Morgunblaðið - 29.05.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 29. maí 1935. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. Bamavagnar og kerrur tekn- ar til viðgerðar. Verksmiðjan Vagninn, Laufásveg 4. Regnhlífar teknar til viðgerð- ar. Breiðfjörð, Laufásveg 4. StiÍkyMiinguc Iþróttaskólinn á Álafossi — námskeið júní. Drengir mæti á Afrg. Álafoss, Iaugardag 1. júní kl. 1 síðd., eða á Ála- fossi kl. 3—4 síðd. Sigurjón Pjetursson. Það er viðurkent, að maturinn á Café Svanur sje bœði góður og ódýr. Dömur og herrar geta feng- ið 1. flokks fæði í Tjarnargötu 16, 2. hæð. Sími 1289. Þórarna Thorlacius. Slysavamafjelagið, skrifstofa við hlið hafnarskrifstofunnar í hafnarhúsinu við Geirsgötu, seld minningarkort, tekið m'óti gjöfum, áheitum, árstillögum m. m. Óþolinmóður farþegi: Getið þjér ekki komist áfram hraðara, bílstjóri! Bílstjórinn: Jú, vissulega. En jeg má ekki yfirgefa vagninn! Fyrirliggfandi: APPELSÍNUR, 240 og 300 stk: KARTÖFLUR, nýjar og gamlar. Eggert Kristjdnsson & Co. . Sími 1400. Jfaufis&a/iuc ískökur. ís-,,kramarhús“. ískökugerðin, Túngötu 5. Sími 4134. Splkað kjðt af fullorðnu á 55 og 65 aura 14 kg. Saltkjöt, hangikjöt af Hóls- fjöllum. Svið og rjúpur — og margt fíeira. Jóhannes Jóhannsson Grundarstíg 2. Sími 4131. Ríigbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfjel. Reykjavíkur. Sími 4562. lusholdningsskole. 1 4 Mdr.i Knrtnt b*a. Rapt. KonMrve- ■ ringskumns tlll. fSept. Rlover optageo 1 raed og nden Peniion. .Statsunderst. 9 kan sofles, alkreit inden 1. Jull. | Helenevel 1 A. Kbbvn. V. Tlf. 12424 Veggmyndir og rammar í fjölbreyttu úrvali á Freyju- götu 11. DAGLEGA NÝ. Timbnrverslun P. W. Jacobsen & Sðn. Stofnuð 1824. Símnefnj: Granfuru — Carl-Lundsgade, Köbenhavn C. Selur timbur í stærri og smærri sendingum frá Kaup- mannahöfn. — Eik til skipasmíða. — Einnig heila skipsfarma frá Svíþjóð. Hefi verslað við Island í meir en 80 ár. * S Morgunblaðið með morgunkaflinu. I SNðRVNNI. 25. áður en lýkur, sagði Simpson, en var ekki að sama skapi vongóður í málrómnum. Pank var fámæltur. — Hvað finst yður, Matterson, sagði yfirmaður hans, þegar hinir voru farnir. — Mjer finst' þetta mjög leitt. Pank þekki jeg lítið, en hann er kunnugur þarna, og hefir yfir- leitt staðið sig prýðilega. En jeg botna ekki í Smithers og Simpson! Þeir voru eins og sauðir í dag. Að vísu er málið erfitt viðfangs, en samt sem áður.-----Þeir virtust ekki hafa snefil af ímyndunarafli. Þeir hafa haft nægan tíma til þess að nota augu og eyru — og þó eru þeir nákvæm- lega jafnnær. — Það er hábölvað, tautaði yfimaðurinn. — Og það get jeg sagt yður, að þeir eru sárgramir í Downing Street. Þar þarf mjög á aðstoð dóms- málaráðherrans að haida, og útlitið er svart. Matterson hallaði sjer aftur í sætið þungbúinn. — Við höfum gert alt , sem í okkar valdi stendur, til þess að finna bílinn, rannsakað hverja einustu bifreiðastöð og skúr í allri Lundúnaborg, og heitið launum þeim, sem kynnu að gefa upp- lýsingar um hann. Við höfum farið í hvert ein- asta sjúkrahús og sjúkrastofnun í borginni. Við höfum tvö hundruð manns, sem eiga að hafa gæt- ur á öllum höfnum. Við höfum vakandi auga á öllum glæpamönnum, sem við þekkjum í borg- inni, og hugsanlegt væri, að gæti verið við þetta mál riðnir. Og loks höfum við greinileg fingraför úr gluggakistunni á Chestow Square. Og alt er þetta árangurslaust! Jeg er hræddur um, að við förum illa út úr þessu. — Haldið þer að það geti komið til mála, að ráðherrann hafi flúið með Katherine Brandt, spurði yfirmaðurinn hikandi. — Hví í ósköpunum skyldi hann gera það, svar- aði Matterson úrillur. — Það er ekkert því til fyrirstöðu, að hann fari í kirkju og láti vígja sig! Það kemur ekki til nokkurra mála, það er hreint og beint hlægilegt. Enda er svo sem auð- vitað að fyrra rán sir Humphrey liggur til grund- vallar fyrir öllu saman. — Það er bannsett vitleysa að tarna! Hver einasta ágiskun og hugmynd verður að engu, ef byrjað er að setja hana fram í orðum. Þetta mál er ilt viðureignar, hringabandvitleysa — — nú hver þremillinn er það! Kom inn! Dyrnar opnuðust, og þvert ofan í allar reglur, var það enginn annar en Pank litli, feiminn og óframfærinn, sem leyfði sjer að trufla yfirmenn sína. 13. KAPÍTULI. Pank gekk inn ósköp vandræðalegur. Þegar æðsti maður Scotland Yard var í slæmu skapi var hann ekki árennilegur, og í dag var hann í mjög vondu skapi, svo ekki var að furða, þó Pank væri ekki sem karlmannlegastur. — Nú, hvað er nú, hvern áran viljið þjer, mað- ur? Vitið þjer ekki, að þjer brjótið almennar reglur með því að vaða svona inn á okkur. — Jú, það veit jeg, og bið yður afsaka, stam- aði Pank. — En jeg vildi gjarna tala við yður, eða Matterson, án þess að hinir sjeu viðstaddir. — Ágætt. Þjer hafið kannske eitthvað í bak- höndinni? — Nei, það er nú ekki beint þess vegna sem jeg kom, játaði Pank. — Jeg ætlaði hara að biðja yður að segja mjer upp. — Segja yður upp! endurtók Moore yfirmaður steinhissa. Og Matterson, sem þóttist þekkja Pank betur, leit upp frá brjefi, sem hann var að byrja að lesa, og spurði vingjarnlega: — Hvað er að, Pank? — Hættið þjer þessu fálmi við hattinn yðar, maður. Fáið þjer yður sæti og talið. Við gleypum yður ekki, sagði Moore og leit sannarlega ekkí út 'eins og hann meinti það, sem hann sagði. — Við viljum gjarna heyra, hvað yður er á höndum- Jeg skil bara ekki, hvers vegna þjer gátuð ekki sagt það áðan, meðan hinir voru hjer. Pank tilti sjer á stól og ljet hattinn sinn ó gólfið. — Jú, sjáið þjer, sagði Pank og sneri máli sínu að Moore yfirmanni. — Jeg vildi gjarna ráða fram úr þessu máli, en hafa alveg frjálsar hendur til þess, og þess vegna vildi jeg fá að vera laus fyrst um sinn. — Hm-----------talið þjer um það við Matter- son, hann verður áreiðanlega sanngjarn, jeg skifti mjer ekki af slíku. — Svo er mál með vexti, að jeg hefi veitt því eftirtekt, að þegar við erum með mál,sem verður að fara varlega með og halda leyndu, er ekki gott að fólk viti, að við sjeum frá Scotland Yard. Smithers og Simpson eru fyrirtaks menn, en þeir voru fyrir skömmu í Norfolk viðvíkjandi öðru máli, svo að fólkið þar þekkir þá. — Og jeg held, að það sje ekki heppilegt eins og málum nú er komið. V — Jeg skil, sagði Matterson. — Jeg þekki hvern krók og kima í Norwich, hjelt Pank áfram, — og jeg er hárviss um, að eftir frásögn sir Humphreys, er þar ekki ein ein- asti bær eða herrasetur, sem gæ'ti átt við þa lýs- ingu. — Hvi sögðuð þjer það ekki við yfirboðara yðar, Simpson og Smithers? — Jeg ympraði á því. En jeg var bara undir- tylla og lítið mark tekið á því, sem jeg sagði. Auk þess fekk jeg kvef og hita og varð að halda mjer í rúminu þangað til í gær. — Fenguð þjer kvef, Pank, spurði Matterson; og hvesti á hann augun undan hnykluðum brún- unum. — Nei, jeg varð bara að vera fjarverandi og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.