Morgunblaðið - 22.06.1935, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.06.1935, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 22. júní 1935. IIIII m—1W1 III niinxak,- Skýrsl a 11111 þriðja Landsþing hvenfjelaga- sambands íslands. Árið 1935 þ. 11. júní var menn alla. Þá höfðu forstöðu- Landsþing kvenna hið þriðja í konur kvenfjelaganna haft for- röðinni sett og haldið í Kaup- þingssalnum í Reykjavík. Á þinginu voru mættir auk stjórnar Kvenf jelagasambands ins, er skipuð er af þeim frú Ragnhildi Pjetursdóttur, for- manni, og meðstjórnendum frú Guðrúnu Pjetursdóttur og frú J. Briem, eftirtaldir Kvenfjelagasam- Guðrúnu fulltrúar banda: Frá Bandalagi kvenna í Rvík: frú Kristín V. Jacobsen, — Anna Ásmundsdóttir, — Aðalbjörg Sigurðardóttir, — Guðrún Geirsdóttir, Frá Sambandi Gullbringu- og K jósarsýslu: frú Ingibjörg Pjetursdóttir, Reykjum, — Guðríður Andrjesdóttir, Landakoti, Frá Sambandi borgfirskra kvenna: frú Oddný Vigfúsdóttir, Borg- arnesi. Frá Sambandi vestfirskra kvenna: frú Estiva Björnsdóttir, Þing- eyri. Bergþóra Kristjánsdóttir, Dýrafirði. Frá Sambandi norðlenskra kvenna: frk. Jóninna Sigurðardóttir, Ak- ureyri, frú (Jónína Sigurðardóttir, Lækjamóti. Frá Sambandi austfirskra kvenna: frú Margrjet Friðriksdóttir, Seyðisfirði. Frá Sambandi sunnlenskra kvenna: frú Herdís Jakobsdóttir, Eyr- arbakka. — Oddný Guðmundsdóttir, Stórólfshvoli. Frá Kvenf jelaginu Líkn í Vest- mannaey jum: frú Ingibjörg Theódórsdóttir. Mál þau er lágu fyrir fund- inum voru síðan tekin fyrir þannig: Skýrsla forseta: Forseti las upp skýrslu um störf og fjárhag Kvenfjelaga- sambandsins síðastliðin þrjú ár. Forseti lagði fram reikninga Sambandsins og voru þeir sam- þyktir með öllum atkvæðum. Þá gáfu fulltrúar skýrslu hyer frá sínu sambandi um störf þeirra og kom fram í þeim að vel og ötullega hefir verið unnið að áhugamálum kvenna á þessum síðastl. þrem árum, og má þar til nefna að innan flestra sambandanna var kend garðyrkja og mat- reiðsla á garðamat af þar til hæfum konum, og var það álit allra, að sú starfsemi hefði af- göngu í- því að halda náms skeið í ýmiskonar handavinnu, svo sem vefnaði, vjelprjóni og fatasaum, einnig matreiðslu- kenslu og heilbrigðisfræðslu (Rauðakrossnámskeiðum). Sum kvenfjelögin hafa unn ið ótrúlega mikið að líknarstarf semi o. fl. o. fl. mætti tilnefna. Hjúkrunarmál. Frú Sigríður Eiríksdóttir hóf umræður um það efni, rakti hún sögu þess frá byrjun. - Taldi hún stærsta sporið er hefði verið stigið í þá átt, stofnun hjúkrunarkvennaskóla íslands, er starfaði í sambandi við Landsspítalann. Náms- stúlkur þaðan yrðu svo flestar hjúkunarkonur á spítölum. - Fyrirspurn kom til hennar frá fulltrúum, hvert ekki væri hægt að útvega stúlkur með styttra námi, sem hjúkrunar- og hjálparstúlkur í veikinda- og vandræðatilfellum, á heim ilum í sveitum. Taldi hún erfitt að ráða fram úr því; þar sem þetta hefði verið reynt, þá hefði stúlkum þótt kaupið of lágt og of mikið á þær lagt af vinnu. Þá var borin upp svo- hljóðandi tillaga: Kvenfjelagasamband íslands skorar á sambandsdeildirnar, að beita sjer fyrir því, að kven- fjelögin hafi hjálparstúlkur, eða hjúkrunarkonur til hjálpar á heimilunum. — Eftirfarandi greinargerð fylgdi tillögunni: Fundurinn lítur svo á að aukin hjálp og eftirlit með sjúk dómum á heimilunum yrði til þess, að draga úr hinum gífur- lega berklakostnaði, og skorar því á hlutaðeigandi sýslunefnd- ir og bæjarfjelög, að styrkja. kvenfjelögin í þessu efni með fjárframlögum, svo að unt verði að fá hæfar stúlkur til starfans. Húsmæðrafræðsla. Frú Jónína Sigurðardóttir, Lækjamóti, byrjaði umræður, áleit hún að konur ættu nú að keppa að því, að fá kennara- skóla fyrir kenslukonur í hús- mæðrastörfum og mælti því fastlega með því, að hefjast handa með það mál nú þegar og lagði hún til, að kosin yrði þriggja kvenna nefnd í málið og skyldi ein vera úr Reykja- vík, en hinar annarstaðar af landinu. Var það samþykt og hlutu kosningu frú Jónína Sig- urðardóttir, Lækjamóti, frk. Jóninna Sigurðardóttir, Akur- eyri og frú Ragnhildur Pjet- ursdóttir, Háteigi. — Síðar á fundinum lagði svo frú Jónína Sigurðardóttir, Lækjamóti, f. h. nefndarinnar, fram svohljóð andi tillögu: „Þriðja Landsþing kvenna ar mikla þýðingu fyrir lands-leggur til að þrjár konur sjeu kosnar í nefnd til undirbún- ings kenslukvennaskóla í mat- reiðslu, sem sje í sambandi við húsmæðraskóla, sem væntan- lega kemur á stofn sunnan lands. Nefndin skal skipuð þannig, að ein konan sje úr Rvík og tvær annarstaðar af landinu. Skal nefndin afla sjer sem víðtækastar þekkingar á þessum málum og leggja á- kveðnar tillögur í þessu efni fyrir Alþingi, í síðasta lagi fyr- ir 1937. Tillögur nefndarinnar skulu einnig sendar kvennasambönd- um út um landið og leitað styrks hjá þeim.“ Tillögunni fylgdi svohljóð- andi greinargerð: „Vegna fjölgunar húsmæðra skólanna í landinu, verður þörfin sífelt meiri fyrir vel- mentaðar kenslukonur. Einnig fjölgar nú stöðugt opinberum stofnunum t. d. sjúkrahúsum og skólum, sem þurfa á góðum matreiðslukonum að halda og sem þurfa nauðsynlega að hafa þekking á efnasamsetningu matvæla og verðlagi. Mundi þá oft betur vera farið með fje, ef sú þekking væri til stað- ar. Það er því okkar álit, að þessar konur og kenslukonur við húsmæðraskólana þurfi sjerstaka vísindalega fræðslu, miðaða við íslenskt náttúrufar, og afkoma þjóðarinnar yrði mun betri ef þessu yrði hrund- ið í lag“. Tillagan samþykt með öll- um atkvæðum. Þessar konur hlutu kosningu: Frk. Jóninna Sigurðardóttir, Akureyri, formaður. Frú Margrjet Friðriksdóttir, Seyðisfirði. Frú Ragnheiður Pjetursdóttir, Háteig, og til vara: Frú Jónína Sigurðardóttir, Lækjamóti, Frú Oddný Guðmundsdóttir, Stórólfshvoli. Fræðslulögin: Hóf frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir umræður með erindi út af hinu nýja frumvarpi til fræðslulaga, er lagt var fyrir síðasta Alþingi. Talaði ræðu- kona um hinar róttæku breyt- ingar er felast í þessu frum- varpi, t. d. að skólaskylda sje færð niður til 7 ára aldurs, brýndi hún það mjög fyrir sveitakonum, að gæta þess vel, að heimavistarskólarnir yrði fyrirmyndarheimili, þar sem ekki síður væri hugsað um lík- amlega velferð barnanna en nám þeirra; margt fleira tók hún fram bæði um námsgreina- fjölda og kensluaðferðir. — Margir fulltrúar tóku til máls um fræðslulögin. Nefnd var skipuð í málinu til að leggja fram tillögur. í nefndina voru kosr.ar þessar konur: Frú Margrjet Friðriksdóttir. — Aðalbjörg Sigurðardóttir. ■ Guðríður Andrjesdóttir. Tiliögur nefndarinnar eru svohljóðandi: 1. „Þriðja Landsþing kvenna telur nauðsynlegt, að gerðar sjeu auknar kröfur um undir- búningsmentun kennara, með- al annars að námið verði fært Jakobinci Johnson skdldkona. Nú vorgyðjan brosir við blikandi ós og býður þig velkomna heim, hún breiðir á veg þinn sín vinhlýju Ijós sem vaka um náttheiðan geim, og landið þjer heilsar með dreymandi dögum, sem dýrast þú unnir í kvæðum og sögum. Nú finnur þú ilminn af fjólu og reyr um fagurlit gróandi tún, þú lifir við fossinn þann draum sem ei deyr í dýrð yfir háfjalla brún, og ljóðin hans nemur við bergfallið breiða í brosandi vorfaðmi íslenskra heiða. Nú smalann þú lítur með lagðþjetta hjörð, hann ljóðar með svönum á ferð, og bóndann, sem ávaxtar íslenska jörð og uppsker sinn fábreytta verð; sú jörð geymir ættstofnsins auðugu rætur, um eilífa daga, um lýsandi nætur. Og þú sjer hvar djúpleiðir dregur frá strönd, hið dáðríka sjómannalið, er stórfleyi siglir með sæmd út í lönd, og sækir á fiskauðug mið, þar gullið er ríkast, sem byggð vorri breytir, og bætir vor óðul um strandir og sveitir. í fjarlægri álfu við heimslistarhljóm af hjarta og vorelskri -sál, þú undir í draumi við ættjarðarblóm og elskaðir sögunnar mál, því besta og fegursta lýstir í ljóðum og landið vort kyntir með framandi þjóðum. Kom blessuð og sæl, til að sjá þetta land, þess sveitir og göfugu þjóð, og findu hjer trygðanna tállausa band sem titrar við skyldleikans blóð, 0£ sjáðu hjer alt eins og sál þína dreymdi, og söngljúfur óður þíns barnshjarta geymdi. Og öllum sem víðfrægja land vort og lýð á lýsandi menningarbraut, sje heimkoman fögur, og farsæl hver tíð, sem framtíðin ber þeim í skaut, og blessaðu alfaðir ástríkum höndum öll íslensku börnin í framandi löndum. Kjartan Ólafsson. meira til hagrænna sviða og námstíminn lengdur. Lands- þingið lítur svo á að stefna beri í náinni framtíð að því, að kenn araefni ljúki námi við sálfræð- is- og uppeldisfræðideild, sem komið yrði á fót við Háskóla íslands. Jafnframt telur Landsþingið sjálfsagt að launakjör barna- kennara verði þá bætt að mik.- um mun, frá því sem nú er“. Samþ. með öllum atkv. 2. „Landsþingið álítur að í barna- og unglingaskólum heri að leggja meiri áherslu en gert er víðast á háttprýði og prúð- mannlegt dagfar. Telur Lands þingið aukinn þroska á þeim sviðum uppeldis sjálfsagðan lið í mentun barna og ung- linga og álítur því, að í kenn- aravali til hlutaðeigandi skóla verði að taka tillit til þessara eiginda kennaraefna eigi síður en annara, sem talin eru nauð- synleg hverjum góðum kenn- ara“. Samþ. með öllum atkv. 3. „Þriðja Landsþing kvenna lýsir yfir því í sambandi við hið nýja fræðslulagafrumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi, að það telur mjög varhugavert að skólaskyldualdur barna í sveit- ur verði færður niður í 7 ár, þar sem ekki er hægt að'hafa, heimagönguskóla. Áður en horf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.