Morgunblaðið - 21.05.1935, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIf)
Líftryggingarfjel.
Andvaka
Líftryggingar!
Bamatryggingar!
Hjónatryggingar!
bfðfilSM,
allar tegundir,
nýkomin.
Pljótnr — þægilegur — ódýr
rakstur með:
Flugbfita.
Kögur etc.
Höfum mikið af kögri af ýmsum
Ktum. Einnig gullleggingar, snúr-
«r og dúska.
SKERMABÚÐIN,
Laugaveg 15.
Sími 2812.
IflBPSfiSlÐBIBBHl
flytur auglýsingar yðar
og tilkynningar til
flestra blaðlesenda um
alt land, í sveit og við
sjó - utan Reykjavíkur.
Blaðið kemur út vikulega
8 síður samanlímdar.
Ekkert blað er iesið jafn
víða í SVEITUM íands-
ins og
ÓGNIR NÆSTU STYRJALDAR.
Framh. af 2. síðu.
þjóð fengi lög sett, sem hefði
þau áhrif, að á friðartímum
hefði enginn hagnað af því að
framleiða vopn og skotfæri.
Um vígbúnaðinn í álfunni
sagði Lansbury, að hann bygðist
á því, að engin þjóð treysti ann
ari, ,,en jeg er sannfærður um,
að menn alment eru mótfallnir
styrjöldum og menn vilja fús-
lega gera alt, sem í þeirra valdi,
stendur til þess að koma 1 veg
fyrir þær. „Lansbury vill að^
stuðlað verði að því, að menn
alment fari að hugsa um af-
leiðingar nýrrar styrjaldar,
hryðjuverk hennar og eftirköst.
Þá myndi áhugi manna fyrir
að berjast gegn styrjöldum auk
ast. Þar ætti kirkjan að leggja
sitt lið, sagði hann, en
mæli ein stoða ekki“. (United
Press).
Tekur Stanley Bald-
win við af Mac
Donald ?
Stanley Baldwin.
London, 20. maí. FB.
Stanley Baldwin gekk á kon-
ungsfund í dag og ræddi við
hann hálfa klukkustund.
Engin opinber tilkynning hef
ir verið birt um það enn hvað
þeim fór á milli, en þessi heim-
sókn Baldwins hjá konungi hef-
ir mjög styrkt menn í þeirri
trú, að endurskipulagning þjóð-
stjórnarinnar sje fyrir dyrum.
Telja menn nú mjög líklegt,
að Stanléy Baldwin taki við
forsætisráðherraembættinu af
Ramsay MacDonald, en hvað
eftir annað að undanförnu hef-
ir gosið upp kvittur um það, að
hann mundi láta af forsætisráð
herrastörfum.
Nú seinast alveg nýverið
ræddu Lundúnablöðin ýmsar
breytingar á skipun þjóðstjórn
arinnar, sem þau töldu líkleg-
ar, svo sem að Anthony Eden
taki við af Sir John Simon ut-
anríkismálaráðherra o. s. frv.
(United Press).
Eim&kip. Gullfoss fer frá Leith
í kvöld á leið til Yestmannaeyja.
Goðafoss er í Hull. Brúarfoss fer
til Leith og Kaupmannahafnar í
kvöld. Dettifoss er í Reykjavík.
Lagarfoss er í Kaupmannahöfn.
Selfoss var í Vestmannaeyjum x,
Rússnesk risa-
flugvfel ferst,
rekst á aðra flug-
vjel. 48 manns bíða
bana.
London, 20. maí. FÚ.
Á sunnudagsnóttina vildi það
til, að einsætisflugvjel rúss-
nesk rakst á risaflugvjelina
„Maxim Gorki“ og skemdi hana
svo, að báðar steyptust til
jarðar, og fórst hvert manns-
barn er í þeim var. Þetta vildi
til skamt frá Moskva.
„Maxim Gorki“ hafði burðar
þol til þess að flytja 70 manns,
en að þessu sinni voru aðeins
47 manns í vjelinni. Alls fórust
þannig 48 menn.
í Rússlandi er slys þetta skoð
að sem alþjóðar sorgaratburð-
ur, og hefir stjórnin þegar lýst
yfir því, að hið opinbera muni
kostá útför allra þeirra sem fór
ust. Blöðin, sem fregnina flytja,
koma öll út með sorgarrönd.
Jafnframt er það tilkynt, að
stjórnin sje engan veginn af-
huga smíði nýrra flugvjela, nje
hafi mist trú á flugferðum, því
hjer sje engum smíðagöllum
um að kenna, helduf sje um
hreint slys að ræða.
I dag tilkynnir rússneska
stjórnin, að ákveðið sje, að
smíða þrjár nýjar flugvjelar af
sömu stærð og gerð eins og
„Maxim Gorki“. Ákveðið er að
hinar nýju flugvjelar heiti
Uljanov Lenin, Jósep Stalin og
Maxim Gorki.
Logandi
flng vjclaílök
nærri lent á verka-
mönnum.
London, 20. maí. FÚ.
Flugvjel úr breska hernum
hrapaði til jarðar og lenti á
járnbrautarteinum aðalbrautar
innar frá London til Skotlands.
Flugmanninum tókst að bjarga
sjer á fallhlíf, en verkamenn,
sem voru að vinna í nágrenpi
við staðinn þar sem slysið varð,
komust nauðulega undan, þar
sem brennandi flök úr flug-
vjelinni þeyttust víðs vegar, er
hún kom niður.
Kosningar
í Tjekkoslovakíu.
,. / .. • -rií u U'- •
Stjórnin segir af sjer.
London, 20. maí. FÚ.
Almennar kosningar í Tjekkó
slóvakíu fóru fram í gær. Flokk
arnir sem standa að núverandi
stjórn hjeldu meiri hluta í kosn
ingunni. Það sem einkum vekur
eftirtekt við þessar kosningar
er óvæntur sigur hins svonefnda
„Nýja þýska flokks“, en hann
er vaxinn upp af rústum Naz-
istaflokksins í Tjekkóslóvakíu,
sem nú hefir verið bannaður.
Flokkur þessi telur sig vilja
halda hollustu við stjórnarfyr-
irkomulag Tjekkóslóvakíu og
sjálfstæði ríkisins, en berst að
öðru leyti fyrir hugsjónum Naz-
ista.
Það er talið hugsanlegt, að
einhverjar breytingar verði á
skipun stjórnarinnar upp úr
kosningunum.
Prag, 20. maí. FB.
Búist er við, að ríkisstjórnin
biðjist lausnar í dag, vegna
þeirrar reglu, sem fylgt er, þeg
ar enginn einstakur flokkur fær
nægilegt atkvæðamagn á þingi
til þess að mynda meirihluta-
stjórn.
„Pticf urtii ii Kian“
fi Memel
þarf að hvcrfa.
KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
MORGUM BLAÐSINS
EINKASKEYTI TIL
Gremja Þjóðverja í garð Lit-
hauen hefir minkað nokkuð,
eftir að frjettist um það, að
Þjóðverjar þeir sem dæmdir
voru til dauða í Memel, hafa
verið náðaðir.
Þýska blaðið Angriff skrifar
þó um Memelmálin á þá leið,
að enn sje þó sú „púðurtunna“
ekki úr sögunni. Segir blaðið
ennfremur, að Þjóðabandalagið
verði að taka Memelmálin að
sjer, og binda enda á það ó-
þolandi ástand er þar ríki.
Páll.
Mörg mál á dag-
skrá á Þjóða-
bandalagsfundi.
London, 20. maí. FÚ.
Fundur Þjóðabandalagsráðs-
ins kom saman í dag. Fyrir
fundinum liggja meðal annars
deilumál Abyssiníumanna og
ítala, ástandið í Danzig, landa-
merlkjaþrætan milli írak o/g
Persíu deilan milli Júgóslavíu
og Ungverjalands út af morði
Alexanders konungs, og stríðið
milli Bolivíu og Paraguay.
Ekki er búist við að neitt
rnarkvert gerist á fundinum
fyrstu dagana. Merkustu málin
verða látin bíða þar til Laval
kemur til Genf, en hann er ekki
væntanlegur fyr en á fimtu-
dag. í dag voru tekin fyrir fjár
hags- og viðskiftamál. Fundin-
um stjórnaði Litvinoff, og láta
blöð í Genf svo um mælt, að
honum farist það greiðlega og
með festu.
Knattspyrnumót
III. flokks.
Knattspyrnumót 3. flokks hófst
síðastl. sunnudag.
Fyrst keptu Valur og Víkingur.
Lauk leiknum með því að Vals-
menn skoruðu 9 mörk, en Vík-
ingar ekkert. Þá keptu K. R. og
Fram og urðu úrslit þau að K. R.
vann með 3 mörkum gegn 1.
í kvöld heldur mótið áfram.
Hefst það kl. 7% og keppa fyrst
Valur og Fram, síðan K. R. og
Víkingur.
Það er afar gaman að horfa á
þessa ungu pilta leika og má bú-
ást við fjölmenni á kappleikjun-
um í kvöld.
Þriðjudaginn 21. maí 1938.
Landhelgisbrjótur
dæmdur í 22 þús.
króna sekt.
Seinni hluta sunnudags síðastL
tók varðbáturinn Ingimundur
gamli breskan togara að veiðum í
landhelgi, fram af Dyrhólaey. —
Togarinn heitir James Barrie og
er frá Hull. Skipstjórinn heitir
Alfred E. Cooke. Varðháturinn
varð að skjóta nokkrum viðvörun-
arskotum áður en togarinn stöðv-
aðist.
Var farið með hann til Vest-
mannaeyja. f gær var kveðinn
upp dómur í málinu. y.pr.skip-
stjóri dæmdur í 22 þús. króna
sekt og afli og veiðarfæri gerð
upptæk.
Skipstjórinn hefir áður verið
dæmdur fyrir landhelgisbrot. Var
það í aprílmánuði 1926. Þá var
hann dæmdur í 12,500 króna sekU
Skemtiföi*
Feröafjefiagsins
á sunnifidagiiiii.
Ferðafjelagið efndi til skemti-
farar á Þingvöll á sunnudaginn
og tók um 150 manns þátt í þeirri
för.
Klukkan 8 um morguninn lögðu
um 90 á stað í fimm almennings-
bílum. Var þá bjart veður og
glatt sólskin. Á Þingvöllum skift-
ist svo fólk þetta í þrjá hópa.
Fór einn með bátum út á vatn og
yfir að Mjóanesi og gekk þaðan
yfir Arnarfell, og fekk dásamlega
útsjón. Annar flokkur fór í bíl
að Svartagili og gekk sá flokkur
á Súlur. Var farið að draga í loft
og þoka komin á Súlutinda í þaxna
mund, er flokkurinn kom þangað.
Þriðji hópurinn ók upp á Hof-
mannaflöt og var gengið á Lága-
fell og Ármannsfell. Þar var bjart
en skygni þó ekki gott.
Klukkan eitt lögðu þrír almenn-
ingsvagnar enn á stað úr Reykja-
vík fullir af fólki, og á Þingvöll-
um mætti það hinu fólkinu, sem
fór um morguninn. Var nú gengið
til Lögbergs og flutti Ólafur
Lárusson prófessor þar erindi um
sögustaðinn og fornminjar þær,
sem þar eru. Á eftir var gengið
austur á ranann milli Flosagjár og
Nikulásargjár. Þar flutti Pálmi
Hannesson rektor erindi um jarð-
myndunarsögu Þingvalla. Mintist
hann á það að jarðsígið mikla
milli Almannagjár og Hrafnagjár,.
hefði eigi skeð í einum svip, held-
ur hefði landið sigið smám samaa
og væri enn að síga. Myndi nú
vellirnir komnir nndir vatn, ef
Sogið ynni ekki að því ár og síð
að svérfa bergið svo að það geti
flutt fram svo mikið vatn, að
yfirborð Þingvallavatns lækki
jafnhliða jarðsíginu.
Það er mjög vel til fallið og
viðurkenningarvert að Ferðafje-
lagið skuli hafa fróðleiksmena
með í ferðum sínum til þess að
útskýra ýmislegt fyrir fjelags-
mönnum. Með því móti hafa þeir
miklu meiri not og meiri ánægju
af ferðalögunum.
Um kvöldið var dansað í Val-
höll. Var fjöldi fólks á Þingvöll-
um og hefir þar ekki verið jafn-
gær.