Morgunblaðið - 11.11.1934, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.11.1934, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ 3 Samþyktir Bandalags kvenna. Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík var haldinn í Odd- fellowhúsinu dagana 5. og 6. nóv. s.l. Fundurinn var fjölsótt- ur og miklar umræður um þau mál, sem fyrir íundinum lágu. Seinni fundardaginn flutti Hall- dóra Bjarnadóttir erindi: — „Heyrt og sjeð í utanför“ og skógfræðingur Hákon Bjarna- son „Um trjárækt, sjerstaklega hvað Reykjavík snertir.“ Sam- þykt var tillaga, er heimilar stjórn Bandalagsins að verja alt að 500.00 til trjágræðslu í listigarði bæjarins við tjörnina, ef leyfi fæst. Þessar till. voru samþyktar á fundinum: Húsmæðrafraeðsía í Reykjavík. 1) „Fundur Bandalags kvenna, sem haluinn var í Reykja- vík, dagana 5.—6. nóv. þ. á., skorar á Alþingi að sam- þykkja frumvarp það til laga um almennan hússtjórn ar og vinnuskóla fyrir konur, í Reykjavík, sem nú liggur fyrír Alþingi, og að veita fje til byggingarinnar nú þegar á þessu ári.“ 2) „Fundur Bandaiags kvenna í Reykjavík, skorar á skóla- nefnd Reykjavíkur að hluf- ast til um, að stúlkur í Barnaskólanum hafi 3ja vetra skyldunám í mat- reiðslu.“ 3) „Ennfremur óskar fundur- inn, að skólanefnd sjái sjer fært að koma á framhalds- kenslu í matreiðslu* fyrir unnglingsstúlkur bæjarins og sjeu skóláeldhúsin notuð til þess, eftir kl. 6 á kvöld- in.“ Heilbrigðismál Reykjavífeur. 1) „Bandalag kvenna skorar á bæjarráð að skipa svo fyrir, að allir þeir, sem vinna við til- búaing, veitingar og sölu á til- búnum mat, sjeu skyldir til að hafa heilbrigðisvottorð, svo sem þeir., sem vinna á matsölu- og kaffihúsum, mjólkur og brauð- ge rðarhús u m, bra u ðgerð arbúð- um, mjólkur- og matsölubúð- um, er framleiða og selja mat tilbúinn til neyslu, og fram- í'ylgja því svo, að sektum sje/ beitt, ef á móti er breytt.“ 2) „Baridalag kvenna skorar á bæjarráð að athuga starf það sem heilbrigðisfulltrúa er ætlað að vinna, og sje það starf of- vaxið einum manni, að bæta þá við starfskröftum, svo viðun- andi sje, helst konu.“ Baaavinafjelagið ,Sumargjöfin„ „Bandalag kvenna mælir ein- dregið með því, að bæjarstjórn Reykjavíkur veiti Barnavinaf je- laginu Sumargjöf, fjárstyrk þann, sem það nú sækir um til styrktar dagheimili sínu.“ Frumvarp landlæknis sent alls feerjarnefnd efri deildar Alþingis. Fundur Bandalags kvenna í Reykjavík, er haldinn var dag- ana 5. og 6. nóv. 1934, leggur tii að eftirfarandi breytingar verði gerðar við frumvarp land læknis „um leiðbeiningar fýrir konur um vamir gegn því að verða barnshafandi og um fóst- ureyðingar.“ Við 1. gr. bætist: Ef um gifta konu er að ræða, er lækni skylt að aðvara mann hennar í því efni og láta hon- um í tje leiðbeiningar til þess að kona hans verði ekki barns- hafandi. (Samþ. með samhlj. atkv.) Við 2. málsgr.^ 1. gr.: Fyrir orðið ,,skylt“ komi: heimilt. (Samþ. með 9 atkv. gegn 7) Breytingartillaga er bygð á þeirri skoðun, að alt of mikil skylda sje lögð á lækna, að íara eftir vilja hvers og eins, sem til þeirra koma í þessum erindum. Við 9. gr. Síðasta málsgrein 9. gr. falli burt. (Samþ. með 10 atkv. gegn 6) Með þessari málsgrein er farið inn á fjelagslegar ástæð- ur, sem Bandalag kvenna get- ur ekki felt sig við að komi til greina í þessu sambandi, heldur eigi matið fyrir fóstureyðing- um eingöngp að byggjast á sjúkdómi og hættu konunnar sjálfrar af burðinum. Við 10. gr. Öll 10 gr. falli burtu. (Samþ. með samhlj. atkv.) í 10. gr. er læknum heimilað að deyða alt að 28 vikna gam- alt fóstur, þ'öttí ekki sje yegna heilsu konunnar, ef hún hefir áður fætt vanskapað barn eða er haldin meðfæddum sjúkdómi eða að um kynfylgju sje að ræða. Sje sú kypfylgja frá manninum, ætti honum að vera meinað að auka kyn sitt. Ef kona,’ sem svo er ástatt um, er þegar barnshafandi, hver get- ur þá með vissu sagt um það, meðan á meðgöngutímanum stendur, að sá burður sje van- skapaður. Kvenlögregíuþjónar. „Bandalag kvenna leyfir sjer enn á ný að fara þess á leit við Bæjarráð og bæjarstjórn Rvík- ur, að skipaðir verði 3 kvenlög- regluþjónar hjer í Reykjavík. Telur Bandalagið rjett, að þess- um stöðum sje slegið upp með alt” að því árs fyrirv&ra, til þess að svigrúm verði til undirbún- ings fyrir konur, sem um þær vildu sækja.“ Bátur strandar. Akranesi 10. nóv. F.Ú. Um kl. 10 í dag var mótorbát- urinn „Guðjón Pjetur“, að reyna ivjelina, og’ var að koma inn syðri sundleið á Lambhúsasundi, með minkaðri ferð. Fór hann þá út af rjettri leið og rendi á sker og strandaði. — Dráttarbáturinn „Magni“ úr Reykjavík náði bátn- um út í kvold, og fór með liann til Reykjavíkur til skoðunar. Bát- urinn er lítið eða ekkert. brotinn, enda er skerið sem hann strand- aði á, sljett ofau. Tekju- og eignarskatturinn. Atkvæðagreiðsla í Nd. í gær var gengið til atkvæða í neðri deild um tekju- og eign- arskattsfrumvarp stjórnarinnar svo og framkomnar breytingar- , tillögur. Samþyktar voru allar breyt- ingartillögur meiri hluta fjár- hagsnefndar sem getið var hjer í blaðinu í gær. Öll nefndin stóð óskift að flestum þessum tillögum. Samþ. var brtt. frá Garðari Þorsteinssyni að hækka frá- drátt fyrir iðgjald vegna líf- eyris eða lífsábyrgð úr 300 upp í 500 kr. Feld var hins vegar brtt. frá sama um að eigi skyldi greiða tekjuskatt af arði spari- fjárinnstæðu einstaklinga af alt að 10 þús. kr. Samþ. var btt. frá Jóni á Reynistað viðvíkjandi mati á búpeningi til eignarskatts. Breytingartillaga minni hluta fjárhagsnefndar (Ólafs Thors og Jakobs Möllers), sem fór fram á að skifta skattinum til helminga milli ríkissjóðs og bæjar- og sveitarsjóða var feld með 20:11 atkv. Þess skal getið, að sósíalistar greiddu allir með tölu gegn þessari tillögu, enda þótt þeir hafi oft haft stór orð um erfiðleika bæjarsjóða til öfl- unar tekna til sinna þarfa. Frv. var því næst afgreitt til 3. umr. Flandin tekið misfafnlega. Einstaka þingmenn fá ekki að flytja eyðslutillögur. Berlín 10. okt. FÚ Fyrsti fundur franska ráðu- neytisins var haldinn í gær. Var meðal annars rædd tillaga um að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að einstakir þingmenn fái að bera fram tillögur um fjárveitingu í þing- inu. Er talið að þessi ráðstöfun muni geta dregið allmikið úr tekjuhalla fjárlaganna. ( Yfirleitt hefir stjórn Flandin fengið góðar viðtökur í Frakk- landi, og þykir honum hafa tek- ist fljótt og giftusamlega að ráða fram úr stjórnarskifta- vandræðunum. London, 10. nóv. FÚ. Frönsku blöðin í dag ræða að vonum margt um nýju stjórn ina og spá ýmislega um framtíð hennar. Figaro minnir á það, að Flandin, hinn nýi forsætisráð- herra, hafi hvað eftir annað vakið athygli á sjer fyrir ái'ásir sínar og andstöðu gegn jafnað- armönnum, og telur því að jafn- x aðarmenn muni geta orðið hon- um þungir í skauti. Samt telur blaðið, að stjórnin muni geta haldið velli, þar til hún hefir fengið fjárlögin samþykt. Populaire, málgagn Leon Blum spyr: „Ætlar stjórnin að leysa upp hin svonefndu fas- istafjelög“, og gefur í skyn að stuðningur jafnaðarmanna muni velta á afstöðu hennar til þessa máls. Echo de Paris spáir því, í dag, að stjórnin muni verða mjög skammlíf. Þjófar kveikja I snmarhúsi. Akureyri, 10. nóv. FÚ. Þann 7. þessa mánaðar, kl. 23.58, eða laust fyrir miðnætti, tók lögreglan hjer á Akureyri eftir því að eldur var í sumar- húsinu ,,Vogar“ í Öngulstaða- hreppi. Lögreglan fór þegar á vettvang, því hún áleit þegar, að um íkveikju væri að ræða, 'egar Hún kom á brunastaðinn, var húsið að mestu brunnið. Lögreglari gerði ýmsar at- huganir í sambandi við brun- ann, og komst að þeirri niður- stöðu, að brotist hafði verið inn í húsið, í þeim tilgangi að hafa þaðan á braut innanstokksmuni. Hafi sá, eða þeir, sem að verki voru, síðan kveikt í, viljandi eða óviljandi. Sumir munir úr hús- inu, sem áttu að vera lokaðir inni, fundust skamt frá því, og er getið til, að þjófurinn, eða þjófarnir, hafi skilið þá eitir vegna naums tímá. Mál íoetta kom fyrir lögreglu- rjett bjer á Akureyri í gær, en ékkert frékar hefir upplýsts um orsök eldsins. Húsið var eign nokkurra ungra manna hjer á Akureyri, og var vátrygt hjá Nye Danske fyrir 2500 krónur'. Húsið var ekki raflýst. Mnsiolini og merki Cæsars. Fulltrúaþing fas- istaráðsins. ^London, 10. nóv. FÚ. Mussolini setti í dag þing fas- istaráðanna. Þingið sækja full- trúar 22 ráða. Þessi samkoma verður það þing, senl stjórnar landinu, og sagði Mussolini, að þetta þing mundi koma í stað fulltrúadeildar þingsins, sem væri leifar af lionu skipulagi og úreltu. Hann sagði ennfremur, að setning þessa fundar væri sögulegur atburður, og engin fordæmi fyrir honum, hann væri sprottinn af þróun bylting- arinnar, því að þetta þing ætti að skapa lög og reglur framtíð- arinnar og ákveða stefnu nauð- synlegra framkvæmda og fram- fara. Mussolini fluttl þessa ræðu sína á einu stærsta torgi Róma- borgar, og stóð á meðan undir styttu Juliusar Cæsars. Hann sagði ennfremur: „Jeg er að halda fram því merki sem Cæsar byrjaði. Hann var sá fyrsti, sem setti vinnunni skorð- ur og skipulag. Skipulag at- vinnu- og framleiðslufjelaganna mun gefa Ítalíu æðra þjóðfje- lagslegt rjettlæti. Allir menn eru verkamenn, hvort sem þeir starfa með hug eða hönd. Þótt þessi sannleikur sje enn ekki viðurkendur og of snemt að tala um skiftingu. arðsins“. Iirnni á Skagaströnd. Blönduósi, 10. nóv. FÚ. Klukkan 7þú í morgun kom upp eldur í húsi Sigurðar Jóns- sonar á Skagaströnd. Eldurinn kviknaði út frá hengilampa sem var logandi í íbúðarskúr áföstum við húsið, en skúririn var lokaður, þar eð búendur höfðu farið að heiman. Eldurinn læsti sig í loftið og í þurt tróð, sem var milli lofta, og á svipstundu um alt húsið. I hinni íbúðinni voru öldruð hjón eigandi hússins, sem lengi hafði legið rúmfastur, og kona hans. Hún fór þegar á kreik, og gerði viðvart. Mannhjálp kom þegar og var bjargað nokkru af innbúi,, en alt á lofthæð -hússins brann, svo sem rúmfatnaður, um 100 krónur í peningum, bátsvjel og fleira. Fjós, ásamt heyi, var áfast húsinu. Fjósið brann, en heyið var rifið burtu óbrunnið, en' nokkuð skemt af vatni. íbúðar- hús stóð þar rjett hjá, en yarð varið. Nokkrar skemdir urðu l?ó á því. Húsið sem brann var úr timbri og torfi. Það var trygt fyrir 1750 krónur, en innbú var óvátrygt. HornaffarÖar- bíllinn kom hingað á föstudags- kvöld. Þess hefir verið getíð h.jer í blaðinu, að bíll væri á leiðinni hingað frá Hornafirði. Bíllinn kom hingað á föstu- dagskvöld. Bílstjóri var Helgi Guðmundsson frá Hoffelli og voru með 7 farþegar, þessir: Jón Guðmundsson, Jón Brunnan út- gm., Guðmundur Guðjónsson bílstjóri, allir frá Höfn í Horna firði; ennfremur síra Eiríkur Helgason, Bjarnarnesi, Bergur Þorleifsson og Garðar Sigur- jónsson báðir frá Flatey á Mýr- um og Ingvar Þórðarson, Hala í Suðursveit. Sögðu þeir fjelagar, að; bíl- færi hafi verið mjög erfitt í Austur-Skaftafellssýslu og gekk ferðin því seint. í Öræfum bil- aði bíllinn og varð að fá vara- stykki í hann frá Hoffelli; tafði það í 2 daga. Það, sem aðallega tafði ferð þeirra var, að vötn og sprænur allar höfðu frosið, en ekki þó nægilega til þess að hægt væri að fara yfir á ís. Varð því að brjóta fyrir bílnum, til þess að komast yfir. Þeir fjelagar gera ráð fýrir að leggja af stað heimleiðis um mið.ja viku. Hjálpræðisherinn. Samkomur í dag. Helgunarsamkoma kl. 11 árd, Barnasalnkoma kl. 2. Útisam- \oma kl. 4 ef veður leyfir, ann- ars verður samkoma í salnum, — Hjálpræðissamkoma kl. 8. Adju- tant Mblin og frú tala. Lúðrafl. og streng'jasveitin aðstoða. Allir velkomnir. Heimilasambandið hefir fund á mánudag kl. 4. Kapteinn Över- by talar. / i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.