Morgunblaðið - 26.06.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.06.1935, Qupperneq 4
4 Miðvikudaginn 26. júní 1935, MORGUNBLAÐIÐ______________ ............—■weBwaw"—wwbpi»«í!u!.'l«uu- -mam —m Landsmálafundirnir. Stjórnarliðið ber á sjer greinileg þreytumerki. N.4safjarðar$ýsla. Laugardaginn 22. og sunnu- daginn 23. júní voru haldnir fjórir landsmálafundir í Norð- ur-ísafjarðarsýslu. Hjer verð- ur sagt lítillega frá þessum fundum. / Á Hesteyri. Um 60 manns voru á fundi. I>ar mættu Jón A. Jónsson og Thor Thors fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, Sigfús Sigurhjart- arson og Hannibal Valdimars- son fyrir stjórnarliðið. Fundurinn var óskiftur með Sjálfstæðisflokknum. Jónas h’reppstjóri á Sljettu talaði á fundinum með Sjálf- stæðisflokknum og vítti hlut- drægni stjórnarliðsins gagn- vart málefnum sýslunnar. Það vakti athygli á þessum fundi, að stjórnarliðar Ijetu ijú alveg hjá líða að viðhafa hinar svívirðilegu árásir á Kveldúlf, sem hafði verið að- alefnið á hinum fundunum. En þarna voru þeir komnir á stað, sem Kveldúlfur rekur stóra síldarverksmiðju, veitir fjölda fólks atvinnu og er stærsti 'gjaldandi í hreppnum. 1 Hnífsdal. Um 200 manns sátu fund- inn og mættir sömu fulltrúar frá flokkunum og tveir kom- múnistar að ‘auki. 'Ræðum Sjálfstæðismanna, var mjög vel tekið á fundinum; þó munu sósíalistar hafa átt um 2/5 fundarmanna, en fylgi þeirra virtist fara þverrandi, eftir því sem leið á fundinn og málin skýrðust. Tveir innanhjeraðsmenn töl- uðu með Sjálfstæðisfl., þeir Ingimar Finnbjörnsson for- maður og Tryggvi Pálsson bóndi á Kirkjubóli. I Bolungavík. Þar var fjölmennur fundur, um 250—300 manns. Sömu fulltrúar frá flokkunum. Sjálfstæðismenn voru í yfir- gnæfandi meirihluta á fundin- um. Síðustu ræðum Sigfúsar Sigurhjartarsonar var tekið mjög fálega, en ræðum Sjálf- stæðismanna hinsvegar fagnað af öllum þorra fundarmanna. I Súðavík. HJm 150 manns voru á fundi — Sömu ræðumenn. Sósíalistar voru í greinileg- um meirihluta í upphafi fund- arins, en fylgi þeirra virtist þverra eftir því sem á fundinn leið. Var ræðum Sjálfstæðis- manna æ betur tekið, eftir því sem málin skýrðust. Tveir innanhjeraðsmenn töl- uðu á fundinum með Sjálfstæð- isfl., þeir Grímur Jónsson út- gerðarmaður og Bjarni Sig- urðsson, bóndi í Vigur. I------- Það er álit Norður-Isfirðinga að fylgi Sjálfstæðisflokksins fari vaxandi þar í hjeraði, og nýtur þingmaður þeirra, Jón A. Jónsson mikilla vinsælda og trausts hjeraðsbúa. Þingey|arsý§lur. Síðastliðinn sunnudag (23. júní) voru haldnir þrír lands- málafundir í Þingeyjarsýslum, að Laugum, Húsavík og Skinnastað. i Að Laugum.. Þar var fjölmennur fundur. Jón á Akri mætti þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jón í Stóradal fyrir Bændaflokkinn og Jónas Jónsson fyrir stjóm- arliðið. Jafnvel í þessu hreinræktað- asta hreiðri Tímamanna kom í ljós ólund og óánægja hjá stjórnarliðinu. Vafalaust hefir stjórnarliðið verið í meiri- hluta á fundinum, en ræðu- menn stjórnarandstæðinga fengu mjög góðar undirtektir, og því betri, er leið á fundinn. 1 Húsavik. Þar var fjölmenni á fundi, 3—400 manns. Magnús Guðmundsson og Magnús Jónsson mættu þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jör- undur Brynjólfsson og Guðjón Baldvinsson fyrir stjórnarliðið og Einar Olgeirsson fyrir kom- múnista. Sjálfstæðisflokkurinn átti langmest fylgi á fundinum. — Kommúnistar áttu þar talsvert fylgi, en stjórnarliðið minst. Á þessum fundi sem öðrum í Þingeyjarsýslum, kom það greinilega í ljós, að straum- hvörf eru í sýslunni. Suður-Þingeyjarsýsla hefir hingað til verið eitt öflugasta vígi Tímaliðsins. En nú bregð- ur svo einkennilega við, að að- dáunin á foringjum Tíma- manna er mjög að hverfa. — Þingeyingum finst undirlægju- hátturinn við sósíalista orðinn óþolandi. Á Skinnastað. Fundurinn var mjög fjöl- mennur, sennilega um 300 manns. Þar mætti Sigurður Kristj- árisson fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, Gísli Brynjólfsson og Árni Þórðarson fyrir Bændaflokk- inn, Gísli Guðmundsson og Steingrímur Steinþórsson fyrir stjórnarliðið. Á þessum fundi mætti eng- inn sjerstaklega fyrir sósíalista, en Gísli Tímaritstjóri bað um ræðutíma þeirra. Sig. Kr. leyfði það, því hjer væri hvort sem er aðeins ein hjörð og einn hirðir. Sagði tíðindamaður blaðsins að áhöld munu hafa verið um fylgi flokkanna á fundinum. Gísli Guðmundsson tilkynti fundarmönnum, að hann myndi halda leiðarþing í hjer- aðinu, en ekki fekst hann til að segja hvenær það yrði; vill sennilega ekki fá fulltrúa frá Sjálfstæðisflokknum þangað. Múlasýslur. í Múlasýslum hófust fundir á sunnudag og hafa fregnir borist af þrem fundunum. í Vopnafirði. Fundur var haldinn í Vopna, firði í Norður-Múlasýslu sunnu daginn 23. júní. Margir voru á fundi. Þar mætti Árni Vilhjálms- son fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jón Jónsson í Stóradal fyrir Bændaflokkinn, Eysteinn Jóns- son og Páll Zophoníasson fyr- ir stjórnarliðið. Sjálfstæðisflokkurinn og Bændaflokkurinn áttu allan fundinn, enda voru ræðumenn stjórnarflokkanna, mjög nið- urdregnir á fundinum. Höfðu menn orð á því, að þeir hefðu aldrei verið með Eysteini á fundi, þar sem hann hefði ver- ið eins kurteis og blíður og á þessum fundi í Vopnafirði. Að Fossvöllum. Þar var fundur haldinn mánudaginn 24. júní og var margt manna á fundi. Þar mætti Sigurður Kristj- ánsson fyrir Sjálfstæðisflokk- inn, Gísli Brynjólfsson og Árni Þórðarson fyrir Bænda- flokkinn, Jónas Jón§son og Páll Zoph. fyrir stjórnarliðið. Þessi fundur var allharður og var sjerstaklega til þess tekið, að P. Zoph. hefði fengið illa útreið í viðureign við Sig. Kristjánsson. Stjórnarandstæðingar voru í greinilegum meirihluta á fund- inum. Á Hallormsstað, Þar var einnig haldinn fund- ur mánudaginn 24. júní. Um 200 manns sátu fundinn. Þar var Jón á Akri mættur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, Jón í Stóradal fyrir Bændaflokk- inn, Eysteinn Jónsson og Björn Blöndal fyrir stjórnarliðið. — (Björn Blöndal var þá þangað kominn í ríkisbílnum!) Fundur þessi fór yfirleitt friðsamlega fram. Stjórnarliðið var í meirihluta á fundinum. '«»• mm rn> ^ —*••• % Konungurinn og Skotinn. Um það leyti er ríkisstjórnaraf- mæli Georgs Bretakonungs var, voru sagðar margar sögur um hann og drotningu hans í ensku blöðunum. Ein saga er sögð frá því, er konungur var á veiðum hjá sloti sínu, Balmoral. Eftir morgunmat átti hann tal við skoskan aðalsmann. — Hafið þjer nú skrifað konu yðar, spurði konungur. — Já, jeg skrifa henni altaf tvisvar í viku, þegar jeg er að heiman. — Jæja, en vitið þjer hvað, jeg skrifa drotningu minni daglega, þegar við erum ekki saman. — Veit jeg það, svaraði aðals- maðurinn. — En yðar hátign þarf lieldur ekki að horfa í frímerkja- kostnaðinn. Hinn almenni kirkfu* fnndur í Reykjavík. 130 fulltrúar niælfir frá söfnuðum, þar af 102 utan af landi. — Auk þess sækja um 40 prcstar fundinn. Víðfækar lillögur bornar fram um aukna safnaðarstarfsemi og nán- a ri samvinnu presta og safnaða. — Prestafækkun eindregið mótmælt. Hinn almenni kirkjufundur hófst með guðsþjónustu í dóm- kirkjunni sunnudaginn síðast- liðinn. Mættir voru 130 fulltrúar frá söfnuðum úr nær öllum hjeruðum landsins, auk um 40 þjóðkirkjupresta. ÍKirkjan var troðfull út úr dyrum. Síra Garðar Þorsteins- son þjónaði fyrir altari eh síra Eiríkur Brynjólfsson frá Út- skálum prjedikaði. Lagði hann hann út af Róm 1. 16. „Jeg fyrirverð mig ekki fyrir fagn- aðarerindið, því að það er kraftur guðs til hjálpræðis hverjum þeim er trúir“. Var ræða hans hrífnæm mjög og í lok prjedikunar sinn ar mælti hann hvatningarorð- um til safnaðarfulltrúa og presta, „að þeir og allir ynnu að því „að þjóðkirkja íslands mætti verða kirkja Jesú Krists vors Drottins“, og með bæn um „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár, er þroskast á guðsríkis- braut“, endaði hann prjedikun sína. Kl. 2 síðd. söfnuðust fund- armenn upp í fundasal K. F. U. M. Að loknum sálmasöng setti Gísli Sveinssno sýslu- og al- þingismaður fundinn fyrir hönd undirbúningsnefndar. — Þá voru nefndir kosnar. Fundi stýrði Ásmundur Guðmundsson prófessor, og er ritarar höfðu verið kosnir hóf Gísli Sveins- son framsöguerindi sitt um skipun prestakalla. Ræða Gísla Sveins- sonar um skipun prestakalla. Gat hann þess í upphafi, að menn væru gjarnir á að skoða trúmál sem einkamál — mál- efni einstaklinga, þjóðfjelaginu; óviðkomandi — og kirkjunaj sem fjelag þeirra manna, er, laun hafa af kirkjulegum störf| um, þ. e. presta. En kirkjan: væri fjelag, er nær allir lands-l menn væri limir í — þannig væri kirkjan ekki prestar, heldur stofnun, er hvíldi á fje-( lagsskap allra þeirra Islend- inga, er telja sig Lútherstrúar, I er hefði það mark og mið að halda kristni upp í landinu.1 Gagnvart hinu atriðinu væri: það að segja, að um fátt væri rætt og ritað meira nú en ein- mitt trúmál. - ( Áhuginn fyrir þeim málum færi vaxandi og sönnun þess væri hin feikilega aðsókn að fundi þessum, sem væri langt fram yfir allar vonir, er hann og aðrir hefðu gert sjer, er hann og aðrir hefðu gert sjer, er hann bar tillögu fram á Þingvöllum í fyrravor, að stofn að skyldi til þessa fundar. Þá ræddi hann frumvarp það, er launamálanefnd lagði fram fyrir síðasta þing um fækkun prestakalla. Sýndi hann fram á með snjöllum rökum, hversu um mikil mistök og meginvillur væri að ræða hjá launamála- nefnd á afgreiðslu launamála presta, ef sá hugur hefði fylgt málinu hjá launamálanefnd, er hún vill láta í veðri vaka í greinargerð sinni, sem sje að fyrir henni hafi það eitt vakað að hlynna að trúmálum þjóð- arinnar — laun presta hækk- uðu á pappímum en úr þeim hlytist ýms skyldugjöld í líf- eyris og framfærslusjóði, hlunn indi öll skorin niður og ferða- kostnaður myndi aukast að gífurlegum mun, svo að útkom- an yrði, að kjörin yrðu engu betri en þau sem nú eru. Fækkun presta en stækkun prestakalla samkvæmt tillögum nefndarinnar myndu aftur á móti gera presta að einskonar þeytispjöldum, sem að vísu gerðu ýms embættisverk, en alt lífvænt samband milli presta og safnaða væri útilok- að. — i Það myndi og leiða til vax- andi trúardeyfðar, söfnuðirnir missa áhuga fyrir presti sínum og enda með því, að seinast yrði látið nægja að hafa einn útvarpsprest fyrir landið alt. Nefndin hefði bent á, að læknar væru engu að síður þarflegir en prestar, sem rök fyrir prestafækkun. En Gísli hvað það lítil rök fyrir presta- fækkun. Læknar væru ómiss- andi landi og lýð og sjálfsagt væri að vinna að því jafn- framt, að bæta þeirra aðstöðu og fjölga þeim, enda hafi margt verið gert í þá átt á seinni tímum. En aldrei væri uppbygging í því fólgin, að rífa niður, án þess að byggja upp, en frum- varp nefndarinnar miðaði í þá áttina. Að ræðu Gísla lokinni, er flutt var af skörungsskap mikl um, stóðu fundarmenn allir upp í þakklætisskyni. Mótmæli gegn fækkun presta. Þá voru lesin upp brjef frá ýmsum hjeraðs- og sóknar- nefndum, er öll fólu í sjer harð orð og ákveðin mótmæli gegn almennri prestafækkun og þá einkum og sjer í lagi breytingu prestakalla innan þeirra hjer-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.