni gegn- um munninn. Bitnar neglur. Til þess að venja börn af að bíta neglur, er best að láta þau hafa hanska á næturna, t Prfón. Náttsokkar. Fótakuldi er óþægilegur. og I kaldar fætur geta staðið manni fyrir svefni. Þá er gott að eiga litla, mjúka og' hlýja nætursokka eða leista fyrir veturinn, enda vandalítið að búa þá til sjólfur. í sokkana hefir maður mjúkt ullarband, hvítt og ljósrautt eða blátt- En sokkarnir eru útbúnir þannig: , Fitja upp 30 lykkjur, prjónað með sljettu prjóni, uns stykkið er dálítið lengra en breiddin, felt af. Nú eru endarnir saumaðir sam an hver fyrir sig. Því næst heklár maður pinnaröð í brúnina (með öðrum lit), en til þess að brúnin takist saman er aðeins heklað í aðra hvora lykkju. Þá eru heklað- ar 2—3 pinnaraðir með einum eða tveimur litum. Ofan á miðja tá er saumuð stjarna eða blóm með sama lit og hafður er í brúnina. Sokkurinn myndar eins og þrí- hyrning- þegar hann er lagður sljettur niður, í brúnina á þríh. eru saumuð mismunandi, löng kappmelluspor. Sokkurinn verður að vera það þröngur í briinina, að hann lig'gi þjett að öklanum, en hinsvegar ekki ]>rengri en það að vel megi komast úr honum og í. •— Sokkarnir eru snotrir, ef ]>eir eru vel gerðir og með fallegum litmn. Það er gaman og Ijett að búa þá til, og svo ern þeir líka hentug gjöf, t. d. jólagjöf fyrir kunning'ja. M U N I Ð — ----að hægt er að stífþeyta rjóma, þó að hann sje ’soðinn. --------að gúmmíst.ígvjel verða falleg sje fyrst þvegin af þeim óhreinindin og síðan strokið yfir þau með klút vættum í terpen- tínu. — — — að hvít, silkinærföt verða ekki gulleit víð þvott, ef 2 tesk. af methylalbohoí eru settar í síðasta skolvatnið (2 tesk. í y/\ ltr. vatn). Þess verður líka að gæta, að sápuvatnið, sem er auð- vitað lagað úr góðri sápu eða sápuspónum, sje ekki of heitt, og ekki má heldur strjúka með of heitu járni- Tauið er látið hálf- þorna í hreinum klút, og síðan strokið á röngunni, eít.ir þráðun- um. --------að vörtnr hverfa smátt og smátt, sje daglega st.rokið yfir þær með sundurskorinni, hrárri kartöflu, þannig að safinn fari inn í vörtuna. eða bera sinnep, sápu eða eitthvað því um líkt á néglurnar. Þegar nefið stíflast, af því að börnin setja eitthvað upp í aðra nösina, heldur maðnr fast fyrir munninn og liina nösina á barn- inu og lætur það anda duglega að sjer og frá sjer. Dugi það ekki má reyna með hnerridufti. Það hefir venjuleg'a góðan árangur. ,.Æskuástir“ heitir kvikmynd, sem nýlega hefir verið 1‘ullger í Tjekkoslovakíu- Það er nierkilegt við þessa myad, að*enginn leikari leikur í henni, heldur óknnnugt ■ tjekkneskt fóik. Þet.ta er talmynd' og tekin á 16 tungumálum. Hjer sjest stúlka, sein leikur eitt aðalhlutverkið. H.jer á m.vndinni sjest söngmær- i ii Oonehita Supervia. vera að faðma og kyssa ítalska. söngvar- ann Henjamin Gigli. Þau höfðu sungið siiman í London og vakið svo niikla hrifningu, að söngmær- in Yiii- i'i'á sjer nuiniii af i'ögnuði- Madaleine Go'roll. er einliver efnilegasta leikkona Englands. Hefir liún þegar leikið aðalhlutverk í nokkrum stórum kvikmvndum, bæði í Englandi og Hollyvoocl. ,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.