Morgunblaðið - 22.03.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.03.1935, Blaðsíða 5
Föstudaginn 22. mars 1935. MORGUNBLAÐIÐ h BÚNAÐnRBÁLKUR Sýrustig íslenskrar gróðurmolöar. ÍTlerkilegt rannsóknarefni fyrir framtíð íslenskrar jarðrcektar lakob H. Línðal á Lcekjamóti er að uinna að þuí aö koma þessum rannsóknum óleiöis. Allir sem einhver afskifti hafa -af jarðrækt eru því kunnugir, að jarðvegur er oft súr, og að mikill súr í jarðveginum háir jafnan groðri og góðum afrakstri rækt- unar. Fram til síðustu ára hafa menn ; álitið, að hjer á landi væri jarð- vegssúrinn sjerlega bagalegur, og : myndi um alla framtíð verða erf- iður þröskuldur í vegi ræktunar- innar. Hafa menn m. a. leitt þá . ályktun af köldu og votviðrasömu loftslagi og rakasömum jarðvegi Handsins. En. jarðvegsrannsóknir hafa hjer verið litlar og lítfc kerfis bundnar. Huggun manna í þessu efni hefír þó verið sú, að helstu nytjajm'tir, innlendar, svo sem túngrös þau, er mest kveður að, tmyndu vera í flokki þeirra plantna,. sem sæmilega myndu þola . jarðsúrinn. Á síðasta áratug hafa ýmsir : nafntogaðír vísindamenn lagt grundvöll að nákvæmari og víð- tækari rannsókmim á jarðsúrnum, »en. áður þektist. Með nútímatækjum er því, liægt að skilgreina með hinni mestu ná- kvæmni hvað jarðsýringin er á háu stígi, hvort liún er mikil, lítil <eða engin (jarðvegurinn neutral) .eða hvort jarðvegurinn jafnvel >er mótsett við það að vera súr (þ. e. basiskur) og þá live mikið. Nti er það vitað, að ástand jarðvegsins að j)essu leyti hefir hin víðtækustu álirif á, hvernig . jarðvegurinn er sem gróður beður. Upplausn næringarefna í jarð- ' veginum, er undir sýruástandi hans komið, svo og alt gerlalíf, en. gerlalíf jarðvegs er, sem kunnugt '•er á ýmsan hátt mjög þýðingar- mikið fyrir jurtagróðurinn. Því er svo komið nú, að erlendir ..jarðrækarmenn telja, að sýru- .ástand jarðvegsins, sýrustig hans, þurfi þeir fyrst og fremst að vita, til þess, að geta bygt jarðrækt- -arráðstafanir sínar á tryggum grundvelll Þegar hinn frægi grasafræð- ingur, Fr. 'Weis, prófessor, kom hingað snögga ferð t'il landsins vorið 1932, gerði hann nokkrar at- huganir á 19 sýnishornum af ís- lenskum jarðvegi. Um rannsólcn- ir hans birtist ritgerð í Búnaðar- ritinu. Hann innn fyrstur manna hafa sýnt fram á, að eitt af ein- kennum hins íslenska jarðvegs væri það, hve lítt súr hann er. Má með sanni segja, að með því hafi vefið áfljett þungum á- hyggjum um framtíð íslenskrar .jarðræktar. Ed þó þar værn mikilsverðar bendingár gefnar,. má svo að orði komast, að eftir hafi verið að nema þetta land á sviði íslenskra jarð- vegsrannsókna, fá yfirlit yfir ,landið í þessu efni, og finna, á hvern hátt þjóðin geti í framtíð- inni trygt sjer sem mest gagn af þessum mikilsverðu sjerkennum íslenskrar moldar. Xú vi 11 svo til, að áhugasamur maður um jarðræktarmál, Jakob H. Línda.1 á Lækjamótum í Víðidal hefir tekið s.jer fyrir hendur að gera sem víðtækastar rannsóknir 'að hann getur á sýruástandi og 'sýrustigi jarðvegs hjer á landi. i Hann hefir unnið að rannsókn- um þessum í ein tvö ár. Og nú hefir hann samið ritgerð um þess- ar rannsóknir sínar er birtist í Búnaðarritinu. , ,í tilefni af ritgerð þessari hefir blaðið haft tal af Jakob. Jakob H. Líndal segir frá rann- sóknum sínum. 1 viðtali yið blaðið komst Já- kob Líndal að orði á þessa leið: Arið 1930 kom það til orða, að sett yrði upp tilraunstöð í Hólum í Hjaltadal. Var farið fram á það við mig, að jeg tæki að mjer um- sjón með tilraunum þessum. Jeg var að vísu tregur til þess, en ljet þó til leiðast, með því móti, að mjer yrði gefinn kostur á því að fara utan. og kynna mjer til- raunstarfsemi á Norðurlöndum, því jeg- vissi sem var, að hún hafði ;tekið miklum breytingum frá því jeg var við nám ytra, og enda frá því jeg liætti að hafa bein afskifti af þeim málum við Ræktunarfje- lag Norðurlands. Er jeg tók að kynnast erlendri tilraunastarfsemi, komst jeg strax að raun um, að hún studdist mik- ið við jarðvegsrannsóknir og- not- fau'ði sjer miklu meira árangur þeirra en var fyrir 10—20 árum, enda hafa slíkar rannsóknir tekið miklum framförum á þeim tíma með nýjum tækjum og bættum að- ferðum. Ti) þess frokar að geta að ein- liverju stutt mig í starfi mínu við þessar ránnsóknir, kynti jeg mjer þær að nokkru með því að vinna nekkra mánuði við Statens Plante- avlslaboratorium í Ljuigby á Sjá- landi. Þegar til kom varð ekkert iir að hafin væri tilraunastarfsemi í sambandi við bimaðarskólann á Hólum. En nú var áhugi minn vakin um þessi mál og mjer var enn Ijósara en áður, hve tilfinnan- lega okliur vanhagar um þekk- ingu á íslenskum jarðvegi, og hve mikið og aðkallandi verkefni þar er framundan. < Jeg rjeðst því í að vinna eitthva® | að þessum málum, eftir því sem aðstaða mín leyfði, og tók þá fyrst fyrir það efnið, sem að ýmsu leyti er grundvallaratriði að komast að raun um, en það er sýrustig jarð- vegsins. Hefi jeg eftir því sem unt hefir verið vegna annara starfa unnið að þessu síðan vorið 1933. Búnaðárf jelag íslands hefir veitt mjer nokkurn styrk til þess- ara rannsókna, og lagt til meiri hluta áhaldanna. Alls hefi jeg rannsakað 650 jarðvegssýnishorn, víðsvegar að af landinu, en auk þess nokkur hundr uð sýnishorn af ýmiskonar vatni og bergtegundum. Ef jarðvegssýnishormn eru flokkuð eftir jafðvegstegundum verðUr niðurstaðan þannig: 383 af túnum og valllendismó- um. Ekkert þeirra hefir reynst mjög siirt, én flest mjög veiksúr og nokkur nálægt því að vera óvirk. 179 af liallandi mýrum og flöt- flóum. Aðeins fá þessara sýnis- horna hafa reynst mikið súr en yfirleitt þó nokkur súrari en vall- lendið, þótt mörg þeirra sjeu á sama stígi og sumt af hinum. 88 af ýmsum ísaldarleirmynd- unum í melum og árbökkum. Ekk- ert þeirra Iiefir reynst til muna súrt, mörg nálægt óvirku og sum fil muna basisk. Þótf. sýnishornin sem rannsökuð hafa vefið sjeu orðin þetta mörg, eru þau þó ekki nema örlítið brot af því, sem þarf til þess að fá nokkurnvegin heildarmynd af sýru stígi landsins og hvernig það kann að vera breytilegt eftir jarðteg- undum o'. fl. En það. sem komið ér, bendir eindregið til þess að við eigum mikið a" landi, sem sam- kvæmt áliti erlendra fræðimanna og reynslu þar, er á mjög ákjós- anlegu sýrustígi til ræktunar og að þetta. gildi einnig um mýrarn- ar, sem þó víða erlendis hafa reynst erfiðar viðfangs. JEttum við því að þessu leyt.i að standa betur að vígi en nágrannaþjóðirnar sem allar þurfa að eyða fje og fyrir- höfn til umbóta sýrustigsins í jarðveginn. Þó liefi jeg hitt á vissa staði þar sem líklegt má telja að jarð- vegssýring sje til mikillar fyrir- stöðu, t. d. í hluta af landi við Reykjarhólslaug í Skagafirði. Þar hefir ekkert fengist til þess að spretta, hvorki gras nje garð- ávext.ir, enda er þar eins súr jarð- vegur og einna lægst reynist er- lendis. Meðal þess, sem eftirtelctarvert má telja, er sýrustig ísaldarleirs- ins íslenska, eftir því sem þau sýn- ishorn hafa reynst, sem jeg liefi rannsaliað. Þetta vakti mig til athygli á því, að ef til vill væru það berg- tegundir okkar, sem ættu sinn þátt í því að jarðvegnr okkar heldisi yfirleitt í svo lítið súruástandi- Ninon-nýjungar. Hinar margeftirspurðu peysur og bíússur eru komnar. — Eftirmiðdagskjólar — nokkur sýn- ishom af vortískunni. Austurstræti 12, 2. hæS. Opíð ll—12Vz og 2—7. SPRING CLASSES IK ENGLISH. Tliree Classes, vvith five Pupils in eaeh elass, will begin in the last week of March. Have you an examination coming í Are you going to England.’ Will vou meet Tourists tliis Summer! Pupi’is are eneour- aged to ask about their difficulties. Laugaveg 5, (Traoarkotssund). HOWARD LITTLE. HðsloðarlæfcBlsslaðai við lyflæknisdeild Landspítalans er laus frá I. júlí n..k. Mánaðarlaun eru: 1. árið kr. 300. — 2. árið krl 350. — 3. árið kr. 400. Umsóknir sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 31. maí 1935. SKjóirnarnefnd ríkisspífalanna. Húseigo til stítu. Tilboð óskast í húseignina nr. 11 við Brekkustíg fyrir 1. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar gefur bæjarverkfræðingur. fSorgairrifarims. Gylden Axe haframjöl í 50 kg. pokum fyrirliggjandi. Um þetta hefi jeg gert nolckrar athuganir, er allaf benda til, að svo rnuni vera og verður að vísa um þau efni t.il ritgerðarinnar. Þótt ekki' sje í stuttu samtali hægt að fara náið íit í það efni sem hjer er um að ræða, tel jeg það sem komið er aðeins byrjun sem krefst áframhaldandi og fleir- þættari rannsókna. Vil jeg að eudingu bæta jjví við, að meðan jeg er að afla mjer frekari yfirlitsfræðslu sem víðast að af landinu, væri mjer kært að áhugasamir iaxðræktarmenu vilda senda mjér jarðvegssýnishorn til rannsókna af sem fjölbreyttastri jöi'ð. Þau þurfa að rakast jafnt upp og ofan úr efsta ;jarðlæginu ea. 2(1—-25 cm. djúpt. Einnig þætti mjer vænt uin is- aldai'leir úr melum og áibökkum. Sem umbúðir má komast af með smáljereftspoka eða jafnvel sterk- an umbúðarpappír, en sýnisbornin þarf að þurka dálítið. Nægja 100 til 150 gf. af hverju. Sýnishormn þarf að merkja með númeri og láta fylgja skrá yfir, þar «em getið sje úr hverskonar jör? sje plöntur sem þar vaxa, og hvemig' gróðurfar þar er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.