Morgunblaðið - 22.11.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.11.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ 5má-auglð5ingar Ný klæðskerasaumuð föt með tækifærisverði til sölu. Amt- míJnnsstíg 4 A. Kaffidúkar í falleg'u úrvali. Versl. „Dyngja“. Samkvæmiskjólaefni í fjöl- breyttu úrvali frá 3,50 mtr. Satin á 5,50 mtr. YTersl „Dyngja". Samkvæmishanskar á 6,25 par. Ennþá er dálítið eftir af Vetrar- vetlingum og Hönskum. Versl. „Dyngja“. Vetrarsjöl, Kasimirsjöl, 'Frönsk sjöl. Fallegt s.jal er besta jóla- gjöfin fyrir konu á peysufötum. Versl. „DyngjaA Hnappar, Tölur, Spennur, Clips og nælur í fjölbreyttu og ódýru úrvali. Versl. ..Dvngja“. Astrakan. brúnt og grátt á 14,75 mtr. Versl. „Dyngja“. Vasaklútakassar eru altaf kent- ug tækifærisgjöf. Silkivasaklútar, fallegt úrval. Mislitir dömuvasa- kiútar á 0,50 stk. Versi. „Dyngja“. Tilbúnar Upphlutsskyrtur, hvít- ar og mislitar. Tilbúnir Skúfar. Skotthúfur, Kvenbrjóst. Versl. „Pyng'ja“._______________________ Upphlutasilki, Baldjeraðir borð- ar, Knipplingar og alt til Upp- hluta. Versl. „Dyngja“. Til sölu ódýrt útvarpstæki' og borðstofuborð. Seljaveg 29 (uppi). Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Fæði og einstakar máltíðir ó- dýrt og gott í Café Svanu" við Barcnsstíg. Mjólkurafgreiðsla Korpúlfs- staðabúsins, Lindargötu 22, hefir síma 1978. Húsmæður! Hafið þjer reynt lirossafeiti? Ef ekki þá reynið hana í dag, því kún er besta fá- anlega feitin í bakstur. Matar- gerð Keykjavíkur, Njálsg'ötu 2. Sími 1555. Seljum ódýrar telpukápur. Saumum einnig kápur eftir pönt- unum. Saumastofan Tíska, Aust- urstræti 12. Sími 4940. Kjötfars og fiskfars, heimatilbú- ið, fæst dagléga á Fríkirkjuvegí 3. Sími 3227. Sent heim. í skólanum er verið að útskýra ýms hugtök, svo sem brjóstg'æði, mildi, náungans kærleik o. s. frv. og kennarinn spyr svo: — Hverskonar góðverk auðsýni jeg, ef jeg rekst á mann, sem er að misþyrma asnanum sínum og jeg banna honum að gera að? — Bróðuwást, var svarað. Notað orgel til sölu með tæki- færisverði. Katrín Viðar, Hljóð- færavérslun, Lækjargötrt 2, sími 1815. í matinn í dag: Hraðfryst smá- ýsa. Sími 1456. Hafliði Balcl- vinsson. livír kaupendur að Morgunblaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Borgarfjarðar- dilkakjöt er vænsta kjötið sem hjer fæst. Kaupffelag Borgfírðiuga. Til §ölu. Sími 1511. Skermar. Nýkomið mikið úrval af pergament-skermum. Verslun R. P. Riis, Hólmavík, er til sölu við næstui áramót, með eða án útistandandi skulda. Húseignir miklar til móttöku land- og sjávarafurða, Landrými mikið. Greiðsluskilmálar aðgengilegir. Steingrímsfjörður er talinn gullkista Húnaflóa. Upplýsingar allar gefur undirritaður eigandi versí- unarinnar, sem dvelur þessa viku á Hótel ísland. Skermabúðin, Laugaveg 15. p.t. Reykjavík, 19. nóv. 1934. Jóh. Þorsteinsson. SYSTURNAR. 53. — Hann stelur ekki brjóstnál eða hring, sagði Timmermann. — Hann stelur því öll eins og það leggur sig, og ekki eru hafðar gætur á honum. Síðan lauk hann máli sínu í fám orðum: — Jeg skal lána yður í enskum pundum með 4% vöxtum, án frekari útgjalds eða umstangs. Þjer getið sótt peningana á morgun. — Og hvenær á jeg að borga þá aftur? spurði Lotta. Timmermann bandaði aðeins frá sjer með hend- inni, eins og hann vildi segja, að það stæði ekki á svo miklu. Þessi upphæð gerði honum hvorki til nje frá. — Og nú förum við í leikhúsið, sagði hann. í Johan-Straussleikhúsinu var hátíðleg frum- sýning á söngleik Lehar, og Timmermann hafði fengið þar stúku. Lotta vildi fyilr hvern mun, að jeg færi með þeim, því jeg hafði ekki farið út að kvöldi dags, síðan hr. Kleh dó. Meðan .jeg var nauðug viljug að fara í svarta silkikjólinn minn, var hún að segja mjer, að frú Varga ætti að syngja aðalhlutverkið, og þess vegna yrði Timmer- mann fyrir hvern mun að fara, því hann hafði um nokkurt skeið átt vingott við frú Varga. Það voru liðin tíu ár síðan jeg hafði sjeð frú Y(arga á leiksviði og þá hafði mjer fundist hún töfrandi, enda var hún þá tindrandi af fjöri og lífsgleði. í þetta sinn gat jeg sjeð hana á stuttu færi, því stúkan var rjett við leiksviðið og mjer hnykti við, er jeg sá, að hún var orðin gömul kona. Þegar hún dansaði, hossuðust máttlausar kinnarn- ar, og þegar hún hló gerðu hrukkurnar djúpar rákir í málninguna kring um augun. Að öðrum þætti loknum var stór karfa með rauðum rósum lögð upp á leiksviðið til hennar. Hún leit á spjaldið, sem fest var við körfuna og stðan kysti hún á fingur til Timmermanns, svo allir áhorfendur sáu. Allir gláptu á þau, sem sátu í stúkunni okkar. — Timmermann er beinasni, sgði Ritter, viku seinna. — Jeg skal skýra yður það nánar: Þegar hann var enn á verslunarskólanum og átti ekki bót fyrir skóinn sinn — þá sá hann, að fínu herr- arnir áttu bíl og skrauthöll — og áttu vingott við . frú Varga. Og nú þegar hann heldur sig sjálfan vera orðinn fínan herra, verður hann auðvitað að hafa það fyrir utan bílinn og höllina að eiga vin- gott við hana líka. . . . — Hann er rómantískur, sagði Lotta. — Nei, hann er smámunasamur. Klaus átti eftir viku að leika í nýju leikriti. Hann var alt í einu gripinn af hræðslu og hafði komið til Lottu til þess að láta hana hlýða sjer yfir hlutverkið. I tvo klukkutíma höfðu þau unnið eins og þau ættu lífið að leysa. Nú lá Klaus á legubekk, drakk konjak og talaði um Timmermann. — Og svo borgar hann líka fyrir það, og það er hlægilegast af öllu. Á fimm árum hefir frú Varga eytt öllu sem hún átti vegna ungra manna og auk þess steypt sjer í skuldir þeirra vegna, — en þessi asni er einráðinn í því að þetta skuli kosta hann peninga, bara af því það var einu sinni æsku- draumur hans að eiga vingott við jafn dýran kven- mann og frú Varga. Nú hringdi síminn. Lotta svaraði. — Góðan dag- inn, Lilli, sagði hún. Klaus gaf henni bendingu. — Segðu ekki, að jeg sje hjerna, sagði hann lágt og Lotta hjelt áfram að tala í símann. — Jeg hefi höfuðverk og vil ekki fara út í dag. — Nei, þú þarft ekki að koma, jeg ætla að leggja mig núna og sjá, hvort mjer skánar ekki. — Þetta var skammarlega gert af okkur, sagði hún á eftir. Klaus ypti öxlum. Hann lá þarna á legubekkn- um, svo letilegur, að jeg hjelt helst, að hann ætlaði aldrei að standa upp aftur. Loksins varð jeg að fara til að sjá um kvöldmatinn. í sama vetfangi og jeg gekk út úr stofunni, sá jeg Klaus gefa of- urlitla bendingu með hendinni til þess að Lotta kærni til hans. Og jeg sá líka, að Lotta stóð upp og flutti sig nær honum. Mjer grömdust svo þessi pascha-læti og það, að Lotta skyldi hlýða svona bendingum hans, að jeg gerði nokkuð, sem kanske hefir verið ljótt, en mjer fanst í því bili vera hið eina rjetta. Jeg hringdi til Lilli Bloem og bað hana koma tafar- laust. — Yðar sjálfrar vegna, sagði jeg. — Klaus Ritter er hjer og Lotta var að Ijúga að yður. Rjett sem snöggvast var þögn 1 símanum, en svo kom blíð og vingjarnleg rödd Lilli, sem sagði: — Þá vil jeg á engan hátt trufla þau. Og það ættuð þjer heldur ekki að gera, ungfrú Eula. — En sárnar yður þetta ekki? spurði jeg stein— hissa. — Sárnar? Þó þau geri það, sem þau sjálf vilja^. það sama geri jeg. Og þegar hún kom til Lottu tveim dögum seinna, ljet hún eins og ekkert væri. En þegar hún sá, að Lotta var ekki alveg laus við samviskubit, sagði. hún hreinskilnislega: — í fyrstunni varð jeg dálítið gröm og fanst ef til vill líka, að þetta væri móðgun við mig, en nú er jeg í rauninni bara fegin því. Klaus er ekki sá maður, að það sje vert að halda of lengi í hann. Hann er hættulegur! — Það skil jeg ekki, sagði Lotta. — Hvað mein- arðu með því, að hann sje hættulegur? — Þú ættir líka að vara þig á honum. Annars gæti hann unnið þig, og fengið þig til að elska sig í raun og veru. — Bara að hann gæti það .... sagði Lotta: — En ef þú hins vegar heldur skynsemi þinni. óskertri, getur hann meir að segja orðið þjer til mikils gagns. Þrátt fyrir alt þetta uppgerðar kæru- leysi, er hann gersamlega hilfinn af starfi sínu.. Og hann hrífur þig með sjer, svo að þú bókstaflega getur ekki annað en snúið huganum að leiklistinni aftur. Þessi spádómur sýndi sig síðar að vera alveg hárrjettur. Klaus rak aldrei á eftir Lottu að vinna, en það leiddi einhvern veginn af sjálfu sjer, að listin var miðdepillinn í allri tilveru hans, og brátt var Lottu einnig þannig varið. Hún hætti alveg að skrópa úr leikskólanum og á öllum hugsanlegum tímum dagsins stóð hún fyrir framan spegilinn og æfði sig. Jeg fór að fá von aftur. Jeg hugsaði með sjálfri mjer: — Klaus er rjetti maðurinn handa Lottu. Hann er frægur, og hann verður tilbeðinn, og allar konur öfunda þá konu, sem stendur við hlið hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.