Morgunblaðið - 22.06.1935, Síða 5
WORGWV RIAÐTP
I
Laugardaginn 22. júní 1935.
ið verður að slíku ráði telur
Land^þingið nauðsynlegt að
tekið verði til rækilegrar i-
hugunar hvert ekki sje unt að
veita heimilunum hjálp og leið-
heiningu við fræðslu þessara
yngstu barna á annan hátt en
þann að taka þau alveg af
heimilunum".
Samþ. með öllum atkv.
4. „1 sambandi við breyting-
. ar þær, sem nú eru til umræðu
í fræðslulöggjöf landsins, legg-
ur þriðja Landsþing kvenna
ríka áherslu á, að alt til 12 ára
aldurs, verði nám barna í
barnaskólum fyrst og fremst
miðað við íslensku (lestur og
rjettritun), skrift og reikning
auk líkamsiðkana og handa-
vinnu.
Jafnframt beinir fundurinn
þeirri áskorun til Alþingis, að
fræðsla unglinga á aldrinum
14—16 ára verði þegar tekin
til rækilegrar íhugunar“.
Samþ. með öllum atkv.
5. „Þriðja Landsþing kvenna
beinir þeirri áskorun til fræðslu
málastjórnarinnar, að hert sje
ú eftirliti með húsakynnum
barnaskólanna víðsvegar um
landið, sem að dómi lands-
þingsins eru víða alveg óvið-
unandi“.
Samþ. mieð öllum atkv.
6. „Þriðja Landsþing kvenna
lætur í ljós óánægju sína með
lestrarpróf þau, sem fræðslu-
málastjórnin hefir sent skólun-
um undanfarin ár. Landsþingið
Jítur svo á, að alt of einhliða
áhersla hafi þar verið lögð á
lestrarhraða og veit dæmi til
þess, að próf þessi hafa sums
. staðar orðið þess valdandi, að
dregið hefir verið úr kröfum
til rjettrar áherslu og skil-
merkilegs framburðar lesmáls-
ins“.
Sarnþ. með öllum atkv.
Breyting á lögum Kven-
fjelagasambands
Islands.
Nefnd sú, er athuga átti lög
K. I. kom með eftirfarandi
breytingartiliögu:
„Nefndin leggur til að 4. gr.
laga K. I. breytist þannig: í
stað orðanna „Kvenfjelagasam
band Suðurlands og Vestmanna
eyja 2 fulltrúar“ komi „Kven-
fjelagasamband Suðurlands 2
fulltrúar og Kvenfjelagasam-
band Vestmannaeyja 1 full-
trúa“.
Samþ. með öllum atkv.
Framtíð Kvenfjelaga-
sambandsins.
Forseti hóf umræður. Fórust
henni orð á þá leið, að aðaltil-
gangur með stofnun „Kvenfje-
lagasambands íslands“ árið
1930, hefði verið að sameina
hin mörgu kvenfjelög landsins
í eina heild, því það væri besta
ráðið til að koma hinum mörgu
áhugamálum kvenna í gott
horf og hefði það sýnt sig, að
hafa borið góðan árangur síð-
an það var stofnað, og bar
skýrsla formanns vott um það.
í fyrstu hafði K. 1. 2000 kr.
árlegan styrk af ríkissjóði, en
svo 1932 var hann færður nið-
ur í 1700 kr. og nú á síðustu
fjárlögum í 1000 kr. Þessi nið-
urfærsla á ríkisstyrknum verð-
ur til þess, að hefta mestallar
framkvæmdir K. I. og væri það
mjög svo illa farið.
Lagði hún síðan eftirfar-
andi tillögur fyrir fundinn:
„Landsþing kvenna skorar á
ríkisstjórnina að hækka styrk-
inn til Kvenfjelagasambands
íslands, svo það geti starfað
að þeim málum er það er
stofnað til“.
Samþ. með öllum gr. atkv.
Heimilisiðnaður.
Frummælandi frú Guðrún
Pjetursdóttir.
Lýsti hún þeim breytingum,
er orðið hefði á heimilisiðnaði
á síðustu árunum, í stað þess
sem áður var unnið, sem kallað
er í höndunum, hjálpa nú ýms-
ar vjelar til við vinnuna, svo
sem spuna-, kembingar- og
prjónavjelar, sem væri ómet-
anleg aðstoð. Skýrsluform
sagði hún að hefði verið send
út um land til útfyllingar og
sjest þá yfirlit yfir vinnubrögð
á landinu, þegar búið er að
vinna úr þeim. Sagði hún frá
ýmsu er Heimilisiðnaðarfjelag-
ið hefðk með höndum, eða í
byrjun, svo sem stofnun deilda
út um land, sölu á prjónlesi til
kaupmanna í talsvert stórum
stíl og tilraun á útsölu um
ferðamannatímann og fyrir
jólin.
í sambandi við heimilisiðn-
að og handavinnu skólabarna
kom fram svohljóðandi tillaga:
„Þriðja Landsþing kvenna
skorar á fræðslumálastjórnina
að samræma handavinnukensl-
una í barnaskólum landsins og
koma henni í sem hentugast
form, er sje við hæfi barnanna
á öllum aldri. Telur þingið
heppilegast að þetta verði gert
með námskeiðum í handa-
vinnu fyrir kennara, sem þeg-
ar eru komnir að skólum, og
sjeu þau haldin í sambandi við
Kennaraskóla íslands“.
Samþ. með öllum gr. atkv.
Lá þá fyrir stjórnarkosning;
úr stjórninni gengu Ragnhildur
Pjetursdóttir og Guðrún J.
Briem, báðar endurkosnar.
Varastjórn: Aðalbjörg Sig-
urðardóttir, Guðrún Geirsdótt-
ir og Margrjet Jónsdóttir.
Endurskoðendur: Guðríður
Jónasdóttir, María J. Knudsen,
til vara Guðrún Jónasson.
Að fundinum loknum, laug-
ardaginn 15. júní, bauð stjórn
K. í. fulltrúunum til Þingvalla
og var þar með þriðja Lands-
þingi kvenna lokið.
öarððtiQlö.
allar tegundir,
nýkomin.
Eyjólfur Jónsson
Þórustöðum,
Þann 14. þ. m. ljest þessi bænda
öldungur á 83. aldursári, að heimili
sínu, Þórustöðum í Vatnsleysu-
strandahreppi, eftir 57 ára bú-
skap á eignarjörð sinni. Með frá-
falli Eyjólfs má segja að stórt
skarð sje höggvið í hóp bænda
þar um slóðir, þar sem hann var
ávalt talinn með fremstu bændum
á Suðumesjum.
Eyjólfur var fæddur að Mið-
engi á Vatnsleysu, þ. 13. ágúst
1852. Foreldrar lians voru þau
merkishjónin, Guðrún Eyjólfs-
dóttir og' Jón Þorltelsson, er síðar
bjuggu í Fleltkuvík. Var heimili
þeirra hjóna ávalt viðbrugðið fyr-
ir gestrisni, og þar sem það lá í
þjóðbraut, þurftu margir af þeim
sem leituðu suður til sjóróðra og
annara starfa, í þá daga, að beið-
ast hvíldar og hressingar þar á
heimilinu, auk annara, sem litu
þangað til að njóta þekkingar og
fróðleiks húsfreyjunnar, sem var
talinn öðrum fremur fróðari um
flesta hluti. Eyjólfur dvaldi hjá
foreldrum sínum til 13 ára aldurs,
að hann, sökum sjerstaks atviks,
fluttist að Landakoti í sömu sveit,
til Margrjetar Egilsdóttur, ekkju
Guðmundar sál. Brandssonar.
alþm., og naut hann handleiðslu
hennar í uppvextinum, eða þar til
hann byrjaði sjálfur búskap þá
26 ára gamall. Margrjet mun hafa
sjeð hvað í Eyjólfi bjó, og til
livers hugur hans hneygðist, því
þótt efni hans væru lítil, eins og
oft vill vera, ekki síst hjá mönn-
um á hans reki, fól hún honum
full umráð yfir hálfri jörðinni á
Þórustöðum, sem ekki þótti svo
lítil í þá daga. — Nú stóð næst
fyrir að bæta og stækka jörðina,
enda gjörði Eyjólfur það til mik-
illa muna á skömmum tíma, og
brást því eigi trausti Margrjetar
í því, frekar en öðru. Síðar eign-
aðist Eyjólfur alla jörðina, og
liafði hann þá komið upp hjá sjer
stórum bústofni, eftir því sem
gjörðist þar um slóðir. Eyjólfur
gaf ávalt góðar gætur þeim nýj-
ungum er gjörðust á sviði búnaðar
málanna, og var reiðubúinn til að
sannfærast af eigin reynd um gildi
þeirra. Eins og nafn lireppsins
bendir til, var erfitt að ná til
vatns þar — því það var vart
finnanlegt milli fjalls og fjöru;
sá Eyjólfur því, að á því sviði
þurfti að hefjast handa, og rjeðist
þess vegna fyrstur manna í að
sprengja brunn með „dynámit“.
Var í fyrstunni, af sumum sveit-
ungum hans, ekki talið ráðlegt
að leggja út í slíkt, þar sem svo
mikill vafi væri um árangurinn,
og kostnaðurinn eigi alllítill. En
bóndinn á Þórustöðum ljet slíkt
ekki á sig fá, hann sprengdi og
sprengdi þar td bólaði á vatninu.
Reynslan var fengin, nú komu
aðrir á eftir, fullú* þakklæti til
hins áræðna bónda, sem með þessu
hafði eklri einungis bætt sín eig-
in búskilyrði, heldur með forustu
sinni í þessum efnum fært sveit-
ungum sínum heim sanninn um
úrlausn þessa mikla vandamáls,
Hjer með votta jeg mitt hjartans besta þakklæti öllum þeim,
sem auðsýndu mjer samúð og hluttekningu við andlát að jarðarför
elsku litlu
Svövu minnar.
Reykjavík, 21. júní 1935.
Katrín Jónasdóttir.
Hjer með tilkynnist að fósturfaðir minn,
Hermann Guðmundsson,
verður jarðsunginn mánudaginn 24. þ. m. frá fríkirkjunni. — Athöfn-
in hefst kl. 1 frá heimili hins látna, Smiðjustíg 9.
Kransar afbeðnir.
Sesselja Hansdóttir. Jón Jónsson, Magnús Kr. Jónsson.
Hans Adolf Hermann Jónsson.
Maðurinn minn,
Guðjón Þorsteinsson
frá Vestmannaeyjum, andaðist á Vífilsstaðahæli 20. þ. m.
Fyrir hönd mína og annara fjarstaddra ættingja hins látna.
Björg Einarsdóttir, Þórsgötu 21.
Mínar bestu þakkir flyt jeg öllum þeim, vinum, vandamönnmn
°g hjúkrunarfólki, sem á einn eða annan hátt hjúkruðu manninum
mínum,
síra Sigurði Þórðarsyni
frá Vallanesi, og styttu honum stundirnar í hans þungu og löngu
sjúkdómslegu, og sýndu mjer við andlát hans innilega vináttu og
samúð,
Björg Jónsdóttir frá Vallanesi.
sem svo oft hafði leitt af sjer
milda erfiðleika.
Slcyldurækni, trúmenska og á-
reiðanlegheit í öllum viðskiftum
einkendu Eyjólf alla tíð, enda naut
hann óskerts trausts sveitunga
sinna, sem sýnir sig best í því, að
í hreppsnefnd sat hann í rúm 20
ár, og oddviti hreppsins var hann
í 6 ár. Ýmsum öðrum trúnaðar-
störfum gegndi hann og í þágu
hreppsfjelagsins. Oddvitastarfinu
var hann ófáanlegur til að gegna
lengur, og var þó mikið að honum
lagt, því flestum mun hafa verið
kunnugt um hve vel hann ynti það
starf, sem og önnur, af hendi,
enda munu s*veitungar hans lengi
minnast hans sem oddvita, og þá
sjerstablega í sambandi við skyn-
samlegar og skjótar, en þó drengi-
legar úrlausnir lians á málefnum
lireppsfjelagsins, sem þá átti, eins
og svo mörg önnur, við svo mikla
erfiðleika að búa.
Eyjólfur var afburða starfs-
maður, svo sjaldan mun honum
liafa fallið verk úr hendi, enda
gekk hann til allrar vinnu, með-
an heilsa og kraftar leyfðu, og
ekki mun það hafa verið venja
lians að skipa öðrum til vinnu,
ár var hann með hæstu gjaldend-
en hvílast sjálfur. Öll sín búskapar
um hreppsins, enda farnaðist hon-
um vel í búskapnum, og mun á-
samt öðru mega þakka það spar-
semi og reglusemi, sem þau Eyj-
ólfur og kona hans voru samhent
um að viðhafa á öllum sviðum.
Eyjólfur giftist 8. nóvember
1878 Sfeinunni Helgadóttur, sem
lifir mann sinn. Má hún teljast
í hópi mestu myndar- og merkis-
kvenna, enda hefir hún reynst
mörgum vel um dagana, og ekki
látið á sjer standa td hjálpar þá
á hefir legið, og má í því sam-
bandi sjerstaklega tdnefna hið
mikla dýralæknisstarf hennar,
sem í fáum tilfellum mun hafa
brugðist, því með því mun hún
hafa sparað sveit og sýsluhgum
sínum ómetanlegt fje.
Einn son, Samúel að naíni, eign-
uðust þau lijón. Hefir liann alla
tíð verið á heimili foreldra sinna,
og ætíð unnið að búskap þeirra, og
má það hafa talist mikið lán fyrir
þau að njóta starfskrafta þessa
ágæta drengs, og þá ekki síst eft-
ir að elbn var farin að beygja bök
þeirra beggja. — Auk þessa óln
þau hjónin upp sex mannvænleg
bövn, skyld og vandalaus, sem nú
efu öll uppkomin, og farin að heim
an, og hafa þau áreiðaulega á
lieimili fósturforeldranna fengið
góðan leiðarvísi, er þeim eflaust
hefir komið að góðu gagni á lífs-
leiðinni. — Þrjú af systkinum
Eyjólfs eru enn á lífi, þau; Her-
dís, móðir Erlendar bónda á Kálfa
tjörn, Sigurbjörg á Akranesi, og
Jón búsettur vestanhafs.
Fram að sínu síðasta fylgdist.
Eyjólfur vel með því, sem gjörð-
ist í opinberum málum, sem öðru,
og æfinlega fylgdi hann þeim
floklti, sém barðist fyrir sjálfstæð-
ismálum þjóðarinnar.
í dag verður Eyjólfur til moldar
borinn, frá þeim stað sem hann
hafði sjálfur sjer helst óskað að
dvelja, á td æfiloka. Við hinsta
hvílustað hans munu samstillast
hugir sveitunga hans, eldri seín
yngri, fullir þakklætis til hins
f^llna hjeraðshöfðingja, fyrir vel
unnin störf í þágu hins fámenna
og fátæka sveitarfjelags. Þeir
munu ábyggilega óska þess, að
sem flestir honum líkir megi
byggja byggð þeirra í framtíð-