Morgunblaðið - 01.06.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.06.1935, Qupperneq 4
4 MORGUNBT, AÐTÐ Laugardaginn 1. júní 1935. Lausn Sogsdeilunnar Samningarnir mftlli verkalýðsfjelaganna og Höjgaard & Sclialtz og mftllft bæjarilfórnar Reykjavíkur og vörnbílastöðvarinnar „ÞróHur“. Samkvæmt þeim hefir í stuttu máli verið ráð- ið fram úr deiluatriðunum á þennan hátt: Bæjarstjórn Reykjavíkur tekur að sér flutn- ingana á efni til Sogsvirkjunarinnar, samtals 4700 tonn fyrir 75 þúsund kr., eða kr 15.96 pr. tonn. Bæjarstjórnin semur samtímis við vörubíla- stöðina ,,Þrótt“ um flutningana og greiðir fyrir þá kr. 28 pr. tonn, samtals kr. 131.600. En ríkis- stjórnin greiðir helming mismunarins milli þeirr- ar upphæðar, sem Höjgaard & Shultz greiða fyr- ir flutningana og vörubílastöðin fær. Sá mismun- ur er kr. 56.600. Svo hlutdeild ríkisstjórnarinnar nemur kr. 28.300. Er þetta samskonar fyrirkomulag og sam- þykt var á bæjarráðsfundi á miðvikudagskvöld, og skýrt var frá hjer í blaðinu daginn eftir. Auk þess kveða samningar þessir á um kjör iðnaðarmanna við Sogsvirkjunina, þar sem þeim eru trygð sömu kjör og viðgengst við aðra vinnu hjer. En um það sjálfsagða atriði hafa engar deilur verið. Þá eru í samningunum ákvæði um gerðar- dóm, sem skera á úr um deiluatriði viðvíkjandi samningunum, er upp kunna að rísa. SAMNINGUR milli Vorkamannafjelagsins Dags- brún, Reykjavík, Sjómannafje- ) ~ 7s Reyk javíkur, Reykjavík, lónsambands byggingarmanna í Reykjavík og Fjelags járn- iðnaðarmanna í Reykjavík og hinsvegar Höjgaard & Schultz A/S í Kaupmannahöfn (í samningi þessum nefnt verktaki) um kaup og vinnukjör við bygg- ingu aflstöðvar við Ljósafoss við Sog. 1. gr. Verktaki ræður alla menn til starfa hjá sjer og segir þeim upp. 2. gr. I. Verktaki skuldbindur sig til þess að láta verkamenn bú- setta í Reykjavík, sem eru með limir Verkamannafjelagsins Dagsbrún eða Sjómannafjelags Reykjavíkur hafa forgangs- rjett til allrar almennrar vinnu við virkjun Sogsins, sem eigi þarf iðnlærða menn til, meðan ofannefnd fjelög geta bent á hæfa menn til slíkar vinnu. Bílstjórar við bílkeyrslu falla ekki undir þenna lið þessarar greinar. II. Verktaki skuldbindur sig til þess að láta þá iðnaðar- menn, sem eru meðlimir Fje- lags járniðnaðarmanna eða í iðnfjelögum, sem tilheyra Iðn- sambandi byggingarmanna í Reykjavík, hafa forgangsrjett til allrar vinnu, sem heyrir undir hinar ýmsu iðngreinar áðurnefndra fjelaga við afl- stöðvarbygginguna við Ljósa- foss í Sogi. Þurfi verktaki á erlendum sjerfræðingum að halda, skulabindur hann sig til þess að leita um það álits Iðnsambands byggingarmanna og fjelags járniðnaðarmanna, áður en hanlf tekur þá menn í þjónustu sína samkvæmt 5. gr. samnings við bæjarstjórn Reykjavíkur dags. 7. og 8. des. 1934. 3. gr. Vinnutími í almennri dag- vinnu fyrir verkamenn, iðnað- armenn ojr_ bílstjóra skal vera frá kl. 7 árd. til kl. 6 síðdegis. Eftirvinna frá kl. 6 síðdegis til kl. 10. síðdégis. Næturvinna frá kl. 10 síðdegis til kl. 7 ár- degis. Vinnulaun meðlima Verka- mannafjelagsins Dagsbrún og Sjómannafjelags Reykjavíkur skulu í algengri dagvinnu vera þau, sem ákveðin eru á hverj- um tíma í taxta hins fyrnefnda fjelags, en þau eru nú kr. 1,36 fyrir hverja klukkustund, reiknað eftir 10 klukkutíma vinnutíma á dag, þar af 9 effektivir vinnutímar, er skulu greiddir með kr. l,51l/o fyrir hvern effektivan tíma í al- gengri dagvinnu. Á tímanum frá kl. 7 árdegis til kl. 6 síðdegis skulu verka- menn hafa tvo hálftíma til kaffidrykkju, annan að morgni og hinn síðdegis, og teljast þessir hálftímar ekki sem vinnutímar. Enn fremur skulu verkamenn hafa einn klukku- tíma til miðdegisverðar á fyr- nefndum tíma dags, og 'telst sá klukkutími ekki með vinnu- tímanum. Fyrir eftirvinnu frá kl. 6 til 10 síðdegis greiðast 2 kr. fyrir hvern effektivan vinnutíma, en fyrir nætur- og helgidaga- vinnu greiðast kr. 2,75 fyrir hvern effektivan vinnutíma. Nú ræður verktaki bíla ásamt bílstjórum frá Vörubíla- stöðinni ,,Þróttur“ til keyrslu á virkjunarstaðinn, og greiðir verktaki þeim þá kr. 5,50 um klukkutíma, þegar um sturtu- bíla er að ræða, en kr. 5,00 um klukkutíma öðrum bílum, hvorttveggja fyrir effektiva vinnutíma í almennri dagvinnu (kl. 7 árdegis til kl. 6 síðdeg- is), en 50 aurum hærra á klukkustund á öðrum tímum sólarhrings. Um kaffi og mat- ar-hlje, fer eins og fyr segir um almenna vinnu. Bílstjórar í Vörubílastöðinni „Þróttur“, búsettir í Reykja- vík, skulu hafa forgangsrjett til vinnu. Kaup og vinnutími iðnaðar- manna skal vera samkvæmt núgildandi töxtum og launa- samningum Fjelags járnaðar- manna í Reykjavík og fjelaga þeirra, er tilheyra Iðnsam- bandi byggingarmanna í Rvík. Fjelögin geta þó sagt upp töxtunum og samningunum með þriggja mánaða fyrirvara í fyrsta lagi frá 1. janúar næst komandi. Nú segir fjelag upp taxta og er verktaki og fram- angreind iðnfjelög þá leyst frá samningnum frá þeim idegi, þegar taxtinn gengur í gildi. 4. gr. Allir verkamenn, bílstjórar og iðnaðarmenn, er vinna utan Reykjavíkur við byggingu áð- urnefndrar aflstöðvar, skulu fá ókeypis húsnæði, ljós, hita, matreiðslu og ókeypis flutn- ing nauðsynja. Enn fremur skulu allir tjeðir verkamenn, bílstjórar og iðnaðarmenn fá ókeypis flutning á vinnustað, þegar þeir eru ráðnir, og frá vinnustað, þegar vinnu þeirra hjá verktaka lýkur, og auk þess meðan þeir eru í þjónustu verktaka ókeypisfar til Reykja víkur og austur aftur, til skift- is, að minsta kosti einu sinni í mánuði, þegar bílfært er. 5. gr. Ailir verkamenn, bílstjói'ar og iðnaðarmenn, sem að virkj,- uninni vinna, skulu vera slysa- trygðir við vinnuna og í ferð- um samkvæmt lögum. 6. gr. Verkamenn, iðnaðarmenn og bílstjórar þeir, er vinna hjá verktaka, eiga rjett á því að kjósa sjer trúnaðarmann úr hópi þeirra manna, er vinna á virkjunarstaðnum. Eiga verka- menn, iðnaðarmenn og bíl- stjórar aðgang að trúnaðar- manni til þess að bera fram við verktaka kvartanir um að- búnað við vinnuna eða annað, er þeir telja áfátt af hendi verktaka. Eigi skal trúnaðar- maður gjalda þess hjá verk- taka, að hann ber fram kvart- anir af hendi þeirra, er hjá honum vinna. 7. gr. fNu verður ágreiningur út af samningi þessum, eða ein- stökum atriðum hans, eða ein- hver aðili telur hann brotinn á sjer og skal þá leggja allan slíkan ágreining eða meint brot á samningnum í gerðar- dóin. Skal sá gerðardómur skipast fimm mönnum þannig: Stjórnir fjelaga þeirra, er standa að samningi þessum skulu í sameiningu skipa, einn mann og verktaki annan, lög- maðurinn í Reykjavík skipar tvo, en sáttasemjari ríkisins í, vinnudeilum skal vera odda- maður í gerðardómum. Meiri hluti ræður í gerðardómum, gerðardómurinn ákveður með- ferð málanna og skal gefa báð- um aðilum nægilegt færi á að gera grein fyrir málstað sín- um. Gerðardómur getur dæmt sektir og skaðabætur fyrir samningsrof. Gerðardómurinn ákveður hvernig greiða skuli kostnað við hann. 8. gr. Samningur þessi er gerður í tveim samhljóða frumritum og heldur verktaki öðru, en hinir aðilar hinu. Reykjavík, 30. maí 1935. F. h. Verkamannaf jel. Dags- brún Jón Guðlaugsson. Kristínus F. Arndal. Sigurður Guðmundsson. F. h. Sjómannafjel. Reykja- víkur Sigurjón Á. Ólafsson. Sigurður ólafsson. ilðnsambandj byggingar- manna í Reykjavík Ólafur Pálsson. Einar Gíslason. Sigmundur Halldórsson. Jón Bergsteinsson. Fjelag járniðnaðarmanna í Reykjavík Loftur Þorsteinsson. Höjgaard & Schultz A/S, Kaupmannahöfn Schröder Petersen, samkv. umboði. SAMNINGUR milli Reykjavíkurbæjar og Vörubílastöðvarinnar ,Þróttur‘ í Reykjavík. 1. gr. Vörubílastöðin Þróttur tekur að sjer að flytja alt efni til Sogsvirkjunarinnar, tilheyr- andi firmanum Höjgaard & Schultz A/S, fyrir Reykjavík- urbæ á sama hátt og Reykja- víkurbær hefir tekið að sjer að flytja það með viðfestum samningi við firmað dagsettum í dag. Flutningsmagnið er 4700 tonn, þaraf er um 2400 tonna farmurinn í e/s „Henning B“ og um 2300 tonn, aðallega ce- ment, er deilist á 3 ár. Flutningsgjaldið er kr. 131,- 600,00 fyrir framangreind 4700 tonn. 2. gr. Flutningarnir skulu framkvæmdir á þeim tíma og eftir þeim reglum, sem verk- fræðingur firmans Höjgaard & Schultz ákveður. Skal hann hafa útbúna ökuáætlun fyrir minsta kosti eins mánaðar skeið fyrirfram til leiðbeining- ar og skal hann hafa rjett til að gera á henni nauðsynleg- ar breytingar og eftir því, sem verkið á virkjunarstaðnum heimtar. Flutningsmagnið skal aldrei fara fram úr 200 tonnum á viku á tímabilinu frá 1/5 til 15/10 ár hvert og eigi fram úr 100 tonnum á mánuði á tímabilinu frá 15/10 til 1/5, þó skal vera skylt að flytja alt að 75 tonnum á viku aukalega á vetrartímabilum, ef um er að ræða cementflutninga, vegna þess að verið er að framkvæma steinsteypu á þeim tíma. Allir flutningarnir eru bundn ir því skilyrði að vegir sjeu færir fullfermdum bílum. 3. gr. Bifreiðarnar skulu fermdar og affermdar Vöru- bílastöðinni að kostnaðarlausu, enda skulu bílstjórarnir taka þátt í verkinu. Vörur skulu teknar á geymslustöðvum firmans Höj- gaard & Schultz A/S í Reykja vík, eftir nánari tilvísun og þær skulu afhentar á virkjun- arstaðnum eftir fyrirsögn firm- ans. Hverjum bíl skal fylgja þunga- og hleðsluskírteini af þeim gerð sem Reykjavíkur- bær ákveður, gefið út af vigt- armanni, sem báðir aðilar taka gildan, en móttakandi kvittar á skírteinið og skal kvittun móttakanda vera sönnun þess að flutningurinn hafi farið fram og skal skírteinið fylgja með við framvísun reiknings til Reykjavíkurbæjar. Verði ágreningur um vigt samkvæmt farmskrá skal úr skorið með prófvigtun. 4. gr. Greiðsla fyrir akstur- inn skal fara fram vikulega fyrir það, sem flutt hefir verið samkvæmt hleðsluskírteinum. 5. gr. Bílstjóranum ber að sjá um að þannig sje gengið frá vörum á bílunum, að þær skemmist ekki í flutningnum og vörur, sem ekki þola að vökna, skulu þaktar vatns- heldri ábreiðu þegar þörf krefur. 6. gr. Vörubílastöðin Þrótt- ur hefir rjett til að fá fram- seldan leigu- og afnotarjett bæjarins til bíla og eftirvagna firmans Höjgaard & Schultz A/S með sömu kjörum og bær- inn nýtur. 7. gr Fyrir heimflutning á vörum til Reykjavíkur á þeim bílum, sem vörur hafa flutt austur í ferðinni, skal ekkert gjald greiða fyrir flutning alt að 50 kg. í einu, enda skal flutningnum þá skilað til af- greiðslumanns Höjgaard & Schultz í Reykjavík. Ef sami flytur meira en 50 kg. í ferð skal greiða 2 aura á kilo fyrir það sem fram yfir er. 8. gr. Til tryggingar því, að flutningarnir verðiþannig fram kvæmdir eins og um er samið, setur Vörubílastöðin Þróttur kr. 20,000,00 — tuttugu þús- und króna — tryggingu, sem Reykjavíkurbær tekur gilda. Vörubílastöðin skal ábyrgj- ast farminn á leiðinni og er

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.