Morgunblaðið - 21.12.1934, Side 2

Morgunblaðið - 21.12.1934, Side 2
MORGUNBLAÐIÐ Föstndagiim 21. des. 1934. 6t(et: H.f. ÁtTaknr, Reykjartk. Rltatjörar: J6n KJartanaaon, Valtfr Stefönaaon. Rltatjörn og afgretSala: Auaturatrœtl S. — Slral H00. Au«l Valngaetjört: B. Hafberg. Auglýalnsaakrlfatofa: Auaturatrastl 17. — Sfml S700. Helmaafmar: Jön KJartanasoa nr. S742. Valtýr StefAnaaon nr. 4220, Arnl óla nr. S046. B. Hafberg nr. S770. Áa krt'ftag Jald: Innantands kr. 2.00 A mönutJl. Utanlanda kr. 2.60 & mánutll í lauaasölu 10 aura eintaklö. 20 aura met) Leabök. Yfirlýsing frá Richard Thórs í Saltfiskssölumálinu. Dagblað Tímamanna hefir að undanförnu hvað eftir annað reynt að bendla nafn mitt við einkasölu á saltfiski. Mjer skilst að ástæðan til þessa hljóti að vera sú, að stuðn ingsmenn frumvarpsins um Fiskimálanefnd o. fl. sjeu nú orðnir sammála andstæðingum þess máls um það, að samþykt frumvarpsins muni leiða til einkasölu á saltfiski, og vilji nú snara af sjer ábyrgðinni af því sem framundan kann að vera. Þetta þykir mjer í raun og veru eðlilegt. Hins vegar sje jeg ekki á- stæðu til að taka á mig þá byrði og enda þótt Ásg. Ásg. hafi í þessu sama blaði opin- berlega afsannað ummæli þess, þá vil jeg samt í eitt skifti fyrir öll lýsa yfir því: 1. Að jeg hefi hvorki fyr nje síðar átt beinan þátt nje óbeinan í því að tekin yrði ríkiseinkasala á saltfiski eða lögleidd nokkur önnur salt- fiskseinkasala. 2. Að jeg hefi enga yfirlýsingu gefið í þeim efnum aðra en þá, sem samninganefndin — þeir Sveinn Björnsson, Magn ús Sigurðsson, Helgi Guð- mundsson, Helgi Briem og jeg — gaf fyrv. forsætisráðh. Ásg. Ásg. í brjefi, dags. 5. maí síðastl. í þeirri yfirlýs- ingu var bollalagt um hvern ig raðið skyldi fram úr vænt anlegum örðugleikum á fisk- sölunni í sambandi við tak markanir á innflutningi salt fisks til Spánar, og gerð þessi tillaga: „Vjer teljum sennilegt, enda heppilegast fyrirkomulag, að þeir útflytjendur, sem enn standa utan við Fisksölusam- lagið, geti unnist til þess að ganga í það ÁN ÞVINGUNAR- LÖGGJAFAR“. Vænti jeg að öllum sje ljós munurinn á því að efla sölu- samtök útvegsmanna án þving- unarlöggjafar, eins og við leggj um til, og hinu, að ráðstafa allri fisksölu landsmanna með löggjöf, eins og Alþingi nú hef- ir gert. Richard Thors. BíIaEÍnokuninlögfest Er hensínsalinn fijeðinn Daldimarsson eigingjarn stjórnmálamaður? Rakarastofurnar. í dag er til - kynning frá þeim í blaðinu um það hvenær þær verða opnar um hátíðarnar. Frumvarp um heimild handa ríkisstjóminni til einkasölu á bifreiðum, rafvjelum, rafáhöld- um o. fl. var til einnar umræðu í Ed. í gær. Neðri deild hafði, eins og fyr var frá skýrt, gert þá breytingu á frumvarpinu, að mótorvjelar voru teknar burtu. Stjórnarliðið í efri deild sam- þykti frumvarpið óbreytt, eins og það lá fyrir og er bílaeinok- unin þar með lögfest. Það var í sambandi við um- ræður um annað mál (skipulag fólksflutninga með bifreiðum), sem fram fóru í neðri deild í gær, að Jakob Möller mintist lítilsháttar á bílaeinokunina fyrirhuguðu. Jakob Möller spurði stjórn- ina hvort hún hefði gert sjer Ijó&t í hvern vanda hún gæti komist vegna þessara laga. Hann minti í því sambandi á Spánarsamninginn, sem nýlega hefði verið birtur. Þar væri svo ákveðið, að víneinkasala ríkis- ins yrði að kaupa 80% af vín- um frá Spáni. — Þegar nú rík- isstjómin væri búin að taka einkasölu á bílum og Spánverj- ar frjettu það, væri ekki ó- sennilegt að samskonar krafa kæmi þaðan, hvað bílakaup snerti. En hver yrði afleiðing slíks, spurði Jak. M. Sú, að stjómin hefði með frumhlaupi sínu beinlínis tekið að sjer að vemda lökustu bílana til notk- unar hjer á landi. Skipulag fólksflutninga. Talsverðar umræður urðu í neðri deild um frumvarpið um skipulag fólksflutninga með bifreiðum, sem var þar til einn- ar umræðu, því efri deild hafði gert nokkrar breytingar á því. Garðar Þorsteinsson flutt'i nokkrar brtt. við frumvarpið. M. a. um það, að sjerleyfi þyrfti ekki til fólksflutninga með bifreiðum, til skemtiferða. Einnig um það, að þeim f jelög- um og einstaklingum, sem hald- ið hafa uppi föstum áætlunar- ferðum á ákveðnum leiðum áð- ur en lögin gengu 1 gildi, skuli veitt sjerleyfi á sömu leiðum, enda fullnægi þau (þeir) kröf- um laganna. Ólafur Thors bar fram þá viðaukatillögu við þessa till. Garðars, að ef þessir menn yrðu að víkja af sínum fyrri leiðum, þá skyldu þeir sitja fyrir sjerleyfum á öðrum leiðum. Bensínsalinn reiðist í umræðunum um þetta mál mintist Garðar á orðróm sem gengi utan þings og innan um það, að höfuðtilgangur þessa frumvarps myndi vera sá, að ,skipuleggja‘ bensínsöluna þann ig, að þeir einir fengju sjer- leyfi, er keyptu bensín hjá á- kveðnum manni eða fjelagi. Yið þessi ummæli varð Hjeð- inn sótrauður af vonsku, kall- aði fram í ræðu Garðars og skoraði á hann að endurtaka ummælin utan þings. Sömu kröfu gerði Haraldur. „Af sannleikanum verður hver sárreiðastur-‘, sagði Garð- ar; þetta sýndi best reiði Hjeð- ins.Einnig benti Garðar á, að menn og fjelög hefðu þegar fengið loforð um sjerleyfi, en ekki hefði atvinnumálaráðherra véitt þau, heldur Hjeðinn Valdi marsson, að því er fullyrt væri. Espuðust þeir nú enn meir, Hjeðinn og Haraldur, en Jakob Möller kvað skemtilegt að hlýða á skrípaleik þeirra. Þeir þættust fyflíast heilagri vandlætingu yfir því, að Hjeðinn væri bendlað- ur við eigin hagsmuni í sam- bandi við stjórnmál! Þéssi mað- ur, sem hefði fengið fram breyt ingu á tekjuskattslögunum, er eingöngu miðaði að hans eigin hagsmunum. Fleira benti Jak. M. á í þessu sambandi. Ólafur Thors kvaðst gefa Hjeðni gott tækifæri til að hreinsa sigi af orðróminum, að því er bensínið snerti, með því að greiða atkv. með brtt. þeirri er hann , flytti, um að þeir skyldu sitja fyrir sjerleyfum, er haldið hefðu uppi föstum áætl- unarferðum. Ekki vildi Hjeðinn ganga inn á þetta. tu. Sjerleyfin og bensínsalan. f síðari ræðu sinni skýrði GarSar Þorsteinsson frá því, að hann hefði sterkar 'iíkur fyrir því, að veita ætti sjerleýfin tíl fólk.sflutninga einmitt með til- liti til bensínsölunnar. Hann upplýsti, að búið væri þegar að lofa ákveðnum mÖnn- um sjerleyfi, mönnum, sem ein- göngu keyptu bensín af olíu- fjelagi Hje'ðins Valdimarssonar. Þannig hefðu tveir Hafnfirð- ingar fengið loforð fyrir sjer- leyfi á leiðinni milli Reykjavík- ur og Hafnarfjarðar. Maður einn, er altaf hefði keypt bensín hjá Shell, hefði skyndilega hætt þeim viðskift- um nú nýlega og farði að versla við olíufjelag Hjeðins. Þessi maður hafði ekki farið dult með það, að hann aetti að fá sjerleyfi á leiðinni Reykjavík —• Keflavík. Þá hefði bílstöð ein á Akur- eyri fengið loforð fyrir sjer- leyfi á ýmsum leiðum. En það væri sameiginlegt um alla þessa menn, er fengið hefði loforð um sjerleyfi, að þeir keyptu bensín hjá Hjeðni, og það vaeri einmitt Hjeðinn, sem hefði lofað sjerleyfunum. Kvaðst Garðar á sínum tíma munu endurtaka þessi ummæli Sunórungin eykst meöal souétherranna Sinoviev, Ramenev o.!l.mega búasf við dauða §ínum. KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Aðalritari alþjóðabandalags kommúnista hef- ir nú gefið út þá opinberlegu tilkynningu, að eftir- taldir forystumenn innan kommúnistaflokksins, Sinoviev, Kamenev og Syrzow, beri ábyrgð á og eigi sök á því að Kirov, nánasti aðstoðarmaður Stalins, var myrtur á dögunum. Fram að þessu, segir hann, að kommúnista- flokkurinn hafi sýnt mönnum þessum linkind og miskun, en hjer á eftir verði þeim engin grið gefin. Páll. Engum getum mun að því þurfa að leiða hvað það er, sem bíður þessara kommúnista. Þar sem svo er að orði komist, að þeim verði engin grið gefin, mun óhikað mega skilja svo, að þeir eigi skamt eftir ólifað. Þeir Sinoviev og Kamenev hafa komið mjög við sögu kom- múnistaflokksins og verið með- al helstu foringja hans. Er hjer stuttlega drepið á afiatriði þessara manna. Lev Borissovitsch Kamenev er fæddur árið 1883. Hann er einn af kunnustu foringjum Bolsivika og eindreginn fylgis- maður Leninstefnunnar. Fyrir það var hann gerður útlægur tili Síberíu árið 1915, en losn- aði þáðan þegar byltingin varð í Rússlandi. Frá því í nóvem- ber 1917 gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sovjet- stjórnina, en var rekinn úr kommúnistaflokknum árið 1927 vegna andróðurs gegn Stalin, en var tekinn í sátt aftur 1928 og komst þá til sömu virðingar og ivalda og hann hafði haft áður. Grigori Evseyevich Sinoviev j (Radomylski) er fæddur 1883. j Árið 1901 gekk hann í jafnað- armannaflokk Rússlands. Síðan stundaði hann nám við háskól- an í Bern og vann jafnframt í þágu rússneska jafnaðarmanna flokksins í Sviss. Árið 1903 gerðist hann kommúnisti. Tveim ur árum seinna hvarf hann heim til Rússlands og starfaði að útbreiðslu kommúnismans í Pjetursborg. Á ráðstefnu, sem rússneska jafnaðarmannafjelag ið helt í London, var hann kos- inn í framkvæmdastjórn þess. Árið 1908 flýði hann land og vann við ýms blöð byltinga- manna erlendis. Eftir bylting- una í Rússlandi var hann gerð- ur að forseta kommúnistaflokks ins í Pjetursborg. Formaður framkvæmdanefndar flokksins var hann 1919—1926. Árið 1927 var hann rekinn úr flokknum vegna andróðurs síns gegn Stalin, en tekinn í sátt árið eftir. Síðan 1928 hefir hann vérið forstjóri Centrosoyuz (rík- ' isverslunarinnar). Einkennisbúninga- bannið framlengt I Danmörku. Kom til orða að banna rauða fán- ann. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Undanfama daga hafa um- ræður staðið yfir í Ríkisþinginu um framlenging á lögunum um bann gegn því að fjelög og « —W——l—MilMWM— utan þings og gefa Hjeðni Valdi ^ marssyni kost á að hreinsa sig. | En hann kvaðst ætla að halda ! I áfram að safna gögnum, þar til; að hann gæti leitt tug vitna til I þess að sanna, að hjer væri rjett með farið. Hjeðinn treysti sjer ekki til að svara neinu þessum þungu ásökunum Garðars. Hann kaus að þegja. Umræðunni um þetta mál var lokið kl. laust fyrir 7 í gær- kvöldi, en atkvgr. frestað. flokkar notuðu einkennisbún- inga. En lög þessi voru sett tii þess að draga úr óeirðum og æsingum sem átt höfðu sjer stað einkum milli öfgaflokk- anna, Nazista og Kommúnista. Stjórnin hjelt því hiklaust fram, að lög þessi hefðu gefist vel og borið tilætlaðan árangur. En Hægrimenn hafa altaf verið mótfallnir lagasetningu þessari. 1 umræðum um málið hjeldu þeir þvi m. a. fram, að úr því slík lög væru sett, þar sem með- limum stjómmálaflokka væri meinað að auðkenna sig, til þess að sjeð yrði hvaða flokki þeir tilheyrðu, þá væri rjett að stíga það spor, að banna að nota hinn rauða fána sósíalista í kröfugöngum og við önnur slík tækifæri. Voru Vinstrimenn hlyntir því. Jafnframt, vildu þeir, að lögin næðu ekki til skátafjelaga. í dag náðu lögin samþykki í þinginu. Urðu Vinstrimenn og stjórn- arflokkarnir ásáttir um að láta lögin ekki ná til skáta eða

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.