Morgunblaðið - 28.10.1934, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.10.1934, Blaðsíða 5
4 MORGUNBLAÐIÐ S Aróma kaffið sjerstaklega ljúffengt. Þao segja allir er reynt hafa. Er betta þ$, sem koma skal? Þórbergur Þórðar- son. ríthöfandttr flytur seinnihluta af erindi jþví, sem Rann hjelt í ,.IÐNÓ“ á þriðjudags- kvöldið um Rússlandsför sma. 1 Nýja Bié í dag {sunnudag 28. þ. m.) kl. 2 síðd. Aðgöngumiðar á eina kr. seidír við innganginn. Ennfremur endurtekur hann fyrra erindi sitt. í „I Ð N 0“ mánudaginn 29. þ. m. kl. 8y2 síðd. Aðgöngumiðar að þeim fyrirlestri verða seldir í Hljóðfærahúsinu, í bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar og við inn- g-anginn. Smjör og Ostar margar tegundir. Hljómsveit Reykjavíkur: Mefjaskemmon verður vegna forfalla ekki leikin i dag. Reykjavíkurbrjef. 27. október. Morgunblaðið stækkar. Fyrir nokkru vai* sú ákvörðun tekin, að Morgunblaðið skyldi stækka í 8 síður á hverjum degi. Hefir blaðið frá því um síðustu áramót oftar verið 8 síður, en á undanförnum árum. Með því að hafa blaðið þannig- txr garði gert, og flvtja sjerstaka greinabálka. frá ýmsum sviðum, svo sem einn fyrir kvenþjóðina sjerstakl., ann- an um íþróttir, um búnað, um bókmentir, og nú síðast um versl- un, iðnað og siglingar, hefir út- breiðsla blaðsins farið vaxandi og vinsældir þess aukist, svo nú þótti tími til kominn til þess að talca sporið heilt', og tvöfalda stærð hlaðsins frá því sem það áður var. Með þessari stækknn er enn fært að bæta við sjerstakri g-reina- útgáfu, sem birtist neðanmáls í blaðinu, og nefnd er „Víðsjá“. í þeim flokki verða greinar un. hverskonar nytjamál á sviði menn ingar og’ atvinnumála. „Víðsjá“. _Fyrstu greinina í „Viðsjá“ Morgunblaðsins ritaði Árni Frið- riksson fiskifræðingur um síld- veiðar. Bendir hann þar á að hægt muni vera að gerbreyta síldarút- gerð landsmanna, eða auka hana, að mnn, með því að veiða síld í botnvörpu og* þá einkum hjer við Suðtír- og Vesturland á vetrum og fram á vorið. Eru allar líkur til þess, að þess- ar bendingar Árna magisters, hrindi af stað mikilsverðum til- raunum í atvinnugrein þessari. Fiskimatið. Fiskiþingið hefir afgreitt það mál til Alþings, með eindreginni áskorun um það, að mátinu verði fvlgt fast fram, tekið með mikilli festu á misfellum öllum, og mats- stjóri sltipaður fyrir alt landið til samræmingar, eftirlits og leið- beininga fyrir matsmenn. Magnús Sigurðsson bankastjóri, sem fyrstur hreyfði þessu máli á Fiskiþinginu, liefir komið með þá uppástungu, að hqft vævi það fyrirkomulag' í fámennum ver- stöðvum, að aðkomumenn yrðu jafnan látnir liafa áþyrgð á, mat- inu, svo síður dragi til linkindar og afbrigða fx*á rjettum reglum, innan þröngra takmarka kunnings skaparins. Annars verður að segja það, að hver sá matsmaður, sem ekki ræk- h* starf sitt með hinni fylstu ná- kvæmni og samviskusemi, hann skilur auðsjáanlega ekki livaða ábyrgð það er, sem hvílir á herð- um hans. Því þegar einhver þjóð hefir unnið framleiðsluvöru sinni álits á heimsmarkaðimuu. og með því trygt henni þann besta markað sem fáanlegur er, þá eru ósvikin vörugæði þessarar vörutegundar helgur dómur framleiðsluþjóðar- innar, ekki síst á jafn harðvítug- um samkeppnistímum og nú. Þegar um er að ræða, eins og hjer með fiskinn, aðalútflutningsvöru þjððarinnar, þá verður eigi vægar komist að orði, en það gangi land- ráðum næst, vitandi vits, að stuðla að því, að varan rýrni í áliti meðal kaupendánna. Haftastefnan helstefna. Á það var minst Iijer í blaðinu nýlega, að viðskifti þjóða á milli í heiminum, héfði síðan ltreppan skall á minkað niður í þriðjupg frá því sem áður var. Enn sem kornið er höfum við íslendingar sloppið þjóða hest, Þar sem þjóðirnar hafa að meðal- tali mist tim 66% af erlendum* viðskiftum sínuin, hefir útflutning verslun okkar ekki minkað íierna um 25—30%. Ollum skynbærum mönnum er pað líka ljóst, að ef útfliiunngur okkar minkaði niður í þriðjung, :>á væri úti um efnalegt sjálfstæði ijóðarinnar. Hvað yrði um okkur, ef við g'æt- um ekki selt fyrir viðunanlegt verð, nema þriðjung af ársafl- anum. Blindir menn í bágstöddu landi. Vegna haftastefnunnar í heim- inum er iitflutningsversliin þjóð- arinnar í hættu stödd. í hverju markaðslandinu af öðm ryðja höft sjer til rúms og innflutnings- hömlui*. Stórþjóðir láta sig muna um smámunalegan viðskiftahagn- að, á þeim síðustu og verstu tím- um. Þær heimta vöruskifti og verslunarjöfnuð við viðskiftaþjóð- ir sínar. Haftarstefnan í heimsviðskiftuii um getur bókstaflega farið yfir þetta land eins og éimvalti, er mylur alt athafna.líf til dauða. En hvernig búast stjórnar- fliokkarnii* gegn þessum voða’ Hvernig hervæða þerr þjó;ðina gegn hættunni ’ Þeir snúast við henni nákvæm- lega eins heimskulega og frekast er unt. Þeir, hefja haftasöng og haftaklið. Þeir stofna til einok- ana á nýjum og iiýjum sviðnm — stofna til einokunarbrjálæðis. Því það hljóta þeii* að skilja, sem á annað borð skilja nokkurn skapaðan hlut, að með hverri einkasölu sem lijer er stofnuð, er um leið verið að g'efa viðskifta- lijóðum okltar undir fótinn með að herða á innflutningshöftum og Iiömlum, gagnvart okkur. Hjer er að því stefnt hröðum skrefum, að einokunarfargan leggi landið í auðn í annað sinn. Hjeðinn á Alþingi. Framkoma H.jeðins Valdimars- sonar á Alþingi, síðustu dagana, hefir stungið mjög í stúf við alt háttalag siðaðra manna. Hann veð ur um þingsalinn eins og broð- háfiu* og* steit’ir hnefana framan í Framsóknarþingmenn hvern af öðrum. í hvert skifti sem eitthvert of- beldismál sósíalist er á dagskránni er þess vandlega gætt, að Hjeðinn og Co. hafi gengið svo frá hverj- um Framsóknarþingmanni, að örug't sje um að hann greiði at- kvæði eftir æðri skipnn sósíalista. Svo gersámlega hefir Framsóknar- flokkurinn ofurselt sig sósíalist- um á vald. Hjer um daginn er Hjeðiun eitt. sinn hafði fengið maklega ofanígjöf fyrir framferði sitt í þingi, ávítaði forseti hann fyrir óþinglegt orðbragð. En Hjeðinn gat ekki stilt geð- ofsa sinn betur en svo, að hann sagði að forseta þýddi ekkert að ætla að. kfenna sjer. Og þetta mun vera rjett. Hjeð- auaf verða honum ekki kendir mannasiðir. ut af skrifum dagblaðanna undanfarið viljum við taka þetta fram: Benzoesýra er ekki blandað í neitt af okkar smjörlíki. Vatnsinnihald í smjörlíki okkar hefir aldrei reynst fara yfir hið lögboðna hámark. Þegar verksmiðjurnar byrjuðu að blanda smjöri í smjörlíki, var tekið fram að það yrði gert fyrst aim sínn. Var það tekið frarn vegna þess að sýnilegt var að smjör trykki skamt til ef blandað væri 5% smjöri í alt smjör- íki eins og til stóð að gera, enda kom það á daginn, að eftir tæpt ár var ekkert smjör fáanlegt lengur, hvorbí ijá mjólkurbúunum, bændum eða verslunum. Samkvæmt ögum er bannað að blanda erlendu smjöri í smjörflkið ijer. Eftir það var smjörblöndun mjög breytileg hjá verk- smiðjunum. Á síðastliðnu ári byrjuðu verksmiðjurnar að víta- mínisera smjörííkið með sjerstökum efnum, í stað srnjörs, sem eins og kunnugt er befir gefið stórum betri árangur en smjörblandan, sbr. vísindalegar rannsóknir frá Statens Vitam. Laborat. Kaupmannahöfn o. fl. H. f. Svanur, H.f. ísgarður, H.f. Smjdrlíkisgerðin. Smjörlikisgertf Reykjavíkur. Bifreiðastfórafjelagið Hreyfill. Fimdur verður haldinn á ínorgun, 29. okt. kl. 12 á miðnætti á Hótel Borg (inngangm* suðnrdyr). Dagskrá: I. Inntaka nýrra fjelaga. 2. Stjórnin skýrir frá hvað gerst hefir í samningum við atvinnn- rekendur, og tillögur þeirra til umræðu. 3. Yms mál, sem upp kunna að verða borin. Skorað er á alla fólksbifreiðarstjóra að mæta. STJÓRNIN. áfeúkkulaði fæst i hverri búð. Bjöðið það bestu vinum yðar. tðl- n líns&ntm? eru nú konmir í lárnvörudeild les Zlmsen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.