Morgunblaðið - 26.06.1935, Side 3
Miðvikudaginn 26. júní 1935.
MORGUNBLAÐIÐ
3
Starfandi prestur í Reykjavík í 25 ár
„Hjartað gerir guðfræðinginn*.
I dag eru liðin 25 ár, síðan síra Bjarni Jónsson tók
prestsvígslu sem prestur hjer í Reykjavík. Það var 26. júní
1910, sem Þórhallur Bjarnason biskup vígði síra Bjarna
og síra Brynjólf Magnússon í Grindavík.
Þenna aldarfjórðung, sem hann hefír þjónað dóm-
kirkjusöfnuðinum, fyrstu 14 árin með sírá Jóhanni Þor-
kelssyni, en síðustu 10 árin með síra Friðrik Hallgrímssyni,
hefir síra Bjarni áunnið sjer svo miklar og almennar vin-
sældir, að það mun ekki ofmælt að hann sje meðal vinsæl-
ustu núlifandi íslendinga.
Starfsþrek síra Bjarna Jónssonar er óvenjulegt, og
starfsánægja hans, hvort heldur hann vinnur þau lögboðnu
kirkjunnar störf, ellegar hann starfar sem huggari og
leiðbeinandi vinur sóknarbarna sinna.
Þúsundir bæjarbúa senda síra Bjarna hlýjar kveðjur
í dag, fyrir ómetanlegt starf hans sem kirkjunnar þjónn
og fyrir umhyggju hans og trygga vináttu til þeirra, er
hann hefir liðsint á raunadögum lífs þeirra.
Síra Bjarni Jónsson tók em-!
bættispróf í Kaupmannhöfn'
1907, eða fyrir 28 árum síð-
an. Er hann hafði lokið prófi
tók hann við skólastjórn barna
og unglingaskólans á Isafirði.
Þar var hann í 3 ár. En í fe-
brúar 1910 var hann kosinn
prestur hjer í Reykjavík.
Auk hinnar mjög erfiðu:
prestsþjónustu hjer í höfuð-^
staðnum í hinum langfjölmenn-
asta söfnuði landsins, hefir sr.
Bjarni Jónsson alla tíð verið
einn af helstu forvígismönnum
K. F. U. M. og formaður þessa
víðfeðma og þjóðholla fjelags-
skapar í 24 ár. Þó guðsþjón-
ustur hans sjeu margar á ári,
hefir hann haldið enn fleiri
samkomur og fyrirlestra í K.
F. U. M.
Síra Bjarni Jónsson
Tíðindamaður Morgunblaðs-
ins heimsótti sr. Bjarna Jóns-
son í gær á heimili hans í
Lækjargötu, í tilefni af þessu
starfsafmæli hans.
í hinum vistlegu og hlýlegu
stofum hans tókum við upp
samtal um daginn og veginn
og hið fjölþætta starf síra
Bjarna.
— í vígslgræðunni komst
Þórhallur biskup þannig að
orði, segir sr. Bjarni:
,,Jeg vona að þau orð
rætist ékki á þjer, ungi
bróðir, að enginn verði
spámaður í sínu föðurlandi“.
Brosti biskup við, er hann
sagði þessi orð. En þar átti
hann við, að jeg er borinn og
barnfæddur Reykvíkingur.
— Yonir biskupsins rættust
ekki, heldur sr. Bjarni áfram,
heldur sannaðist hið forn-
kveðna. Jeg hefi enginn spá-
maður orðið.
En jeg hefi fengið ærið nóg
að starfa, og sífelt aukin störf
með ári hverju.
Dómkirkjuprestur í Reykja-
vík þarf að vera heilsuhraust-;
ur, til þess að geta innt af,
hendi það sem á hann er lagt. í
Það hefir hjálpað mjer, að
jeg hefi haft góða heilsu. En
En í öllu þessu starfi hefir
sr. Bjarni, sem kunnugt er
notið hinnar tryggustu og bestu
aðstoðar konu sinnar frú Ás-
laugar Ágústsdóttur, enda hef-
ir hann átt hinu mesta heim-
ilisláni að fagna.
Jafnan hefir sr. Bjarni gert
sjer far um að fylgjast með
í kirkjulífi nágrannaþjóðanna.
I-Iann hefir við og við farið ut-
an og ferðast um Norðurlönd
til að halda fyrirlestra. I þeim
ferðum hefir hann aflað sjer
sambanda, við marga forystu-
menn kirkjunnar meðal ná-
grannaþjóðanna.
En um starf hans hjer í
Reykjavík, hefir sr. Bjarni
talað við Mohgunblaðið, og
birtist hjer frásögn hans.
segir frá staríí sínu.
þó hefir mjer orðið meiri
styrkur að allri þeirri vináttu,
því hlýja hugarþeli, er jeg hefi
átt að fagna meðal sóknar-
barna minna.
MARGS AÐ MINNAST.
Þessi prestsþjónustu ár mín
hefi jeg þurft að sinna marg-
þættu starfi. — Þau eru orðin
mörg heimilin, er jeg hefi
heimsótt, og margir sem jeg
hefi heilsað og kvatt í sorg og
gleði.
Mikil og mörg tækifæri hefi
jeg haft til þess að kynnast
mönnum ungum og gömlum,
— kynnast mannlífinu og því
hvernig gleðin getur skyndi-
lega breyst í sorg og sorgin
í gleði.
Er þá þörf á því, að prestur-
inn hafi í huga þá gullvægu
reglu: Fagnið með fagnendum,
grátið með grátendum.
Jeg minnist oft orða Söder-
bloms erkibiskups, er hann
hafði sem einkunnarorð, og gaf
prestum sem hvatningarorð:
,,Ekki svo sem vjer drottnum
yfir trú yðar, heldur erum vjer
samverkamenn að gleði yðar“.
STARFH) FER VAXANDI
— Þú mintist áðan á hið sí-
vaxandi starf.
Síra Bjarni Jónsson.
— Já, söfnuðurinn hefir auk-
ist ört þessi árin. Og nú er jeg
að gifta fólkið, sem jeg hefi
skírt og skíra börn þeirra, er
jeg hefi skírt. Fólk sem jeg
hefi gift kemur nú með börn
sín, til þess að jeg gifti þau.
Þegar svo ber við, finst mjer
starfstíminn vera orðinn lang-
ur. Og þó eru þétta aðeins 25
ár.
ERFIDLEIKARNIR
MESTU.
— Hvenær á þessu tímabili
hafa störfin verið erfiðust?
— Tvímælalaust haustið
1918, er inflúensan mikla geys-
aði og sjúkdómur var í hverju
húsi, en manndauði svo mik-
ill að útfárir stóðu yfir við-
stöðulaust dag eftir dag frá
morgni til kvölds.
En þá er næst að minnast
sjóglysanna miklu, sem hvað
eftir annað hafa varpað
skugga á þetta bæjarfjelag.
Þá er það starf prestanna
að ganga -á milli heimilanna
og leggja fram krafta sína til
að hugga og hughreysta. Þeg-
ar slíkar hormungar bera að
höndum er kallað til okkar
prestanna og við eigum að
flytja sorgartíðindin inn á
heimilin.
En sú stilling og það hug-
rekki, sem jeg hefi oft mætt
á þeim ferðum, þegar jeg hefi
verið slíkur sorgarinnar sendi-
boði, hefir haft mikil og djúp-
tæk áhrif á mig sjálfan.
Hugrekki þeirra, sem jeg
hefi átt að hugga, hefir oft
verið mínu hugrekki meira. Þá
hefi jeg oft haft tækifæri til
að kynnast því afli, er huggun
trúarinnar veitir.
lega. — Þetta var rjett fyrir
páska. Hún átti uppkominn
son í útlöndum. Hún sagði við
mig: „Nú hefi jeg góðar frjett-
ir. Sonur minn hefir fengið á-
gæta atvinnu, og honum líð-
ur nú vel. Jeg vænti þess að
þjer heimsækið mig um pásk-
ana.“
Á þriðja páskadag fekk jeg
símskeyti um að tilkynna þess-
ari gömlu konu, að sonur henn-
ar væri dáinn.
Þegar jeg kom heim til
hennar tók hún fagnandi á
móti mjer. Hvernig átti hún
að geta rent grun í hvaða boð
jeg hefði að færa henni —
dánarfregn sonarins, er hún
nýlega hafði svo glöð sagt mjer
frá.
GLEÐISTUNDIRNAR.
— En sem betur fer, heldur
sr. Bjarni áfram, eru gleðiefn-
in mörg í starfinu.
T. d. frá fermingarstarfsemi.
Svo að segja á hverju götu-
horni mæti jeg fermingarbörn-
um mínum.
Meðal minna hátíðlegustu
endurminninga eru minningar
frá guðsþjónustum í Dómkirkj-
unni. Hvergi líður mjer betur
en í prjedikunarstól, eða fyrir
altari.
Veikur hefi jeg stundum
farið til messugerðar, en kom-
ið þaðan hress með endurnýj-
aða krafta.
Hátíðlegustu guðsþjónustur
ái'sins eru fyrir mjer guðsþjón
usturnar á páskadagsmorgna,
þegar fólkið streymir í kirkj-
urnar klukkan sjö að morgni.
Morgunguðsþjónustur á pásk-
um eru í mínum augum feg-
urstu messur ársins.
ERFIÐ HEIMSÓKN.
En oft hefi jeg átt erfiða
göngu til vina minna í erind-
um sorgarinnar.
Eitt sinn t. d. mætti jeg
gamalli konu, sem jeg þekti
vel og heilsaði hún mjer glað-
„GUÐFRÆÐI HJARTANS“
— Hvað er í þínum augum
aðalatriðið í guðsþjónustustarfi
prestanna?
— Tvímælalaust það, að
starf þeirra komi frá hjart-
anu, að þeir sjeu, eins og jeg
vil orða það, vel að sjer í guð-
fræði hjartans.
„Hjartað gerir guðfræð-
inginn“, segir gamalt kirkju-
legt orð.
Prestar þurfa að kosta kapps
um, að framkvæma jafnan
prestsverk sín, eins og þeir
væru að framkvæma þau í
fyrsta sinn. Á jeg þar við það,
að þeir ætíð leggi fram sitt
ítrasta og besta.
— Messurnar eru orðnar
margar þenna aldarfjórðung-?
— Já, vissulega. Því messu-
föll þekkjast hjer ekki. Síðan
útvarpið kom til sögunnar hef-
ir stundum fækkað á bekkjum
kirknanna. En bót er í máli,
að hlustendum messanna hef-
ir stórlega fjölgað síðan.
Það er annars altof mikið
lagt upp úr messuskýrslum og
lagður dómur á störf presta
eftir messuföllum.
En þetta er í mínum augum
ekki allskostar rjett. Því á-
hugasamir prestar vinna mikil
og margvísleg störf, sem eng-
ar skýrslur ná til.
En í þessu sambandi verð
jeg þó að taka það fram, bæt-
ir sr. Bjarni við, að í svo stór-
um söfnuði sem dómkirkjusöfn
uðurinn er, getur ekki hjá því
íarið, að prestarnir finni til
þess, að mörg tækifæri til nyt-
samra starfa verða ónotuð. En
jafnvíst er hitt, að presturinn
má vita, að sje hann trúr í
starfinu, getur hann altaf orð-
ið einhverjum að liði.
En hann verður að vera við
því búinn, að vinnudagurinn
nái oft fram á nóttina.
ÞAKKIR FYRIR FRAM-
RJETTAR HENDUR.
«Að endingu, segir sr. Bjarni,
vil jeg biðja blaðið að flytja
sóknarbörnum mínum og starfs
bræðrum, og samverkafólkinu
í kirkjunni og bæjarbúum yfir-
leitt alúðarfylstu þakkir fyrir
alla þá vináttu sem jeg hefi
mætt, fyrir þær framrjettu
vinahendur, hið hlýja viðmót
og næma skilning á starfi
mínu, er jeg hefi mætt á und-
anförnum árum.
Og að lokum vil jeg bera
fram þá ósk, sem er ósk mín
og svo fjölda margra annara,
að þess verði ekki langt aS
bíða, að kirkjum fjölgi hjer
í bænum og prestar verði hjer
fleiri en þeir eru nú.
Heimsókn
þýsku knattsjpyrnu"
mannanna.
Nú liefir veriS ákveðið í hvaða
röð knattspyrnufjelögin hjer
keppa við Þjóðverjana, sem
koma hingað 13. júlí.
Alls verða leiknir 4 kappleikar
og keppir K. R. fyrst, síðan Valur,
þá Fram og lolts úrvalslið úr öll-
um fjelögunum.
Foringi knattspymumannanna
þýsku verður Funkenberg ritari
Norræna fjelagsins í Berlín.