Morgunblaðið - 22.06.1935, Page 8

Morgunblaðið - 22.06.1935, Page 8
MORGUNBLAÐIÐ 8 Laugardaginn 22. júní 1935. Allir Reykvíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. JCaups&ajuiv Skotsk silki og ullarefni. J>votta8Ílki og nærfataefni. Silkisokkar. Undirföt. Verslun Guðrúnar Þórðardóttur, Vest- urgötu 28, Barnafatnaður, verð frá kr.! 2.75. Barna-hálfsokkar og hos-| ur. Barnaskór og margt fleira. Verslun Guðrúnar Þórðardótt-1 ur, Vesturgötu 28. Sumarkjólaefni falleg og ó-1 dýr. Svart pilsefni. Dragta- og kápuefni í verslun Guðrúnar Þórðardóttur, Vesturgötu 28 í sunnudagsmaiinn: Nýr sil- ungur, lax og stórlúða. Fisk- búðin, Skerjafirði. Sími 4933. Kaupum gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Sími 3024. Hangikjöt, nýreykt. Nordals- íshús. Sími 3007. Gettu hve marga þorska jeg fekk í gær ? — Einu. , —- Nei. — Tvo. — Nei. — Þrjá? — Nei, þú Lundi fæst í Nordalsíshúsi. HZŒytvtwtgac Breytið til og reynið Kabaret frá Smurðs Brauðs Búðinni. 15 tegundir álegg. Það er eins þægilegt að taka Kabaret með í nestið eins og borða það heima hjá sjet\ Laugaveg 34, sími 3544. etur ekki getið þe*s. Jeg fekk fjóra. Ferðaskrifstofa íslands, Aust urstræti 20, sími 2939, hefir af- greiðslu fyrir flest sumarhótel- in og gefur ókeypis upplýsing- ar um ferðalög um alt land. íiajicu)-foncUð Armbandsúr tapaðist á mið- vikudagskvöldið. Finnandi vin- samlega beðinn að skila því í skrifstofu vjelsmiðjunnar Hjeð- inn, gegn fundarlaunum. Columbus eða Leifur Eiríksson. Bíkið Iowa í Bandaríkjunum, á- samt fleiri ríkjum liefir ákveðið að 12. október skuli vera hátíðis- clagur til minningar um að Colum- bus fann Ameríku. Þegar þessi á- kvörðun var tekin í þinginu, varð þingheimur ekki á eitt sáttur vegna þess, að margir þingmenn helclu því fram að Leifur Eiríks- son hefði fyrstur fundið Ameríku og’ þess vegna ætti að halda minningu þeirra beggja hátíðlega sama dag. Símahagfræði. Samkvæmt nýj- ustu liagskýrslum er síminn mest notaður í Kanada. Þar talar hver maður a ðjafnaði 214 símtöl á ári. Næst er U. S. A. með 191,4 og þriðja Danmörk með 158 símtöl á mann árlega. Löng þingræða. Met í löngum ræðutíma á tyrkneski forsetinn, Kemal Atatiirk. Árið 1927 helt hann ræðu í þinginu, sem stóð jvfu- í 16 claga, og á hverjum degi talaði hann 7 klukkutíma samfelt. j Amy Johnson, enska flugkonan, (á sjálfsagt heimsmet í nauðlencl- ingum, og í að eyðileggja flug- Allir átauna A. §. I. vjelar. Nýlega helt hún smá minn- ingargildi í tilefni af því, að það var í 50. skiftið, sem hún eyðilagði flugvjel í lendingu. Heit vínböð. í bænum Smalfort er vínið svo ódýrt, að bygðir hafa verið þrír baðstaðir, þar sem menn geta fengið heit vínböð. Það er sagt að þessi böð sjeu afar gott ’ meðal gegn kvefi. i Rejkfttvfik — Aknreyri Akureyrft — Reykjarík Alla Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga. Frá Akureyri sömu daga. Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. vm BifreiHastöð Sfeindórs. Sími 1580. Best að auylvsa í Morgunbiaðinu. Laxastangir — „Split Cane“ sterkar og góðar — kostat 85,00 (áttatíu og fimm krónur). SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR. í 8NORUNNI. 40. — Já, aðeins einnar spurningar. Hvenær tók lávarðurinn við húsinu, eða leiksviðinu? — Föstudaginn 19. desember um kl. 5 síðd. — Var lávarðurinn einn, þegar hann kom til þess að sjá, hvert alt væri í lagi? — Já. — Þjer sáuð þá enga af aðstoðarmönnum hans? — Nei, — Hafið þjer ekki hugmynd um hverjir það voru ? — Nei, ekki þá minstu. — Nú, en skilduð þjer eftir nokkuð af mönn- um yðar um kvöldið, til þess að hjálpa lávarðin- um að framkvæma þennan „sjónleik"? Edwards hikaði augnablik með svarið. — Nei, engan. — Gott og vel, sagði Pank. En voru þá nokkr- ar hvítar grímur í búningsherberginu? — Já, nokkrar. Við vorum búnir að nota þær við kvikmyndatöku áður. — Og eitt enn. Hvað hjet maðurinn, sem þjer Ijetuð Edward lávarði eftir, til þess að leika hlut- verk böðulsins? Skrökvið þjer nú ekki aftur, Edwards. Edwards starði óttasleðinn á Pank, og þurkaði síðan svitan af enni sjer. — Humble, sagði hann í lágum hljóðum. Sam Humble, — Vissuð þjer, að hann var vel inni í starfinu? — Fjandinn hafi það, þjer vitið alt, hvæsti Ed- wards og beit saman tönnunum. — Það var þá ekki meira, Edwards, Matterson ofursti kinkaði kolli. — Jæja, Edwards. Við þökkum yður nú fyrir upplýsingarnar, þó að þær væru máske ekki allar gefnar af fúsum vilja. Verið þjer nú sælir. — Pank, viljið þjer fylgja Mr. Edwards út og láta hinn koma inn. Eftir stundarkom var öðrum manni vísað inn. Það var ungur maður í bifreiðastjórabúning. — Þjer heitið Thomas Bowill?, byrjaði Matt- erson og gaf manninum bendingu um að koma nær. -— Já, það heiti jeg. Annars þætti mjer gaman að vita hvaða rjett lögreglan hefir til þess að tefja mig við vinnu mína og draga mig hingað? — Það voru lögregluþjónar, sem sóttu yður í nafni laganna. Og jeg vek athygli yðar á því, að hingað eru þjer kominn til þess að svara, en ekki spyrja. — Þjer hafið verið í þjónustu Edwards lá- varðar í mörg ár? — Já. — I byrjun desembermánaðar í ár gaf lávarð- urinn yður fyrirskipanir um að þjer ættuð að leita yður atvinnu á bifreiðastöð í Norwich um tíma. Þjer höfðuð með yður Daimler-vagn, sem Edward lávarður átti, og þjer áttuð aðeins að aka það sem yður sýndist? — Alveg rjett. — Eitt kvöld fóruð þjer til Keynsham Hall, hvað skeði það kvöld? — Hans hágöfgi gaf mjer skipanir. Einn gest- anna kom út með byssu sína og farangur og jeg ók með hann skemstu leið til kvikmyndatökuleik- hússins í Hellesdon. — Yður er kunnugt um, að gesturinn var að vissu leyti fluttur burt nauðugur? — Nei, það hefi jeg enga hugmynd um. Jeg gerði bara eins og mjer var sagt. — Svo! Þjer hefðuð kannske hlýtt, þó lávarð- urinn hefði skipað yður að taka gestinn og kasta honum í sjóinn? — Hans hágöfgi myndi aldrei gefa slíkar skipanir. — En finst yður ekki, þegar öllu er á botninn hvolft, aðfarir lávarðsins all-einkennilegar þetta kvöld? — Jeg var ekkert að brjóta heilann um það. Gerði bara það sem mjer var falið að gera. Beið» fyrir utan uns gesturinn kom aftur út úr leik- húsinu og ók honum þangað sem ákveðið var„ eða rjett að Barnet, og skildi hann og farangur hans eftir, þar sem auðvelt var að ná í vagn. — Og að svo búnu skiftuð þjer um númer á: bifreiðinni'/ — Ja. — Þá voruð þjer að fara í launkofa? — Það mætti vel heita svo. — Og hversvegna? — Það var skipun frá hans hágöfgi. — Og hafið þjer ekki hugboð um í hvaða til- gangi alt þetta var gert, hvers vegna þjer voruð> látinn fara til Norwich til þess að vera þar bifA reiðarstjóri — eingöngu fyrir þessa ferð? — Nei, ekki það allra minsta. — Jeg geri ráð fyrír, að yður sje Ijóst, að þjer- hafið gert yður samsekan í glæpsamlegu athæfi? — Nei, það er mjer ekki ljóst. Og það þarf meira en alla lögreglu Lundúnaborgar til þess að> fá mig til þess að trúa því. Maður í stöðu Ed- wards lávarðar myndi aldrei vilja eiga. slíkt á. hættu. Matterson kímdi. — Pank, viljið þjer spyrja nokkurs? Pank sneri sjer að bifreiðarstjóranum, semi' horfði á hann með hatursfullum augum. — Hversvegna eruð þjer ekki í Kanada? Nú fyrst kom hik á manninn. — Hver hefir sagt, að jeg væri farinn þangað,. sagði hann hvassyrtur. — Ráðsmaðurinn á Keynsham Hall. — Jeg ætlaði líka að fara þangað, en hefi frestað því. — Þá var það ekki meira, sagði Pank. Matterson hringdi bjöllu, og Bowill var vís- að út. Matterson ofursti hallaði sjer aftur í stól sinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.