Morgunblaðið - 18.05.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1935, Blaðsíða 4
4 1I0ROUNBLAÐIÐ Regiklpir. Nýjasta tíska r 1 Ueriun Injibjanjor Johnson Sími 3540. Glæný EGG kosfa ÍO aura í verslun Björns lónssonar, Yesturgötu 28. — Sími 3594. Spikfeitt kjöt af fullorðnu fje á 55 aura % kg. í súpukjöti og 65 aura Y2 kg. í lærum. Melnlrsbúfl. Langaveg 48. Sírni 1505. Reiði maðu ri n n varpinu og meistari Kvöldið það, sem var næsta eftir kröfudaginn síðasta, gerð- ust þau undur, að reiður maður ljet þjóta í tálknum sínum í út- varpi voru og óð þar á bægslun- um. Þessi maður heitir Sigurður Einarsson og er kallaður síra hvert sinn, sem þulan kunngerir komu hans í útvarpsherbergið. Orsökin til þess, að Sigurður slepti sjer þarna, virtist vera sú, að hönum var bannað að tala um pólitík þarna. En Sigurður brá á sitt óráð og flutti þarna ram- pólitískt erindi. Að ræðunni lok- inni nefndi Sigrún jungfrú alls ekki, um hvað ræðumaðurinn tal- aði, þvert á móti venju sinni, svo langt mun hafa gengið fram af meynni hátterni þessa afbrota manns — þ. e. manns, sem braut af sjer boðorð útvarpsráðsins. Þetta: að Sigurður Einarsson virti að vettugi boð og bann íit- varpsráðsins er að vísu smáræði í samanburði við ýmislegt, sem sá maður hefir leyft sjer að gera. Eitt sinn bar svo við á sumar- daginn fyrsta, að útvarpsráðinu — eða þeim máttarvöldum sem ráða yfir útvarpsráði — þótti sem dr. Guðm. Finnbogason hefði brotið hlutleysi í ræðu, er hann flutti þá. Honum var refsað þann- ig, að doktorinn fekk ekki að stíga fæti sínum í útvarpið heilt missiri á eftir. En Sigurði Ein- arssyni er ekki sýndur vöndur- inn. Hann kom í útvarpið daginn eftir kröfugöngudagskvöldið — og svo framvegis o. s. frv. Reiði maðurinn í útvarpinu veit hvað hann má bjóða sjer — hváð hann á undir sjer, ]á mjer við að segja. Jeg mundi hafa látið þenna tálknaþyt fyrrum Flateyjarklerks afskiftalausan, ef jeg hefði verið óvitandi um hugleiðangar Meist- ara Jóns um reiðina. Svo virðist sem Meistarinn sá liafi haft fram- an við sig — og líka bak við eyr- að — Sigurð Einarsson. Og vegna þess að fáir kannast nú við orð þessa ræðuskörungs, þykir mjer rjett að bera á borð fyrir sálirn- ar fáeinar glepsur úr reiðilestri hans. En sá lestur er út af guð- spjallinu, sem getur þess, að Heródes varð svo reiður að hann fór illa með saklaus börn — við- líka sem presturinn fór — lærði — með sóknarbörn sín, þegar hann sagði um þau, að þau væru rjett kjörin í hákarlabeitu, en sumum vildi hann brynna á eitr- uðu brunnvatni, Það sagði hann þó ekki í reiði, heldur mælti hann svo með undirleitu mannhaturs- glotti. En látum nú meistara Jón hafa orðið. Hann byrjar á metorða- girndinni og mun hann hafa haft hugboð um þá ástríðu Sigurðar Einarssonar — sjeð fram í tím- ann. „Hvörnin metorðagirndin sje í fyrstu tilkomin, er auðsætt af falli Satans og falli vorra fyrstu for- eldra, af hverju öll ólukka er inn runnin til allra manna og á meðal annara reiðin“. Rjett er það. Metorðagirnd Sig- r r t I U t- Jón. ] urðar Flateyjarklerks var þess ] valdandi, að hann ljet af prest- skap. Kennarastaða, útvarpsað- staða og þingmenska —- sú þrenning beit af stalli prestinn. Og þessi margfalda metorðagirnd veitti honum aðstöðu til þess að láta reiði sína blossa upp í út- varpinu frammi fyrir alþjóð Is- lands. Meistari Jón heldur áfram: „Og fyrst móðirin (drambsem- in) hefir gert oss Adamsniðjum svo stóran skaða, þá er auðvitað, að dóttirin er henni líb, nema verri sje. Hver er sú ólukka í heiminum, er reiðin ekki af stað komi? Hún er verkfæri allra lasta og ódygða. Hún er eins og ein púta, sem lifir eftir hvers manns vild“. Svo að „Síra.“ Sigurður Einars- son hefír á helgidagskvöldi al- þýðunnar leitt pútu inn í útvarpið og sýnt alþjóð hana í allri nekt vændiskonunnar, þ. e, a. s. látið pútu stríplast í útvarpsherberg- inu, stríplast í útvarpinu. Skárri eru það nú hátíðahöldin! „Svo þjónar reiðin öllum skömmum, þegar á þarf að halda“ — segir Jón biskup. Og ennfremur: „Jeg veit að bæði Aristótelis og Cicero skrifa, að hún sje brýni hugprýðinnar og að e'nginn vinni nokkurt stórvirki, nema reiður sje .. . En sá sem reiður er, hann er vitlaus og því segir Horatíus, að hún sje nokkurskonar stutt æði, teiknandi þar með, að enginn sje munur þess, sem reiður og hins sem vitstola er, nema reiðin varir skemur, æðið lengur .. . Heiftin er eitt andskotans reið- arslag“. Samkvæmt þessu hefir ,,síra“ Sigurður Einarsson leyft sjálfum sjer, að senda irt um landið með tækjum útvarpsins helvíska þrumu, til þess að vinna óvinum sínum geig og skaða. Lengra verður víst ekki farið út fýrir hlutleysistilskipanir hljóð varpsins. Meistarinn í Skálholti — -ekki samt Jörundur — segir um útlit þeirra, sem þessi púta nær tök- um á: „Hún afmyndar alla mannsins limi og liði; hún kveikir bál í augunum; hún hleypir blóði í nas- irnar, bólgu í kinarnar, æði og stjórnleysi í tunguna (það gat þjóðin heyrt þetta kvöld, hin éin- kennin voru ekki sjen). Hún læt- ur manninn gnísta með tönnunum, fljúga með höndum, æða með fót- unum. Hún skekur og hristir all- an líbamann og aflagar og ... hún gerir manninn að holdgetnum djöfli ... og ef hún svo afskræm- ri ásýnd mannsins ... hvernig mun hún þó ekki afmynda sál- ina í guðs augliti? Segið mj'er: Hvílíkur djöfull mun þar inni bvia, sem álit mannsins verður svo afskræmt hið ytra ? ... Salómón segir: Hver getur þolað einn reið- an mann? Hvar af auðsjeð er, að hann, sem réiðigjam er, hann er óhæfur til samneytis annara manna og óhæfur til að vera Kristílimur og hans kirkju. Hvað er hann þá? Andskotans limur og þeirra stallbróðir, sem tönnlast og tyggjast innbyrðis, þar tU þeir um síðir verða uppetnir“. Salómon spyr: „Hver getur þol- að einn reiðan mann?“ Jú, útvarp íslenska ríkisins get- ur þolað hann. Meistarinn í Skál- holti nefnir slíkan náunga lim andskotans. Mikið væri gefandi til þess, að vöndurinn, mikli frá Skálholti væri kominn í útvarps- herbergið til að gera þar hreint. Það er alveg dásamlegt, hve víðtæk mælska meistara Jóns er og hve vel hún hittir á ótal nagla- hausa. Hann er t. d. í postillu sinni afar harðorður um presta þá, sem óvirða embætti sín. En hann gerir þó ekki ráð fyrir því, að prestar vilji koma eitruðu brunnvatni í iður sóknarbarna sinna. En þó dreymir hann í þá áttina. Hann seg'ir: ,,Sá, sem drekkur ófarvarendis nokkuð banvænt, hann má sjá til, hvernig hann fái því æit upp aftur‘ ‘. Rj'ett er það, En þegar eitur- gasi er dreift í andrúmsloft al- þjóðar, verður ekki uppköstum viðkomið til þess að losna við ó- lyfjanina. Það hefir sýnt sig, sem meistarinn segir, að „vonskan er frilla djöfulsins og eitt frjósamt kvikindi“. Og er það mikið þjóð- arböl, þegar hún nær tangarhaldi á þeim, sem kenna ungdóminum og deila skulu meðal mannanna barna. náðarmeðulunum. Meistarinn segir ennfremur meo tungu Páls postula: „Látið ekki sólina ganga undir yfir yðar reiði“. Þessi stórmenni virðast hafa vænst þess, að enginn hleypti sjer upp eftir sólsetur. En það gerði Sigurður Einarsson. Og eru öll einsdæmi verst. — Hann segir og með vörum Páls: „Gefið ei Djöflinum rúm, og bendir oss til með þeim orðum, að þar sem andskotinn er húsbóndi, þar muni þetta lians hyski með hon- um samsæti eiga og er þeim manni víst helvíti, svo skjótt sem öndin skreppur út af kroppnum, sem af þessum pútum er kvalinn, nema liann hreinki áður sálu sína með heitri iðran og er ráðlegt, að ætla ekki til, að dauðans beiskja skuli það gera; því vandhitt er á, hvort þar verður tóm til þess, ef svo kann til að bera, að hann komi að skyndingu“. Það leyndi sjer eigi, að Sigurð- ur Einarsson barði saman hnef- unum, þegar hann hóf ræðu sína. Meistari Jón hefir þessháttar í huga, þegar hann í reiðilestrinum kemst svo að orði: „Þegar menn berja tveim stein- um saman, er vandsjeð hvor fyrri brotnar“. Laugardaginn 18. maí 1935. Egg stór og góð á 10 aura stk. Bergþórugötu 2. Sími 4671. Það hesta Skandia eldavjelar. Svendborgar þvottapottar. H. Biering. Laugaveg 3. Sími 4550. Nýslálrað HlltBkjðt af ungu. Frosið dilkakjöt af aðeins 1. fl. dilkum. Hakkað kjöt. Kjötfars. Hangikjöt. Pylsur. Mnnið Það er jafnilt fyrir reiða mann- inn í útvarpinu að brjóta hægri hnefa, sem vinstri. Ef hann brýt- ur hægri hnefa, vérður honum fyrirmunað að skrifa ræður, sem honum og hans jafningjum þykja góðar. Ef hann brýttir vinstri hnefann, skaddast sá lófi sem hann mun hafa haft til þess að klappa konum. Og þá má segja, að fokið sje í flest skjól, ef hann verður óvígur báðum höndum, maðurinn, sem haft hefir hend- urnar hvaðanæva. En þessvegna minnist jeg á konur í þessu sam- bandi, að meistari Jón hefir þær í huga í þéssari prjedikun, er Kföt & Fisk- melisgerðina Grettisgötu 64. Sími 2667 og 4467. I I anna privat bill, lítið keyrður, mjög sterkur og vel útlítandi, til sölu. Tækifærisverð. Góðir greiðsluskilniálar. A. S. f. vísar á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.