Morgunblaðið - 26.06.1935, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudaginn 26. júní 1935.
Ailir lieykvíkingar lesa augiýsmgar Morgunblaðsins.
Húsnæði. Af sjerstökum á-
Jíaufi&foajiuv
Glænýr silungur. Nordalsís-
stæðum fást 2 herbergi með hús~ Símí 3007
aðgangi að baði til leigu 1.
júlí, fyrir einhleypa reglu-
menn eða hjón. Fæði fæst á
sama stað. (Laugavatnshiti).
Upplýsingar í Café Svanur við
Barónsstíg.
Kaupum gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29. Sími
3024.
Hangikjöt, nýreykt. Nordals-
íshús. Sími 3007.
ZtiCJtytutitufac
Spírella. Er aðeins við, til að
taka mál og pantanir, mánuð-
iDa júlí og ágúst, á þriðjudög-
um og föstudögum kl. 3—6
síðd. Guðrún Helgadóttir,
Bergstaðastræti 14.
Ferðaskrifstofa Islands, Aust
urstræti 20, sími 2939, hefir af-
greiðslu fyrir flest sumarhótel-
in og gefur ókeypis upplýsing
px um ferðalög um alfe land.
Slysavamafjelagið, skrifstofa
við hlið hafnarskrifatofunnar i
hafnarhúsinu við GjflRsgðtu,
seld minningarkort, tekið móti
gjöfum, áheitum, árstillögum
m. m.
— Mjer þykir vænt um að jeg
er ekki laus við kvefið.
— Hvernig stendur á því?
*—■ Vegna þess að jeg er kvef-
aður hefi’ jeg orðið að fara gæti-
tega með mig; anuars hefði jeg
máske ofkælst núna í kuldunum.
V eggmyndir og rammar i
tjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Rúgbrauð, franskbrauð og
normajbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfjel.
Reykjavíkur. Sími 4562.
Góð telpa óskast. Bjarnar-
stíg 11, uppi.
í öllum regnbogans litum. Á
fuglasýnjngu í Arizona, sem hald-
in var um daginn, var sýnd hæna,
sem vakti geisi athygli allra á-
horfenda. Hæna þessi er af svo-
nefndu Arcuna-kyni. Þessi for-
láta hæna verpir eggjum sem eru
röndótt í öllum regnbogans litum,
og nú ætla menn að reyna hvort
ungar hennar erfa þessa einkenni-
legu hæfíleika.
Barngóð stúlka óskast hús-
móðurinni til hjálpar í sumar-
bústað. A. S. I. vísar á.
Barnavagnar og kerrur tekn-
ar til viðgerðar. Verksmiðjan
Vagninn, Laufásveg 4.
teknar til viðgerf-
r. Braiðfjðrð, Lauffisveg 4.
— Jeg vil gjarna kaupa fötin
ef þeim verður breytt.
— Sjálfsagt, við breytum þeim
yður algerlega að kostnaðarlausu.
Hvaða breytingar viljið þjer helst.
— Breytingar á verðinu.
Paul Hörbiger, þýski leikarinn,
var um daginn að leika í mynd ;
og m. a. átti hann að fara npp í
loftbelg af gamalli gerð sem,
fyltur var með heitu lofti. Alt í
einu lyftist loftbelgurinn upp og
fór 800 metra í loft upp. Aum- i
ingja leikarinn sem vissi ekki j
hvaðan á sig stóð veðrið, var þó
svo heppinn að lenda skömmu
seinna ómeiddur í kálgarði.
Fred Astaire, sem menn munu
kannast við úr myndinni ,Carioca‘,
er nú að taka titilinn frá Clark
Gable sem hest klæddi karlmað-
urinn í Ameríku. Enn þá er þó
hæðstmóðins að vera í ,,sport“-
treyju með mörgum fellingum
eins og Gable var í, í myndinni
„Það skeði í nótt“.
111 meðferð. Ungur maður í
Westfalen var nm daginn dæmdur
í sex mánaða fangelsi fyrir að
hafa lesið flugrit frá erlendu ríki
og brenna miðanum. Dómarinn
skýrði honum frá að hann hefði
átt að afhenda lögreglunni mið-
ann.
Tlmburvertlua
P. W. Jftcebsen * ««■.
SfotM* 1824.
Símm(b>: Graafani — CaH-I ■Mbgafia,
S*l«r táabar í afeaarri •(
Madiöfa. — Eik tH
abipfifarBM frá 9v%jáS.
Hefi yerslaö rið íslaad í meir ni 80 ár.
C.
Laxa-stangir — „Split Cane“ tveir toppar, sterkar og
góðar, kosta — áttatíu og fimm krónur — kaupið þær,
— það borgar sig.
SPORTVÖRUHÚSI REYKJAVÍKUR.
mm
í SNORUNNI. 43.
síður ónáðaði hann með nærveru sinni, vjek sjer
að honum og spurði lotningarfullur:
— Afsakið, Sir Henry. En hafið þjer fengið
nokkuð brjef frá Edward lávarði þessa síðustu
daga?
— Ekki eina línu.
— Eruð þjer alveg viss um að hann hafi farið.
— Alveg handviss.
— Þjer hafið ekkert heyrt frá honum, endur-
tók Pank.
— Það hefi jeg aldrei sagt, mótmælti Sir
Henry illur. Við fengum auðvitað svar við skeyt-
inu. Jeg er nú ekki svo vel að mjer í landafræð-
inni, að jeg viti almennilega hvaðan, en einhvers
staðar rjett hjá Gibraltar var það.
Pank stóð á fætur.
— Það mjmdi hjálpa okkur mikið, ef hjer gæt-
uð gefið okkur nöfnin á gestum hans á lystiskip-
inu, Sir Henry.
Jeg fer að halda að jeg hafi vilst inn á
blaðamannaskrifstofu, sagði Sir Henry kuldalega.
Spumingunni er fljótsvarað. Jeg hefi ekki minstu
tiugmynd um það.
Pank settist niður. En Matterson stóð á fætur
og sagði í afsökunarrómi:
— Það var mjög vel gert af yður að koma
sjálfur, Sir Henry.
— Þjer misvirðið það vonandi ekki við mig,
sagði Sir Henry og stóð á fætur. Jeg fer að verða
forvitinn. Hvað er að? Hvað hefir veslings Ed-
ward gert?
— Ekkert stórkostle'gt, flýtti ofurstinn sjer að
segja. Við vonum hara að hann geti innan skams
gefið okkur nokkrar upplýsingar viðvíkjandi
máli nokkru, en því miður get jeg ekki sagt
meira að svo komnu.
— Jeg verð þá að sefa forvitni mína, geri jeg
ráð fyrir, sagði Sri Henry. Komið þjer einhvern
tíma og snæðið miðdegisverð með mjer, ofursti,
og ef jeg skrifa Edward, skal jeg svei mjer segja
honum að lögreglan sje á hælunum á honum.
— Jeg hugsa að hann verði ekki mjög smeyk-
ur, svaraði Matterson og fylgdi gestinum til
dyra.
— Jæja, herrar mínir, sagði ofurstinn um leið
og hann fekk sjer sæti. Það virðist vera eitthvað
leyndardómsfult við hvarf Edwards lávarðar. En
hvað er nú fyrir höndum?
— Nokkuð nýtt frá Chestow Square?
— Ekkert. Brjefin hópast upp með degi hverj-
um, svaraði Matterson. En ekkert heyrist frá ráð-
herranum.
— í Savoy Court, hjelt hann áfram, er alt við
það sama. Herbergisþernan sagði, að ekkert vant-
aði í ferðatöskurnar. Þær eru nú geymdar í inn-
sigluðu herbergi.
— Með yðar leyfi, offursti, mælti Pank, — ætla
jeg að grenslast nánar eftir aðstoðarmönnum Ed-
wards lávarðar. Brandt og hann eru ólíkir menn,
og ekkert skylt með þeim, en engu að síður vildi
lávarðurinn ná tali af honum fangelsinu. Því er
líklegt, að þessir menn sjeu þar milliliðir á milli,
og hver veit nema þeir gætu leitt okkur á slóðann?
— Alveg eins og þjer viljið, Pank, sagði Matt-
erson. — En annað er það, að hvað sem við ger-
um, hjálpar það okkur ekki til þess að finna ráð-
herrann okkar.
— Jeg þykist viss um, að við gætum á auga-
bragði fundið sir Humphrey, ef við hefðum Keyns-
ham lávarð hjer.
— Því þá það?
— Jú, það hlýtur að vera eitthvert samband
milli hans, sir Humphreys og Brandts, sem mjer
enn er ókunnugt um. Því vildi lávarðurinn láta
náða Brandt? Hvers vegna vildi Brandt ekki tala
við hann rjett fyrir aftökuna — einmitt á þeirri
stundu, sem flestir dauðadæmdir grípa fegins
hendi hverja hjálpandi hönd? Af hverju heim-
sótti Edward lávarður frú Brandt? Og hvað olll
því, að hún lagði af stað, til þess að snæða mið-
degisverð með sir Humphrey og hvarf svo eins og
jörðin hefði gleypt hana.
— Og mjer er spurn, bætti Matterson við, —
hvers vegna fór sir Humphrey, að því er virtist,
af fúsum vilja út um gluggann og hvarf gersam-
lega?
— Alt stendur þetta í sambandi hvort við ann-
að, sagði Pank ákveðinn. — Það er til einskis aö
hugsa um hvort fyrir sig.
— Jeg er viss um, að þjer hafið rjett fyrir yðurr
Pank, sagði Matterson, og sló í borðið með flöt-
um lófa.
Pank leit á úrið sitt.
— Jeg skrepp þá til Norwich, sagði hann, — ef
þið viljið hafa mig afsakaðan. — Jeg býst viö
að koma aftur í fyrramálið, ef ekki, þá síma jeg.
Matterson offursti kinkaði kolli. Hann var mjög
þreytulegur og órólegur.
— Gerið eins og ykkur sýnist, en hafið í huga,
að álit deildarinnar er undir ykkur komið. — ViÖ
verðum að finna sir Humphrey Rossiter, áður en
vika er liðin hjer frá.
22. KAPÍTULI.
— Ef sá bannsettur þorpari vogar sjer að á-
varpa mig framar, skal jeg sýna honum í tvo
heimana. Jeg segi þjer satt, Harry, jeg skal
lumbra á honum svo um munar.
Humble hallaði sjer fram á búðarborðið í „Cat
& Chickens". En útlit hans var ekki að sama
skapi mannalegt og látbragðið. Hann var með
helblátt glóðarauga og stóra skrámu á annarí
kinninni, annan handlegginn hafði hann í fatlæ
og á öðrum fæti var hann í stórum og fornfáleg-
um morgunskó. Það var engu líkara, en hann
sjálfur hefði fengið þá ráðningu, sem hann var
að heita Pank.
— Jeg skil ekki þeita, mælti gestgjafinn. ■—