Morgunblaðið - 22.03.1935, Side 3

Morgunblaðið - 22.03.1935, Side 3
Föstudaginn 22. mars 1935. MORGUNBLAÐIÐ Æsingar meðal Evrópuþjóða svipaðar og fvnr friðslitin 1914. Frakkar því nær einhuga með hernaðaráformum Flandins. Þeir treysta bandalag sitt við Rússa. - ]3ö UJ V ssjii: ■'goi MÍ: .ilixk Rúi»ar rasandi út af Berlínarför Sir John Simon Franska stjórnin. Flandin í miðju. 1 tiW yjC'i, KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Herskyldulögin í Þýskalandi valda æ meiri æsingum og ýmsum stórmerkum viðburðum. Frakkland hefír sent Þýska- landi harðorð mótmæli gegn kerskyldunni þar og hvern'g Þjóðverjar hafi rofið með henni Versalasamningana. Búist er víð að Mussolini seadi Þjóðverjum einnig mót- mæli í dag. Á laugardaginn verður hald- ínn í París sameiginlegur fund- ur stjórnmálafulltrúa Frakka, Breta og itala, áður en Sir John Simon leggur á stað ti! Berlín. Og eftir komu hans þaðan er ákveðið að stjórn- málamenn þessara þriggja stór velda haldi þar aftur sameig- imtegan fund. Samheldni Frakka á hætt- nniuir stund. Á fundi í öldunga- deild franska þingsins í gær kom fram „sam- heldni allra á þessum hættulegu tímum“, eins og það var kallað. Var þar samþykt traustsyfir- lýsing til stjórnarinnar með 263 atkvæðum gegn 21. Flandin forsætisráðherra hjelt þar ræðu, og var óvenju- lega hvassyrtur og hroðmæltur í garð Þjóðverja. Sagði hann, að al- þjóðarjetti væri ger- samlega kollvarpað, ef hverjum einum leyfðist, eins og Þýskalandi, að rjúfa saroninga. Flandin skýrði frá því, að Frakkar hefði haft 735.000 manna her árlð 1913, en nú hefði þeir aðeins 35.000 manna her. Þjóðverjar þættust hafa afvopnað, en hefði vopnast á bak við tjöldin. Margir ræðumenn tóku það skýrt fram, að nú væri nauðsynlegt fyrir Frakkland að auka vígbúnað sinn, og gera öflug bandalög við aðr- ar þjóðir gegn Þýska- landi. Hernaðarbanda- lag Frakka og Rússa. Á ráðherrafundi í París hef- ir það verið samþykt að Laval skuli fara til Moskva. Er það sýnilegt, að erindi hans þangað á eingöngu að vera það, að koma á föstu hern- aðarbandalagi milli Frakka og Rússa. Það er búist við því að franska stjórnin muni fara fram á 1600 miljóna franka fjárveitingu til þess að auka og bæta flugherinn franska. Símskeyti frá Berlín hermir það, að Þýska- land vísi algerlega á bug mótmælum Frakka, og eins því, að Þjóðabanda lagið fari að blanda sjer í ákvarðanir Þjóðverja um herbúnað. Það er nú svo mikil æsing í sambúð Þýska- lands og Frakklánds, áð það stappar ískyggilega nærri því, sem var fyrir friðslitin 1914. Rússar brí^sla Englendinguiti" um fíllskap. Símskeyti frá London segir að Rússar sje fokreiðir út af því að Sir John Simon fer til Berlín, ofan á það að Þjóð- verjar hafa rofið sarnninga. Ýmsir mektarmenn í Moskva vilja helst út af þessu, að Sir John Si- mon hætti algerlega við það að fara til Moskva og sje honum tilkynt, að hann sje þangað óvel- kominn. Stjórnarblaðið Pravda segir að „Englarid hafi á fíflslegan hátt ýtt undir og hvatt Þjó$verja til vígbúnaðar“^' Páll. . ií)... V. •• /'■■*> .’ * . f' 1 Orðsendftng Frakka ftftl Þ)óðver|a. London 21. mars. FÚ. Franski sendiherrann í Bér- lín afhenti von Neurath utah- ríkisráðherra Þjóðverja orð- sendingu frönsku stjórnarinn- ar, þar sem hún mótmælir þeirri ákvörðun þýsku stjórn- arinnar, að hefja útboð og lög- leiða herskyldu í landinu, og auka herinn upp í 36 deildir. Nokkru síðar afhenti sendi- herra ítala von Neurath orð- sendingu ítölsku stjómarinnar. Orðalag frönsku orðsending arinnar yar birt í dag, er þar fyrst minst á yfirlýsingu Þýska l^nds 16. mars og þá yfirlýs- ingu stjóraarinnar, sem kom fram- - yikjJ,, um að setja skyldi á stofn flugher. Franska stjórnin heldur því fram, að þessar ráðstafanir báðar sjeu fullkomið. brot á skuldbinding- um Þýsfí^lands í Versalasamn- ing,unuip- Ennfremur segir í hinni frönsku orðsendingu að þær sjeu í mótsögn við yfir- lýsingar þýsku stjórnarinnar, 11. desember 1932, þar sem rlkisstj órn Þýskalands viður- kendi umsvifalaust að þó hún óskaði nokkurra breytinga á vígbúnaðarmálum Þýskalands þá mundi-sú krafa ekki verða sett í framkvæmd, nema með alþjóðasamþykki og þannig að .iafnframt yrði viðurkendar þær öryggisráðstafanir, sem nauðsynlegar þættu. Þá minnir og franska stjórn- in;. þýsku stjórnina á það, að fyrir einum mánuði hefði hún fallist á grundvöllinn, sem vera skyldi undir frjálsum samning- um milli stórveldanna um ör- yggismál ,og jafnframt viðurkent það, að þessir samningar ættu að leiða til meira öryggis, en verið hefði. Franska stjórnin hefði á hinn bóginn gefið til kynna að hún væri ekki ófús á, að fallast á nokkrar breyt- ingar á vígbúnaðar-ákvæðum Þýskalands, sem þá hefðu átt að koma í stað 5 kafla Versala samninganna. En nú hafi þýska stjórnin án nokkurs fyrirvara hafist handa í fullkomnu einræði, með því að í fyrsta lagi, að rjúfa skuld- bindingar sínar samkvæmt ^erðum samningum, og í öðru lagi með því að eyðileggja fyr- iFfíam árangur hinna væntan- legu samninga. Franska • stjórnin heldur því fram, að með þessu sje þýska stjórain orðin ábyrg fyrir því, að friðarmál álfunnar sjeu nú í mestu hættu. ítalir lýsa van- þóknun sinni á ákvörðunum Þjóðverja. ítalska orðsendingin hefir einnig verið birt. Segir þar að ítalska stjórn- in hafi altaf verið því fylgj- andi, að Versalasamningarnir væru endurskoðaðir, en með tilliti til hinnar gerræðislegu framkomu Þýskalands verði ítalska atjórnin að telja það skyldu sína, að lýsa yfir henni sinni fylstu vanþóknun. Enn- fremur kveðst ítalska stjórnin v'erða að líta svo á, aö með þessari framkomu sinni haí» þýska stjórnin hindrað, að cr- yggismál álfunnar verði end- anlega leyst, með alþjóðasam- komulagi. „AÖfftnslur ekki bygöará fifaðreyndnm éé Svar þýsku stjóraarinnar hef- ir enn ekki verið birt, en það þykjast menn vita, að þýska stjórnin telji sjer ekki fært, að fallast á aðfinslur hinnar í- tölsku og hinnar frönsku stjórnar, með’ þeim rökum, að þær sjeu ekki bygðar á stað- reyndum. Þá hefir örðsending fröhsku stjórnarinnar til Þjóðabanda- lagsins ennfremur verið birt í dag. Skorar franska stjórnin á Þjóðabandalagið, með tilvísun til 11. greinar þjóðábandalags- sáttmáians, að láta málið til sín taka og vekur athygli á því, að með ráðstöfunum þýsku stjórnarinnar, hafi skápást á- stand, sem mjög sje til þésá fallið, að rjúfa friðinn í álf- unni. Rússar senda Laval boð. London 21. mars. FÚ. Sovjetstjórnin hefir boðið Laval, utanríkisráðh. Frakka til Moskva. Ef til vill verður ftann þar staddur um svipað leyti og Anthony Eden. Eden fer ekki með Sir John Simon til Berlín, eins og áður hafði yerið ákveðið. Abyssinímenn ræna úlföldum. ítalskt harlíð veítír efttríör. Berlín, 21. mars. FÚ. ítaiska frjettastofan tilkynn- ir, að nýjar skærur hafi orðið hjá Agabe á landamærum Abys- siníu og Somalílands. Vopnaður flokkur innfæddra manna rjeð- ist á ítalska þegna og rændi þá. Náðu hinir innfæddu m. a. 100 úlföldum á sitt vald. Herlið var sent til höfuðs árásarmönnum, en þeim tókst að komast undan, og yfir landamæri Abyssiníu, án þess áð vitað yrði af hvaða þjóð- flokki þeir voru. Húsmæður. Munið, að skrif- stofa Húsmæðrafjel. í Lækjar- torgi 1, anna>ri hæð, berbergi lí, er opin frá kl. 5—7 daglega. Á þeim tíma verða skírteini afhent og þangað geta konur sótt upp- lýsingar. Sími 4292. Sjálfstæðismennl Fjölmennið á kjörstofu útvarpsins í dag og kjósið B-listaim. Bílstjóri sá, er ók á tvo menix á Sauðárkróki, sem fyr er getið, htíf- ír k'dað að hafa verið ölvaður af heimabrugguðu víni. Kvaðst hann hafa fengið það hjá Garðari Han- sen á Sauðá, sem einnig hefir ját- að brot sitt. —- Málið bíður dóms. (F.Ú.).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.