Morgunblaðið - 05.12.1934, Page 8

Morgunblaðið - 05.12.1934, Page 8
8 MORGUNBLAÐTÐ |5rná-auglö5ingar Silkisokkar frá 1,95. Verslun Kristínav Sigurðardóttur, Lauga- veg 20 A. Crepe Lamé, fínasta samkvæmis- og ball-kjólaefni. Verslun Kristím ar Sig’urðardóttur.* XCvenvetrarfrakkar, mjög falleg- ir, verð frá 48 kr. Verslun Kristín- ar Sigurðardóttur. Fegurstu kvenvetrarkápur, verð frá 65 kr. Verslun Kristínar Sig- urðardóttur. Eftírmiðdags- og' kvöldkjólar, nýjasta tíska. Verslun Kristínar Sígurðardótur. Silkikjólaefni, nýjasta tíska frá 2,95 mtr.. Verslun Kristínar Sig- urðardóttur. Skinnhanskar, mjög góðir. Versiun Kristínar Sigurðardóttur. Kápu- og kjólahnappar og m. fl. ódýrt. Verslun Kristínar Sigurðar- dóttur. Silkolin-ofnsverta, Sebra-ofn- sverta, Ibs-ofnsverta. Sápubúðin, Laúgaveg 36. Fægilögur á silfur og messing. Sápubúðin, Laugaveg 36. Skósverta, Skóbrúna, Skóhvíta. Sápubúðin, Laugaveg 36. Vibe Hastrups, gólfáburður. Sápubúðin, Laugaveg 36. Húsgagnaáburður. Renol. Li- quiö. Veneer. Sápubúðin, Lauga- vqg’ 36. Blettavatnið Renol. Sápubúðin, Laugaveg 36. Miðvikudaginn 5. des. 1934. Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Mjólkurafgreiðsla Korpúlfs- itaðabúsins, Lindargötu 22, hefir »íma 1978. Slysavamafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minning'arkort, tekið móti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Regnhlífar teknar til viðgerðar. Breiðfjörð, Laufásvegi 4. Rúgbrauð, franskbrauð og nor- malbrauð á 40 aura hvert. Súr- brauð 30 aura. Kjamabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupf jel. Reykja- víkur. Sími 4562. Frímerkjaskifti óskast af R. Herrmann, Hamburg- Wandsbek, Bramfelderstr. 97, Þýskalandi. Þakka þjer fyrir lánið! Wý egg frá hænsnabúi í Sogamýri koma daglega. Kaupffelag Borgfirðinga. Sími 1511. Ágæti Hangikiðt ««■ Harðiisknr fæst í Sel ódýrf gegn | siaðgreiðsln. | Strausvkur 0,20 pr. % kg-, Melís 0,25 pr. i/2 kg. Kaffi % kg. 0,85, Saft 3 pelar 0,95, Bóndósin 90 au. Eldspýtur 0,20 búntið og allar aðrar vörur með ótrúlega lágu ' verði. Berið þetta verð saman við alment verð og sjáið mismuninn. Sent um allan bæ. „Verslanir Sveíns Jóhannssonar, Bergstaðastræti 15. — Sími 2091. Bergþórugötu 23. — Sími 2033. Stór verðlækkun. Strausykur 22 aura pr. y% kg. Melís 27 aura pr. % kg. Kaffi brent og malað 90 aura pr. % kg’. Allar aðrar vörur með tilsvarandi lágu verði. Jóhannes Jóhannsson, Grandarstíg 2. Sími 4131. )) Haiai i Olsem í ISLENSKAR ARTOFLUR Simí: í-2-3-4 n • « • * • • • • • • • • • *• *• *• a • » • i o • ©• |SS ! •• ! •• • • • • • • • • • • • • • • • • • • • • í YiimbupwÐPslftm P. W. Jacobsen & SSn. Stofnuð 1824. Simnefni 1 Granfuru — Carl-Lundsgad?, KBbenhavn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaupmhöfn. Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. : Hefi verslað við ísland i 80 ár. i Vínber ágæt tegund. — Aðeins lítið óselt. Eggert Kristjánsson & Ca, • £ •2 • 5' • 5' 0 *’ SS •! : • L :l :] • • i : SYSTURNAR. 62. grútklökkur. Honum var næstum vorkunn,- enda þó'tt hann væri oft alveg óþolandi með alla þessa óhamingjusömu ást sína. Því Lotta var orðin leið á honum, rjett eins og hún hafði orðið leið á Harry, árinu áður. — Segðu, að jeg sje hjá saumakonunni, sagði kun við mig, þegar Klaus hringdi. Þegar hann kom, var hún ekkert afundin við hann, en þrálát eins og köttur, ef hann vildi fá hana út með sjer. Samt leið nokkur tími áður en hann sæi, að eitt- hvað var ekki í lagi, og þá hjelt hann fyrst, að þhtta væri bara bragð af hennar hálfu. — Hann reyndi að sýna henni nærgætni, en það gerði ekki annað en ergja hana. Harry hafði verið tryggur eins og hundur, en Kíaus hafði komið fram við hana með lítillæti. Harry hafði ekki skilið áhugamál hennar, en Klaus hafði verið við hana eins og hjálpsamur sfcarfsbróðir — en samt fór svo að lokum, að henni leíddist sá annar, engu síður en sá fyrsti. Klaus tók henni þetta ekki upp á sama hátt og Harry hafði gert. Fyrst kom hann með ávítur. — Hún svaraði þeim með vingjarnlegri kæti, en þeg- ar hann varð æstari með hverjum degi, tók henni að leiðast þófið og bað hann loks að láta sig í friði. Nú urðu ávíturnar að reglulegum orðasenn- um. Hann gat blátt áfram ekki trúað því, að hann héíði mist Lottu fyrir fult og alt. Hann skrifaði henni, beið klukkutímunum saman á götunni fyrir utan húsið og fór ekki þegar hún bað hann að fara. Hann hafði algerlega mist valdið yfir sjálf- Uú^ sjer. Honum var alveg sama þó jeg væri inni 4fíS þeim, eða í næsta herbergi. Jeg heyrði hvern- ig hann æddi, og einu sinni sá jeg hann með út- tfát® andlitið. — Einmitt núna, þegar ást mín var orðin svo mikil og sterk, sagði hann. — Jeg afber þetta ekki, Lotta. Meðan okkur kom vel saman, vissi jeg alls ekki......Þú ert fyrsta og eina konan, sem jeg hefi nokkurntíma elskað. — Vertu ékki að telja sjálfum þjer trú um svona vitleysu, tók Lotta fram í fyrir honum. — Þú ert ekkert annað en illa vanið eftirlætisbarn. sem hefir bara ekki enn upplifað það, að konan geti orðið þreytt á undan þjer. Reyndu nú að láta eins og maður, í stað þess að gera þig hlægilegan. En hann ljet ekki eins og maður, því hann var alveg frá sjer numin. Jpg hafði vitanlega aldrei sjeð karlmann láta svona fyr. Og örvænting hans greip mig svo, að mjer fanst Lotta vera alveg til- finningalaus, en það leið ekki á löngu áður en jeg fann, að það var orðið of seint að laga þetta aftur. Þau voru þegar farin að segja stóryrði hvort við annað. Klaus hafði hótað Lottu að spilla fyrir list- arferli hennar. Hún svaraði ekki öðru en því, að slíkt væri nákvæmlega samskonar verknaður og fjárkúgun, og bannaði honum að stíga fæti sínum á heimilið oftar. —- Svo hlægilega sleppurðu ekki við mig, hafði hann sagt og hann hjelt áfram að koma þangað og pína hana, stundum með tárum en stundum með hótunum og dylgjum. — Jeg neyðist víst til að fá mjer einhvern elsk- huga, sem getur losað mig við þig, sagði hún einn daginn, — enda þótt þú hafir losað mig við alla löngun í þá átt, um fyrirsjáanlega framtíð. Hún vissi, að Klaus elti hana á röndum. Hann hjelt vörð á næturnar fyrir utan húsið og hringdi til saumakonunnar eða í hattabúðina, til þess að sannfærast um, að hún væri þar í raun og veru, ef honum hafði verið sagt það. Jeg er alveg sannfærð um, að það hefir ekkert annað verið en þrjóska hennar og reiði yfir þessum eltingaleik, sem varð orsökin þessara heimsku- legu viðskifta'' hennar við Khuenberg greifa. Því aldrei hafði hún kært sig neitt um þ-að ljósleitai rjómaandlit. — Það helsta, sem hann hefir til síns ágætis er hárskiftingin á honum, hafði hún ein- hverntíma sagt. Sennilega hafði hún einu sinni er hún var á leið heim frá Mary Mertens, sjeð, að Klaus elti hana og þess vegna farið með Khuen-- berg heim til hans, af eintómri þrjósku. Jeg fyrir mitt leyti trúi vel því, sem hún sagði mjer, að ekk- ert frekar hefði farið þeirra á milli. Vitanlega leit Klaus það öðrum augum og Franzi Braun sömuleiðis. Hvernig Klaus hafði tekist að rífa hana upp úr rúminu klukkan 3 um nótt og draga hana að dyrum Khuenbergs, veit jeg ekki , en nokkúð var það, að hún kom heim til■ Lottu til þess að segja henni, að hún „vissi alt“, og gerði ekki annað en ypta öxlum við fullyrðingum Lottu: — Við drukkum bara einn bolla af kaffi til að verka móti víninu, — það var nu alt og sumt. — Jeg lái þjer heldur ekki neitt, en jeg skal sýna honum .... — Hvað ætlar hún að sýna honum? spurði jeg þegar Franzi var farin. Lotta gretti sig, eins og hún hefði velgju. — Já, hvað skyldi hún ætla að sýna honum — það er- von að þú spyrjir. Senniléga, að til sjeu fleiri lag- legir menn, og hún þurfi ekki annað en velja úr.. Að hún geti leikið sjer að hans tilfinningum jafn kæruleysislega og hann hefir leikið sjer að hennar. Svein! — Sú dómadags vitleysa, sem þetta fólk getur verið að brjóta heilann um! Ef þeim sárnar svolítið í bili, fer það að kalla þetta ást — og svo er það ekki annað en særð hjegómagimd. Nú fer þessi Franzi og nælir í fyrsta karlmann sem hún hittir. Til allrar ógæfu varð þessi „fyrsti“ Oswald litli Bruhn. Gerða kom til okkar með frjettn’nar:------- Hún bauð honum inn í skrifstöfuna sína til þess að gefa honum kauphallarbendingar. Jeg var þar-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.