Morgunblaðið - 17.05.1935, Side 2
MO.vGU NBLÁÐÍ T>
Föstudaginn 17. maí 1935.
2
....................................... iiini*g»w
Útgef.: H.í. Árvakur, Reykjav*ir.
Ritstjórar: Jón Kjart.ansson,
Valtýr Stefánsson.
Hltstjórn og afgreiðsla:
Auaturstræti 8. — Sími 1600.
Aug-lýsingastjóri: jE. Hafberg.
Auglýsin£ra.Jtvrifstofa:
Austurstræti 17. — Sími 3700.
fleimasímar:
Jón Kjartansson, irr. 3742.
yaítýr Stefánsson. nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3045.
E. Hafberg, nr. 3770.
Askriftagjald:
Innanlands kr. 2.00 á mánuSt
Utanlands kr. 3.00 á mánuöi.
í lausasöiu: 10 aura eintaktó.
20 aiirw rr>eð I.esbók.
Landbúnaðar-
ráðherrann.
Hermann Jónasson, sem rauð
liðar hafa illu heilli gert að
landbúnaðarráðherra, ætlar
ekki að gera það endaslept við
Búnaðarfjelag íslands.
Fyrstu afskifti Hermanns sem
ráðherra af Búnaðarf jelaginu
voru þau, að fjelagið skyldi
engan styrk fá úr ríkissjóði,
nema því aðeins að það undir-
gengist að lúta í einu og öllu
forsjá ríkisstjórnarinnar. Þetta
þýddi í raun og veru það, að
Búnaðarfjelagið skyldi lagt nið
ur sem sjálfstæð stofnun.
Þessari fyrirætlan sinni kom
Hermann þó ekki fram, vegna
almennra og eindregna mót-
mæla frá bændum.
Eftir þessar hrakfarir fór
Hermann að láta líta þannig
út, sem hann væri vinur Bún-
aðarfjelagsins. Þannig þorði
hann og lið hans ekki annað en
fylgja frumvarpi Jóns á Akri á
síðasta þingi, sem tryggja
skyldi Búnaðarfjelaginu full-
komið sjálfstæði.
En hver hugur hefir hjer
fylgt máli hjá Hermanni, sýnir
sig best nú, þegar Búnaðarfje-
lagið átti að sýna í verki sjálf-
stæði sitt.
Stjórn Búnaðarfjel. skyldi
velja búnaðarmálastjóra. Fimm
menn voru í boði. Áður en á-
kvörðunin var tekin, komu þau
boð frá landbúnaðarráðherran-
um, að hann hafi ákveðið að
samþykkja aðeins einn umsækj
andann; aðrir komu ekki til
greina!
Þetta er þá sjálfstæðið marg-
lofaða, sem Búnaðarfjelagið
hefir fengið.
Auðvitað átti stjórn Búnað-
arfjelagsins að hafa að engu
þessa ósvífnu kúgun landbúnað-
arráðherra og velja þann um-
sækjandann, sem hún bar mest
traust til. Þessa afstöðu tók
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í
stjórn Búnaðarfjelagsins — og
hafi hann þökk fyrir.
Karlakórinn
ánægður með ferðalagið.
Flugvjelar ónýlar
i Iiernaði.
Það er bœgt að stöbva
þœr hvar scm er með
rafmagnsgeisluin.
Merkilegar uppgötvanir.
KATJPMANNAHÖFN í GÆR
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS
Margar bifreiðar, sem voru
á veginum milli Róm og Ostia
seinustu dagana, hafa alt í einu
stöðvast, án þess að nókkur
sýnileg ástæða væri til þess. —
Allar tilraunir, sem gerðar voru
til þess að koma j>eim á stað
aftur reyndust árangurslausar.
En eftir hálftíma fóru hreyfl-
arnir aftur á stað, eins og ekk-
ert hefði í skorist.
Samhliða þessu kemur opin-
ber fregn um það, að Marconi
hafi verið að gera einhverjar
tilraunir i viðurvist Mussolini
utan við Rómaborg. — Nánari
skýringar á þessu eru ekki gefn
ar, en menn halda að bíla-
átöðvanirnar standi í sambandi
við tilraunir Marconis.
Það er sagt, að Marconi hafi
fundið upp rafmagnsgeisla og
með þeim sje hœgt að stöðva
hreyfla langt í burtu. Ef þetta
er rjett, þá verða þessir geisl-
ar öruggasta vörnin gegn flug-
árásum.
Marconi gerir hvorki að
hrekja þessi ummæli nje stað-
festa þau. Hann hefir þó sagt
Marconi.
.... U>1 ‘
við enska blaðamenn:
Þjer munið það, að hægt er
að stýra skipum með rafmagns-
bylgjum. Nú eru vísindin kom-
in lengra áleiðis, og í framtíð-
inni munu koma margar og ó-
væntar uppgötvanir.
Þýsk skeyti segja frá því, að
ungur Þjóðverji háfi fundið
upp geisla, sem hægt er að
láta eyðileggja kveikinguna í
bensínhreyflum. Hann hefir
reynt uppgötvun oína í viður-
vist þýsku yfirvaldanna.
Páll.
Lawrence ofursti
fyrir dauðanum.
Ætlar hann að kveðja
lífið á jafn dularfullan
hátt og hann lifði því?
meðvitundarlaus og- er óvíst að
hann lifi. Hermálaráðuneytið læt-
ur tdkynna sjer á hverri klukku-
stund hvernig líðan hans sje.
Yfir slysið er breidd huliðs-
blæja og hafa yfirvöldin skipað
sjónaryottum að þegja alveg um
það. Páll.
Kirkfudeilam
b Þýikalandi
blossar app að nýja.
KAUPMANNAIIOFN 1 GÆR.
MORGUN BLAÐSINS
EINKASKEYTI TIL
•,Times“ skýrir frá því, að sam-
kornulagstilráunir milli þjóðernis-
sinna og kaþólsku kirkjunnar
hafi strandað og sje því lokið
voninni um það að kirkjufriður
haklist í Þýskalandi.
Það virðist svo sem þýska stjórn
in ætli að koma á þjóðernisbaráttu
í trúmálunum til stvrktar lífsskoð-
unum þjóðernissinna, Páll.
KAUPMANNAHÖFN I GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS
Sveinn Björnsson sendiheira ís-
lands í Kaupmannahöfn helt Karla
kór Reykjavíkur veislu í dag.
Karlakórinn á að syngja í Tivoli
í kvöld.
Sigurður Þórðarson söngstjóri
segist vera mjög ánægður með
ferðalagið nm Noreg og Svíþjóð,
viðtökurnar og hina framúrskar-
andi góðu blaðadóma. Páll.
Lawrence ofursti.
KAÍ’PMANNAIIÖFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
M ORGUNBL AÐSINS
. Símskeyti frá Loudon liermir
það, að Lawrence ofursti, ,,hinn ó-
krýndi konungur Arabíu" hafi
orðið fyrir því slvsi á mánudag-
inn, að bifhjól lians rakst á mann
á reiðhjóli. Fekk Lawrence svo
inikið áfall, að hann liggur enn
London, 16. maí. FÚ.
Þýskur prestur, Rómverskkat-
ólskur hefir verið dæmdur í 5
mánaða fangelsi fyrir kirkjuræðu,
þar sem hann mintist á bók Al-
freds Rosenberg, sem fjallar um
trúarstefnu hinnar þýsku nýheiðni
og kristna trú.
Yfirvöldin hjeldu því fram, að
ræðu hans hefði mátt skilja svo,
að hún miðaði að því, að auka á
ófriðarhættuna i Evrópu.
Rú55ar lofa að hœtta
unðirróðri í Frakklanði
RuBtur-Európu söttmálanum
á að breyta, og Frakkar ueita
Rússum Ián.
KAUPMANNAHOFN í GÆR.
EINKASKEYTI TIL
MORGUNBLAÐSINS
Símskeyti frá París segir að
Moskvaheimsókn Lavals hafi verið
lokið í gærkvöldi.
Kunnir stjórnmálamenn álíta að
árangur fararinnar sje þýðingar-
mikill og meðal annars hafi það
verið ákveðið að fulltrúar her-
stjórnarráða Frakka og Rússa
komi saman í sumar td þess að
ræða sameiginlegar hervarnir.
Frakkar veita Rússum lán til
þess að kaupa vjelar í Frakklandi.
Austur-Evrópu sáttmálanum
verður breytt þannig að hann
verði aðgengilegur fyrir Pólverja.
Litvinoff ætlar bráðum að fara
í heimsókn til París.
Undirróður kommúnista í Fraklt
landi Aærður stöðvaður.
Páll.
Moskva 16. maí. FB.
1 gærkvöldi var gefin út sam-
eiginleg frakknesk-rússnesk yf-
irlýsing undirskrifuð af Laval,
utanríkisráðherra Frakklands, og
rússneskum stjórnarfulltrúum una
Austur-Evrópusáttmálanum.
I yfirlýsingunni segir, að rúss-
nesku og frakknesku ríkisstjórn-
irnar sje staðráðnar í því að
halda áfram að vinna að því, að
þjóðirnar í Austur-Evrópu geri
með sjer sáttmáia, skuldbindandi
hverja einstaka þeirra til þess að
stofna ekki til ófriðar við neinn
annan undirskrifanda, án þess aS
ráðgast um það við aðra samn-
ingsaðila, og ennfremur, að und-
irgangast loforð um, að aðstoða
ekki á neinn hátt þá þjóð, sem
stofnar til árásarstyrjaldar.
Öllum þeim þjóðum, sem áður
hefir verið gert ráð fyrir að tæki
þátt í slíkum samningi, eða reýnt
hefir verið að fá til þát.ttöku,
hafa verið send boðsbrjef úiá
ráðstefnu, sem haldin verður úni'
málið. —- Að því er United Press
hefir frjett, er Þýskaland með-
al þeirra ríkja,: sem boðið et að
senda fulltrúa.
„Normanöie“kemst
ekki á stað.
2000 sjómenn
gera verkfall.
Iiondon, 16. maí. FÚ.
Tólf hundruð manns af skips-
höfn „Normandie“ hafa lagt nið-
ur vinnu, og er talið óvíst, að
skipið geti farið í fyrstu för sína
ti] Ne%v York á þeim tíma, sem
ákveðinn hafði verið. Fimm
hundruð menn á gufuskipinu
„Champlain“, og 300 á „Lafay-
ette“ hafa hafið samúðarverkfall.
London 16. maí F.Ú.
Fulltrúar skipshafnarinnar á :
Normandie, sem nú hefir gert
verkfall og fulltrúar skipshafna
þeirra, er gert hafa samúð-
arverkfall, eru nú farnir ’til
Farísar til þess að ræða við j
flotamálaráðherrann um þetta ;
mál. Búist er við að Flandin j
muni gera tilraun til þess að
jafna þetta verkfall.
Flugmaður horfinn.
London, 16. maí. FÚ.
Robert Kronfeldt hjelt af stað
frá Englandi klukkan 3 síðdegis í
dag í svifflugvjel með 5 hestafla
hreyfli. Ætlaði hann að gera til-
raun ti] þess að komast yfir Ermar j
sund. Hann gerði ráð fyrir að fara ]
yíir sundið á 5 klukkustundum. j
Kona hans lijelt af stað í flugvjel ^
austur vfir Ermasund litlu eftir
að liann lagði af stað, til þess að
hafa gát á, hvernig honum farn-
aðist.
Síðan liefir ekki af honum
frjest.
Hitler svarar
ávítunum Þjóðabanda-
i ibií; i uiw>>
lagsins hinn 21. maí.
Berlín, 16. maí. FB.
Ríkisþingið liefir verið kallað
saman til fundar þ. 21. maí kl. 8
að kveldi. Mun þá Hitler kansi-
ari halda ræðu um Genfar-yfir-
lýsinguna um samningsrof. Ræðu
Hitlers verður útvarpað um gjör-
valt Þýskaland.
Japanar
reiðir út af því hvað
Bandaríkin heldu flota
æfingar sínar skamt
frá Japan.
London, 16. maí. FÚ.
Bandaríkaflotinn heldur nú her
æfingar í Kyrrahafinu. Japanar
hafa amast við því, að fjotinn
hafi komið innan 1250 mílna frá
ströndum Japans, og halda því
fram, að tilgangurinn liafi verið
sá að athuga, úr hve mikilli fjar-
lægð unt væri að hefja loftár's
á Japan.
Þessu hefir Bandaríkjastjórn
andmælt á mjög ákveðinn hátt.
Foruextir lcekka.
London 16. maí. FB.
Frá Amsterdam er símað, að
Hollandsbanki hafi lækkað for-
vexti um y2% í 4%.
Frá Brússel er símað, að banka-
ráð Þjóðbankans hafi samþykt
að læklca forvexti um %% ’ 2%.