Morgunblaðið - 25.01.1935, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
~ Föstudaginn 25. jan. 1935.
*
5n>á~augl$5ingar
Síðustu forvöð, ern nú á því að
gera góð innkaup á notnðum liús-
gögnum á ntsölunni í Liverpools-
Láðinni gömlu á Yesturgötu 3.
Góð húlsaumsmaskína til sölu.
Á. S. í. vísar á.
Þau ætluðu að giftast í næstu
viku-
— Jeg skal segja þjer það,
mælti hann, að jeg er afskaplega
sðlginn í að tefla skák. Það getur
þráfaldlega komið fyrir að jeg
gíeymi að borða þegar jeg er að
töfla.
Hún: Þetta get jeg vel skilið.
Jeg gleymi því alveg að hugsa um
mat þegar jeg spila hridge.
Nýir kaupendur að Morgun- i s§
blaðinu fá blaðið ókeypis til næst-
komandi mánaðamóta.
M orgtinstund
gefur gulí í mund
þeím,
sem augíýsa í
Morgunbíaðinu.
Kaupum gamlan kopar. Vald
Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024
Morgunblaðið með morg-
unkaffinu.
Besta
þorskalýsið
í bænum fæst í
Versltm
Sveíns Jóhannssonar,
Bergstaðastræti 15.
Bími 2091.
B AK AR AR!
GOLD MEDAL
R.R.R. og
MATADOR HVEITI
befir lækkað mikið.
Sími 1232.
il i 1ÖLSEINI (0!
r ■
FIKJUR
i pökkttm og kössum
Blfreiðar tii sfiln
allae sfæeðlr.
BlfreliaslOð Steindör;
>ft
Nýkomið:
Appelsínur: 150, 176, 300, 360, 390 og 504 stk.
Laukur í ks. ca. 63 kg-
Eggert Kristjánsson & Co.
Sími 1400.
BABTION. 8.
— Nema loftið sje skýjað, skaut Nella inn í. En
leiðist ekki hertoganum að vera altaf heima?
— Jú, hann ferðast mikið, miklu meira en Ari-
bert prins. Jeg get sagt ykkur, en það veit enginn
annar ennþá, að hans hátign kemur hingað á
morgun, með fámennu fylgdarliði.
— Til London? spurði Nella.
— Já.
— Og hingað í gistihúsið?
— Já.
— Það var dásamlegt.
— Þess vegna er yðar auðmjúki þjónn hjer
staddur.
— En mjer skildist, sagði Racksole, — að þjer
væruð í þjónustu Ariberts prins?
— Það er jeg líka. Og Aribert prins kemur
hingað líka. Stórhertoginn og prinsinn hafa ýms
eríndi að reka í sambandi við kvonfang hertogans.
— Af svona þöglum manni að vera, sagði Rack-
sóle við sjálfan sig — finst mjer þjer vera furðu
©pinskár. En upphátt sagði hann: — Eigum við
ekki að ganga út í garðinn?
Um leið og þau gengu út, stöðvaði Jules Dimm-
ock og rjetti honum brjef. — Alveg nýkomið, með
sendimanni, sagði Jules.
Nella dróst aftur úr með föður sínum. — Lof-
aðu mjer að tala einni við drenginn hvíslaði hún
í eyra hans.
— Jeg er ekki annað en núll og auðmjúkur
þjónn, svaraði Racksole, og kleip hana glettnis-
lega í handlegginn. — Og þannig skaltu fara með
mig. Hafðu það gagn af mjer, sem þú getur. Jeg
æt!a að fara að líta eftir gistihúsinu mínu. Og
augnabliki síðar var hann horfinn.
Nella og hr. Dimmock sátu saman úti á svölun-
um og dreyptu í ískælda drykki. Þau voru lagleg
saman, þar sem þau sátu þama' undir greinum
pálma, sem einhver blómasali í Chelsea hafði sett
þar upp í stórum stíl. Fólk, sem fram hjá gekk,
gat ekki orða bundist, að hjer væri eitthvert ást-
arævintýri að hefjast. Ef til vill hefir það verið,
en þó hefði þurft nánari kynni af innra manni
Nellu Raeksole til þess að segja um fyrir víst,
hvernig það ástarævintýri yrði í smáatriðum.
Jules bar þeim sjálfur veitingarnar og um kl.
10 kom hann með annað brjef. Reginald Dimmock
bað sig afsakaðan og sagðist þurfa að fara í er-
indi síns hágöfuga herra, sem var föðurbróðir stór-
hertogans af Posen. En ungfrú Racksole fullviss-
aði hann um, að hún hefði engrar fylgdar þörf og
myndi bráðlega fara að hátta. Hún bætti því við,
að hún og faðir hennar reyndu altaf að vera sem
allra óháðust hvort öðru.
Theodore Racksole var rjett kominn inn í einka-
herbergi Babylons aftur, er hann varð þess var, að
eigendaskiftin voru orðin kunn um alt gistihúsið,
jafnvel hjá lægsta þjónustufólki þess. Fregnin suð-
aði um alla ganga og undirtyllumar sáust vera að
ræða málið, rjett eins og það kæmi þeim nokkurn
skapaðan hlut við.
— Gerið svo vel að fá yður vindil, sagði hr.
Babylon kurteislega eins og hans var vandi, — og
rjettan dropa af elsta konjakinu, sem til er í Ev-
rópu.
Eftir fáar mínútur voru þeir fjelagar komnir í
ákafa samræðu. Felix Babylon var steinhissa á
því hve fljótur hinn var að gleypa í sig hvert smá-
atriði viðvíkjandi gistihússrekstri. Racksole hafði
aldrei dottið það í hug, að það gæti verið neitt
vandaverk að taka gistihús, jafnvel þó stórt væri,
en hjer sá hann í fyrsta lagi, að honum hafði
skjátlast og í öðru lagi, að Felix Babylon hlaut að
verða ókrýndur konungur allra gestgjafa. Og eins
hafði hann metið gistihúsin of lágt sem gróðafyr-
irtæki. Umsetningin í Hótel Babylon var geisileg.
Racksole var hálftíma að komast inn í það, sem
þvottana snerti, og var það þó ekki nema eitt at-
riði af hundruðum, og alls ekki með þeim stærri.
Einnig var sú list að reikna út matarforðann og
hlutfallið milli hráefnanna, sem keypt voru og
tölu máltíðanna, sem framreiddar voru í borð-
salnum, mjög flókin og vandasöm. Þegar Rack
sole hafði áttað :sig á henni, kom hann strax með;
endurbótatillögur og það leiddi aftur af sjer lang-
ar, fræðilegar viðræður og allskonar útúrdúra út
frá þeim, þangað til Felix Babylon gat ekki að
sjer gert, og geispaði.
Racksole leit á gyltu klukkuna á arinhillunnL
— Nú, hvert í veinandi! sagði hann. — Klukk-
an ekki nema orðin þrjú! Jeg bið yður afsaka
mig, hr. Babylon, að jeg skuli hafa haldið yður
svona vitleysislega lengi uppi.
— Jeg hefi ekki lifað ánægjulegra kvöld árum*
saman. Þjer hafið gefið mjer tækifæri til að tala
um það, sem mjer þykir skemtilegast af öllu. Það?
er jeg, sem ætti að biðja afsökunar.
Racksole stóð upp.
— Eift vildi jeg gjarnan spyrja um, sagði Baby-
lon. — Hafið þjer nokkurntíma áður skift yður
af gistihúsarekstri?
— Aldrei, svaraði Racksole.
— Þá hafið þjer komist á yðar rjettu hillu r
lífinu. Þjer hefðuð getað orðið óviðjafnanlegur á
þessu sviði. Þjer hefðuð getað komist langt fram
úr mjer, sem þó er fremstur, enda þótt jeg hafi
aðeins eitt gistihús en sumir mörg. Hvers vegna
hafið þjer aldrei rekið gistihús, hr. Racksole?
— Það má hamingjan vita, svaraði hann hlæj-
andi, — en þjer eruð að smjaðra, hr. Babylon.
— Jeg, að smjaðra? Þetta getið þjer sagt af því
Jpjer þekkið mig ekki. Jeg smjaðra aldrei fyrir
neinum manni, nema kannske einstöku sinnum
fyrir einhverjum sjerlega tignum gesti. Og þá
kemur það líka niður á reikningnum hans áður
en lýkur.
— Vel á minst, tigna gesti — mjer er sagt, að
tveir þýskir þjóðhöfðingjar sjeu að koma hingað
á morgun.
— Það er satt.
— Gerir maður nokkuð stáss í því tilefni? Tek-
ur maður á móti þeim með bukti og beygingum
við dymar eða nokkuð þessháttar?
— Ekki er það nauðsynlegt. Nema maður þá
vilji það sjálfur. Nútíma gestgjafi er ekki eins og