Morgunblaðið - 19.03.1935, Síða 6
0
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 19. mars 1935^
Höllin í Versölum, þar sem friðarsamningarnir voru undirskrifaðir.
tJr verstððvunum.
18. mars. FÚ-
V estmannaey j ar.
Ofsaveður af austri var í dag
í Vestmannaeyjum. Ellefu bátar
fóru í róður. Tveir þeirra sneru
aftur og 5 voru komnir úr róðri er
skeytið var sent klukkan 17,30 í
dag. — Varðskipið Þór, sem var
statt 8 sjómílur suðvestur af Þrí-
dröngum segir í skeyti, sem var
þá nýkomið, að það hafi sjeð 6
báta á sjó.
Samkvæmt skýrslu yfirfiskimats
mannsins til frjettaritarans hafa
aflast í Vestmannaeyjum frá 1. til
15. þ. m. 993.380 kg. fiskjar.
Ógæftir hafa verið en afli jafn-
an ágætur þegar hefir gefið á
sjó. — Saltlítið hefir verið undam
farið í Vestmannaeyjum. Salt-
skip sem kom síðastliðinn föstu-
dag liggur enn óaffermt sakir
óveðurs.
Akranes.
Allir bátar hjer á Akranesi hafa
róið síðustu daga og fiskað fremur
vel. Hæst var í dag 25—30 skp.
Fimtánda þ. m. var Hafþór sem
er aflahæstur, búinn að salta 400
skp. — Línuveiðarinn Ólafur
Bjarnason lagði á land í dag 200
skp. eftir 13 daga útivist. — Nova
lestaði í dag 400 tunnur söltuð
hrogn.
j um á flekum yfir verstii skafl-
J ana. Frá Grænumýri til Blöndu
; óss er gott færi.
j Bílnum er ætlað að ganga
frá Blönduósi suður til Holta-
vörðuheiðar þegar bílfært er,
þangað til bílfært verður til
Suðurlands.
Þorfinnur Jónsson
í Baldurshaga.
Heldur fanst ’ann
þykkjuþungur
þegar í æsku
en hreinn og beinn.
Og þegar maður enn er ungur,
ægifríður, röskur sveinn,
skyldi enginn um það dæma
hver örlög skyldi honum sæma.
Dagbók.
□ Edda 59353197 — Fyrirl.
I.O.O.F. = O b 1 P = 116319874
= 83/4 Hr. st.
Veðrið í gær: Lægðarsvæði yfir
hafinu fyrir sunúan ísland og virð
ist það vera á hægri hrevfingu
nörðvestur eftir. Við S-ströndina
er A-stormur (Vestm.eyjum 10
vindstig), en annars er vindur
allhvass A um alt land og dálítil
snjókoma Austanlands. Hiti er
um 0 st. vestanlapds en 1—2 st.
frost nyrðra og eystra.
Veðurútlit í Rvík í dag. Hvass
A og síðan hægari SA-átt. Slýddá
eða rigning.
Röskur maður reis í sveitum
ramefldur um kraft og mál,
og þótt vjer æði lengi leitum
leitun mun að þvílíkt stál
eins og þar var saman soðið
sálar og líkams muni boðið. 1
Örlög ráða, örlög fel.la
ösp og minsta beitilyng.,
Og þegar lífsins þrumur svelfa
þá er líkt um brot og hring.
En ekki má þó minna vera j
en minst sje þín —
og skal það gera.
Árni Óla.
Páll Sigurðsson
fer á bíl norður yfir
Holta vörðuheiði.
Blönduósi 17. mars FÚ.
S.l. föstudag fór Páll Sig-
urðsson bílstjóri af staf úr Rvík
í 18 manna bíl með 2 menn til
aðstoðar áleiðis til Blönduóss.
Var hann 15 stundir frá Rvík
að Þyrli á Hvalfjarðarströnd.
Vegurinn var snjólaus á þeirri
leiíj en sandskriður og grjót-
skriður höfðu fallið á veginn.
Frá Hvalfirði fór hann til Akra
ness og út fyrir Hafnarfjall,
og var vegurinn sæmilegur frá
Þyrli til Fornahvamms. Þaðan
gekk ferðin allvel norður að
Sæluhúsi, en frá miðri heiði
og norður til Grænumýrar var
færi slæmt og óku þeir bíln-
Roosevelt starfsamur maður.
Amerísku blöðin. lofa Roosevelt
forseta fyrir starfsemi og dugnað,
enda vinnur hann sliturlaust frá
morgni og langt fram á kvöld.
Kl. 8y2 fer hann á fætur og
snæðir morgunverð um leið og
hann les blöðin. Kl. 10^ fer hann
á skrifstofu sína og vinnur þar
viðstöðulaust til kl. 6 að kvöldi,
með stuttu matarhlje um hádegis-
bil. Rúmlega sex fær liann sjer
hressandi sund í lauginni í Hvíta
húsinu. Og að loknum miðdegis-
verði vmnur hann af kapþi til
klukkan að ganga tólf; þá geng-
ur hann til hvíldar. Læknir Roose-
velts segir, að hann viti ekki hvað
! það sje að vera taugaóstyrkur.
fHann sje aldrei uppstökkur, kom-
ist aldrei út af jafnvægi, hvað sem
1 á dynji.
Thor Thors, alþm,
! í víðsjá blaðsins í dag birtist
fyrri hluti framsöguræðu 'l’lior
Thors alþm., er hann flutti á Al-
! þingi, þegar fmmvarp um stofnun
atvinnudeildar við Háskólann var
lagt fyrir þingið, en fruinvarp
þetta er eitt af merkustu nýmæl-
um, sem fram hafa komið á Al-
þingi.
Samtíðin. Eggert, P. Briem bók-
sali, hefir keypt tímaritið 8ain-
tíðina af útgáfuf jelaginu. H.f.
Höfundur, og er komið út 1. liefti
2. árgangs, og hafa verið gerðar
ýmsar brevfingar á útgáfunni. t
þessu fyrsta hefti hefst saga eftir
Hans Fallada, grein um ljóðabók
Tómasar Guðmundssonar „Fagra
veröld“ eftir Sigurð Skúlason
magister,. o. m. fl„ t- d. Múnch-
hausen ræðir tolla og haftamál
(úr Economist).
Skýrsla Náttúrufræðifjelagsins,
fyrir árið 1935 er nýkomin út.
Þar eru, tvær æfiminningar um
látna náttúrufræðinga. Dr. Bjarni
Sæmundsson ritar um Johs Sch-
midt, fískifræðinginn víðkunna, er
um langt skeið hafði umsjón með
SlðiisiæðismeflD!
Hjósið í dag í útvarpsráðl
Híósið B-listann.
Kjörstofa úfvarpsins á
Lækjartorgi I er opin
frá kl. 10-12 og kl. 1-7.
fiskirannsóknum Dana hjer við
land. En Jóhannes Áskelsson rit-
ar um Guðm. heitinn Bárðarson.
Þá eru í ritinu reikningar f jelags-
ins og fjelagatala, og skýrsla um
Náttúrugripasafnið. Aðsókn að
safninu var árið 1934, svipnð og
árið áður. Alls komu þangað 9830
manns á árinn. Dr. Bjarni Sæ-
mundsson ritar um nýjungar í
dýraríki íslands, nýja og fásjeða
fugla og fiska. Steindór Steindórs
son ritar um Flórunýjungar 1934,
sem aðallega eru frá ferðum hans
um Möðrudals-. og Brúaröræfi,
Melrakkasljettu og Mývatnssveit.
Jóhannes Áskelsson skýrir frá at-
hugunum sínum á sævarminjum á
Tjörnesi. Og að lokum er skýrsla
Magnúsar Björnssonar um fugla-
merkingar og árangur þeirra árin
1933 og ’34.
Aðalfundur Bókbindarafjelags
Reykjavíkur verður haldinn í Bað-
stofu iðnaðarmanna í kvöld ld-
8% síðd.
Franskur togari kom í gær að
fá sjer kol.
Útvarpskosningin. í gærkvöldi
höíðu Í9Ö1 útvarþshötendur neytt
atkvæðisrjettar síns.
Bansleik heldur fjelagið „Ang-
]ia“ á morgnn í Oddfellowhúsinu
fyrir yfirmenn af enska her-
skipinu „Godetia“.
Henrik og Pernilla. Þessi leikur
verður sýndur í Iðnó kl. 8% í
kvöld í seinasta sinn.
Húsmæðrafjelagið heldur fund
í Nýja Bíó kl. 4 í dag. Eru þar
mörg áríðandi mál á dagskrá. —
Nýjar fjelagskonur vélkomnar.
Ort við andlátsfregn síra Björns
Þorlákssonar:
Mörg hefir Iifað æfi ár
andans jöfur slingur,
fáir þó sjeð þig fella tár
frækni Þingeyingur.
Álfkona.
Heiðurssamsæti var síra Pálma
Þóroddssyni og konu hans haldið
í Hofsós á laugardaginn. Yar þeim
afhentur minningargripur, hóka-
hylla, útskorin af Ríkharði Jóns-
syni. Síra Pálmi sagði af sjer
prestþjónustu síðastliðið sumar.
Skíðanámskeið stendur yfir í
ísafirði. Snjólaust er í þygð, en
ágætt skíðafæri í Selfjalladal.
Öldin, heitir nýtt Stúdentablað
sem hefur göngu sína í dag. Út-
gefendur eru nokkrir háskólastú-
dentar, en ritstjórar þeir Arn-
Ijótur Guðmundsson stúd. jur. og
Óskar Bergsson stúdent. í formála
segir svo: — Rit það, sem hjer
hefur göngu sína, á ekki aðeins að
ná til takmarkaðs hluta stúdenta,
en til ætlast, að það nái alment
til akademiskt mentaðra manna,
og að í því sjáist nöfn sem
flestra þéirra, án, tillits til þess,
hvar þeir skipa sjer í daglegum
stjórnmáladeilum. Mörg áhugamál
stúdenta eru þannig vaxin, að
þeir geta staðið saman um þau,
þótt þeir hafi mismunandi stjórn-
málaskoðanir, og mun ritið etiár
megni taka þau mál til meðferífe*
og þá einkum helstu hagsmuua-
málin. Greinar í þessu fyrsta heHi
eru meðal anuars: Löggjöf og'
lögfræðingar eftir Einar Ásmunds-
son, Ræða, sem sendiherra Dama?-
Fontenay, flutti við vígslu
Stúdentagarðsins. Þá er grein uxu
háskólalóðina eftir próf. Guðut,:,.
Haunesson. Um reykvíska leikam
eftir Lárus Sigurbjörusson, o. xn.
fl. Ritið er í hentugu broti Of.
mjög aðgengilegt.
Víðavangshlaup drengja verðiar
háð sunnudaginn fyrstan í samri
(28. apríl). Kept verður n
drengjahlaupsbikarinn, liandhafei
Knattspyruufjelag Reykjavílmr;
Öllum fjelögum innan í. S. í. er
heimiluð þátttaka. Þátttakendur
gefi sig skriflega fram við stjóru
Glímufjelagsins Ármann, fyrir 21»
apríl n. k.
Fimleikaképpni um farandbi'kar
Oslo Turnforening, verður háð 1 í
f iinleikasal Austurbæ jarskólans,
sunnudaginn 28. apríl. Handliali
bikarins nú, er Glímufjelagið Ájr-
mann. Öllum fjelögum innan X. S-
f. er heimiluð þátttaka. Flokkar
þeir, sem ætla að taka þátt í
keppninni verða að senda stunda-
skrá flokksins, ásamt nöfnum
keppenda, eigi síðar en 14. aprSt
n. k„ td stjórnar Glímufjelagsius
Ármann.
Einmennings keppnin um fim-
leikabikar í. S. í. verður háð i
fimleikasal Au s t, u r b æ ja rsk ól aa»,
sunnudaginn 5. maí. HandhaS
bikarins nú, er Sigurður Norðdahl
úr Glímufjelaginu Ármann. Öllunsv
fimleikamönnum innan í. S. í. er
heimiluð þátttaka. Þátttakendw
sendi stundaskrá sína ásamt nöfix-
um til stjórnar Glímuf jelagsúw
Ármann, fyrir 21. apríl n. k.
Togararnir- f gær komu af veið-
um Max Pemberton með 108 föt
lifrar, Baldur með 70, Hilmir með
42 og Skallagrímur með 72 föt
lifrar.
Fjórir dagar eru nú aðeins þaxxg
að til kosningu í útvarpsráð er
lokið. Komið því sem fyrst og
kjósið B-listann.
Atvinnudeilurnar í Danmörk,
Samningaumleitanir milli fjelaga
sjómanna, útgerðarmanna og at-
vinnuveitenda á sunnudagsnótt
leiddu td þess að samið var frúBct-
varp að nýjum samningagrundr-
velli, sem fulltrúar málsaðila mæla
með, og verður frumvarpið nú
lagt fyrir stjórnir fjelaganna.
(Sendiherrafrjett).
Dómur hefir verið kveðinn upp
yfir skipstjóranum á enska tog-
aranum Baltha/ar frá Hull, sem
Ægir tók við Öndverðarnes. Var
skipstjórinn sektaður um 5000
krónur fyrir ólöglegan umbúnað
veiðarfæra, en afli og veiðarfæri
gert upptækt. Skipstjórinn hafði
verið sektaður í ísafirði fjnrlr
fimm árum fyrír landhelgisbrot.