Morgunblaðið - 22.03.1935, Síða 8

Morgunblaðið - 22.03.1935, Síða 8
8 liQRGUNBLAfííÐ Föstudaginn 22. mars 1935» jsmé-auQlýsingar Ný sniiS komin ! Verslunina „París'*. Hver'gi eins miki'ð úrval af • silkiböndum eins og í Versl. „P,irís<<, t Móðins kjóiablúndur fást í Versl. París. Háiskiútar og vasaklútar úr Georgette^, eru nýkomnir í V.ersl, Parts. 'ö.- ---------—--------------- Mig vantar íbúð frá 14. maí. Eggert Bactmann I Landsbank alium. Vil seija gott kúahey hjer eða austanfjalls. Bergsteinn Kristjánsson. Tungu. Toðu og gulstör útvegar Samband 'isl. samvinnufjelaga. Sími 1080 ( Vorskinnin eru komin. Fjöl- breyttir iitir; kragar og belti úr skinni, altaf fyrirliggjandi. Hanskasaumastofan, Austur- ‘stræti 5. Fræsaii, Blómfræ og mat- jurtafræ og íslenskt gulrófufrae selur Ragiiheiður Jensdóttir, ■Laufásveg 38. Maturinn á Café Svanur er góður og ódýr. Teligju-sokkabandabeltin kom. in aítur. Einnig aðrar góðar og ódýrar tegundir af sokkabanda beltum. Verslunin Snót, Vest- urgötu 17„ * Barnakjólar, kápur, föt og frakkar, nýkomið. Ávalt mest og best úrval af barnafatnaði í Snót, Vesturgötu 17. Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. Nýir kaupendur að Morgun- blaðinu fá blaðið ókejrpis til næstkomandi mánaðamóta. JKorgunblatiÉ H$Ir kaupendur að Morgcmblað- in« fá blaðlð ó- keypis til næst- komandí mán- aðamóta.-------- Pantið blaCið í sima 1600. „Dettifoss" fer á mánudag-skvöld, 25. mars, um Vestm.eyjar, til Hull og Hamborgar, Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á mánudag. „Lagarioss" fer á mánudagskvöld, 25. mars, um Vestm.eyjar og Austfirði til Kaupm.hafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi. Splkfellt kjöt aí fulJorðnu fje á 40 sura % kg. í frampörtum og 50 aura í lærum Besta saltkjötið, sem J1 bæjar- ins hefir flutst, fæst í undirrifr aðri vei'slun. Alt sfcnt heim. Versltm Sveins Jóbannssonar, Bergstaðastræti 15. Simi 2091. Morgunblaðið með morg- unkaffinu. )) INIarmNi g Olshm I HAFRAR ÚRVALS TEGUND. BESTA FÓÐRIÐ, SEM ÞJER GETIÐ GEFIÐ HESTUM YÐAR. Slðlfstæðismtin! Kjósið í dag í útvarpsráð! Kíöslð B-llstann. Kjörsfofa úfvarpsins á Lœkfarforgi 1 er opin frá kl. 10-12 og kl. 1-12 (á miðnætti). BABYtON. 49. ■ — Þangað til hvenær? — Þangað til í júnílok. — Já, en nú eru júlílok. — Nú, hvað munar um einn mánuð? Hann verð- ur feginn að lána mjer peningana. Hann fær á- gæta vext: Hvemig geturðu fengið það inn í þitt spekingsh' fiíð, að eitthvað samsæri sje hafið gegn mjer? Það er hlægilegt. Samsæri gegn mjer? Til hvers ætti það eiginlega að vera? — Hefir þjer nokkurn tíma dottið Bosnia í hug? spurði Aribert kuldalega. — Og h vað er um Bosniu? — Jeg þarf ekki að segja þjer, að konungurinn á Bosniu er eðlilega í þakklætisskuld við Austur- ríki, sem hann á að þakka tign sína. Austurríki óskar vitar.lega, að hann fái kvonfang, sem getur orðið landinu að gagni. —- Nú, lofum honum að kvænast ef hann vill. — Hann er líka í þann veginn að ganga að eiga Önnu prinsessu! — Ekki að mjer heilum og lifandi. Hann gerði tilraunir í þá átt í fyrra, en fjekk hryggbrot. — Já, en hann ætlar að gera þessar sömu til- raunír aftur í ár og í þetta sinn fær hann ekki 4bryggbrot Geturðu ekki' skilið, Eugen, að þetta samsæri gegn þjer er gert af fólki, sem veit alt um þína hagi, og vill hindra kvonfang þitt. Að- eins einn maður getur haft ástæðu til þess að vilja hindra það, og það er sá, sem ætlar sjálfum sjer ^prinsessuna. Eugen fölnaði upp. — Þú vilt þá með öðrum ctrðum segja mjer, Aribert, að þetta i’án í Ostende hafi verið framið af þýjum konungsins í Bosniu? — Vitanlega. — Og tii þess að trufla fyrir samningum mínum vjð Samp.-on Levi, svo jeg geti ekki fengið Önnu 'jorinsessu? Aribert kinkaði kolli. — Þú ert góður vinur minn, Aribert, og vilt mje vel. En þjer skjátlast bara. Þú hefir verið að _gera þjer áhygggjur til óþarfa. — Hefirðu gleymt hvernig fór fyrir Reginald Dimmock? — Jeg minnist þess, að þú segðir, að hann væri dáíhn. — Það sagði jeg ekki. Jeg sagði, að hann hefði verið myrtur. Og það var einn liður í samsærinu, Eugén minn. — O, suss, ekki trúi jeg, að hann hafi verið myrtur. Og hvað snertir Sampson Levi þá skal jeg veðja við þig þúsund mörkum um það, að jeg fæ peningana hjá honum áður en jeg fer frá London. Aribert hristi höfuðið. — Þú virðist þekkja vel innræti hr. Levi, sagði hann. — Hefirðu kannske átt viðskifti við hann fyr? — — Já, svaraði Eugen, — dálítið. Hvaða ungur maður í minni stöðu hefir það ekki? — Jeg, svaraði Aribert. — Þú ert líka steingervingur. Eugen hringdi silfurbjöllu. — Hans, — jeg er tilbúinn að taka móti hr. Sampson Levi. Aribert gekk þá út og Eugen fursti settist í flauelsstólinn og tók að blaða í skjölunum, sem Hans hafði þegar lagt á bohðið. — Góðan daginn, yðar hátign, sagði Sampson Levi og hneigði sig um leið og hann kom inn. — Jeg vona, að yðar hátign sje við góða heilsu. — Það er nú rjett í meðallagi, þakka yður fyrir, svaraði Eugen. Svo mikil viðskifti sem Sampson Levi hafði haft við konungborna menn, lærði hann aldrei að vera ófeiminn þegar hann var í návist þeirra, það er að segja fvrstu mínúturnar af samtalinu. Seinna fjekk hann fult vald yfir sjer, en til að byrja með var hann altaf órólegur, rjóður í framan og hætti til að svitna. — Við skulum koma að efninu strax, sagði furstinn .Gerið svo vel að fá yður sæti, hr. Levi. — Jeg þakka yðar hátign. N — Það var þá viðvíkjandi þessu láni, sem við höfum víst þegar að mestu leyti samið um — var það ekki ein miljón’ sagði prinsinn hressilega. — Miljón, jú, sagði Levi og fitlaði við úrfest- ina sína, sem var geisistór. — Það er alt í lagi. Hjer eru skjölin; og mjer þætti vænt um að afgera málið tafarlaust. — Einmitt, yðar hátign, en .... — En, hvað? Þjer ljetuð í ljósi ánægju yðar- með trygginguna, fyrir mörgum mánuðum, enda þótt jeg skuli játa, að tryggingin er dálítið ó-- venjulegs eðlis. Þjer samþyktuð líka vextina. Það er ekki hægt á hverjum degi að lána út heila miljón með hálfum sjötta af hundraði. Og á tíu árum verður alt greitt. Mig — mig -— minnir, að jeg segði yður frá eignum Önnu prinsessu, sem.; er í þann veginn að játast mjer, en þær eru hjer um bil 50 miljónir marka, sem er meira en tvær miljónir í enskri mynt. Hjer þagnaði Eugen fursti, Hann var ekkert hrifinn af því að vera að tala um. svona trúnaðarmál við okurkarla, en hins vegar fann hann, að kringumstæðurnar heimtuðu það. — En sjáið þjer nú til, yðar hátign, sagði Levh á gyðingaenskunni sinni. — Jeg sagði yðar hátign,. 'að jeg gæti haft þetta lítilræði handbært til júní-- loka, og þjer áttuð að tala við mig fyrir þann tíma.. Þegar jeg svo ekki heyrði frá yðar hátign nje heldur vissi, hvar jeg gat fundið yðar hátign, enda þótt jeg sneri mjer tilumboðsmanna minna í Þýska landi, ályktaði jeg sem svo, að yða hátign hefði gert einhverjar aðrar ráðstafanir, þar sem pen- ingar hafa verið svo ódýrir nú síðustu mánuðina. — Jeg tafðist því miður í Ostende, sagði Eugen fursti, — við .... áríðandi störf. Jeg hefi ekki leitað neitt annað, og jeg þarf á þessari miljón að' halda. Ef þjer viljið vera svo vænn að greiða hana til banka míns í Englandi .... — Því miður, sagði Sampson Levi, með þeim kurteisissvip, sem hann hefði ekki trúað á sjálfan sig, að hann ætti til — hefir fjelagið, sem pen- ingana á, lánað þá öðrum. Það er til Suður-Ame- ríku —- jeg get alveg eins vel sagt það berum orð-- um, að stjórnin í Chile hefir fengið þá„ — Fjandinn hirði stjórnina í Chile, sagði furst- inn og hvítnaði í framan. — Jeg verð að fá þessa miljón, eins og um var samið. —- Jeg skal játa, að það var um samið, svaraðii Levi, — en yðar hátign hefir sjálfur rofið samn-- inginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.