Morgunblaðið - 26.06.1935, Page 2

Morgunblaðið - 26.06.1935, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudaginn 26. júní 1935. Ot*ef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Rltatjörar: Jön Kjartangson, VaRýr Stefánason. Ritatjörn og afffrelQala: Auaturstrœti 8. — Sfml 1800. Auglýalngastjðrl: E. Hafberg. Auglýslnera^krifatofa: Auaturatrœti 17. — Slml 8700. Heimasfmar: Jön KJartanason, t\r. 8712. Valtýr Stefánason, nr. 4220. Árni Óla, nr. 8045. E. Hafberg, nr. 8770. Áakrlftagjald: Innanlanda kr. 2.00 á mánuOl. Utanlands kr. 8.00 á mánuOl. í lausasölu: 10 aura eintaklO. 20 aura aseO Leabök. Uppþoísmálið og þeir rauðu. Hæstirjettur hefir nýlega kveð- ið upp dóm í uppþotsmáli komm- únista frá 9. nóv. 1932. Þótt liðin sjeu nálega þrjú ár síðan þeir atburðir gerðust, sem dómur Hæstarjettar fjallar um, eru atburðirnir enn í fersku minni þjóðarinnar. Það var hreinásta tilviljun, að ekki urðu manndráp framin þenna dag í Reykjavík. Kommúnistar höfðu safnað sam- an götuskríl og fengið hann til að hleypa upp fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur. Og þegar fámenn lögregla bæjarins ætlaði að ryðja braut gegnum mannfjöldann, inn- anhúss og utan, til þéss að bæjar- fulltrúarnir gætu komist ómeiddir iit úr fundarhúsinu, rjeðist æðis- gengÍHTi skríll á lögregluþjónana með grjótkasti og bareflum. — Lágu sumir lögregluþjónar með- Vitundarlausir í blóði sínu á göt- unni eftir þenna ægiléga hildar- leik. Nálega allir lögregluþjónar bæjarins .voru í sárum eftir þessa viðureign, margir óvinnufærir um iangan tíma, og nokkrir fengu aldrei fulla heilsu eftir áverkana, er þeim voru veittir.1 Kommúnistar fóru ekki dult með, að þeirra tilgangur hefði verið að reyna þama styrkleika sinn í viðureign við þá menn, er þjóðfjelagið liafði falið að gæta iaga og rjettar. En þó svo færi, að kommúnistar yrðu um stund ofaná, var brugðið svo skjótt við af ríkisvaldinu, að ofbéldislýðurinn. varð brátt undir. Síðan var mál höfðað gegn for- sprökkum uppþotsins og hefir Hæstirjéttur nú dæmt marga þeirra til fangelsisvistar fyrir at- hæfið. Engan þarf að undra, þótt mál- gagn kommúnista „taki upp í sig“ út af þessum dómi Hæstarjettar, enda fá dómararnir óþvegið orð að heyra úr þeim skjá. Hitt er undravei't og fullkomið hnej'ksli, að stjórnarblöðin skuli ráðast á Hæstarjett fyrir þenna dóm. Kðalmálgagn stjórnarinnar, Al- þýðublaðið segir, að þessi dómur ve'rði „að teljast virðuleg endalok á starfi Hæstarjettar í sinni nú- verandi mynd“. Og Tímadilkurinn reynir að tala með. Hann segir: „Rjettarfar „gömlu dómaranna“ hefir runnið skeið sitt. Þeir hafa þjónað íhald- inu með trygð til síðustu stundar, en þeirri þjónustu er lokið“. Þessi ákveðnu ummæli stjórnar- blaðanna ber víst að skilja þannig, Þjóðverjar lofa að beita ekki kaf- bátum gegn verslunarskipum. KATJPMANNAHÖFN í GÆR, EINKASKEÝTI TIL MORGUNBLAÐSINS Enska blaðið „Daily Express“ segir, að Þjóðverjar hafi lofað því að nota aldrei kafbáta í hern- aði gegn verslunarskipum. og þetta skýrir það hvers vegna Bretar voru svo til- sveigjanlegir í samningun- um um flotamálin við Þjóð- verja. Páll. Hitler. London 25. júní FÚ. ,,Þýskaland hefir skuldbund ið sig til þess að reka aldrei framar ótakmarkaðan kafbáta hernað“. Flotamálaráðherra Bretlands tilkynti í breska þin'g inu í dag með þessum orðum afstöðu Þýskalands til kafbáta hernaðar, eins og fulltrúar Þjóðverja gerðu grein fyrir henni á flotamálaráðstefnunni, sem nýlega var haldin í Lon- don. Flotamálaráðherrann sagði, að Þýskaland hefði tjáð sig fúst að hlíta reglugerðum þeim um kafbátahernað, sem settar eru fram í fjórða lið Lund- únasamninganna um flotamál, án tillits til þess hvort aðrar þjóðir gerðu slíkt hið sama. 1 fjórða lið Lurídúnasamn- inganna er gert ráð fyrir því að sú grundvallarregla verði viðurkend að notkun kafbáta verði háð alþjóðasamkomulagi. og að herskipum hverrar teg. sem er, megi ekki sökkva eða ráðast á verslunarskip, án þess að hafa áður fengið trygg ingu fyrir því, að farþegar og áhöfn hafi fengið tækifæri til að bjarga sjer. Þeir sem undirskrifa fjórðu grein Lundúnaflotasamningsins eru orðnir nú auk þeirra er áð- ur getur, Stóra Bretland, Bandaríki N.-Ámeríku, Japan, Ítalía og Frakkland. Samning- að núverandi dómarar Hæstarjett- ar eigi að víkja og þá fyrst og fremst fyrir þenna dóm. En hvernig líst þjóðinni á þess- ar aðfarir stjórnarblaðanna gagn- vart æðsta dómstóli landsins? Er það vilji þjóðarinnar að dómarar í æðsta dómstóli hennar víki úr stöðum fyrir það, að þeir dæma þá menn tH refsingar, sem gera skipulags- bundna árás á þjóðskipulagið? Baldwin. arnir eru skuldbindandi fyrir Stóra Bretland, Bandaríkin og Japan, en hafa ekki enn þá verið lögfestir af öðrum þjóð- um. Aðalskrifstofustjóri breska hermálaráðuneytisins var spurð ur þess í þiríginu í dag, hvort ekki mætti treysta því að Þýska land hefði tjáð sig meðmælt afnámi kafbátahernaðar, og þeim samningum, sem gerðir hefðu verið á flotamálaráð- stefnunni í London. Fyrir- spurninni var svarað þannig: Að Þýskaland fellist algerlega á afnám kafbátahernaðar eins og Erígland hefði gert, en því miður væru aðrar þjóðir sem ekki væru á sama máli, og þess vegna væru slíkar tak- markanir aðeins framkvæman- legar að svo miklu leyti, sem aðrar þjóðir væru þeim sam- þykkar. Skrifstofustjóri flotamála,- ráðuneytisins breska var einn- ig spurður að því, hvort skuldbindingar þær, sem þýska stjórnin hefði nú nýverið tek- ist á hendur, væru áframhald af þeim skuldbindingum, sem hún hefði tekist á hendur fyr- ir stríð. Svarið var á þá leið að þess- ar skuldbindingar Þýskalands væru algerlega nýjar. Vingan Þféð- verfa við Nortf- urlandabúa. Mótið í Liibeck. K A UPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS Annað ríkismót norræna fje- lagsins í Þýskalandi, „Nordisehe Gesellschaft", hófst í Lúbeck í gær. Tilgangur mótsins er að efla hagsmunaleg og menningarleg sambönd milli Þjóðverja og nor- rænna þjóða. I tilefni af því að mótið var opnað, var Lúbeck skreytt fánum norrænna þjóða. Frjettaritari blaðsins „Dagens Nyheder“ í Kaupmannahöfn segir að þetta mót sýni glögglega að Þjóðverjum sje fnllkomin alvara að vingast við Norðurlönd, ísland, Danmörlc, Finnland, Noreg og Sví- þjóð. Fulltrúi íslands á þessu móti er Gunnar Gunnarsson skáld. Páll. íslEndingasögur á sænsku. Samtal við Hjalmar Alving lektor. Með Lyra kom hingað Fil. dr. Hjalmar Alving lektor við „Högre reallaroverket pá Norrmalm“ í Stokkhólmi. Er hann kominn til þess að kynna sjer forna sögu- staði hjer á landi, því að hann er að þýða ís- lendingasögur á sænsku, og stærsta forlagið á Norður- löndum, Bonnier í Stokk- hólmi, ætlar að gefa þær út í vandaðri útgáfu. Morgunblaðið hitti lektor Al- ving- að máli í gær og spurði hann um þessa starfsemi hans, sem er merkileg fvrir oss íslendinga. Hann sagði svo frá: — Það eru nú mörg ár síðan að jeg fór að fást við það að þýða Islendingasögur á sænsku, eins og hún er töluð nú af sænsku sveita- fólki. Nokkrar íslendingasögur voru gefnar út á sænsku um 1870, þýddar af skáldinu Alhert Ulrik Bááth, en málið á þeim er annað en hið lifandi sænska tungumál nú á dögum, og fanst mjer því fnll þörf á nýrri þýð- ingu. Auk þess má kalla að þýð- ingar Bááths sje nú ófáanlegar. En þó er óvíst hvérnig farið hefði um þetta, ef dr. Sigurður Nordal prófessor hefði ekki komið til Stokkhólms og haldið fyrir- lestra við liáskólann þar. í einum af þessum fyrirlestrum sínum mintist hann á, að það væri und- arlegt að stærsta þjóðin á Norð- urlöndum skyldi vita minst um fornsögur íslendinga og bók- mentir. Út af þessu var það að jeg fór td Bonnier-forlagsins, og tók það þá þegar að sjer útgáfuna. — Hvaða sögur ætlið þjer að þýða ? Eða ætlið þ.jer að þýða allar íslendingasögurnar? —1 Ekki býst jeg við því að þýða ])ær allar. En söguvabð er þannig, að einhver saga sje úr hverjum landsfjórðungi, en um tímaröð ekki skeytt í útgáfunni. Er gert ráð fyrir að xit komi alls fimm bindi. 1 fyrsta bindinu eru Eyrbyggja saga og Laxdæla saga og kemur það bindi út í haust. Síðan ætla jeg að fara hringinn, taka sögur sem gerast á Vestfjörð- um, í Norðlendingafjórðungi, Aust firðingafjórðungi og Sunnlend- ingafjórðungi. Verður þá næst Gísla saga Súrssonar, þá Banda- mannasaga, þá Grettis saga, þá Víga-Glúms saga, þá Hrafnkels- saga Freysgoða, þá Njáls saga og seinast koma Egils saga Skalla- grímssonar, Gunnlaugs saga orms- tungu og Hænsa-Þóris saga. ! — Hvert ætlið þjer svo að ferð- ast núna til að skoða sögustaði? — Mig langar til þess að skoða sögustaði á Snæfellsnesi, t. d. Breiðavík, þar sem Björn Breið- víkingakappi átti heima, Fróðá, Álftafjörð, Vigrafjörð o. s. frv. Svo langar mig td að skoða sögu- staði á Vestfjörðum. En fyrst fer jeg nú sjóveg norður til Ak- ureyrar, og svo landleiðina suður, og vegna þess hvað tími er naum- ur — jeg verð að fara með Lyru 11. jiilí, — þá fæ jeg sjálfsagt ekki að sjá nema fáa þá staði, seni mig girnir að skoða. Lektor H. Alving er nafnkunn- ui' mentamálafrömuður í Svíþjóð. Hefir haun samið margar kenslu- bækur, sem notaðar eru í skólum ])ar. í för með honum hingað eru tvær dætur hans. Önnur þeirra, Brabro Alving er blaðamaður við sænska stórblaðið „Dagens Ny- heter“ í Stokkhólmi. Ætlar hún sjer, ])egar heim kemur að skrifa márgar greinar frá íslandi. Hin, Sofie Alving er fil. mag. og hefir hún gert sænskukunnáttu að sjer- fagi sínu. Þýskir herfangar sem áður voru í Eng- Iandi, leggja blómsveig á leiði ókunna hermanns ins þar, í viðurkenning- arskyni fyrir hreysti og drengilega framkomu Breta í stríðinu. London 25. júríí FÚ. Fulltrúar fjelags þýskra herfanga sem nú eru staddir í Englandi, lögðu í dag lárvið- arsveig á minnismerki óþekta hermannsins í London, og for- ingi sveitarinnar mælti á þá leið, að þessi sveigur væri lagð ur þar í viðurkennin'garskyni við hreysti enskra hermanna. Hitler sendi símskeyti við þetta tækifæri og óskaði fyr- verandi hermönnum Englands til hamingju með hreysti þeirra í þágu föðurlandsins, og ljet jafnframt í ljós þakkir sínar til enskra hermanna, fyrir að- stoð og drengskap við þýska hermenn á ófriðarárunum. Samkepni Japana á heimsmarkaðinum London, 24. júní FÚ. Um eitt þúsund fulltrúa frá 40 löndum sitja alþjóðaverslunarar- ráðstefnuna, sem hófst í París í dag. Meðal mála á dagskrá í dag var samlteppni Japana á lieimsmarkað inum. Fulltrúi japanska verslun- arráðsins helt ræðu, og mæltist t’l þess, að aðrar þjóðir sýndu Jap- an samúð og skilning í þessu máli. Hann sagði, að hagur tuga miljóna fátækra manna bygðist á utanrík- isverslun Japana. Japan stæði þannig að vígi, vegna skulda sinna við önnur lönd, að utanríkisversl- unin væri þess aðalvon um greiðslu. Hann benti á það, að þótt japönskum vörum væri út- rýmt af markaðnum með viðskifta höftum, myncli það lítill sem eng- inn hagur fyrir verslun þeirra, er það kynnu að gera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.