Morgunblaðið - 02.03.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.03.1935, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 2. mars 1935* Nyir kaupendur að „Æskunni“ fá í kaupb. síðustu jólabók. (sölu- verð 1 kr.) og Silfurturninn (sölu- verð 75 aur.). Hafið þið sjeð Æsk- una í nýju fötunum. — Óskað er eftir duglegum unglingum til að safna áskrifendum. Náið í áskrift- arlísta á afgreiðslu blaðsins og vinnið fyrir verðlaun, sem dug- legir safnarar geta fengið. Nán- ara í síma 3242. - ' ■■' ■'1 - 1 ■'1 — Svona stattu nú ekki þarna og ljúgðu því að þú sjert ódrukk- inö. •r: ••••!•............. v.v.vjLíL Ný stórýsa. í dag 0.10 % kg. Fiskbúðin Frakkastíg 13. Saltkjöt, baunir, hangikjöt, kartöflur í hálfum og heilum pok- um. Sendum heim. Barónsbúð, Hverfisgötu 98. Sími 1851. • Postulíns kaffistell, matarstell og bollapör með heildsöluverði, Laufásveg 44. Nýkomið úrval af barnafatnaði. Telpupeysur frá kr. 2.75, drengja- peysur alullar, frá kr, 4.50 og mflrgt fleira í Versl. Guðrúnar !>órðardóttur, Vesturgötu 28. Fermingin nálgast. Pantíð í tíma. Saumalaun mjög lág ef efni og alt er tekið í Versl. Guðrúnar Þórðardóttur, Vesturgötu 28. Kápuefni mjög falleg á börn og fullorðna. Kápufóður og hnappar. Ullarkjólaefni, silkisokkar, spejl- flauel, margir litir, undirföt og sloppar, margt er tíl í Versl. Guð- rúnar Þórðardóttur, Vesturgötu 28. Kjötfars og fiskfara, heimatilbú- 45, fasst daglega á Fríkirkjuvegi í. Sími 8227. Sent heim. Kensla í bókbandi. Get bætt við nokkrum nemendum. Til viðtals á vinnustofu minni kl, 1—7. Rósa V!f* Þorleifsdóttir, Lækjargötu 6 B. (Gengið gegnum gleraugnasöluna) Nýja fiskbúðin, Brekkustíg 8, selur ódýran fisk aðeins 7 aura y2 kg. af stútung. Sími 1689. Opið allan daginn. Bolludagur, Rjómabollur, romm- bollur, krembollur, súkkulaðiboll- ur, rúsínubollur, vínarbollur, hveiti bollur. Fást sunnudag og bolludag. Munið eftir að „Freia“-bollur eru altaf bestar. Gjörið svo vel að senda pantanir yðar tímanlega. „Freia“, Laugaveg 22 B, sími 4059. „Freia“, Laufásveg 2. Sími 4745. Það spillir ekki ánægju Bollu- dagsins að hafa „Freia“-fiskbollur í miðdagsmatinn. „Freia“, Laufás- vegi 2. Sími 4745 og Laugavegi 22 B. Sími 4059. , Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024 1456, 2098, 4402 hafa verið, eru og verða, bestu fiskisímar bæjar ins. Hafliði Baldvinsson. Bæjarbifreiðar Sleindórs, þykja ágætar, akið í þeim innanbæjar* sími 1580. Bifreiðastöð Sfeindórs. Nokkur skrifstofuherbergi í miðbænum til leigu, einnig hentug fyrir læknastofur,.,, hárgreiðslustofur eða saumastofur. Upplýsingar í síma 3341, milli 12 og 2 og 7—9. \ BABVLON. 36. átti að láta skipið fara fulla ferð, hvað sem á dyndi. Maðurinn virtist vera bæði sterkur og vilja- fástur, og prinsinn var í vandræðum, hvað gera skyldi. Hann bar upp fleiri spurningar, með þeim einum árangri, að maðurinn gerðist þögull og ön- ugur. Aribert prins miðaði árangurslaust skamm- byssunni og jafn árangurslaust sagði hann mann- inum, að dóttir auðkýfingsins Racksole hefði verið burtnumin af Tom Jackson, en önugi skipstjórinn aagði bara, að það kæmi sjer ekki við; hann hefði sínar skipanir og eftir þeim færi hann. Hann bað prinsinn hæðnislega að gera svo vel að muna, að fiann væri skipstjóri á sínu skipi. — Það dugar víst ekki að skjóta hann, sagði prinsinn við Nellu. — Náttúrlega gæti jeg skotið gá't á löppiua á honum, en það er vafasamt, hvort það gagnar nokkuð. — Það getur verið áhætta og er ekki rjett gagn- vart skipstjóranum, sem er svona skyldurækinn, sagði Nella. — Auk þess gæti öll skipshöfnin snú- ist gegn okkur. Nei, við verðum að finna upp á einhverju öðru. — Mjer þætti gaman að vita, hvar skipshöfnin er, sagði prinsinn. Rjett í því bili skeði það, að Jackson, sem lá bundinn á þilfarinu, tók að sýna lit á því að rakna upp úr rotinu. Augu hans opnuðust og hann leit vajidræðalega í kring um sig. Loks kom hann auga á prinsinn, sem nálgaðist hann og var ekkert að leyna skammbyssunni, sem hann hafði í hendinni. — Eruð þjer þarna, tautaði hann veiklulega. Hvað eruð þjer að gera hjer á skipinu? Hver hefir bundið mig svona? — Sjáið þjer nú til, sagði prinsinn. — Jeg kæri mig ekki um neinar umræður, en þessi skúta verð- ur að snúa við til Ostende tafarlaust, og þar verði'ð þjer afhentur yfirvöldunum. — Já, einmitt? hvæsti Tom Jackson. — Hæ, André, láttu setja þessi tvö í skipsbátinn. Þetta var einkennilegt ástand. Prinsinn, sem gat ekki reitt sig á neitt nema skammbyssu Nellu, vissi ekki hvort hann ætti að stæla um þetta leng- ur, eða taka þessu tilboði. — Við skulum taka skipsbátinn, sagði Nella, — við komumst til lands á klukkutíma. Prinsinn fann, að hún hafði á rjettu að standa. Að yfirgefa skipið þannig var að vísu skammar- legt, og var sama sem, að Thomas Jackson slyppi. En hvað var annað hægt að gera? Prinsinn og Nella voru annar flokkurinn þarna á skipinu, og þau vissu, hvað þau sjálf gátu, en hins vegar ekki, hvað andstæðingarnir kynnu að geta. Þau höfðu að vísu óvinaforingjann í böndum, en hvaða gagn var jafnvel í því að kefia hann, ef skipstjórinn sýndi sömu þverúð áfram? Auk þess var óráðlegt að fara að skjóta af handahófi, og enginn vissi, hvað það gæti af sjer leitt. — Við tökum skipsbátinn, sagði prinsinn við skipstjórann. Bjalla hringdi niðri undir þiljum og svertingja- strákur kom upp á þilfarið. Skrúfan hægði á sjer, og skemtiskipið stað- næmdist. Skipsbáturinn var því næst látinn síga niður. Þegar prinsinn og Nella voru að koma sjer ofan í hann, sagði Thomas Jackson, þar sem hann lá bundinn. — Verið þjer sælar, við sjáumst aftur seinna, getið þjer verið viss um. Á næsta augnabliki voru þau í skipsbátnum og hann kominn af stað. Skrúfa skipsins buslaði í sjónum og fallega skipið yfirgaf þau. Þá sáu þau mann standa aftur á. Það var Thomas Jackson, sem hafði verið leystur úr fjötrum sínum. Hann hjelt hvítum vasaklút að eyranu og kvaddi báts-- verja með tvíræðu brosi. Jules hafði beðið fyrsta ósigurinn á ævinni; eða ef til viill rjettara að segja, að hann hafði verið sleginn út af laginu í bili, því menn eins og Jules láta ekki siigrast. Það var eins og einkenni á hans heppni, að einmitt nú, þegar hann haf'ði verið staðinn að alvarlegu broti gegn borgaralegum lögum, skyldi hann geta komist undan, án þess að láta eftir sig nokkurt spor. Sjórinn var blár og kyr í morgunsólinni. Skips- báturinn vaggaði sjer letilega á öldunum frá skjps- skrúfunni. Þegar þokuslæðingnum bljes burt, sást ströndin greinilega, svo að Ostende virtist ekki vera nema hundrað faðma í burtu. Hvíta hvelf- ingin á spilabankanum glitraði við himin, og reyk- urinn sást frá eimskipunum á höfninni. í hafnar- mynninu var fjöldinn allur af fiskibátum með brúnum seglum, sem voru að snúa til borgarinn- ar með næturveiði sína. Marglitu baðvagnamir sáust í fjörinni, svo vel hefði mátt telja þá. Alt virtist í lagi og með kyrrum kjörum. Það var erv- itt fyrir Nellu og fjelaga hennar að hugsa sjer, að nokkuð óvenjulegt væri nýskeð. En þarna var skemtiskipið, ekki mílu vegar frá þeim, til að minna þau á, að óvenjulegir viðburðir væru rjett nýlega um garð gengnir. Skemtiskipið var engin draumsýn og því sí'ður ógeðslegi maðurinn, sem stóð á þilfarinu og horfði á þau. — Jules hef:ir sjálfsagt verið of hræddur og að- þiengdur til að spyrja mig, hvernig jeg hafi kom- ist um borð, sagði prinsinn, og lagði út árar. — Já, hvernig komust þjer um borð? sagði Nella, og andlit hennar Ijómaðii. — Jeg var næst- um búin að gleyma að hugsa um þáð. — Jeg verð að byrja á byrjuninni, til þess að geta sagt frá því, og það tekur svo langan tíma, að það verður víst betra að fresta frásögninni þangað til við erum komin í land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.