Morgunblaðið - 28.03.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1935, Blaðsíða 2
2 MOIVGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 28. mars 1935. Útgr«f.: 'BJt. Arvafcur, Rfeykjavlfc. Rttsrtjðrar: íðn KJarlansaon, Valtyr Stefánsson. Rltstjðrn og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Stí 8 160«. Auglýslngastjörl: E. Haftoerg. Auglýsingaskrtfstofa: Austurstrsetl 1T. — fifml 8706. Helr'aslmar: JÓB Kjartansson, »r. 3742. Valtfr Stefánsson, nr. 4320. Árnl Óla, nr. 3048. E. Hafberg, nr. S7Y0. Áskriftagjald: Innanlands fcr. 2.00 & mánuBí. Tjtanlands fcr. 2.80 ft mánuSl. 1 lausasöln: 10 aura _-.*'ts.kia. 20 aura maC Eesbðfc. Hitlcr og John Simon ósammála ui nær alt. þvi flitler helmtar Imiklar breytingar á landamœr- nm Þýskalands. Stefna þýsku stjómarinnar er nú ljós. Jarðarför Jóns Þorláksson- ar borgarstjóra. í dag fer fram jarðarför Jóns Þorlákssonar borgarstjóra. Horgaratböfn þessari taka bæj- arbúar þannig, að nálega alfar skrifstofur og verslanir bæjarins verða lokaðar frá hádegi og þar til jarðarförinni er lokið. ! Jarðarförin hefst með hús- kveðju á heimilinu, Bankastræti II. Húskveðjuna flytur sr. Friðrik Hallgrímsson. Meðan líkfylgdin fer fram hjt Austurvelli á leið til dómkirkj- unnar spilar Lúðrasveit Beykja- víkur ef veður leyfir. t dómkirkjunni flytur sr. Frið- rik Hallgrímsson bæn, en sr. Bjarni Jónsson flytur aðallíkræð- vna. Kistan verður borin úr dóm- kirkjunni í fordyri Alþingishúss- ins. Þar tala þeir Jón Baldvinsson forseti sameinaðs þings fyrir hönd Alþingis, en Ólafur Thors fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins. Eftir að kistan er borin út úr Alþingishúsinn spilar Lúðrasveit Reykjavíkur þjóðsönginn, ef veð- ur leyfir, en líkfylgdin staðnæm- ist á meðan. Athöfninni í kirkjunni og Al- þingishúsinu verður útvarpað. Gjallarhorn verða úti, svo þeir, sem standa utan .við kirkjuna og þinghúsið geti hlustað á. Sakir þess hve lítið húsrúm er í Alþingishúsinu verður almenningi ekki leyfður aðgangur að húsinu. Verslunarmannafjelag Reykja- víknr og skátafjelögin ganga í skrúðgöngu á nndan líkfvlgdinni frá Bankastræti -og að kirkjunni. En frá kirkjunni bætast við tvær skrúðgöngnr, lögreglnliðið og þrunaliðið. Gengur lögreglusveitin fvrst. þá hrunaliðið, þá Verslunarmanna- fjelag Reykjavíkur og þá skáta- fjelögin. Hafa Þjóðverjar boðið Abyssiníu- mönnum liðstyrk? KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Franska blaðið Echo de Paris segir að þýska stjórnin hafi boðið Abyssiníumönnum að senda þeim herlið til hjálpar, ef svo færi að ftalir gerðu árás á Abyssiníu. PáH. KAUPMANNAHÖFN I gær. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSfffé. íVTÍTBr' Sir John Simon utanríkisráð- herra Breta lagði af stað frá Berlín í dag. Svo má að orði komast að hann hafi farið þaðan tómhent- ur, því hann náði ekki samkomu íagi við Hitler í neinu því ér máli skiftir. Eini árangurinn af samræð- um þeim, sem fram hafa farið í Berlín er sá, að upp frá þessu þarf ekki að fara í neinar graf- götur með stjómarstefnu Hitl- ers. — « Hefir Sir John Simon látið svo ujn mælt, að hann hafi aldrei búist við neinum árangri af fundi þessum. Páll. i Krðfur HHlers. KAUPMANfíAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSiNS. Enska blaðið Daily Tele- graph kveðst hafa fengið vitn- eskju um hvaða kröfur Hitler hafi gert. Segir blaðið m. a.: Að Hitíer krefjist þess að landamærum Þýska- lands verði breytt svo miklu nemi. Þýskaland fái stór landflæmi til viðbótar. Meðal annars verði pólski ,korridórinn4 gerð ur pýskur, og lands- svæði úr Tjekkóslóva- kíu, sem nú hafa 3% miljón íbúa. Ennfremur, segir blaðið, að Hitler kref jist þess, að leyft verði tollabandalag milli Aust- urríkis og Þýskalands. Páll. ístandið ískyggilegt. London, 27. mars. FÚ. Sir John Simon fór frá Berlín klukkan 10 í morgun og kom til Croydon klukkan 3.45 síðdegis í dag. Þýski sendiherrann í London tók á móti honum. Ráðuneytisfundur verður hald- inn í kvöld til þess að veita við- töku skýrslu Sir John Simon um viðræðurnar í Berlín. Sir John Simon átti tal við blaðamenn í Amsterdam á leið- inni heim og ljet hann svo um mæit við þá, að hann kysi ekki að láta neitt uppi um för sína. Astándiið væri, sagði hann, alt ! óf í^ftgilegt til þess, að hætt- andi væri á að gera það enn al- varlegra með ótímabærum yfir- lýsingum. Þýsku blöðin vongóð en franskt segir eng- an árangur af Ber- línarfundinum. Berlínarblöðin eru í dag all- vongóð, en tala þó gætilega um . málið. Völkischer Beobachter : segir að fundur hinna bresku I og þýsku fulltrúa hafi alger- lega náð tilgangi sínum og að með þessum fundi hafi reynst unt, að komast drjúgum áleið- is til úrlausnar stjórnmálaefn- um Evrópu. Berlíner Tageblatt segir, að ef samningum verði haldið áfram í sama anda eins ! og nú, muni ekki verða þörf á ! að grípa til vopna. Parísarblað j ið Figaro, talar um Berlín-ráð- ! stefnúna á þá leið, að hún hafi a& vísu ekki getað talist óþarfi, en um árangur sje engap að . ræða. Segir blaðið um fram- 1 komu Hitlers, að hann hafi ! verið margorður en ekki ná- kvæmur og nákvæmur einungis í yfirlýsingum sínum um það, hvað hann vildi ekki. Þá bætir / blaðið því við, að hvar vetna bíði menn með mikilli ákefð eftir fregnum um það. hvem árangur för Anthony Eden til Moskva muni bera. Rússar kampakáflr. Blaðamaður, sem einnig ferð aðist með lest þeirri, sem þeir ; Anthony Eden og rússneski sendiherrann í London eru í á ieið til Moskva, segir frá því, að þeir Eden og senfliherrann hafi setið saman og talast við langt fram á lcvöld. Segir blaða maðurinn ennfremur, að sendi- herrann hafi talið nauðsyn að gera Anthony Eden fyllilega ljóst, hvaða tilfinningar andinn í viðræðunum í Beriín hafi vak_ ið í Rússlandi. Rússnesk blöð láta í dag í Ijós hina mestu ánægju með það, að bresku full trúarnir í Berlín tóku það skor- inort fram, sem afstöðu Brefc- lands, að þeir væru andvígir myndun ríkjasambands gegn Rússum. Radek ritar í dag í eitt aðalblað Möskva, og ræðir þar þá hugmynd að Bretar og Rússar geri með sjer samning í því skyni að afstýra ófriði. Hverfur breska stjórnin frá inn- flutningshömlum? KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Stanley Baldwin hefir flutt ræðu um verslunar- og tolla- mál Bretlands. í ræðu, þessari skýrði hann frá því, að nú stæði fyrir dyrum gagngerð breyting í viðskiftamálum Breta. I stað þess að Bretar hefðu nú undanfarið haft all-víðtækar hömlur á inn- flutningi til landsins, þar sem viðskiftaþjóðum þeirra hefði verið leyft ákveðið innflutningsmagn, væri í ráði að hverfa frá þeirri við- skiftastefnu, og miða tollalöggjöfina við þær breytingar. Tollar væru vinsælli en hömlur þær, sem af innflutnings- skömtuninni leiddu. Páll. Æsingar í Þýskalandi út af dóminum í Kovno. KAUPMANNAHÖFN í GÆR MORGUNBLAÐSINS. EINKASKEYTI TIL Dómurinn í Kovno yfir þjóð- ernisjafnaðarmönnum er hugðu til byltingar þar í landi, hefir vakið geysimiklar æsingar í Þýskalandi. Af 126, er ákærðir voru, voru 26 sýknaðir, 4 voru dæmdir tii dauða, en hinir í fangelsi, tveir æfilangt. Virðist dómur þesss ætla að hafa áhrif á Evrópumáíin, og er þó Iítt bætandi á æsingar þær, sem fyrir eru í álfunni. Má svo að orði komast, að um endilangt Þýskaland kveði við hin megnustu gífuryrði i garð Lithauen-manna út af dómi þessum, sem talinn er mjög móðgandi fyrir núrerandi þýsk stjórnarröld. PáH. Farsóltirnar i bænum. Inflúensan. Ekki er að sjá, sew iuflúensan sje neitt í rjenun í bænnm og vantar víða fólk í TÍnnn sökum lasleika. Veikin er jafnræg og liún liefir verið frá byrjun. Barnaveiki. Barnavciki liefir orðið vart í tveim hftsuin og eru sjúklingar, sem eru 8 talsins, allir í sóttkví ásamt 2, sem hætta er á að geti smitað. Skarlatssótt. Þrír sjúklingar voru fhittir í Franskaspítalann í gær með skar- latssótt. Var barnaheimilið flutt þaðan vegna þeirra, því ekki hefir verið rúm á fársóttahúsinu ilú um tíma. Veiðarfærum stolið úr línuveiðara. í fyrrinótt var stolið miklu af veiðarfærum úr línuveiðar- anum Rifsnes, sem lá utan á kolaskipinu Greathope, við Æg- isgarð. Veiðarfærin, sem stol- ið var, voru 30 lóðir og 5 uppi- stöður. Lögreglan tók mann fastan í gærdag, sem hún grunaði vera valdan að þjófnaðinum, ásamt fleirum. Hann kvaðst hafa ver- ið drukkinn og ekki muna gjörla hvað gerst hefði um nótt ina. Lögreglan heldur áfram rannsókn í málinu, og benda líkur til, að henni t^kist að upplýsa málið bráðlega. Skuldaskilasjóð ur. Stjórnarliðið fellir tillögu frá Jóh. Jó- sefssyni, um hækk- un á framlagi til skuldaskilas j óðs vjelbátaeigenda. Kákfrumvarp stjórnarinnar um Skuldaskilasjóð vjelbáta- eigenda var til 3. umr. í neðri deild í gær. Sjálfstæðismenn höfðu við fyrri umræður þessa máls bent stjórninni á, að ekki færi vel á því að opinbera það fyrir öllum almenningi eins skýrt og gert væri í frumvarpinu, að verið væri að leika skrípaleik. í frumvarpi stjórnarinnar var, eins og kunnugt er, lagt til, að Skuldaskilasjóður vjel- bátaeigenda skyldi fá ly2 milj. króna til umráða. Þetta f je ætl- aði stjórnin að útvega með lán- tölcu! Sama stjórnin, sem fyrir fám dögum hafði gefið erlendum lánardrotnum loforð og skuld- bindingu um það, að taka ekk- <*rt !án, meðan núverandi fjár- hagsástand væri ríkjandi, þessi stjórn ætlaði að leysa skulda- skil vjelbátaeigenda með lán- töku!! Berara gat stjórnin ekki auglýst kákið og skrípaleikinn. Atvinnumálaráðherrann (H. G.) sá fram á, að við svo búið mátti ekki ’standa. Þess vegna flutti hann við 3. umr. breyt- ingartillögu við sitt eigið frum- varp. í stað þess að útvega fjeð í Skuldaskilasjóð með lántöku, lagði atvinnumálaráðherrann nú til, að sjóðnum skyldi heim- ilað að gefa út handhafaskulda brjef. Þar með var þetta mál komið á þann grundvöll, sem gerði mögulegt að framkvæma ein- hver skuldaskii. En Sjálfstæðismenn bentu enn á, að fjármagn það, iy2 milj. króna, sem Skuldaskila- sjóði vjelbátaeigenda væri ætl- að að ráða yfir, væri svo lítið, að það kæmi að litlu eða engu gagni. Jóh. Jósefsson flutti því breytingartillögu um það, að hækka framlagið um 1 milj. króna, þannig að það yrði 2 y2 milj. króna. En stjórnarliðið — handjárnað — drap tillöguna og sendi kák-frumvarpið til efri deildar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.