Morgunblaðið - 17.05.1935, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.05.1935, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 17. maí 1935- Allir Reykvíkingar lesa auglýsiíigar Morgunblaðsins. --------------------------- I Herbergi fyrir einhleypa til leigu. Laugavatnshiti. Baróns- stíg 27 (Café Svanur). Stór stofa og eldhús í kjall- ara til Ieigu. Upplýsingar á Ránargötu 46, uppi. Af sjerstökum ástæðum er góð stofa með miklum þægind- um til leigu, nálægt miðbæn- um. Upplýsingar í síma 3832. , Henna hárlitur nýkominn. Hárgreiðslustofa J. A. Hobbs. Hárlitur í glösum kominn aftur. Hárgreiðslustofa J. A. Hobbs. Krullupinnar og hárnálar, margar gerðir. Hárgreiðslustofa J. A. Hobbs. Glænýr silungur. Nordalsís- hús. Sími 3007. Utan, sem innanhússþvottur. Sívaxandi aðsókn sannar vinnu gæðin. — Ágúst L. Jónsson, Frakkastíg 22. Sími 2613. Góð telpa óskast til að gæta bams, Bjarnarstíg 11, uppi. Jfoufis&ajuu: Notaður barnavagn til sölu. Upplýsingar í síma 3857. Vil selja ungan reiðhest, og tvær kýr. Bergsteinn, Tungu. Til sölu blár barnavagn í góðu standi. Upplýsingar í síma 2895. íbúðarhús á erfðafestulandi fyrir innan bæinn, er til sölu ódýrt. Upplýsingar í síma 3144. | Kaupum gamlan kopar. — Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. t Hangikjöt, nýreykt. Norð- 1 dalsíshús. Sími 3007. j Körfustólar, margar tegund- ir, fyrirliggjandi, einnig smá borð. Legubekkir ódýrastir á í 35 kr. Körfugerðin, Banka- stræti 10. Veggmyndir og rarnmar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. JZikiýtvnhtcjuc Gróðramold mega menn sækja næstu daga á lóðina nr. 9 við Öldugötu. — Guttormur Andrjesson. Kaupsvslumenn! ÍHmHmi Í ©lsem C flytur auglýsingar yðar og tilkynningar til flestra blaðlesenda um alt land, í sveit og við sjó - utan Reykjavíkur. Blaðið kemur út vikulega 8 síður samanlímdar. Ekkert blað er lesið jafn víða í SYEITUM lands- ins og „Cocktail"- kirsiber komin aftur. Andlitspúður dökt fyrir sum- arið, nýkomið. Hárgreiðslustofa J. A. Hobbs. Það er viðurkent, að maturinn á Café Svanur aje bæði góður og ódýr. Húsmæður! Munið fisksím- ann 1689. Til mlnnls: | iirinr f ind Þegar þjer þurfið að kaupia ný- reykt sauðakjöt, spaðsaltað dilkakjöt og 1. flokks frosið dilkiakjöt þá hringið í undir- ritaða verslun. Verslan Sveíns Jóhannssonar, Bergstaðastrœti 15. Sími 2091 næstkomandi föstudag og mánudag. Bifreiðastöð Steindórs. Sírai 1580. I SNORUNNI. 16. sem jeg öfunda, hann hefir aldrei eina tómstund, og sjáið þjer, hve vel honum vegnar. — Já, hann er duglegur og áhugasamur, sam- þykti Sir Humphrey. Að vísu hafa margir menn komist yfir fje, En það er sjaldgæft að hitta fyrir mann, með því uppeldi sem Edward hefir fengið, sem hefir getað látið hrörleg fyrirtæki dafna og blómstra á ný í svo stórum stíl. Ætlaði hann ann- ars ekki að sækja yður hingað? Hún kinkaði kolli til samþykkis. — Já, þegar Parkins sagði að þjer kæmuð ekki fyr en eftir svo sem klukkutíma, ætlaði hann að skreppa á meðan og heilsa upp á kunningja sína. Hann tók sjer veikindi yðar mjög nærri. Jeg held, ekki veit jeg hvers vegna, að hann hafi að einhverju leyti kent sjálfum sjer um, hann hjelt, að þjer hefðuð kann- ske orðið um kyrt á Keynsham Hall, og ekki farið af stað svo síðla dags, ef hann hefði lagt fastar að yður með það. Sir Humphrey hristi höfuðið. — Það hefðu engin bönd getað haldið mjer, sagði hann. — Það var skylda mín að fara, þó að árangur- inn yrði enginn. Hún tók eftir að hann varð bitur í bragði, og sneri talinu að öðru. — Við söknuðum yðar sannarlega síðustu veiði- dagana, sagði hún, — og við drukkum yðar skál undir borðum. Nú verðið þjer að fara vel með yður. Þjer eruð þreytulegur. Þjer þurfið vonandi ekki að fara út í kvöld. — Nei, þeir Cartew og Parkins sjá fyrir því. Ein koteletta, einn Bordeaux og ein ljúffeng ferskja — og svo á höfuðið í bólið klukkan hálf tíu — þannig hljóðar mín dagskrá. Það er víst engin von um, að þjer getið verið og gætt þess að jeg haldi hana, bætti hann við glettnislega. Hún hristi höfuðið dauf í dálkinn. — Nei, því miður. Jeg er boðinn á dansleik í Wardley House. Jeg á dansa við einhvern hinna konunglegu, og það er auðvitað spennandi, en að öðru leyti er útsjeð um, að kvöldið verður hund- leiðinlegt. Hann virti hana fyrir sjer þögull, gagntekinn af fegurð hennar og yndisþokka, þar sem hún hallaði sjer aftur í sætið, fínleg og grannvaxin, með fall- ega lagaða fótleggina, klædda gráum silkisokkum í nettum lakkskóm. — Þjer eruð sannarlega fögur, Louise, sagði hann svo, — engin furða þótt þjer sjeuð eftirsótt. Á hverjum degi les jeg annan dálkinn í Times og býst við að sjá: „Trúlofun sína hafa opinberað --------o. s. frv.“ — Er yður svo umhugað um að jeg nái í manns- efni? — Ónei. Jeg myndi áreiðanlega bera óleyfileg- an kala til unnusta yðar. Hún brosti, og sagði ofurlágt: — Elskulegur maður, Sir Humphrey. En er Parkins kom inn í þeim svifum, sá hún að Sir Humphery gramdist að samtalinu var slitið. — Edward Keynsham lávarður, sagði Parkins hátíðlega, og lávarðurinn gekk inn lettur og frár á fæti, glæsilegur á velli. Hann tók vinalega í hönd Sir Humphreys og brosti alúðlega. — Humphrey, gamli vinur, gleður mig að sjá yður aftur. Sitjið bara kyr. Jeg get ekki sagt yður með orðum hve leiðinlegt mjer þótti að heyra um hin snögglegu veikindi yðar. Vona að jeg hafi ekki fengið yður of mikið að starfa síðasta dag- inn? — Nei, það var alt í lagi með það. Við vorum einmitt að tala um það áðan. Jeg var dálítið þreyttur fyrir þegar jeg kom, en ekki eftir veið- arnar — og svo------------ Keynsham leit á hann spyrjandi. En Sir Humphrey lauk ekki við setninguna. — Meðal annara orða, sagði hann, jeg vildi gjarna spyrja yður, viðvíkjandi bílnum, sem jeg fekk„, vissuð þjer hvaðan hann var? Keynsham hnyklaði brýrnar hugsi. — Nei, það veit jeg ekki ákveðið, sagði hanik svo. — Grover er vanur að hringja til kunningja. síns í Fakenham, þegar við þurfum vagn, og ef enginn vagn er til þar, útvega þeir venjulega vagn, frá Norwich. Var hann kannske slæmur? — Nei, það var ekkert að vagninum. En jeg vildi nú samt gjarna vita, hvaðan hann hefir verið.. En við getum altaf talað um það seinna. — Þjer gerið mig vissulega forvitinn, sagði’ Edward lávarður. — Það kom dálítið óhapp fyrir sagði Sir Hump- hrey og lækkaði röddina. — En það er ekki þes& vert að við tölum meira um það núna. Seinna fáið þjer kannske að heyra nánar um það. — Jeg skal fá upplýsingar um bílinn, lofaði Louise. — Jeg fer til Norfolk á morgun og þá skal jeg spyrja Grover um það. — Ágætt, góða mín. Jeg er svo gleyminn, sagði Keynsham og kveikti sjer í vindlingi. — Það var annars leiðinlegt, að þjer þurftuð að fara svo fljótt um daginn, Humphrey, það skeði hvort sem var ekkert kraftaverk, Brandt slapp ekki. — Nei — Brandt var hengdur. — Jeg vil ógjarna vera nærgöngull, hjelt Keynsham áfram. — En hafið þjer talað við Katherine síðan? — Já, jeg hefi hitt hana. Þetta hefir auðvitað verið hræðilegt fyrir hana. En hún ber sig eins og hetja. — Hví þá að vera að tala um þenna ógurlega viðburð, flýtti lafði Louise sjer að skjóta inn í, og virtist óþolinmóð. Þú ættir heldur að reyna að fá Sir Humphrey til þess að dvelja hjá okkur um páskana, Edward. Að vísu verður það ekki sjer- lega skemtilegt um þetta leyti árs. En vorið er yndislegt á Keynsham Hall.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.