Morgunblaðið - 05.01.1935, Síða 8

Morgunblaðið - 05.01.1935, Síða 8
8 M O R G IJ N BLABIF) LausardaRÍnn 5. ian. 1935- jsmá-augltfsingarj Vetrarkápur. Hef nokkrar með fekinnkrögum frá 50—110 kr. — Eínnig skinn á nokkrar kápur. G'uð m. Guðmundsson, klæðskeri, Bankastræti 7, yfir Hljóðfærakús- inu. Sími 2796. Postulínsmálning. Get tekið á móti fleiri nemendum í postulíns- málningu. Svava Þórhallsdóttir, Lítufási. Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 larlnamafil blá og raislit. RyMrakkar, mikið úrval. Maachester. Laugaveg 40. Aðalstræti 6. Besta þorskalýsið í bænum fæst í Versltm Sveíns Jóhannssonar, Bergstaðastræti 15. Sími 2091. Þrettándabrenna með álfadansi. Það er gamall og þjóðlegur siður, að efna til brennu á þrettándanum og um langan aldur verið talin ein hin allra besta skemtun. Undanfarin tvö ár hefir hið góðkunná knatt- spyrnufjelag ,,Valur“ unnið að því að endurvekja þenna gamla og þjóðlega sið, með því að gangast fyrir voldugri og glæsi- legri þrettándabrennu suður á íþróttavelli. Nú á sunnudagskvöldið kem- ur hefir fjelagið í hyggju að hafa þrettándabrennu, ef veð- ur leyfir, sem verða mun enn stórfenglegri og í alla staði glæsilegri en nokkru sinni áður. Bálkösturinn mun verða milli 10—15 metra hár, eða hærri en þriggja hæða hús, og í sam- bandi við brennuna mun verða með afbrigðum fögur flugelda- sýning, svo önnur eins mun varla hafa sjest hjer áður. Flug eldasýningunni stjórna þaulæfð ir skotmenn, Þrjátíu manna karlakór, klæddir hinum skraut legustu búningum, syngja ýms hin fegurstu þjóðlög vor. —\ Nokkrir hinna slyngustu fim- leikamanna þjóðar vorrar, klæddir sem trúðar, hafa lofað að láta ekki hinum fjölda mörgu áhorfendum, sem án efa verða þarna, leiðast meðan þeir sýna listir sínar. Þrettándaskenftun þessi hefst með því að Lúðrasveit Reykja- víkur spilar á Austurvelli kl. 8 síðd. Verður svo þaðan haldið suður á völl. Spilar Lúðrasveit- in þar svo alt kvöldið. Að öllu þessu athuguðu: Vold ugri brennu, fádæma fagurri flugeldasýningu, glæsilegum kórsöng, snildar fimleikum, - skrautklæddum álfafylkingum með kóng og drotningu í farar- broddi og dynjandi lúðraþyt, á- samt ýmsu fleira sem þarna verður til skemtunar og gamans fyrir áhorfendur, er ekki að efa það, að hjer er um að ræða einhverja fjölbreyttustu og til- komumestu skemtun vetrarins, sem enginn, fyrst og fremst sjálfs sín vegna, ef hann eða hún á annað borð hafa löngun til að skemta sjer, mega setja sig úr færi um að sækja. Til þess að sem allra flestir þurfi ekki, fjárhagsins vegna, að fara á mis við þessa miklu skemtun, hefir fjelagið ákveðið að hafa inngangseyrinn aðeins 50 aura fyrir börn og 1 kr. fyrir fullorðna. Að lokum skal það tekið fram og brýnt fyrir fólki, að búa sig vel, þrátt fyrir gott veður frá j náttúrunnar hendi og ýmsar ráðstafanir (langelda og ann- að) af hálfu brennumanna. e. Köthir bfargar fólki frá eldsvoða. 1 fyrra vakti það mikla athygli að köttur einn í Hafnarfirði bjarg aði húsi frá eldsvwða með því að gera viðvart. En ekki er að sjá, sem þetta sje einsdæmi, því amerísk blöð segja nýlega frá því að köttur hafi bjargað heilu húsi frá bruna og eigendum frá bana með því að gera viðvart að kviknað hafði í húsinu. Þetta skeði í smábænnin St.. Peter. Eldurinn kom upp í eld-; húsinu, út frá rafmagnsleiðslu- Fólkið var í fasta svefni á annari hæð hússins, hljóp köttnrinn upp 1 stiga og vældi þangað til fólkið vaknaði og varð eldsins vart. = IVEorgunstund =XL5- {=1 fj gefur gull í mund m =ES þeím, m 1 l sem augíýsa í m 3B= = Morgunblaðínu. ■ 1 * m illllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll SYSTURMR. 73. vírtist smátt og smátt vera að fá minnið aftur. Augu hennar hvörfluðu að náttborðinu. — Hvar er . . . . ? spurði hún. Hún átti sýnilega við bollann með eitrinu í. — Jeg fleygði honum burt og braut hann, sagði Alexander. Irena stundi djúpt, aftur og aftur. — Það var leiðinlegt, sagði hún, og síðan sofnaði hún aftur. En við ljetum hana ekki í friði. Á hverjum tíu mínútum fjekk hún sterkt kaffi og kampavín. Um kvöldið fór Schallinger læknir heim til sín. Hætt- an var úti. Næstu nótt sváfum við öll dálítið. Fyrstur varð Alexander til þess að láta sigrast af svefninum — sennilega hefir hann verið heilbrigðastur okkar. Hann sofnaði á stólnum við rúmstokkinn hjá Irenu í miðjum viðræðum. Lotta var einmitt að hrista upp koddann hjá Irenu, sem lá með hálfopin augu upp við öxl hennar. Lotta hló lágt með sjálfri sjer, ánægð á svipinn. — Þarna sofnar nú stóri, sterki maðurinn, eins og smákrakki. Að hann skuli ekki sjúga fingurna! Tónn hennar, er hún sagði þetta, fór hálfgert í taugar mínar, en samt sagði jeg ekkert. Hvað vildi hún vera hrærð, þó stóri sterki maðurinn ljeti sigrast af svefninum? Hún ætti ekki einu sinni að líta á þennan mann eða hugsa um hann — allra síst nú. — Irena lítur illa út, sagði jeg. — Já, en ekki nærri eins illa og í gær. Og þú verður að muna, að hún hefir ekki verið neitt lög- uð til enn. Lotta hljóp út í miðri setningu og kom aftur með nátttreyju úr kniplingum. — Við skulum færa hana í treyjuna, sagði Lotta. — Þú skalt sjá, að hún lítur betur út í henni en í þessum einfalda, leiðinlega náttkjól sínum. — Til hvers viltu vera að því, Lotta? spurði jeg. — Hún verður kannske glöð þegar hún vaknar. Þetta er sú fallegasta, sem jeg á til í eigu minni; jeg hefi notað hana á leiksviði. Hún hefir meira að segja verið umtöluð í leikdómi. Og henni tókst í raun og veru að koma Irenu sofandi í rjómagulu treyjuna. Það var erfitt, dn Lotta gekk að verki með þvílíkum dugnaði og hrifningu, eins og það væri — guð veit hverskon- ar — kærleiksverk, sem hún væri að gera systur sinni. Mjer varð það á að detta í hug, að með ná- kvæmlega sömu hrifningu hefði Irena sjálf forðum bakað möndlukökurnar handa Lottu. Alexander vaknaði klukkan dálítið yfir tólf og fullvissaði okkur um, að hann væri betur útsofinn en nokkru sinni áður. Hann sókti kodda inn í næsta herbergi og bjó um Lottu á legubekknum. Þó að hann færi hvað eftir annað til Irenu og meira að segja stryki henni stundum yfir hárið, virtíst hann ekki taka eftir breytingunni, sem orð- in var á búningi hennar, að hún var komin í þessa kniplingatreyju, sem var svo skrautleg, að jafnvel leik-dómarar höfuðstaðarins höfðu látið hennar getið. — Heldurðu kannske, að jeg geti sofið svona — alveg meðalalaust? spurði Lotta. — Já, svaraði Alexander og settist hjá henni og hjelt í hönd hennar. Og hún sofnaði. 1 tvo klukku- tíma sat hann þarna í mjög óþægilegum stelling- um, aðeins til þess að vekja hana ekki með því að kippa að sjer hendinni. Irena tautaði eitthvað hálfsofandi. Nokkrum sinnum nefndi hún nafn Lottu, og svo talaði hún um Alexander. Það var eíns og hún væri Iíka aði hugsa um föður sinn: — Pabbi .... hefir líka. altaf .... sagði hún. Aftur á móti kom'nafn Felix aldrei fyrir í þessu svefnhjali hennar; það var eins.; og hún hefði alveg gleymt honum., Alt í einu reis hún upp og sagði með) næstuna eðlilegri rödd: — Er Alexander hjerna?' Alexander átti sýnilega í stríði við sjálfan sig" eitt augnablik, en svo slepti han=n hönd Lottu og- gekk að rúminu. Lotta vaknaði í sama bili. — Við verðum að .... selja Felixhof, sagði. Irena. — Hvers vegna það? spurði Alexander. Irena tautaði eitthvað, en jeg skildi ekki af þvl nema orð eins og „hreint borð“. Alexander strauk hár hennar til að froa hana.. Lotta hafði staðið upp og lagaði á sjer kjólinn... — Legðu þig nú dálitla stund, sagði hún við mig. Jeg gerði það, en jeg sofnaði ekki eins fljótt og unga fólkið, enda þótt jeg væri úrvinda af þreytm. Eftir dálitla stund opnaði jeg augun og sá, að« Lotta og Alexander stóðu sitt hvorum megin við rúmið. Höfuð þeirra voru langt hvort frá öðru, en samt var eins og þau kysstust og föðmuðust með augnaráðinu einu. Mjer fanst eins og þau skylfu af hitasótt bæði — og það hla-ut líka að vera ein- hver áköf hitasótt, sem kom þeim til að gleypa hvort annað þannig með augunum, yfir þessa ó- gæfusömu konu, sem hafði næstum gengið í dauð- ann þeirra vegna. — Alexander, sagði jeg. — Farðu nú út í garð og fáðu þjer í eina pípu. Snöggvast leit hann á mig eins og villidýr, en síðan gekk hann út álútur, án þess að mæla orð frá vörum. Jeg var alvot af köldum svita. Ef nú. Irena hefði líka upplifað þetta að sjá hvernig þessi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.