Morgunblaðið - 19.03.1935, Side 8

Morgunblaðið - 19.03.1935, Side 8
8 MPRGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 19. mars 19351. 1 Smá-auglðsingai BÓKBANDS-VINNUSTOFA mír er í Lækjargötu 6 B (geng- íð inn um Gleraugnasöluna). A/ir.a Flvgenring. „Spirella“. Munið eftir hinum viðurkendn Spírella-lífstykkj- urr. Þau eru haldgóð og fara vel við iíkamann. Gjöra vöxt- inr. fagran. Skoðið sýnishorn á Bergstaðastræti 14. Sími 4151. Tn víðtals kl. 2—4 síðd. Guð- rún Heígadóttir. ........................... Vorið nálgast. Munið að hag- nýta yður Hattasaumastofuna, ' Laugaveg 19, sem tekur að sjer JjHojrgtítlblít að hreinsa, lita og breyta öllum gömlum dömu- og herrahöttum í nýtískulag. Öll vinna unnin af, faglærðu fólki. Sími 1904. Lokaður barnavagn, í góðu standi, óskast til kaups. Sími 9142. Fermingin nálgast. Pantið í tíma fermingarkjóla, eftirkjóla og kápur, alt á sama stað fáið þið mjög ódýrt í versl. Guðrún- ar Þórðardóttur, Vesturgötu 28. : Nýkomið mikið og fallegt úrval af barnafötum, drengja- blússum og telpupeysum og ; sokkum. Einnig kápuefni mjög falleg. Alt ódýrast í verslun Guðrúnar Þórðardóttur, Vestur- götu 28. — Hjálp, lijálp, það liefir bíll ekið yfir œig. — Já, Itver hefir ekki þá sögu að isegja. Fallejr kjóla- og blússuefni. Undirföt, mikið úrval. Vor- hanskarnir nýkomnir. Versl. Guðrúnar Þórðardóttur, Vestur- göti 28. Maturinn á Café Svanur er góður og ódýr. Til leigu stórt og gott her- bergi 1. apríl, áður Rakarastofa Jóhanns Jóhannssonar, Hótel Björninn, Hafnarfirði. Duglegan sjómann vantar strax á vjelbát í útveri. Uppl. á Hallveigarstíg 2, kl. 12—1. Besta Kjöt- og Fiskfarsið fæst ávalt nýlagað á liverjum morgni. Mfllnersbtkll, Laugaveg 48. Sími 1505. Hflr ksupendur að Morgtinblað* ina fá blaðið ó- keypis tíl næst- kotnandi mán- aðamóta. — — Pantíð blaðið í sima 1600. JRovsttttlkladtd Hár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan húning. Verð við allra hæfi. Versl. Goðafoss Laugaveg 5. Sími 3436. EQQERT Cf-AESSEN Vonarstxwtf 10. Eftir beiðni bæjargjaldkera Reykjavíkur, og að imd-- angengnum úrskurði, verður lögtak látið fram fára fyrir- I ógreiddum fasteigna- og lóðargjöldum, með gjalddaga 2.. jan. s. 1. ásamt dráttarvöxtum af þeim, að átta. dögjmu liðnum frá birting-u þessarar auglýsingar. Lögmaðurinn í Reykjavík, 18. mars 1985. Bförn Þórðar§on. BABTION. 47. anu í blöðunum. I stuttu máli voru þessir leiðin- legu atburðir umliðnir. Aðeins gengu Jules, Rocco og ungfrú Spencer ennþá laus, en lík Dimmocks var komið 1 ættargrafreitinn í Posen. Og svo var því miður viðtalið við Sampson Levi enn eftir. Það var enginn vafi á því, að ýmislegt hvíldi ennþá þunglega á huga furstans. Hann virtist eins og; vera utan við sig. Þrátt fyrir viðburðina, sem áður er getið, sem ætla mætti að hann þyrfti sitt- ,hvað um að tala við frænda sinn, var hann ótrú- tega þögull við Aribert prins. í hvert skifti sem Ostende var nefnd á nafn, tókst honum einhvern- veginn að eyða talinu, og Aribert var engu nær jíausninni á leyndarmálinu nú en hann hafði verið. Éugen var það vitanlega ljóst, að hann hafði verið tekinn til fanga fyrir milligöngu konunnar með rauða hattinn, en vafalaust skammaðist hann sín i t fyrir að hafa látið leika á sig, og vildi því ekki frekar á það minnast. s — Ætlarðu að taka á móti honum hjerna inni, Eugen? spurði Aribert. — Já, svaraði hann hálf-önugiega. — Því ekki jþað,? Þó jeg hafi ekki fylgdarlið með mjer, get ifeg eins vel veitt áheym á sæmilegan hátt.. Þú getur farið, Hans. Gamli skósveinninn flýtti ^sjer að hverfa. — Aribert! sagði furstinn, þegar jþeir frændur voru orðnir einir, — þú heldur, að jég sje geggjaður? — Góði Eugen, vertu ekki með svona vitleysu, sagði Áribert. — Eins og jeg segi, heldur þú, að jeg sje vit- ■daus. Þu heldur, .að þetta heilabólgutilfelli hafi haft . varanleg áhrif á mig. Nú, kannske er jeg líka vit- JTatis. Hver veit? Guð veit að minsta kosti, að jeg ffefi upplifað nóg upp á síðkastið, til að verða vit- íaus af. Aribert svaraði engu. Ef satt skal segja, hafði Konum meir en dottið í hug, að heilli Eugens fðenda síns væri ekki fullkomlega kominn í lag eftir veikindin. Hinsvegar nægðu þessi orð Eugens tfl þess að fá hann til að trúa því, áð hann væri með fultu viti. Hann þóttist sannfærður um, að ef hann aðeins gæti unnið traust Eugens, þettta bróð- urlega traust, sem áður hafði altaf verið þeirra á milli, gæti alt komist í lag aftur. En eins og á stóð, var ekkert útlit fyrir, að Eugen ætlaði sjer að treysta nokkrum lifandi manni. Ungi furstinn var nýsloppinn úr dauðans dal, en það leit út fyrir, að ennþá hengju skuggarnir þaðan alt í kring um hann, og hann virtist ekki geta dreift þeim. — Vel á minst, sagði Eugen alt í einu, — jeg verð að launa þessum Racksole-feðginum eitthvað. Jeg er að hugsa um að gefa stúlkunni gullarmband og föður hennar þúsund sterlingspund. Gæti það ekki gengið, heldurðu? — Guð minn almáttugur, góði Eugen! æpti Ari- bert orðlaus af undrun og skelfingu. — Þúsund pund !!! Þú veist kannske ekki, að Theodore Rack. ríkur, og gæti keypt Posen með þjer og öllu saman án þess að nokkur fjara sæist í vasa hans. Þúsund pund, þó-þó! Þá skaltu heldur gefa honum sex pence! — Hvað get jeg þá boðið honum? — Ekkert annað en þakklæti þitt. Hvað annað, sem þú tækir fyrir að bjóða honum, væri móðgun. Þú verður að athuga, að þau eru ekki venjulegt hótelfólk. — Get jeg ekki einu sinni gefið litlu stúlkunní armband? spurði Eugen og hló kuldalega. — Aribert leit fast á frænda sinn. — Nei! sagði hann með áherslu. — Hvers vegna varstu að kyssa hana, þarna um póttina? spurði Eugen kæruleysislega. — Kyssa hverja? spurði Aribert reiður og rjóð- ur, enda þótt hann gerði sitt ýtrasta til að láta ekki á neinu bera. — Racksole-stelpuna. — Hvenær, meinarðu? — Jeg meina, svaraði Eugen, — þarna um kvöldið í Ostende, þegar jeg var veikur. Þú hjelst að jeg lægi í óráði, og kannske hefir það líka ver- ið. En einhvern veginn man jeg nú þetta fyrir víst. Jeg man eftir, að jeg lyfti rjett snöggvast höfð- inu frá koddanum og einmitt á því augnabliki kystir þú hana. Já, svo var nú það, Aribert frændi. — Hlustaðu nú á mig, í guðs bænum. Jeg elska Nellu Racksole og ætla að giftast henni. — Þú ? ? Eugen gerði langa þögn og hló síðan;. — Já, svona tölum við allir í fyrstunni. Nokkrum. sinnum hefi jeg gert það sjálfur, kæri frændi; það ' hljómar ósköp fallega, en. maður meinar ekkert með því. — í þessu tilfelli meina jeg alt með því, Eugen,, sagði Aribert rólega. Einhver alvara var í rödd Ariberts, sem gerðL það að verkum, að Eugen varð alvarlegri. — Þú getur ekki fengið að eiga hana, sagði hann. — Keisarinn leyfir aldrei, aði prtíis gangi að eiga auðmannsdóttur. — Keisaranum. er það mál óviðkomandi. Jeg: ætla að afsala mjer rjettindum mínum, og- verða. óbreyttur borgari. — Konan mín er nógu rík. Þegar hún veit hverju jeg fóma hennan veigna, hikar hún ekki við að afhenda mjer eignir: sínar. til isameigihlegra nota fyrir okkur, sagði Aribert,,og var; ósveigjan- legur. — Já, þú verður náttúrlega ríkur, sagði Eugen og fór að hugsa um auðæfi Racksolé. — En hefirðu hugsað um hitt, sagði hann og augun leiftruðu, eins og hann væri að sleppa sjer,. — hefirðu hugsað um það, að jeg er ókvæntur og get dáið hvenær, sem er, og þá erfir þú ríkið? — Jeg kem aldrei til að erfa ríkið, sagði Ari- bert. — Þú ert kominn yfir sjúkdóminn, og hefir- ekkert að óttast.. — Það er næsta vikan, sem jeg óttast,. sagði Eugen. — Næsta vika? Hvers vegna það? — Jeg veit ekki hvers vegna. En jeg er hrædd-- ur við næstu sjö daga. Ef jeg lifi þá af..... . — Hr. Sampson Levi, yðar hátign! tilkynti Hans, í dyrunum. Eugen fursti hrökk við. — Jeg vil tala við hann! sagði hann og benti Hans, eins og til að gefa í skyn, að maðurinn mætti koma inn þegar í stað. — Má jeg tefja þig eitt augnablik fyrst, sagði; Aribert og lagði höndina hægt á handlegg frænda síns, og leit um Ieið til Hans þannig, að hann þaut. eins og örskot út úr dyrunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.