Morgunblaðið - 18.05.1935, Blaðsíða 6
6
mokgunblaðið
Laugardaginn 18. maí 1935,,
12
Appelsinur
fyrir
1 krónu.
LUXUS
Appelsínur,
25—65 aura.
XUUrIIZUÍ
Nýlt
nautakjöf
af ungu
og Tómatar og Rabarbari.
Verslunin
Kföt & Fiskur.
Símar: 3828 og 4764.
Divanar írá 35 kr
MIKIÐ || ÚRVAL
af nýtísku ^ Stoppuðum
HBSiisnia.
Hðssaoaavsrslai
Hrlstláns Sisgeirssonar.
Laugaveg 13.
Kögur etc.
Höfum mikið af kögri af ýmsum
litum. Einnig gullleggingar, súur-
ur og dúska.
SKERMABÚÐIN,
Laugaveg 15.
Sími 2812.
Spikað fefot
af fullorðnu á 55 og 65 aura %
kg, Saltkjöt, hangikjöt af Hóls-
fjöllum. Svið og rjúpur — og
margt fleira.
Jóhannes Jóhannsson
Grundarstíg 2. Sími 4131.
Stofnfundur] jf
Fisksðlusam- -y
bandsins
verður haldinn næst-
komandi fimtudag.
Samkvæmt fyrirmælum at-
vinnumálaráðherra hefir fiski-
málanefnd boðað til stofnfundar
Fisksölusambandsins næstkomandi
fimtudag, 23. þ. m.
Á fund þenna eru boðaðir allir
saltfisksframleiðendur og fjelög,
sem standa að samtökum þessum
og verður þar sett framtíðarskip-
an á fjelagsskapinn.
Þar sem svo giftusamlega hefir
til tekist, að telja má fullvíst að
Fisksölusambandið verði endur-
reist, er það skylda allra
góðra manna, að láta skoðanamun
og væringar niður falla og vinna
sameiginlega að lausn málsins.
Hjer er svo mikið í húfi, að ný
sundrung má ekki komast að.
KlriÖ og frost
í Englandi.
Mikil snjókoma í
ýmsum stöðum.
London 17. maí. FÚ.
I dag eru kuldar með fann-
komu í Englandi. í London var
sólskin og kalsa veður. Sums
staðar hefir fallið mikill snjór,
svo sem í Cumberland, Lancas-
hire, Devon og Norður-Wales.
Á ýmsum stöðum hefir þurft
að nota snjóplóga til þess að
greiða fyrir samgöngum, en
járnbrautarlestir hafa tafist. I
sumum h.ieruðum er þetta talin
mesta fannkoma ársins. Veð-
reiðar hafa einnig tafist vegna
snjójkomunnar, og er sagt að
það hafi ekki komið fyrir ára-
tugum saman í Bretlandi. Þó
er þess getið að veðreiðar hafi
farið fram í fönn árið 1839 og
1887. Það er sagt, að ekki hafi
komið í Englandi í maímánuði
eins miklir kuldar og nú í 64
ár. í Kent hefir skemst mikið
af ávöxtum, kartöflum og
baunum, og er tjónið metið á
þúsundir punda. I Essex hefir
einnig orðið mikið tjón á ávöxt
um og grænmeti. 1 dag er alt
að 4 stiga frost á þessum slóð-
um.
Englandskonungur og drotn-
ing ætluðu samkvæmt áætlun
að fara aðra ákrúðför sína um
Lundúnaborg á morgun, og þá
um Suður-London. Nú er það
vafasamt vegna kuldans og
snjóanna, hvort úr þessu verð-
ur. Sennilega fara þau í lok-
uðum vagni, en munu stansa
á ýmsum stöðum, þar sem borg
arstjórar einstakra borgarhluta
taka á móti þeim.
Manndauði. Árið 1933 dóu hjer
á landi 1159 eða 10,3 af hverri
þúsund landsmanna. Er það lægra
manndauðahlutfall heldur en
nokkurt undanfarið ár.Barnadauði
var aðeins 4,3% og er það minna
en nokkurt ár áður. Barnadauði
er nú orðinn minni hjér en í flest-
um öðrum löndum. í Nýja Sjá-
Iandi og Ástralíu er hann þó
minni, og í Noregi og Hollandi
svipaður og hjer.
Verkfallið
á MNormandieM.
Kröfur skipverja.
London 17. maí. FÚ.
Verkfall skipshafnarinnar á
,,Normandie“ heldur enn þá á-
fram. Siglingamálaráðherrann
hafði krafist þess, að skipverj-
ar færu til vinnu sinnar um
borð og kvaðst þá mundu kveða
upp úr með úrskurð sinn í deil-
unni, en hann er sáttasemjari.
Þessu neituðu skipverjar, en
franska stjórnin hefir í dag
fallist á afstöðu ráðherrans,
og gert ráðstafanir til þess, að
láta beita í málinu þeim á-
kvæðum refsinga, sem að þessu
lúta.
Alt er með jkyrrum kjörum
í Le Havre, og verkfallið hefir
ekki breiðst út til annara hafn-
arborga.
Verkfall þetta er sprottið af
gamalli deilu milli útgerðar-
fjelags Normandie og skip-
verja þess. Þeir eru aðeins
ráðnir til einnar ferðar í einu,
og afskráðir þegar ferðinni er
lokið. En þeir hafa farið fram
á það, — og hefir staðið í
samningaþófi um það síðast-
liðna 18 mánuði — að þeir
fengi ýms hlunnindi, sem þeir
hafa ekki áður notið hjá fje-
laginu, þannig, að um 80%
þeirra yrðu fastráðnir með
samningi, og einnig yrði þeim
greiddur ellistyrkur, veittir á-
kveðnir frídagar o. fl.
Fœreysk
umkvörtun
út af meðferð á skipi
í Reykjavík.
1 ,,Dimmalætting“ stendur
nýlega: í ofviðrinu í lok mars-
mánaðar laskaðist kútterinn
„William Martin“ (skipstjóri
Jörgen Höjgaard) svo mjög að
hann varð að hleypa inn til
Reykjavíkur.
Þegar þangað kom lagði toll-
gæslan hald á skjöl skipsins og
skipstjóra var tilkynt, að hann
^gæti ekki fengið þau aftur
nema því aðeins að hann skrif-
aði undir yfirlýsingu um það að
hann skyídi ekki veiða í ís-
lenskri landhelgi.
Skipstjóri helt því fram, að
hann hefði leitað nauðhafnar
og sjer bæri ekki að greiða
venjuleg hafnargjöld nje svo-
kallað „útflutningsgjald“, sem
er l!/2% af aflanum.
Vegna inflúensunnar, sem þá
geisaði í Reykjavík, vildi skip-
stjóri ekki eiga það á hættu að
skipverjar hans sýktust, og
mætti því ekki í sjórjetti, en
varð að greiða þau gjöld, sem
heimtuð voru af honum og und-
irskrifa yfirlýsinguna.
Þegar heim kom hefir hann
lagt fram kæru í amtsráðinu út
af því hve illa hafi verið farið
með sig á íslandi.
Morgunblaðið hefir borið
þetta undir skrifstofu tollstjóra
og fekk þar þessar upplýsingar:
Þegar danska sendinefndin
var hjer í vetur, varð það að
samkomulagi að færeysk skip,
sem leituðu hafnar á íslandi,
ín memoriam.
Úr múgsins þröng, sem máttarlítið barn,
og málleysingi, út á eyðihjarn;
jeg heiman fór með ævintýri í arf —
eitt ævintýri — fljettað lífs í gam.
Og á þeim hrjóstrum, sem jeg svipinn hans,
þess sigurvissa, hreina, sterka manns,
er leiðir ruddi> hóf á herðar bjarg,
og hlífiskildi brá — en þó til sanns.
í hverri hreyfing festa, rök og ráð, xn
af reynsluviti og drengskap var þar skráð —
Sú þekking hans, um þyrnivaxna slóð
til þjóðarheilla — er hjartablóði stráð.
Hve lengi einn hann hóf upp heljarbjörg,
og hratt úr leið — þau voru orðin mörg!
Með viti, á arm sinn, vóg upp Grettistök.
Og veginn ruddi inn að landsins hörg.
I heilli borg, var enginn eins og hann.
Og eldur manndóms hvergi skærar brann.
Hans augu lýstu sálarþroska og þrótt,
með þreki og festu — er aldrei víkja kann.
Þá hylji sorg, er hjarta mannlegt á
það himindjúp, er enginn kanna má,
sem ekki veit, að einn er ávalt einn,
og á sinn veg — er aðrir ekki sjá.
Þótt oftast lítum brautryðjandans blóð,
sem barnagull, með okkar smáu þjóð —
Vjer sjáum altaf loga á tindum lands —
og Ijós í spori á fullhuganna slóð.
Er hópar rísa — flokkar steðja á stjá ™-..
þeir stefna allir björtu ljósin á
og róma hátt, að oftast einn og einn
— og aðeins einn — er Ijóminn stafar frá.
Skuggi.
skyldi greiða 1V2 % útflutnings-
gjald af þeim afla, sem þau
hefðu þá um borð, og ennfrem-
ur skyldi skipstjórar undir-
skrifa yfirlýsingu um að þeir
skyldi ekki veiða innan land-
helgi. Þetta kom Færeyingum
nokkuð á óvart en allir hafa
þó skrifað undir yfirlýsinguna,
og allir greitt útflutningsgjald-
ið, nema þeir sem hafa orðið
að leita hafnar vegna vjelbil-
unar eða skemda á skipi og
'hafa mætt fyrir sjórjetti.
Klemdur í holu trje.
Englendingur nokkur, Mr.
William Boukett frá Dverton varð
um daginn fyrir einkennilegu at-
viki. Einn góðan veðurdag fór
hann á gönguferð út' í skóg og
gat ekki staðist freistinguna að
klifra upp í hátt trje. Honum
tókst greiðlega að klífa trjeð, en
er hann ætlaði niður aftur varð
honum fótaskortur og hann fell
ofan í trjeð, sem var holt að inn-
an og þar varð hann að dúsa,
klemdur eins og í skrúfstykki.
Hann gat hvorki hreyft legg
eða lið. Við og við hrópaði hann á
hjálp, en alt kom það fyrir ekki.
Daginn eftir heyrðu menn þó
hljóð hans og komu honum til
hjálpar.
.... — »—
Unguerska stúlhan
sem „skifti um sál“
uppvís að svikum.
Með erlendum blöðum, sem komu
með „lslandi“, bárust þær frjettir
að saga ungversku stúlkunnar, Iris
Farczady, væri svik og prettir
frá upphafi til enda.
Saga hennar þótti svo einkenni-
leg að nefnd manna var sett á
laggirnar til að athuga málið nán-
ar.
í nefndinni voru sendiherra
Spánar í Búdapest, lögreglustjór-
inn í Búdapest og nokkrir læknarci
Iris Farczady kvaðst fús til að
gefa nefndinni allar úp'ptýsihgar
er hún gæti í tje látið. Eftir því
sem Daily Exþress sícýfíF frá
gerði lögreglan húsrannsókn á
heimili hennar, og fann þar
spænska orðabók, málfræði og
kenslubækur í spænsku,
Sendiherra Spánverja tilkynti að,
hún talað spænsku frekar illa.
Hin 18 ára gamla ungverska
stúlka varð uppvís að svikum. —
Læknarnir tilkyntu að hún væri
sálarsjúk og væri undir einskonar
dáleiðslu áhrifum frá móður sinni,
sem ætlaði sjer að koma henni á
framfæri hjá einhverju fjölleika-
húsinu, með þessu athæfi.
ísland fer norður og vestur í
dag.