Morgunblaðið - 18.05.1935, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.05.1935, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 Laugardaginn 18. maí 1935.. Allir ar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. cKúsitatði- Vllia in I8IDU. Nýtísku villa, með öllum nýtísku þœgindum í Ordrup í Kaupmanna- höfn (alveg við veðreiðarbrautina og „Bellevue“ strandbað), fæst til leigu yfir sumarið, handa fjöl- skyldu, sem vildi hafa sumarfrí í Danmörku. Hjer er um sjer- stakt tækifæri að ræða. Húsgögn geta fylgt. Nánari upplýsingar í síxna 1912. Herbergi fyrir einhleypa til leigra. Laugavatnshiti. Baróns- etíg 27 (Café Svanur). ‘HhvruX' Utan, sem innanhússþvottur. Sívaxandi aðsókn sannar vinnu gæðin. — Ágúst L. Jónsson, Frakkastíg 22. Sími 2613. Bókbandsvinnustofa mín er flutt í Hafnarstræti 19, 1. hæð. (Hús Helga Magnússonar & Co.). Anna Flygenring. Húsmæður! Munið fisksím- ann 1689. Það er viðurkent, að maturinn á Café Svanur sje bæði góður og ódýr. Jfaufis/Ulfutv Mótorhjól, Harley Davidson, í góðu standi til sölu. Upplýsingar eftir kl. 7 á Fjölnisveg 3. Bronce, nýtískuvaran, fæst hjá Haraldi Hagan, Austur- stræti 3._____________________ Ibúðarhús á erfðafestulandi fyrir innan bæinn, er til sölu ódýrt. Upplýsingar í síma 3144. Kaupum gamlan kopar. — Vald. Poulsen, Klapparstíg 29.! Hangikjöt, nýreykt. dalsíshús. Sími 3007. Norð- Kðupsvslumein! flytur auglýsingar yðar og tilkynningar til flestra blaðlesenda um alt land, í sveit og við sjó - utan Reykjavíkur. Blaðið kemur út vikulega 8 síður samanlímdar. Ekkert blað er lesið jafn víða í SYEITUM lands- ins og Körfustólar, margar tegund- ir, fyrirliggjandi, einnig smá borð. Legubekkir ódýrastir á 35 kr. Körfugerðin, Banka- stræti 10. Kaffistell frá Hjálmar Guð- múndsson, Laufásveg 44, er brúðargjöfin. BldflH ávalf um hlO besla. Tll mlnnls: Þegar þjer þurfið að kaupia ný- reykt sauðakjöt, spaðsaltað dilkakjöt og 1. flokks frosið dilkúkjöt þá hringið í undir- ritaða verslun. Verslan Sveins Jóhannssonar, Bergstaðastrœti 15. Sími 2001. )) NflTfflM 1 ©LSEINI (( AMt miuia A. S.X. í SNÖRUNNI. 17. — Mjer er sönn ánægja að koma, ef jeg kemst hjeðan úr önnunum, lofaði Sir Humphrey. Lafði Louise leit á úr sitt og stóð á fætur, þó væri henni það augsýnilega á móti skapi. — Jeg skal meira að segja lofa yður því að jeg skal sækja yður í mínum „Hispano-Suiza“, ef þjer akið ekki í yðar einkavagni, sagði lávarðurinn. — Já, þjer getið valið milli hans og míns Bent- ley, skaut Louise inn í. — Jeg verð að játa, að mjer finst altaf sjer- staklega gaman að aka í litlum Bentley-vögnum, sagði Sir Humphrey brosandi, og hjarta hans sló örar, við heitt og innilegt handarband lafði Louise. 8. KAPÍTULI. Næsta sunnudagskvöld, fimm mínútur fyrir átta, kom Sir Humphrey Rossiter niður hin fögru stigaþep í húsi sínu við Chestow Square og gekk inn í borðsalinn. Hann virti fyrir sjer borðið, fag- urlega og smekklega skreytt af Parkins, og skoð- aði matarseðilinn. Hann brosti ánægður með sjálf- an sig, þegar hann sá, að hann hafði munað eftir þó mörgum uppáhaldsrjettum Katherine. Hann skaraði dálítið í eldinn, þó þess þyrfti ekki bein- línis, og gekk síðan inn í skrifstofu sína. Klukkan á Big Ben sló átta, hann leit á úr sitt, á mínútunni átta. Nú mátti búast við vagninum á hverri stundu. Katherine var ávalt stundvís. Hann fór að blaða í tímariti, en lagði það svo frá sjer aftur. Það tók því ekki að fara að lesa. Fimm mínútur yfir átta! Nú hlaut hún að fara að koma. Hún er áreiðanlega í svörtum kjól, það fer svo vel við gullna hárið, hugsaði hann. Vesa- lings Katherine! Það gæfusnauða hjónaband! Sorglegt að hugsa til þess. Honum hafði oft dottið í hug, hvort hann gæti buðið henni að vera meira en vinur hennar. Marg- ar laglegar konur höfðu orðið á leið hans, sjer- / staklega í seinni tíð, en það voru aðeins tvær, sem örfuðu hjartslátt hans. Hann hafði ávalt dáðst að Katherine, þegar meðan konan hans var á lífi, en hann vissi, hve vonlaust það var, og ákvað með því stöðuglyndi, sem honum var í blóð borið, að líta ekki í þá átt. En nú var hann laus og liðugur — og hún líka. Nú var möglueiki til þess. En voru tilfinningar hans þær sömu og áður? Var það alvara hans. — ------Hann leit á úr sitt. Tólf mínútur yfir átta! Þetta var ólíkt Katherine. Parkins kom inn með cocktail. — Mjer datt í hug, að þjer vilduð máske einn cocktail, Sir Humphrey, sagði hann. — Frú Brandt hefir auðsýnilega seinkað. — Já, þakka yður fyrir. Gefið mjer einn. Og hringið síðan til Savoy Court og spyrjist fyrir um það, hvort frúin sje farin af stað. Sir Humphrey dreypti á glasinu.------------En hvernig stóð á þessari óróa- og kvíðatilfinningu, sem greip hann. Það hlutu að vera eftirstöðvar eftir veikindin. Þessar taugar--------- Hann sneri sjer við, næstum ákafur, þegar Parkins kom inn aftur. — Frú Brandt fór frá Savoy Court stundar- fjórðungi fyrir átta, sagði hann, — í venjulegum bíl, og hún gaf bifreiðarstjóranum skipun um að aka hingað. Sir Humphrey ljetti. — Þá hefir vagninum líklega bara seinkað vegna umferðarinnar. Þakka yður fyrir, Parkins. Hann fekk sjer sopa úr glasinu og gekk út að glugganum, dróg gluggatjöldin frá og leit út. Úti fyrir var dimt og hljótt og ekkert sjerstakt að sjá. Hann dróg gluggatjöldin aftur fyrir glugg- ann, gekk að borðinu og tæmdi úr glasinu. Síðan hringdi hann bjöllunni; honum var ekki ljóst hvers vegna, en eitthvað varð hann að gera. — — Parkins, klukkan er orðin 81/^ og frú Brandt er enn ókomin. Hún getur ekki verið lengur á leiðinni hingað en 20 mínútur. Jeg held, að það* væri rjett, að þjer hringduð aftur til gistihússins, og spyrðust fyrir, hvort hún einhverra hluta vegna hefir komið þangað aftur. — í þetta sinn var Parkins lengur en áður. Og þegar hann kom inn var hann sýnilega vandræða- legur. — Jeg talaði við dyravörðinn. Hann sagði, að hún hefði farið af stað 15 mínútum fyrir átta og verið í samkvæmisfötum, síðan hefði hún ekki sjest. Hann spurði mig, hvort jeg vissi, að frúim ætlaði til útlanda í fyrramálið. — Til útlanda? — Já, til Frakklands. Ferðakisturnar standa tilbúnar og búið að kaupa farmiða með „bláu lestinni". — Það var einkennilegt, sagði Sir Humphrey hugsi. — En engu að síður breytir það ekki þeirri staðreynd, að frú Brandt lagði af stað hingað fyrir þrem stundarfjórðungum og er þó enn ókomin. — Hringið til Scotland Yard, Parkins, og gefið mjer samband hjer inn, jeg ætla sjálfur að tala. Eftir örfáar mínútur hringdi síminn. — Yfiraðstoðarmaður Horton hjer, var sagt. — Þjer talið við sir Humphrey Rissiter per- sónulega. Hafið þjer fengið tilkynningu um nokk- urt slys síðasta klukkutímann? Nei, enga. í kvöld, stundarfjórðung fyrir átta, fór frú Kat- herine Brandt frá Savoy Court áleiðis hingað, 16 Chestow Square, í bíl. En hún er enn ókomin, þó klukkan sje yfir 8í/2. Viljið þjer þegar í stað senda út sveit manna á bifhjólum og grenslast eftir því á öllum lögreglustöðvum, hvort nokkuð slys hafi orðið á þessum tíma. Og sjáið til þess að mjer verði tilkynt þegar í stað, ef svo er. Sir Humphrey lagði heyrnartólið á og Parkins spurði hæversklega: — Matreiðslukonan spurði hvort ætti að koma með matinn handa ráðherranum. Hún getur hæg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.