Morgunblaðið - 21.12.1934, Side 5

Morgunblaðið - 21.12.1934, Side 5
Föstudaginn 21. des. 1934, UORutTNB I A P I BP««3 Munið eftir þessum bókum, er þjer veljið jólagjafir: Bókadeild Menningarsjóðs hefir meðal annars gefið út þessar bækur, og fást þær flestar innb. í gott band, hjá bóksölum: íslendingar, eftir dr. Guðm. Finnbogason. Aldahvörf í dýraríkinu, eftir Árna Friðriksson. Um Njálu, eftir dr. Einar Ól. Sveinsson. Brjef Jóns Sigurðssonar, nýtt safn. Þýdd ljóð I., II., III., eftir Magnús Ásgeirsson. Urvalsgreinar, þýddar af dr. Guðm. Finnbogas. Land og lýður, eftir Jón Sigurðsson frá Ystaf. Lagasafnið, innb. í shirt. og skinn. Á íslandsmiðum, eftir Pierre Loti. Vestan um haf, ljóð, leikrit og sögur eftir Vest- uríslenska höfunda. alldór Kilfan Laxness: Þú vínviður hreini. Fuglinn í fjörunni. Þessar bækur hafa nú nýlega verið þýddar á dönsku, og hafa hlotið af- burða góða ritdóma í dönskum blöðum. Ennfremur hafa þær verið þýddar, eða í undirbúningi að þýða þær á sænsku, frönsku, ensku og þýsku. Fást innb. í samstætt skinnband, sömuleiðis í shirtingsbandi. Aðalútsála bóka Menningarsjóðs hjá: iiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiiiiiiiiiiimuiiiHiniiiiiiiiiiiimi IM>llltllgN iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimimiiiiii iiiiiiiimmimiiiimiimimimiimiimimiimimmiii Bt«lc«iversliui - Sími 2720 iiiiiminmiiiimiiiiiiiimiiiiiiimiiiiimmiiimiiiimi og 1336 (ný lína). Bókin „Úti-íþróttir“ kom út i gær. Eftir Moritz Rasmussen og Carl Silverstrand. Með 120 myndum. Verð kr. 4.50 Nauðsynleg bók hverj- um íþróttamanni. - Til- valin jólagjöf handa ungum mönnum. Iþrðltafielag ReykjaJkur. Pjetur Jónsson óperusöngvari fimtugur. Tíðindamaður Morgunblaðs- "Ins h'tti Pjetur að máli í gær. Hvenær fórstu eiginlega að -syngja fyrst? Ja, jeg hefi nú galað frá því ;jeg man eftir mjer, segir Pjet- «r. Pabbi var í söngfjelagi sem hjet „14. janúar“, og þegar jeg lcom heim eftir konsertana fór jeg upp á „púff“ og tók lagið af öllum lífs og sálar kröftum. jEngum datt auðvitað í hug að jeg ætti eftir að gera sönginn iað atvinnu, því „professionell- ir“ listamenn þektust þá ekki hjer á landi. Pjetur Jónsson. Svo fór jeg í Latínuskólann. i:Og strax í fyrsta bekk var jeg fenginn til að syngja með efri toekkingum. Þá var nokkuð ströng „stjettaskifting-1 í skóla -og mjög litið niður á „busana“, svo þetta var hinn mesti frami. Jeg held jeg hafi heldur aldrei verið meira upp með mjer á æfi aninni, segir Pjetur og brosir. Eftir stúdentspróf fór jeg til 'Hafnar og tók þar heimspeki- próf vorið 1907. Var ætlan mín iþegar til Hafnar kom að gerast itannlæknir, en jeg lenti allur í jsöngnum. "Haustið 1908 var jeg feng- iinn til -að syngja tenorsóló í Xonungskantötu Sveinbjöms íSveinbjörnssonar, sem konung- lega kapellan ljek í Oddfellow- íhöllinni. Sveínbjörn var þarna sjálfur og töldu blöðin þetta merkasta músík-viðburð þess ;;árs. Söngdómaramir luku afar- sniklu lofsorði á mig og nú af- xjeð jeg að helga mig sönglist- Inni. I>á um veturinn gekk jeg á «óperuskólann í Höfn og strax vorið eftir var jeg ráðinn til TÞýskalands sem óperusöngvari við Kurfiirstenopera. Mjer er óhætt að segja það nú, að þegar þetta gerðist hafði jeg mjög Ktið lært að syngja og þýskukunnátta mín var af skom ,um skamti. Kurfiirstenopera, sem jeg var -ráðinn við, fór á höfuðið •— mjer liggur við að segja til allrar lukku. Því nú fjekk jeg tækifæri til að læra. Næstu 4 árin var jeg í Berlín og stund- .aði söngnámið af kappi. Haustið 1914 var jeg ráðinn til óperunnar í Kiel. Var fyrsta hlutverk mitt Radames í Aida og það fór svo að jeg „sló í gegn“. Þau fjögur ár sem jeg var við Kielaróperuna var jeg oft fenginn til að syngja í óperum í Hamborg. Haustið 1914 rjeðist jeg frá Kiel til Darmstadt. Það vakti milha athygli í þýskum blöðum að íslenskur söngvari skyldi verða ráðinn eftirmaður þáver- andi besta tenorsöngvara Þjóð- verja, Josef Mann. En hann rjeðst þá sem fyrsti tenorsöngv- ari til ríkisóperunnar í Berlin. Við þá óperu hefi jeg einnig sungið, t. d. sum stærstu Wagn- ershlutverkin — Tristan, Sig- fried o. s. frv. Til Berlínar var jeg ráðinn 1922-1924 og söng við Deutsch- es Operahaus. En þá kom geng- ishrunið og setti ógurlegt strik í reikninginn. Frá Berlín fór jeg til Bremen og var þar þang- að til 1929 með ágætiskjörum. Jeg var allstaðar þar sem jeg starfaði við óperur ráðinn sem fyrsti „Heldentenor“. Hvað hefurðu sungið mörg óperuhlutverk? Jeg hefi sungið í öllum þekt- ustu óperum, Wagner, Verdi, Puccini, Mozart, Beethoven o. s. frv. — alls um 70 hlutverk. Svo hefi jeg haldið konserta um þvert og endilangt Þýska- land og meðan jeg var í Þýska- landi skrapp jeg altaf heim í sumarleyfum og söng fyrir fólkið. Nú er sú stefna ráðandi — ekki síst í Þýskalandi — að láta landsmenn sjálfa allstaðar sitja fyrir, og því er jeg hjer kominn. En hefurðu þá ekki þýskan ríkisborgararjett? Nei, jeg hefi altaf verið' fs^ lendingtir, og ekkert annað — og svo þegar jeg kem heim fæ jeg ekki einu sinni kosningar- rjett. Krlstmann Ðuímundsson Bjartar nætur. Skáldsaga. Þýtt hefir Ármann Hall- dórsson. Útgefandi: Ólafur Erlingsson, Reykjavík ’34. Þetta er síðasta skáldsaga Kristmanns Guðmundssonar, og kemur hún út samtímis á norsku og íslensku. Ætti vel við að þeim sið yrði haldið framvegis um bækur hans, en jafnframt yrði þó sjeð fyrir því, að þær eldri skáldsögur hans, sem enn eru óþýddar á íslensku, yrðu þýddar sem fyrst. í hópi þeirra Kristmann Guðmundsson. er stærsta og merkasta skáld- saga hans til þessa, „Helgafell“, sem einna besta dóma hefir hlotið erlendis, en hefir þó ýms skilyrði til þess að falla íslensk- um lesendum betur í geð en öðrum. Þessi nýja saga hefir alla bestu kosti fyrri bóka Krist- manns: frásagnargleði hans og frásagnarlist, litbrigði og lát- leysi stílsins og síðast en ekki síst hinn sársaukablandna end- urminningafögnuð yfir átthög- unum, sem hvar vetna gætir svo mjög hjá Kristmanni. mann til. — Ungur Islendingur, Valur Hamar, sem rutt hefir sjer braut til fjár og frama er- lendis, vitjar í sumarleyfi sínu á fornar stöðvar og endurnýj- ar fomar ástir við æskuunn- ustu sína, sem nú er gift og lifir í hamingjusömu hjónabandi. Endurminningamar og töfrar hinna björtu nátta ná þeim á vald sitt, uns ógæfa og glötun vofir yfir þeim öllum þremur. En heilbrigð hugsun og dreng- skapur eiginmannsins greiðir þó úr flækjunni. öldur ástríðnanna | lægjast og alt er sljett og lygnt á yfirborðinu í sögulok, eins og ísíenskur fjörður um bjartar lín, hleypidómalaus og lífs- þreytt nútímastúlka, sem höf- undurinn skilur þannig við, að manni finst ekki vonlaust um að rekast á hana síðar. En hjer skal ekki farið að rekja efni bókarinnar. En hitt skal fullyrt að þessari bók munu fáir loka fyr en henni er lokið. Jeg hefi ekki borið íslensku þýðinguna saman við norska textann, en ýmsa smáhnökrsa hefi jeg rekist á, sem auðvelt hefði verið að lagfæra, þó verð- ur þýðingin í heild að teljast fremur góð. Útgefandinn á miklar þakkir skilíð fyrir að hafa teklð a.ð sjer að koma ritum Kristmanns á íslensku. M. Á. Það þarf varla að taka það fram að þessi saga er ástasaga eins og allar skáldsögur Krist- nætur. manns eru að mestu eða öllu Hjer kemur líka við sögu leyti. Það er sagan um gamla persóna, sem er all-nýstárleg þríhyrninginn: hjón og einn hjá Kristmanni, Linda Esphó-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.