Morgunblaðið - 21.05.1935, Qupperneq 8
8
II0 RGUNBLAÐIÐ
Þriðjudaginn 21. maí 1935.
Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. ^
Saumastofa okkar er flutt á
Bergstaðastræti 9 B (steinhús-
ið). Eva & Sigríður.
Dömur og herrar geta feng-'
ið 1. flokks fæði í Tjarnargötu
16, 2. hæð. Sími 1289. Þórarna
Thorlacius.
Munið! Matsalan, Lækjar-
götu 8, er flutt í Túngötu 5.
S%ríður Sveinsdóttir Snorra-
son, sími 4116.
Bókbandsvinnustofa mín er
fiutt í Hafnarstræti 19, 1. hæð.
,(Hús Helga Magnússonar &
Öö.). Anna Flygenring.
Fundaröoð til saltiisktramieiðenda.
Eftir að leitað hefur verið undirtekta um stofnun alls-
herjar sölufjelags Saltfiskframleiðenda, hefur atvinnu- og
samgöngumálaráðuneytið ákveðið að láta boða til fundar
Saltfiskframleiðenda til þess að taka ákvörðun um stofnun
sölufjelags í samræmi við tilkynningu Ráðuneytisins til
Sölusambanda ísl. fiskframleiðenda og fiskimálanefndar,
dags. 7. þ. m. Fundurinn verður haldinn í Reykjavík, fimtu
daginn 23. maí og fundartíminn og tilhögun fundarins
nánar ákveðin síðar.
Öllum saltfiskframleiðendum og fjelögum eða sam-
lögum þeirra er boðið að mæta á fundinum eða senda
þangað fulltrúa eða umboðsmenn sína.
Samkvæmt þessu er hjer með boðað til almenns fundar
saltfiskframleiðenda eins og að ofan greinir.
. Húamæður! Munið fisksím-
ann 1689.
Flsklmálanefnd.
Það er viðurkent, að maturinn á Café Svanur sje bæði góður og ódýr. Sölusamband fislenskra fiskframlelHenda.
Tveir lítið notaðir armstólar til sölu, Vonarstræti 12, 2. hæð, eftir kl. 6. Kaupum hreinleg notuð herraföt. Altaf best að skifta við Hitt & þetta, Laugaveg 47. Nýreykt ýsa næstu daga. — Fiskbúðin, Frakkastíg 13. Ilár. Hefi altaf fyrirliggjandi hár við íslenskan búning. Verð við allra hæfi. Versl. GoOafois Laugaveg 5. Sími 3436.
Hattar og aðrar karlmanna- fatnaðarvörur nýkomnar. Hafn- arstræti 18, Karlmannahatta- búðin. Handunnar hattavið- gerðir, þær einustu bestu, sama stað. Kaupum gamlan kopar. — Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Hangikjöt, nýreykt. Norð- dalsíshús. Sími 3007.
Hefi fengið ný undirfataefni (prjónasi](ki). Saumað eftir máli. Einnig margar tegundir af dýrum undirfötum fyrir- liggjandi. Húllsaums- og plíser- ingarsaumastofa Ingibjargar Guðjónsdóttir, Austurstræti 12. (Gengið inn frá Vallarstræti). Spikfeitt kjöt af fullorðnu f je á 55 aura % kg. í súpukjöti og 65 aura % kg. í lærum. Mllnersbúll. Laugaveg 48. Sími 1505. i /m f í t * Bltltin ávalf nm hi8 betla.
r
^artöflu
I
nýkomnar
UPPSKERA
1935
NorfSur fi land.
Mánudag — Miðvikudag og Föstudag.
Þflngvellir,
allan daginn.
Bifreiðastöð Steindórs.
Sími 1580.
atlir iMmsa A. S.L
■ SNORUNNI. 17.
lega haldið matnum heitum fyrir frúna, ef hún
kemur.
Sir Humphrey hrökk við. Ef hún kemur? Var
nokkur ástæða til þess að óttast að Katherine
kæmi ekki?
— Nei, ekki alveg strax, Parkins, jeg ætla að
bíða í stundarfjórðung enn.
Sir Humphrey fór að ganga um gólf óþreyju-
fullur. Hvað gat hafa komið fyrir? Hvar var Kat-
herine? Á sjúkrahúsi eða.---Hann gafst upp
við þessar getgátur, en óttatilfinningin fór að
gera vart við sig á ný.
Nú hringdi síminn og rödd Hortons heyrðist í
símanum.
— Fyrirspurnum hefir verið haldið uppi á öll-
um lögreglustöðvum í nágrenni Savoy Court og
Chestow Square, en ekkert slys að neinu tagi hefir
verið tilkynt, a. m. k. ekki neitt, sem getur staðið
í sambandi við hvarf frúarinnar. Tvent slasað
fólk hefir verið flutt á sjúkrahús, en annað var
karlmaður, en hitt barn.
Sir Humphrey Ijetti ekki við þessar upplýsingar
®g Öttinn nagaði hann, þó hann vildi ekki játa það
með sjálfum sjer.
-— Hverjar eru frekari fyrirskipanir yðar, sir
Humphrey, spurði röddin.
— Að svo stöddu veit jeg ekki, hvað gera skal.
Eo hjer er ekki alt með feldu. Getið þjer sagt
mjer, hvar Matterson er í kvöld?
— Augnablik, sir Humphrey, jeg skal spyrjast
fyrir um það.
Að vörmu spori kom Horton aftur.
— Matterson ofursti er að öllum líkindum sem
í .
stendur í Sheridan klúbbnum. Á jeg að hringja
þangað?
— Já, þakka yður fyrir. Biðjið ofurstann að
hringja mig upp hingað.
— Já, sir Humphrey. Jeg hefi líka sent út tvo
duglega menn á bifhjóli, annan frá Chestow
Square og hinn frá Savoy Court. Þeir hafa fengið
skipun um áð gera öllum lögregluþjónum á leið
sinni aðvart og spyrjast fyrir, hvort nokkuð sjer-
stakt eða óvænt hafi komið fyrir á þessari leið.
Ágætt, Horton, ágætt, sagði sir Humphrey, það
var rjett.
Nú liðu nokkur augnablik áður en síminn
hringdi á ný.
— Matterson hjer, er það sir Humphrey Rossi-
ter?
— Já, mjer þykir leitt að þurfa að ónáða yður
um þetta leyti dags. En svo er mál með vexti, að
nokkuð óþægilegt hefir komið fyrir. Frú Brandt
— þjer vitið, frú Katherine Brandt — ætlaði að
snæða miðdegisverð með mjer í kvöld, og jeg hefi
sannfrjett, að hún fór frá Savoy Court áleiðis
hingað fyrir hálfum öðrum klukkutíma, en hún
er ókomin hingað enn, og ekkert hefir spurst til
hennar síðan.
— Hafið þjer talað við Scotland Yard, spurði
Matterson, sem var strax fullur áhuga.
— Já, en þangað hefir engin fregn borist um
slys eða neitt þessháttar. Horton tók málið að sjer.
— Hvar eruð þjer staddur nú, sir Humphrey?
— Chestow Square 16.
— Jeg kem þá eins fljótt og jeg get.
Sir Humphrey lagði heyrnartólið á. Hann varð
alt í einu óstyrkur og hringdi bjöllunni.
— Þjer getið nú komið með matinn, Parkins,
sagði hann.
Þegar Matterson ofursti kom til Chestow Square
sat sir Humphrey að snæðingi.
— Haldið þjer fyrir alla muni áfram að borða,.
sir Humphrey, jeg get því miður ekki verið yður
til samlætis, því að jeg var rjett að enda við að
snæða miðdegisverð.
— Sir Humphrey Ijet það gott heita, og sendi
Parkins út.
— Þetta er einkennilegt, Sir Humphrey. Jeg:
kom við í Savoy Court á leiðinni til þess að vita,.
hvort jeg græddi nokkuð á því, hjelt ofurstinn
áfram.
— Jeg geri ráð fyrir að þjer vitið, að frú Brandt
er í þann veginn að fara til Frakklands?
— Jeg fjetti það fyrst í gærkvöldi, svaraði sir
Humphrey. — Jeg átti tal við Katherine í fyrra-
kvöld, og hún sagði mjer, að hún ætlaði til Cann*
es, en var ekki búin að ákveða hvenær. Okkur
talaðist svo til, að hún kæmi hingað í kvöld og
við snæddum miðdegisverð saman. Það þarf ekk-
ert að vera einkennilegt við það, að hún ætli til
Frakklands. En að bregðast þvl að koma hingað,,
án þess að láta mig vita, það er ólíkt henni.
— Já, það er merkilegt.
— Jeg hefi aldrei fyrirhitt jafn hugsunarsama
konu og Katherine Brandt, sagði sir Humphrey
ennfremur. Hún er orðheldin og stundvís, og ekk-
ert hefði getað fengið hana til þessa, sem hent,
hefir í kvöld, nema--------
— Nema?
— Nema hún hafi verið neydd til að gera það.
— Þjer haldið að hún hafí verið numin á brott?
— Það er hræðilegt að hugsa til þess, sagði sir
Humphrey með hryllingi. — En hvað á maður að
halda, Matterson, eftir það sem á' undan er geng-
ið? —