Morgunblaðið - 28.10.1934, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.10.1934, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ jSmá-auglýsingar AUskonar yiðgerðir á grammó- fönum. Aage Möller, Austurstræti 17, uppi. Nýir kaupendur að Morgun- folaðinu fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta. Dívanar, dýnur og allskonar ^toppuð búsgögn. Vandað efni, ■vðnduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- tragnaverslun Reykjavíkur. Ullarkjólatau í mörgum litum og falleg kápuefni nýkomin í Versl. G. Þórðardóttur, Vestur- gótu 28. , — Hvað gáfuð þið syni ykkar í afmælisg.jöf ? — Við tæmdum sparibaukinn Laps og gá'fum honum rafmagns- straujárn. Kjólar og kápur saumaðir eftir nýustu tísku, einnig sniðið og mátað ódýrara, ef efnið er tekið í Versl. G- Þórðardóttur, Vestur- götu 28. Ball og selskapskjólaefni ný- komið. Silkiundirföt mikið úrval. Verslun G. Þórðardóttur, Vestur- götu 28. Barnaföt, barnapeysur, bolir, trey.jur, húfur treflar kápur of allslionar smábarnafatn- aður. Versl. G). Þórðordóttur Vest- urgötu 28. Bamaf atnaður: bolir, buxur, kot, sokkar, k.jólár, peysur, káp- ur, drengjaföt. frakkar, búfur og treflar. Snót, V'esturgötu 17. Handa ungbörnum: Bolir, bley.j- ur, buxur, Svif, samfestingar, hos- ur, treyjur, kjólar, kápur, Kjös-1 j ur. vagnteppi, gúmmíbuxur og j gámmasíubuxur. Snót. Vestur-, götu 17. I Fæði selt í íngólfsstræti 9, 1. hæð. Sigríður Hallgrímsdóttir. Kelvin Diesel. — Sími 4340. Jeg óska sambands við íslensk- j , an stórkaupmann, sem vill kaupa j I flug.ua veiðara beint frá danskri j jverlcsmiðju, til afgreiðslu í mar.s 1935. Lövenstein. Kolding, Dan- mörk. _ — Þú hefir þá látið verða af j því að trúlofast dóttur banka- , stjorans. j — -Tá. samkvæmt almennri á- skorun. Rúgbrauð, franskbrauð og nor- malbrauð á 40 aura hvert. Súr- brauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykja- víkur. Sími 4562. Slysavamafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í j hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld j minningarkort, tekið móti gjöfum. 1 áheitum, árstillögum m. ra. Gúmmí- borðdúkarnir komnir. Vatnsstíg 3. Húsffaffnaverslun Reykiavíkur. _____ I Htif kaupendur að Morgunblaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Man þá tíð að maðurinn margur til var laginn. Vantar ekk’i undir veturinn væna smiðju á bæiun. Rykinkkar, Karlmannaföt. Fermingarf<?t. — skyrtur. — slaufur. — kjólaefni. MaiGhester. Laugaveg1 40. Aðalstræti 6. ARDÍNUR y m E3 m RAKSNAP SYSTURMR. 37. — Og þá börnin þín? — Þau eru ekki börn lengur, Það eru stórir drengir, og synir föður síns. Carry álítur, að þeim muni veitast ljettar að læra heldri manna siði í Theresianum, en heima. Og Arthur finst altaf Carry hafa á rjettu að standa. í haust eiga þeir að fara í heimavistarskóla. Móðir má ekki vera of tilfinninganæm; hún verður fyrst að líta á, hvað börnum hennar sje fyrir bestu, en láta sínar eigin tilfinningar eiga sig. Það hefir Carry sagt. Að vísu á hún nú engin börn. Lisbeth stóð snögt upp, og við gengum eftir trjá- göngunum. — Þú mátt trúa mjer, Eula, að verst af öllu er, þegar það sem maður á, er tekið frá manni smátt og smátt. Ef alt er tekið frá þjer í einu, geturðu æpt upp og varið þig, þá geturðu leitað laga og kvartað.... en þegar tekið er að eíns ofurlítið í einu, eitthvað, sem ekki er umtals- vert, samanborið við það, sem þú hefir þegar mist Hún talaði eitthvað lengiir en þetta, en jeg heyrði ekki hvað hún sagði. Jeg starði á tvær kon- ur, sem komu gangandi á móti okkur. önnur þeirra var mjög sorgarklædd. Hún hafði langa, svarta slæðu fyrir andlitinu, sem var náfölt og alt of mjótt, og vaxtarlagið var grant og eins ojf á ungiú stúlku. Hún leit fram fyrir sig og framhjá mjer með eitthvaS svo tómu augnaráði, að hún virtist ekki sjá mig, enda heilsaði jeg henni ekki. — Hver var þetta? spurði Lisbeth. Því jeg hafði víst stansað, máttlaus af skelfingu. — Það var frú Böttcher — móðir Martins. Við stóðum þögular, þangað til konurnar voru úr augsýn. Alt í einu greip Lisbeth í handlegginn á mjer, ■bvo mig sárverkjaði undan. — Heyrðu. . . . Þetta er ekki satt. . . . Það, sem jeg var að segja. Jeg vil ekki syndga með því áð segja það. Ef ófriðurinn verður tvö ár enn, á eldri drengurinn minn að fara á vígvöllinn. Og það. . . . skilurðu. . . . það. . . . væri enn verra. Það þarf nú ekki að vera, að Martin sje dauður, hugsaði jeg, daginn eftjr, þegar jeg var á gangi í Mariahilferstrasse. Frú Böttcher getur hafa mist einhvern annan nákominn ættingja; móður sína eða bróður. En þrátt fyrir alt, vissi jeg vel, að Martin var dáinn. Mjer fanst meir að segja nú, að jeg hefði altaf vitað, að hann myndi deyja, ekki af því, að ófriðurinn var, og ekki af því, að faðir hans hefði fórnað honum — heldur af því jeg hafði lesið það á andliti hans, að hanh hlyti að verða skammlífur. Kjólasaumastofan var lokuð. Gömul kona opn- aði húsdyrnar. Nei, frú Böttcher tók ekki. á mól^ neinum; hún var orðin „eitthvað rugluð“; hjá henni var ekki nema systir hennar; nótt og dag, því það var ekki þorandi að láta hana vera eina síns liðs, þó ekki væri nema stutta stund. Þareð dr. Tucher hafði verið svo eftirgefanleg- ur við Lottu, var hann því eindregnari hvað það snerti, að allar tekjur af versluninni skyldi fara í það að losa veðskuldina, og þess vegna skyldu engar vörur keyptar, fyrst um sinn. Það var mjer ekki erfitt að koma þessu atriði í kring, það var hvort sem var enginn til, sem þyrði að leggja út í hættulega bardaga við hina útsmognu gimsteinasala. Hr. Kleh hafði altaf sagt, að eitt óhapp gæti verið verra fyrir gimsteinasala en þrjú „dauð“ ár. Hver hefði átt að taka á sig þá ábyrgð? Frú Schmiedel, sem var orðin eins og beina- grind af eintómum áhyggjum um mann sinn, sem var á einhverjum hættulegasta staðnum við ítölsku landamærin, ljet sjer nægja að færa fal- legar tölur inn í bækurnar og líta hornauga til. stríðsekkjunnar, sem hafði fengið harmabót síð- ustu mánuðina. Hver þessi harmabót var, víssi frú Schmiedel ekki einu sinni, en svipur ekkjunnar- bar það með sjer. Hún kom á hverjum morgni syfjuð í búðina, og á kvöldin gat hún ekki einu sinni beðið eftir því, að hlerarnir væri settir fyrir gluggana. Einn góðan veðurdag fann jeg hana hágrátandi bak við kassann — eina síns liðs. Jeg spurði hana hvað fengi henni hrygðar. — Ófriðurinn er búinn, sagði hún og sýndi mjer fregnmiða. Þannig frjetti jeg það. Einhvernveginn fanst mjer, eins og alt staðnæmdist í kringum mig, og þegar jeg fór að geta áttað mig aftur, varð jeg hissa á því, að jeg skyldi ekki finna til neinnar- gleði. Jeg hafði altaf búist við, að jeg myndi hlaupa upp um hálsinn á hverjum þeim, sem segði mjer fregnina — en nú fann jeg ekki til annars en þessa þunga fargs, sem tilhugsunin um ófriðinn hafði altaf verið. Já, við höfðum beðið ósigur í ófriðnum. En jeg var ekki að hugsa um það. — Miljónir ungra manna höfðu fallið, og urðu ekki vaktir upp aftur. Martin var dauður. En jeg var heldur ekki að hugsa um það. — Hversvegna eruð þjer að gráta?, spurði jeg ungu konuna. Hún leit upp grátbólgnum augum. — Vitið þjer ekki, að inaðurinn minn fjell? spurði hún, eins og það væri sjálfsagt, að hún skyldi syrgja hann nú í dag, enda þótt hún hefði fengið harmabót fyrir mörgum mánuðum. — Jeg hjelt. . . . að þjer hefðuð eignast annan unnusta. — Hann er ekki unnusti minn; bara vinur.----- Þjóðverji, sem hafði stöðu í hermálaráðuneytinu- Hann á ofurlitla verksmiðju í Bochum og verður-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.