Morgunblaðið - 24.01.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.01.1935, Blaðsíða 4
MQSQUNBtAljlÐ Fimtudaginn 24. jan. 1935. Oa MEIMILIM Sigvard príns og Erica Patzeck ætla ekki að skilja. „Slík fjarstæða hefir aldrei komið til mála“, segir Sigvard Berna- dotte. ■> TJndanfarið hefir sá orðrómnr vakið miltla eftirtekt nieðal folks, að SigTard prins ætlaði að skilja ■vjð liina þýsku konu sína, kaup- mannsdótturina flugríku, Ericu f. Patzeck. Sem kunnugt er, giftust þau í marsmánuði í fyrra. Þótti mönn- um, sem hjúskapur þeirra ætlaði að fara fljótt út um þúfur, ])ótti fyrir því sjerstaklega', þar eð prins inn hafði afsalað sjer öllum kon- unglegum rjettindum, td þess að fá hinnar fogru Ericu. i En nú er það sannfrjett, og haft eftir Sigvárd Bernadotte sjálfum, að það sjeu ekki annað en til- næfulausar getgátur, að þau hjón- in ætli að skilja, slíkt hafi áldrei komið til mála. Blaðamaður frá Berlinske Tidende átti tal við Bernedotte í Berlín fyrir skömmu. Kvaðst hann vita, að þessar fregnir væru hafð- ar eftir sænskp blaði. Arar liann sárgramur og bað blaðamann fyr- *ir alla muni að leiðrjetta þetta. Ságði hann, að sjer findist hart, að slíkar fregnir, sem ekki væri nokkur fótur fyrir, fengju að ber- ast út sem sannar. Dolores del Rio og Constance Bennett. — Var þessi mynd tekin s.£ þeim á leikenda dansleik í Los Angeles. Matreíðsla. Veislumiðdegisverður, 6 rjettaður. Niðurl. Steiktar rjúpur. 4 rjúpur. Svínsflesk. 5 gr. smjörlíki. Sósan: 30 gr. smjörlíki. 30 gr. hveiti. ca. y4 1. mjólk. Sósulitur. Berjahlaup. Salt. 3—4 mask. þeyttur rjómi. Franskar kartöflur. Rauðkál. Hálf, soðin epli. Asíur eða pikles. Einnig ágætt að hafa græna tómata. Þar sem ekki lengur má skjóta rjúpur, fást þær ekki nema frosn- ar úr íshúsi, og er því það fyrsta : em verður að gera, að setja þær á volgan stað, svo þær þiðni. Rjúpan er sett á brjef og væng- ir og fætur skornir af. Þá er rjúpan lögð á bakið og skinnið skorið þversum fyrir neðan brjóst- beinið og hamurinn er nú dreg- inn af upp að hálsinum. Þá er hann skorinn af- Þá er skorið þversum fyrir neð- an brjóstbeinið og innýflin tekin í burtu. Hjarta og fóam er tekið burt. Rjúpan er þvegin vel úr köldu vatni og lögð í bleyti í mjólk yfir nóttina. Hafi maður ekki mjólk má blanda litlu ecliki saman við vatn og leggja rjúpurn- ar þar í. (Ef maður ekki hefir tíma til að leggja þær í bleyti, má eins láta suðuna koma upp á þeim í mjólk). Hjer fyrrum voru rjúpumar alls ekki lagðar í bleyti, heldur bara tekið inn úr þeim og vatn mátti ekki koma nálægt þeim, því þá minkaði rjúpnabragðið, og jeg hygg, af minni reynslu, að nokkuð sje rjetj; í því, sem gömlu konurnar segja. Eftir að rjúpurnar hafa legið í bleyti eru þær þvegnar og þerr- aðar vel. Fleskið er skorið í sneið- ar og stungið jnn í bringuna á rjúpunum hjer og þar (til að spika þannig fugla eru til sjerstak- ar nálar). Seglgarn, sem er sett ofan í heitt yátn, er þrætt á nál, og nú er stungið í gegnum lærin og svo bringuna og hnýtt saman svo að Jærin leggist upp með bringunni. Sósan: Smjörlíkið er brætt í potti og hveiti hrært þar út í, þynt út með heitri mjólk. Sósan a að vera^frekar þykk. Smjörlíkið er brúnað á pönnu (eða í járnpotti). Rjúpurnar sett- ar á með bringuna niður og brún- aðar móbrúnar á öllum hliðum. Raðað í pott., 2 dl. af heitu vatni er helt á pönnuna. Þegar það sýð- ur er því helt yfir rjúpurnar, ]>ar á er sósunni helt, og nú er það soðið við hægan eld í 3 stundar- ijórðunga. Það þarf annað slagið að hræra undir rjúpunum, svo þær brenni ‘ekki við. Rjúpurnar eru teknar upp og spottarnir tekn- ir úr þeim. Þær eru síðan kliftar eða skornar í sundur, og haldið heitum meðan sósan er löguð. Sósan sem rjúpurnar eru soðnar í er nú síuð og sett í hreinan pott. Þegar hún sýður er hún hrærð vel saman. Sje hún þykk er mjólk sett í hana. Sósulitur, berjamauk og salt er sett í eftir smekk, og rjett áður en borðað er, er rjóm- inn settur í. Þar eftir má sósan ekki sjóða. Rjúpunum er raðað á mitt fatið. Þar yfir er sett lítil sósa. Á ann- an enda fat^ns eru settar fransk- ar kartöflur. Þar í kring eru sett- ir hörpudiskar með asíum eða pikles, einnig ágætt að hafa græna tómatu. Á hiún endann er sett raúðkál og þar í kring er raðað soðnum eplum. Um leið og borið er iún er lítil sósa sett yfir rjúp- urnar og þar á er sprautað þeytt- um rjóma. Rauðkál: 1 kg. rauðkál. 50 gr. smjörlíki. 2 matsk. sykur. 1 tesk. salt. y2 dl. edik. V2 dl. vatn. Saft. Óhreinu blöðin eru tekin utan af raúðkálshöfðinu og það skorið J mjög litlar ræmur. Sykri og salti blandað samán við rauðkálið. — Smjörlíkið brúnað í potti, þar til kálið fer að rýrna og sykurinn er brúnaður. Þá er ediki og vatni helt á og soðið við hægan hita í 2 klst., þá er s-ykur, saft og edik sett í eftir vild. Franskar kartöflur. 1 kg. kartöflur. Plöntufeiti eða tólg. Salt. Kartöflurnar eru flysjaðar, skafnar í þunnar sneiðar með kar- töfluflysjara, látnar í heitt vatn og þurkaðar með þurrum klút. Síðan látnar ofan í fituna ,sem á að vera sjóðandi heit, og stejkt- ar móbrúnar. Teknar upp á um- búðapappír og stráðar salti. Hitað- ar í ofni, áður þær eru bornar' fram, ef þörf er á. Hálf, soðin epli. 4 epli. % 1. soðið vatn- 2—3 matsk. sykur. Best er að eplin sjeu sem lík- ust að stærð. Þau eru skorin þvers um og flysjuð. Fræhúsið er tek- ið í burtu með járni sem til þess er ætlað. Ef maður ekki hefir það, er notuð teskeið. Gætið að hafa holuna fallega kringlótta. EpLn eru jafnóðum lögð í kalt vatn. Vatn og sykur er soðið og froð- an veidd vel’ ofan af. Þá eru eplin sett í og soðið í 2—3 mín. Látið liggja í sykurvatninu í 5 mín. eða þar til þau eru meyr. Tekiu upp úr og látin á hvolf á fat. — Rjett áður en borðað er, er þeim snúið við og rautt berjamauk sett mt.ð teskeið í holuna- Appelsínuís. 7 dl. vatn. 250 gr. sykur. ísaíi úr 7 appelsínum (ca. 3% dl.). Safi úr 2 sítrónum (ca. 1 dl.). ’V’ín (best sherry eða líkör). Ratrður eða grænn ávaxtalitur. 5 kg. ís og iVz kg. salt. 2 dl- rjómi til að skreyta með. Appelsínurnar eru þvegnar úr köldu vatni og rifnar með ávaxta- rifara að utan. Þar eftir skornar þversum og safinn pressaður vel úr þeim. Vatn og sykur er soðið saman í [' mín. og froðan veidd vel ofan af. Þá er appelsínusafinn og rifna flusið sett í sykurlöginn, og bíði þannig svo það jafni sig í aðrar 5 mín. en það má ekki sjóða. Þá er það síað og kælt. Sítrónurnar eru pressaðar og safanum blandað saman við sykurlöginn. Fallegt er fið lita helmingin af safánum rauð- an eða grænan og frysta síðan. ísinn er mulinn smátt, blandað- ur saltinu og látinn í óþjettan kassa og emaljeraður dunkur eða fata í miðjuna. Þar íPfer appelsínu lögurinn settur og nú er hrært í þar til það byrjar að þykna. Þá er vínið sett í eftir smekk. Hlemm ur er settur á og ís og salt sett vel utan um. Bíði þannig í 3—4 klst. Ef vill er ísinn settur í ís- mót, þegar búið er að blanda víninu í, og er mótið þá vafið inn í brjef og ís, og salt sett vel utan um. Bíði þannig í 3—4 klst. Sje ísinn frystur í móti, er mótið sett undir kalt vatn í augnblik, áður en því er hvolft á fat mcð krotaðri brjefserviettu undir. — Þeyttum rjóma er sprautað á ís- inn og ískökum er raðað í kring. Það munu fæstar konur eiga ís- mót, og er það heldur ekki nauð- synlegt. Nú er mjög mikið notað að bera ísinn fram í smá skálum eða kampavínsglösum, og er svo með alla ábætisrjetti. Mjög er fallegt að bera þennan ís fram í appélsínuhýði, sem ekki er rifið að utan áður. (Sje hýðið notað á þennan hátt, er appelsín- an skorin þversum og hýðið tekið alveg heilt utan af og skorinn laufskurður í barmínn). Sje helm- ingurinn af ísnum rauður, er hann settur með heitri matskeið á gler- fat í topp, fatið sett á bakka með íallegri serviettu á. Hinn ísinn er settur með matskeið í appelsínu- hýðið og raðað utan um fatið á bakkanum. Þar inn í milli er stungið ískökum um leið og fram Lorið er. Skreytt er með þeyttum rjóma. Helga Sigurðardóttir. Betra hjá mömmu! Þau voru nýgift og þeim leið í alla staði vel. En hann hafði þann galla, að segja um alt: Ekki var þetta svona hjá mömmu. Einu sinni bakaði hún forláta köku, en það var sama sagan: Betri var kakan hjá mömmu. Daginn eftir kom hún með nýja köku. Þá kom sólskinsbros á andlitið á honum. — Þetta er almennileg kaka. Tíska. Náttkjóll eða náttíöt. Hvort maður velur sjer nátt- kjól eða náttföt, fer eingöngu eft- ir því, hvað hverjum finst. Sum- iar stúlkur vilja helst náttkjólr aðrar náttföt. Hvorttveggja get- ur verið jafn fallegt. Þegar útsölur byrja, er tilvalið að fara og kaupa sjer ódýrt á út- sölu snoturt efni eða efnisafgang í náttkjól, eða náttföt. Þeim stúlkum, sem eru ögn myndarlegar, verður ekki mikið lfyrir því að sauma sjer kjólinn eða' fötin sjálfar. Hjer eru sýnd tvö snotur snið, ináttföt og náttkjóll Náttkjólinn er auðveldara að sauma. Hann er einlitur að ofan, með „puff“-ermum, reimaður að framan. Neðri hluti blússunnar og pilsið er rósótt; pilsið haft vel vítt, með tveim saumum, bæði að framan og aftan. Reyndar mætti eins hafa allan kjólinn einlitan, en ekki er víst, að svo stór afgangur fengist lágu verði. Náttfötin verða máske erfiðari viðfangs en náttkjóllinn. En þau þurfa ekki að vera eins og skradd- arasaumuð, ef þau aðeins fara sæmilega, er það nægilegt. Dökk náttföt þykja sjerstak- lega falleg. Þau, sem hjer eru sýnd, eru Svört, þ. e. a. s., buxurn- ar eru svartar, en treyjan svört með gulum dropum. Blússan er síð með „kímíno“- sniði, ermarnar sauinaðar við um olnboga, með nokkrum felHngum. Er blússan opin í hliðunum, upp að belti. Að sauma sjer þannig við og við sjálfur, úr afgang, er bæði skemtilegra og ódýrara en kaupa ávalt tdbúið. Svona bjó mamma hana til. Hvern ig fórstu að finna upp á þessu. — Það var ósköp auðvelt, sag.ði hún. .Jeg notaði smörlíki í staðinn fyrir smjör, blandaði mjólkina til helminga. með vatni og notaði álún " stað gers. Eftir það sagði hann aldrei neitt um það að þetta og hitt hefði verið betra hjá mömmu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.