Morgunblaðið - 21.05.1935, Síða 7

Morgunblaðið - 21.05.1935, Síða 7
7 l>ri8judagmn 21. maí 1935. MORGUNBLAÐIB gestkvæmt síðan 2. ágúst í fyrra. Aætíunarbílar voru í förum allan daginn og fjöldi fólks kom í einka bílum. nfengisuersiunínni í Uesímanna- eyjum lokaö. Hinn 9. þ. m. var óvenjumikil sala í áfengisversluninni í Vest- mannaeyjum. Druknir menn gerð- ust uppvöðslusamir og urðu ólæti töluverð í bænum. Bæjarfógeti ljet því, samkv. heimild í lögum, loka versluninni næstu tvo daga, þ. 11. og 12. Því venja er til að menn fái sjer fremur í staupinu þessa daga, lokadagana. Þessi lokun kom mönnum svo á óvart, að þeir gátu ekki birgt sig upp af víni. Eftir því sem bæjar- fógeti skýrði blaðinu frá í símtali í gær, bar ekki mjög mikið á óánægju út af þessari ráðstöfun bans, Þó voru nokkrir, sem höfðu í hótunum að senda skip eftir víni til Reykjavíkur. Úr þessu varð þó ekki. Telur bæjarfógeti mikið fje hafa sparast hjá mönnum við að áfengisverslunin var lokuð þessa elaga. Sálumessa í LanöakotsNirkju. fyrir Joseph Pilsudski hershöfðingja. Kl. 10 í gærmorgun var haldin sálumessa í kaþólsku kirkjunni í Landakoti, og beðið fyrir sál Jösephs Pilsudski hershöfðingja. Pólska stjórnin, sem játar ka- þólska trú, hafði farið þess á leit áð í ölluni höfuðborgum álfunnar yrði sungin messa og beðið fyr- if sál þjóðarhetjunnar. Mun þetta vera hin fyrsta sálumessa, sem sungin hefir verið í hinni nýu kirkju fyrir erlendan þjóðhöfð- ingja, en það var Pilsudski, þótt ókrýndur væri. Margt fólk var þarna viðstatt «g á fremstu bekkjum sátu full- trúar erlendra ríkja, sumir í ein- kennisbúningi, yfirforinginn á danska varðskipinu „Hvidbjörn“, Eysteinn Jónsson f jármálaráð- • hefra, Jón Hermannsson tollstjóri o. fl. o. fl. Marteinn biskup Meulenberg íramkvæmdi helgiathöfnina og " héit ræðú á íslensku. Lýsti hann þar æviferli Pilsudski og tilgang- inum með sáluméssunni. Oss væri boðið að biðja fyrir hinum fram- hðnu til þess að sálir þeirra mætti ' r,i)ðlffspveiiífa sælu. Annars var sálumessan sungin á latínu. Hafði verið sjerprentaður sá kafli siðbókarinnar með ís- lenskri þýðingu og var því útbýtt meðal viðstaddra, svo að þeir gæti f.vlgst með. Stóð athöfnin í hálfa aðra klukkustund með miklum al- vöru og helgiblæ. Þess má geta, að allir helstu embættismenn, búsettir hjer í bæ voru boðnir að vera við at- 1 liöfnina. Þvkir það annars staðar , ‘sjálfsögð, km’teisisskylda að taka •sKku boði, en lijer hummuðu það flestir fram af sjer . Vertið auitan ffalls lokfð. Selíossi 20. maí F. Ú. Vertíðinni austan fjalls er nú lokið. Afli varð nokkru minni en undanfarnar vertíðir, og olli því einkum stopular gæftir lengi framan af vertíð, en auk þess var fiskur oftast tregur, þar til síð- ustu vikuna fyrir lokin að upp- gripaafli var, og bætti það all- mikið upp vertíðina, því fiskur er í vænna lagi. Stokkseyri er nú stærsta ver- stöðin í Árnessýslu og komu þar á land um 2100 skippund af fiski, og hafði aflaliæsti báturinn 43500 fiska, var það, báturinn Haukur, eign Jóns Magnússonar, kaup- manns á Stokkseyri, en formaður er Ólafur Jónsson í Traðarholti. í Þorlákshöfn komu á land 5 til 6 hundruð skippund, en þaðan gengu 4 trillubátar, og hafði sá aflahæsti um 18 þúsund fiska, en formaður á honum er Guðmundur Jónatan Guðmundsson frá Eyrar- bakka. — Allur Þorlákshafnar- riskurinn var seldur blautur og sendur út fyrir fáum dögum með skipi, er kom til Eyrarbakka með vörur til Kaupfjelags Árnesinga. Á Eyrarbakka munu alls hafa komið á land um 330 skippund. — Allur fiskur á Stokkseyri og Eyrarbakka verður fullverkaður þar og seldur þannig. Öndvegis tíð hefir verið austan fjalls síðan með sumarmálum. — Ávinslu á túnum víðast lokið og viða lokið við að setja í garða. Tún eru algræn og sauðgróður ágætur í úthögum. Er þetta talið eitt hið besta vor sem komið hef- ir síðasta mannsaldur. Dagbók. I. O. O. F.= O.b. l.P. = 117521874. Veðrið (mánud. kl. 17) : Milli íslands og Jan Mayen er grunn lægð, sem fer þó heldur vaxandi, en háþrýstisvæði helst fýrir sunnan land. Vindur er yfirleitt hægur hjer á landi og víðast NV- lægur. Veður má heita þurt én loft skýjað. Á Vestfjörðum ér að- éins 3—5 st. hiti, en annars er hiti víðast 6—9 st., mestur 1T— 13 st. á SA-landi. Veðurútlit í Rvík í dag: V- eða NV-kaldi. Úrkomulaust að mestu. Dánarfregn. Látinn er nýjega í Manitoba bóndinn Jón Sigurðs- son, ættaður frá Olvaldstöðum jí Borgarfirði. Hann fluttist vestur um haf fyrir 37 árum. Hann var dugnaðarmaður og bjó góðu búi. Kíghóstinn er kominn til Grinda víkur, en hefir ekki breiðst þar mikið út enn. Kristín Ó. Hólm húsfreyja á Laugaveg 50 B andaðist í Landa- kotsspítala á laugardaginn var, eftir langvarandi vanheilsu. Bíll rekst á brú. Á sunnudaginn var, rakst bifreiðin S.H. 7 á Hólms árbrú og skemdi hana töluvert. Einnig skemdist bíllinn nokkuð. Bíllinn var að koma að vestan, er óhappið vildi til. Málið er í rann- sókn. Aflinn í Grindavík. Margir bát- ar í Grindavík heldu áfram róðr- um eftir lok og hafa aflað síð- an 20—40 slcippund. Nú munu þó allir hættir, þrátt fyrir reitings- afla. Bátarnir í, Grindavík hafa aflað 90—300 skippund. Jafnast- Willingdon lávarður Indlandsjarl, lagði nýlega horn- stein að frímúraramusteri, sem verið er að reisa í Indlandi. Var þar mikil viðhöfn og er lávarð- urinn í hátignarskrúða sínum. ur hefir aflinn orðið á bátana í Þórkötlustaðahverfi. Hafa flestir um 200 skpd. afla. Hjónaband. Á laugardaginn voru gefin saman í hjónaband af lögmanni ungfrú Kristín, Ólafs- dóttir og Oddur H. Kristjánsson. Heimili ungu hjónanna er á Leifs- götu 8. Holtavörðuheiði er nú orðin fær bílum, og eru hafnar beinar bíl- ferðir milli Reykjavíkur og Ak- ureýrar. Strætisvagnamir byrjuðu fastar ferðir að Rauðhóltim og Lögbergi á sunnudaginn var. Ferðaáætlunin var birt, í Morgunblaðinu þann dag og ætti menn að klippa hana út og geyma hana. Á silfurrefabúinu í Ljárskógum í Dalasýslu hafa tvær eða þrjár tófur ’eignast 20 yrðlinga í vor. Vatnsæð lokað. Vegna vinnu verður lokað fyrir vatnsæðina í Kaplaskjóli fram á Seltjarnar- nes í dag, á morgun og hinn dag- inn kl. 2—5. Sundkensla fer fram í sumar í sundlaug Austurbæjarskólans og byrja sundnámskeið þar á fimtu- dagiim kemur. Þeir sundkennar- arnir Júlíus og Vignir hafa laug- ina frá kl. 9%—10% og frá kl. 4—- 9 e. h., en frú Magnea.Hjálmars- dóttir og ungfrú Þorbjörg Jóns- dóttir hafa þar sundkenslu frá kl. 8V2—9y2 f. h. og frá kl. 1—4 og kl. 9—10 e. h. Hnefaleikafjelag Reykjavíkur hefir æfingu í kvöld í K. R.-hús- inu kl. 8. Áríðandi að allir mæti. ,Esja kom úr strandferð í gær. Dómur í veiðarfæraþjófnaði. í gær var kveðinn upp dómur yfir mönnunum 4, sem stálu veiðar- færunum úr línuveiðaranum „Rifs- nes“ í vétur. Voru þeir allir dæmd ir í 3 mánaða fangelsi. Þrír þeirra fengu skilorðsbundinn dóm. Einn þeirra, sem er bílstjóri, og ók þýfinu undir áhrífíim 1 víns, riiíáti ökuleýfi sitl í1:1, mánuði. Hann hefir áður vérið díéTridnr fyrir þjófnað’'og Vár dðfnnr háhs því óskilorðsbtmdinn. . Háflóð er í dag kl. 7,20 árdeg- is og kl. 7,42 síðdegis. Hjálpræðisherinn í Hafnarfirði. Opinber samkomá í kvöíd, 21. riiaí. kl. 8i/2. Kapt. Arrie Fiskaa 'óg 'láiTfiúánt Kronberg Hansen flokkstjórar frá Færevjum tala, syngja og spila,. Alilr velkomnir. Guðmundur Kamba,n rithöfund- ur var méðal farþega á Dettifossi hingað. Blðii-funkismiitarsiellln og kaffistellin eru komin aftur, sama lága verðið. Einnig ýmsar fleiri tegundir af nýtísku stellum, nýkomnar. K. Einarsson & Bjövnsson, Bankastræti 11. FyrirliggjaBdi: Rúsínur, steinl. Fíkjur. Kúrenur. Bláber. Niðursoðnir ávextir. Grænar baunir. lwvrr - Eggert Kristjánsson & Co. Sími 1400. Bagerimaskiner - Slagterimaskiner. Förende dansk Fabrik söger Forbindelse med energisk Firma eller Repræsentant for Overtagelse af Salget af moderne Maskiner til Bagere, Slagtere samt Hotelkökkener og lign. -— Billet mrkt. B—S bedes tilsendt til A. S. I. Reykjavík - Akureyri. Ferðir alía þriðjudaga, fimtudaga og laugardaga. Afgreiðsla í Reykjavík á Bifreiðastöð íslands, sími 1540. Bifrelðasföð .,^,.v ...... Þjófnaður í Vestmannaeyjum. Á laugardaginn var, var stolið um 350 krónum í peningum úr læstri kistu í ibúðarherbergi á Víðisveg 7 í Vestmannaeyjum. Piltur hjeð- an úr Reykjavík var grunaður um þjófnaðinn og var hann tekinn fastur samdægurs. Piltur þessi er nýkominn til Vestmannaeyja frá Kaupmannahöfn. Játaði hann á sig þjófnaðinn. Fór hann inn í herbergið, sem var ólæst, fann hann lykilinn að kistunni og tók peningana, sem geymdir voru þar, í veski. Þegar hann var tekinn fastur var liann búinn að eyða 165 krónum af þýfinu. Pilturinn bíður nú dóms. Knattspyrnufjelagið Haukar í Hafnarfirði biður þess getið, að fyrsta knattspyrnuæfingin á þessu sumri hyrji í kvöld. Nýir kaupendur Morgunblaðs- ins fá blaðið ókeypis til mánaða- móta. Útvarpið: Þriðjudagur 21. maí. 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Upplestur: Saga (Vigfús Einarsson). 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 ’Erindi: Hvar hrygnir síld- in? (Árni Friðriksson fiskifræð- ingur). 21,00 Tónleikar: a) Hörpuleikur (Nanna Egilsdóttir — Útvarps- tríóið aðstoðar) ; h) íslensk lög (plötur); c) Danslög. Akureyrar. „Brúarioss" fer í kvöld kl. 8 um Vestm.- eyjar til Leith og Kaupm.- hafnar. Farseðlar óskast sóttir fyrir kl. 2 í dag. nDettiioss11 fer væntanlega annað kvöld vestur og norður. Kemur við á Húsavík (aukahöfn), Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á morg- un, verða annars seldir öðr- um. Freðýsa og reyktur lax, • best í F HiBtbúðin Herðubreii. Hafnarstræti 18. Sími 1575. EGGERT CLAESSEN háístarjettarinálafluttTÍúgfiBiafJor. Skrffstofa: OddfellowhMið, Voxiarstrasfci 1G. (Iriugangur nm austurdyr).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.