Morgunblaðið - 18.05.1935, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.05.1935, Qupperneq 7
MORqUNBLAÐIÐ Laugardaginn 18. maí 1935. 7 Dagbóí?. □ „HelgafeH“ 59355187-IV.-V.-2 Veðrið í gær: Lægðarsvæði yfir «orðanverðu íslandi á hægri hreyf ingu suður eftir. Lítur út fyrir að N-átt muni ná sjer á morgun norð anlands og austan og kólna tals- Kert í veðri. | Veðurútlit í Rvík í dag: V-kaldi fram eftir deginum og nokkur rigning en ljettir til með N-átt í nótt. Messur á morgun: í Dómkirkjunn, kl. 11, síra Frið- rtk Hallgrímsson. Engin síðdegis- «>>essa. í Fríkirkjunni kl. 2, síra Árni Sigurðsson. 1 Hafnarf jarðarkirkju, kl. 2, ferming. Kirkjan opnuð kl. 1,50, síra Garðar Þorsteinsson. Lögfræðiskrifstofu hafa Valdi- naar Stefánsson og Sigurður Óla- »on opnað í Austurstræti 3. Þeir eru báðir ungir lögfræðingar. — Valdimar Stefánsson hefir verið fulitrúi hjá lögreglustjóra í vetur. Lindin hjá G-arði. Síðastliðin laugardag átti trjeð fræga hjá íStúdentagarðinum í Höfn 150 ára afmæli. Margir íslendingar kann- ast við þetta trje frá námsárum »mum í Kaupmannahöfn. Afmælið var haldið hátíðlegt og var kon- ungurinn viðstaddur hátíðahöldin ásamt mörgum merkum háskóla- borgurum. Sorgarathöfn út af fráfalli Pilsudski hershöfðingja, verður í kaþólsku kirkjunni á mánudag- mn kemur, 0g stendur pólska konsúlatið fyrir henni. Smásöluverð í Reykjavík var í byrjun aprílmánaðar óbreytt að meðaltali frá því, sem það var í mars. Þrjár vörur í matvöruflokk höfðu þó hækkað í verði (aðallega sykur) en þrjár lækkað í verði. V’ísitalan er 175 og er aðeins einu stigi lægri en í apríl í fyrra. Þeg- ar miðað er við vöruverð í júlí 1914 og athugað hvaða vörur eru nú dýrastar, samanborið við það sem þá var, kemur í ljós, að það eru innlendu vörurnar. Fæðingar. Árið 1933 fæddust hjer á landi 2478 lifandi börn eða 22 á hverja þúsund landsmanna. Er það miklu lægra hlutfall en undanfarin ár. 1916—20 var tal- an 26.7 0/00. Af öllum fæddum börnum 1933 voru 470 eða 18,6% óskilgetin, og fer hlutfallstala ó- skilgetinna barna stöðugt mjög hækkandi. , Innflutningur fólks. Samkvæmt manntölum og skýrslum um fædda og dána á árunum 1931—33, hafa um 900 menn átt að hafa flust hingað til landsins á þessum þrem ur árum, umfram þá, sem flutt hafa burt af landinu. 75 ára er í dag (18. þ. m.) Sig- urður Sigurðsson fyrv. stýrimað- ur, Klapparstíg 44. Höjgaard verltfræðingur, aðal- maðurinn í firmanu Höjgaard & Schultz, sem tók að sjer byggingu aflstöðvarinnar við Sogið, kom hingað með íslandi í gær. Erindi hans hingað mun vera það, að kynna sjer Sogsdeiluna og vita, hvort ekki muni möguleikar á að fá þá þrætu leysta. Selfoss á að fara hjeðan á morg- un til Grimsby, Antwerpen og London. Þrastalundur. Sumargistihúsið Þrastalundur hjá Sogsbrú, verður opnað í dag. Dronning- Alexandrine kom td Kaupmannahafnar í gærmorgun. Eimsikip, Gullföss fer frá Kaup- mannahöfn í dag á.leið til Leitli. <Goðafoss fór frá Yestmannaeyjum í fyrri nótt á leið til Hull. Brúar- foss var á Akureyri í gær. Detti- foss er væntanlegur til Yestmanna eyja um hádegi í dag. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss er í Reykjavík. íslenskir seðlar eru ekki gjald- gengir í Kaupmannahöfn og vill enginn banki líta við þeim. Þótt menn liafi þar nóg af íslenskum seðlum eru þeir jafn illa staddir og þeir væri peningalausir. Fastar bílferðir eru nú byrjaðar frá Bifreiðastöðinni Heklu til Borg arfjarðar, Stykkishólms og Búðar dals. Fara bílarnir hjeðan á hverj- um mánudegi og fimtudegi, og næsta dag suður aftur. Fyrsta bílferðin til Stykkishólms var far- in í fyrradag. Skemtiferð fer Heimdallur, fje- lag ungra Sjálfstæðismanna, upp á Akranes á morgun. Farið verður með „Suðurlandi“ kl. 8 um morg- uninn og komið aftur annað kvöld Jónas P. Magnússon bókbindari verður 50 ára í dag. Hann á einnig um þessar mundir 30 ára starfs- afmæli. Togararair. Af veiðum hafa komið Skallagrímur með 85 föt lifrar og Hannes ráðherra með 68 föt lifrar. Skekkjur í sjókortinu. Frá kunn ugum manni eystra hefir vitamála skrifstofunni borist tilkynning um það, að dýpið á boðanum Færabak fram af Breiðdalsvík, sje rúmlega helmingi minna en sjókort sýna, 10 metrar í stað 22. Nánari rannsókn mun fara fram við fyrst.a tækifæri. Á boðanum Kjögg, norðaustur af Papey, hef- ir fundist 4,2 metra dýpi í stað 11 metra sem stendur í sjókortum og Leiðsögubók fyrir sjómenn. íþróttafjelag kvenna. Á morg- ian, sunrmdag, verður farið að Tröllafossi og gengið þaðan á Skálafell. Lagt verður af stað frá Lækjartorgi kl. 8 f. h. stundvís- lega, Þær sem ennþá- hafa ekki tilkynt þátttöku sína, gefi sig fram við Unni Jónsdóttur, Skóla- vörðustíg 36, sími 1870, kl. 7—8 í kvöld. Aðalfundur íþróttafjel. kvenna var haldinn í Oddfellow-húsinu, fimtudaginn 9. maí. 1 stjórn fje- lagsins voru kosnar: Unnur Jóns- dóttir, formaður. Unnur Briem, ritari, Þóra Bjarnadóttir, gjald- keri, Þorgerður Þórarinsdóttir, fjehirðir. Varamenn voru kosnar þær- frú Ellen Sighvatsson og Hildigunnur Halldórsdóttir, og endurskoðendur, María Thorla- cius og Sigrid Jakobsen. „Stundum kvaka kanarífuglar“. Sjónleik þenna leikur Leikfjelagið í útvarpið í kvöld. Aflafrjettir. Afli var dágóður í Norðfirði í gær. í Siglufirði höfðu aflahæstu bátar í gær 3500 kg, en sumir sama sem ekkert. Reru sumir til Kolbeinseyjar, en aðrir vestast á Skagagrunn. Allsstaðar er talið fisklaust á svæðinu frá Húnaflóa til Kolb'einseyjar. — Nokkrir bátar hafa róið í Ólafs- firði undanfarna daga. Afli hefir verið tregur og langt sótt. Hafa bátar fengið um 1000—1500 fiska. (Eftir FÚ.). Frá Keflavík. Síðan um lok hafa flestir bátar úr Keflavík ró- ið og aflað dável, eða 7—14 skip- pund í róðri, og heildarafli er að menn ætla kominn fram úr því, sem var árið sem leið og lýsis- magn er 20—22 af hundraði meira nú hjá Lifrabræðslu Keflavíkur en um sama leyti í fyrra. Síldveiði hefir verið stöðugt síðustu 3 vik- urnar og hefir öll síldin verið séld til beitu. — Fjöldi norskra línu- veiðara hefir verið á Keflavíkur- /-> / ' Ö/ / í X. / IHagga var svo ergileg. Sokkarnir hennar voru alt- af að rakna upp. Jeg sá strax, að hún hlaut að þvo þá eitthvað klaufalega, og ráðlagði henni að reyna LUX. Jeg hef sjálf notað LUX árum saman. Jeg hef sjaldan sjeð eins þakkláta manneskju ’ og Magga var mjer fyrir þetta ráð. Hún sagðist vera al- veg steinhissa að sjá hvað LUX er fljótt að þvo sokk- ana og hvað það hlífir þeim vel. Nýtt silki tognar, en röng þvottaaðferð skemm- ir í því teygjuna, og viðkvæmu þræðirnir slitna fljótt. LUX varðveitir teygjuna í silki, ver því, að sokkar rakni upp, og heldur þeim ný- legum og vel útlítandi. Notið LUX og látið sokkana endast vel! X-IX 456-392 LEVER BROTHERS LIMITED. PORT SUNLIGHT. ENGLAND höfn síðustu daga og fengið sjer beitu, vistir og vatn. Norskir skip- stjórar segja afla miklu tregari nú en. undanfarin vor. (FÚ.). Fóllksflutningar með bifreiðum. Atvinnumálaráðherra hefir gefið út reglugerð um skipulag á fólks- flutningum með bifreiðum, sam- kvæmt lögum frá síðasta þingi og veitt einstökum mönnum og bif- reiðafjelögum sjerleyfi til fólks- flutninga á vissum leiðum, víðs- vegar um land. Ægir var dregin upp í Slipp með flóðinu í gærkvöldi. Kjölur skipsins hefir rifnað töluvert á tveim stöðum og bognað dálítið. Byrjað var strax á að gera við skemdirnar og mun verða haldið áfram dag og nótt, þangað til því er lokið. Ekki verður sagt að svo stöddu hve langan tíma það tekur. Knattspyrnumót III. flokks hefst sunnudaginn 19. þ. m., kl. 9l/;) f. h., og keppa þá Yalur og Víkingur og kl. 101/, Fram og K. R. Útvarpið: Laugardagur 18. maí. 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar: Kórlög (plötur). 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Leikrit „Stundum kvaka kanarífuglar“, eftir Lonsdale (Leikfjelag Rvíkur — Léik- endur: Arndís B jörnsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson, Valur Gíslason, Þóra Borg). 22,25 Danslög til kl. 24. 105 ára gamall bíógestur. Mrs. Ann Stansall í Mansfield í Englandi átti 105 ára afmælis- dag um daginn. Hjelt hún daginn hátíðlegan með því að fara í bíó. Síðan hún varð 100 ára hefir hún verið tíður bíógestur óg hún sjer kvikmyndirnar vel, án þess að hafa gleraugu. Heimdallur. Heimdallur. Akranesför. Fjelag ungra Sjálfstæðismanna fer skemtiferð til Akra- ness, sunnudaginn 19. þ. m. Lagt verður af stað með E.s. Suðurlandi, kl. 9 að morgni. Komið aftur að kvöldi. Fundur hefst kl. 2. Eftir fundinn verður dans stíginn. Góð hljómsveit verður með í förinni. — Farmiðar, þar í innifalin öll þátttaka, verða seldir á skrifstofu fjelagsins í Varðarhúrúnu, laugardaginn 18. þ. m., kl. 3—9. Kosta kr. 3,50. NB. Fjelagi ungra Sjálfstæðismanna, „Stefni“ í Hafnar- firði er boðin þátttaka. Farmiðar fást hjá formanni, • Stefáni Jónssyni. Heimdallur. SKEMTINEFNDIN. Heimdallur. Siaifstæöisfiokkurlng boðar til bessara landsmálafonda. Sunnudaginn 2. júní n. k. í Árnessýslu: á Stokkseyri og Eyrarbakka. í Rangárvallasýslu: í Skarði á Landi, Ægissíðu, Stórólfshvoli og Sauðhúsvelli. j | Mánudaginn 10. júní n. k. í Gullbringu- og Kjósarsýslu: í Grindavík, Gerðum, Keflavík, Brunnastöðum- Kljebergi og Reynivöllum. í Miðvikudaginn 12. júní n. k. í Snæfellsnessýslu: í Ólafsvík. ) i Sunnudaginn 16. júní n. k. í Húnavatnssýslu: Á Blönduós. Laugardaginn 22. júní n. k. í Þingeyjarsýslu: Á Húsavík. Fundirnir hefjast kl. 2 e. h. virka daga og kl. 3 e. h. helga daga. Stjórnmálaflokkarnir njóta jafnrjettis um ræðutíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.