Morgunblaðið - 25.07.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 25.07.1935, Blaðsíða 5
Fimtudaginn 25. júlí 1935. MORGUNBLAÐIÐ Á Montmartre. Nú er jeg hjer í París. Fyrstu tvær næturnar var jeg uppi á Montmartre til að vera nálægt kunningjum, sem jeg á þar, en það eru lijónin Georges og Made- leine Blanc, sem bæði hafa dval- ið á íslandi og ferðast þar. Frú Blance leggur stund á íslensk fræði og hefir flutt erindi nokk- ur um Island og- sýnt ágætar myndir af ferðum þeirra lijón- .anna þar. Hefir því verið mjög vel fagnað. Montmartre með hinni miklu kirkju „Sacré-Coeur“ gnæfir ýfir París, og er hvergi betra útsýn _yfir borgina en þaðan. Þá sjest það best, að slík horg er að yfir- sýn líkust hrauni, sem er að gróa ~upp. Og hver veit nema allar stór- borgir sjéu Ódáðahraun fyrir •drottni. Meðal fræðimanna. Nú hý jeg á einum stúdenta- garðinnum í háskólaborginni nýu '{La Cité Universitaire de Paris), isem verið hefir að rísa síðustu 10 árin á ágætum stað sunnan- vert í borginni hjá fögrum garði (Parc de Montsouris). Jeg hý í stúdentagarði frönsku hjeraðanna (La Maison des Provinces de Francé). Það var minn gamli ágæti vin- ur frá dvöl minni í París 1908— 1909) prófessor Paul Yerrier, sem kom mjer hingað til vistar þessa daga, svo að jeg gæti kynst þess- ari merkilegu háskólaborg sem best. Rjett hjá henni hefir bæj- arstjórn Parísar látið reisa stór hýsi með ágætum leiguíbúðum fyrir prófessora háskólans og ann- •ara æðri skóla. Þar býr prófessor Verrier, sem hefir verið braut- ryðjandi í kenslu Norðurlanda- mála við Parísarháskólann, en hefir nú látið af embætti fyrir aldurs sakir. Hann er málamaður mikill, fjöllærður og hefir skrifað mikil og merkileg rit um enska og franska bragfræði. Hann er mjög vel að sjer í tungu vorri og bók- mentum. I boði hjá honum hitti jeg Fernand Mossé, sem er lærisveinn hans. Mossé hefir þýtt bæði Lax- dæla sögu og Grettis sögu og skrifað prýðilega innganga að þeim. Le'ist mjer mjög vel á mann inn. Þá var jeg í kvöldboði hjá -Jolivet prófessor. Hann og kona hans eru íslendingum að góðu kunn, hafa bæði kent við háskóla vorn og hafa mikinn áhuga á landi voru og bókmentum. Joli- vet er að þýða „Þú vínviður hreini“ eftir Laxness. Allir þessir þrír prófessorar búa þarna í nýu -háskólakennaraíbúð- unum, svo að þar eru saman komnir á einn stað þeir, sem best •eru að sjér í íslenskum fræðum í Frakklandi, og er þangað gott að líta. Háskólahverfið í París. Jeg vík aftur að háskólaborg- inni. Hún verður áður en þessu ári lýkur 19 stúdentagarðar með herbergjum fyrir nær 2400 stúd- ■enta. Fyrsti stúdentagarðurinn (Fondation Emile et Louise Deutsche de la Meusthe) var vígður 9. júlí 1925. Hann er 7 hús með samtals 340 herbergjum og var gjöf frá frönskum auð- manni. Þessi glæsilega byrjun varð til þess að liáskólaborgin tók að rísa með furðulegum hraða og krafti. Rílcið og Parísarborg hafa gefið grunninn, sem er á rústum gamalla víggirðinga borgarinnar. Landið er 40 liektarar að stærð, svo að þar er nóg rúm fyrir trje og grænar grundir. En stúdentagarðarnir hafa ým- ist verið gjöf einstakra auðmanna, eða reistir fyrir fje, sem fengið var með samskotum og- tillögum frá ríkjum eða hjeruðum. Stiid- entagarðar eru þarna fyrir Frakka, Belga, Breta, Hollend- inga, Dani, Svía, Svisslendinga, Monacomenn, Spánverja, Grikki, Armeninga, Bandaríkin, Canada, Argentina, Cuba, Indokína, Jap- an. Islendingar eiga eitt lierbergi í húsi frönsku hjeraðanna. For- stöðumaðurinn sagði mjer, að Símon Ásgeirsson hefði ásamt sjer verið fyrsti maður, sem flutti í húsið, og ljet hans að góðu get- ið. En nú var Símon í sumarfríi í Belgíu. Stúdentaherbergin eru yfir- leitt látlaus, smekklega og hag- lega gerð, en annars er misjafnt, hve mikið er borið í aðra sali garðsins, og fer þar hver þjóð eft- ir sínu höfði. Aðbúð og umhverfi námsmanna. Ekki getur það orkað tvímælis, að þetta eru yndislegar vistarver- ur, og eykur þó stórum á, þegar komin verða þarna margskonar önnur hús, sem nú eru í undir- búningi og þjóna eiga samlífi há- slcólaborgarbúa, svo sem hús fyr- ir stjórn borgarinnar, heilbrigðis- mál, íþróttir, bókasafn, samkvæm- ishús, matsöluhús o. s. frv., í stuttu máli alt, sem þarf til að lifa þarna heilbrigðu og þrótt- miklu lífi, andlega og líkamlega. Háskólaborgin er sprottin af þeirri hugsjón, að þeir, sem eiga að verða andlegir leiðtogar þjóð- anna, þurfi á náms og þroskaár- imi sínum að lifa í umhverfi, sem lyftir huganum og styrkir hann til starfs og trúar á lífið. Hjer í hinu fornfræga mentasetri, Par- ísarborg, rís á ný háskólaborg, þar sem synir allra þjóða kynn- ast, læra liver af öðrum, tengjast bræðraböndum og hverfa síðan hver til síns heimkynnis með rit- sýn til annara þjóða, en án henn- ar má enginn vera, sem ætlar að skilja sig og sína þjóð. Jeg hefi altaf, meðan jeg var að skoða þessa nýju stúdentagarða, verið með hugann í Garðinum okkar lieima. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir hann. Hann er ágætur. En væri það ekki hugs- anlegt, að bráðum gæti risið upp hjá honum annar, sem væri dálítil vasaútgáfa af háskólaborginni hjema? Jeg á við það, að aðrar þjóðir, eða auðmenn þeirra, gæfu hver fje fyrir tvö til þrjii her- bergi, handa stúdentum, sem nema vildi norræn fræði við Háskóla ís- lands. Hver veit? Guðm. Finnbogason. Á síldveiðum með estlenska skipinu „Eestirand". Þegar jeg las í Morgunblað- inu um daginn frjettina um það, að Tutti frá Eestoniu hefði verið tekin til athugun- ar vegna hafnargjalda o. fl. á Siglufirði, rifjuðust upp fyrir mjer ýmis atvik frá sumrinu 1933, er jeg ásamt 3 öðrum íslendingum var á Eestirand að síldveiðum utan landhelgi. Við vorum alls 8 íslending- ar á 3 leiðangursskipum, 4 á Eestirand, sem er 7300 br. tonn, 2 á s.s. Pojúrand, sem er um 480 br. tonn, og 2 á s.s. Harjúrand, sem er um 350 br. tonn. Frá Eestirand gengu tvennir bátar, hvorirtveggja með 12 ha. vjel, en frá hinum sínir tveir bátarnir frá hvoru skipi, og voru þeir vjelalausir. Á Eestirand voru 154 menn, þar af 23 stúlkur, 20 við söltun en 1 í eldhúsi til aðstoðar, en 2 gengu um beina. Eestirand hafði ennfremur lítinn bát, er ,,Ilú“ hjet, til póstflutninga. En jafnframt ætlaði 1. stýrimaður, Liebman, að fara á honum ásamt aust- urrískum stúdent út að ísrönd, 150 sjómílur til hafs, og ætl- uðu þeir að fara í ágúst, en úr því varð samt ekki. Á Eestirand var læknir og verslunarstjóri, og þar var gott að versla, eða svo fanst okkur íslendingunum, t. d. hnjehá leðurstígvjel á kr. 7.00, sígar- ettur 25 st. pakki frá 0,10— 0.35 aur. Karamellur voru seld ar á 2.40 pr. kílógr. og súkku- laði. Kartöflur kostuðu 21.00 pr. 100 kg. Flesk 0.25—0.35 pr. kg., og alt eftir þessu. Kaup karla var frá 15—30 kr. á mánuði og kvenna 20 kr. á mánuði, og svo átti fólk- ið á öllum skipunum að skifta á milli sín %% eða 7% tunnu af 100 tn., eða andvirði þess, er síldin yrði seld. Þetta sum- ar var búist við að salan yrði frá 700 þús. kr. til 1 milj. kr. af öllum skipunum. Svo átti fólkið að fæða sig.‘ Fæðið kost- aði 12 kr. á mánuði. Á miðju sumri kom s.s. Leni- rand frá’ Tallin til að sækja síld og kom það með nýja á- vexti handa fólkinu. Epli kost- uðu úti í Tallin 0.10 pr. kg. Tómatar lítið eitt dýrari, um 0.12—0.15 au. kg. Skömmu áður en Lenirand kom til íslands, varð vart við ræðuskörung mikinn um borð í Eestirand, og reyndist það vera kommúnisti, og var hon- um „púttað“ um borð í Leni- rand og sendur til Tallin. Á skipinu voru nokkrir Sví- ar, og höfðum við íslending- arnir mest með þeim. Sá af yfirmönnunum, sem við höfðum mest saman við að sælda, var 3. stýrimað- ur. Við hann áttum við að kvarta, ef okkur fanst eitthvað ábótavant. Við kunnum ekki vel við matinn til að byrja með, en vöndumst honum ágætlega. Það var mest flesk og græn- meti. Formaður leiðangursins var 1. stýrimaður á Eestirand, Liebman, og var hann og aðal- forstjóri hlutafjelagsins, sem skipin átti. Fjelag þetta var að sögn skipverja eistlenskt smyglarafjelag, og smyglar spritti til Finnlands og Svíþjóð- ar og Englands, og eitt er víst, að skipstjóri Eestirands var ár- ið 1931 í nokkra mánuði í fangelsi. í Englandi, fyrir smygl. Hann var þá skipstjóri á Harjurand. Harjurand er um 70 ára gamalt skip, að mig minnir, og var einu sinni í förum á milli Islands og Hamborgar; en hjet þá öðru nafni. Okkur íslendingunum leið vel um borð og líkaði ágætlega við skipshöfn alla, nema hvað okkur þóttu þeir vera um of værukærir. Við höfðum sjerstaka íbúð miðskips og rjett við hliðina á okkur voru hinar 20 söltunar- stúlkur, og mátti frá þeim oft heyra allskonar strengjahljóð- færaslátt og söng. Þær höfðu sjerstakan gang af þilfari, og varðaði það 5 kr. útlátum, ef einhver af skipshöfninni sást fara niður til þeirra, og kom það að tilætluðum notum. Regla var góð á skipinu. Þessar 20 stúlkur tóku til hjá okkur Islendingunum, 2 og 2 í einu, í 2 daga hverjar tvær. Við reyndum óspart að kenna þeim íslensku, en þær okkur eistlensku, og býst jeg við, að bæði hafi verið jafn-nær. Öll skip þessa fjelags heita svipuðum nöfnum, að minsta kosti enda þau öll á ,,rand“, sem þýðir strönd. Alt það fólk, er við kyntumst, virtist vel mentað; var alls ekki óalgengt að það talaði 2—3 tungumál, og stúlka var um borð í Poju- rand, sem sagt var að talaði 7 mál. Hún var líka stúdent. Eistlendingarnir voru mjög varasamir með að fara ekki í landhelgi, þó fór svo, að eitt skipið, Harjurand, rak inn fyr- ir landhelgislínu. Það fjekk að mig minnir 1500 kr. sekt. Verð á síld í Eestoniu var búist við að yrði þetta ár 45— 60 kr. tunnan. Við Islendingarnir áttum, jafnframt því sem við skyld- um stjórna veiðinni, að líta eft- ir söltuninni, en þar fóru þeir Eistlendingar ekkert eftir okk- ar ráðum. Þeir til dæmis söltuðu á meðan birgðir ent- ust úr gömlu úrgangssalti frá fyrra ári og löguðu pækil úr því á heiðgulan síldargrút. Þegar við bentum þeim á þetta, sögðu þeir, að það gerði ekkert til, því það gæti enginn flutt síld til Eestoniu, því það væri 40 kr. tollur á hverri tunnu. Harjurand var það eina af skipunum, sem hafði samband við land, og þótti þeim dýrt að þurfa oft að leita hafnar, og þá heyrði jeg Liebman oft tala um það, að reyna að koma því svo fyrir, að aðeins þyrfti að borga af litla bátnum, „Ilu“; og það hefir verið tilraun sú, seno| hann var að reyna nú um dag- inn, því sparsemin var töluverð hjá þeim. Þeim þótti t. d. mik- ið að borga okkur 400 kr. á mánuði og fæði, en að tiltölu var það ekkert meira en fólk hafði um borð, því fæði og hús- næði úti í Estoníu kostaði að- eins 20 kr. á mánuði, og fjögra manna fjölskylda lifði dágóðu lífi af 300 kr. árstekjum. Alment kaup á Eestirand var 1 kr. á dag og fæði. Ytri Njarðvík 10. júlí 1935. Oddgeir Jónsson. Landaám i Grindavih. „Maðr hjet Hrólfr höggvanlii; liann bjó á Norðmæri, þar áem hjet Moldatún; hans synir vcfiru þeir Vjemundr og Molda-Gnúþr; þeir voru vígamenn miklir ók járnsmiðir.. Gnúpr fór til íslands fyrir Viga sakir þeirra bræðra, ok nam lánd milli Kúðafljóts ok Eyjarár, ok Álftaver alt; þar var þá vattt mikit, ok álftaveiðar á, Molda- Gnúpr seldi mönnum af landnáini sínu, ok gjörðist þar fjölbygt, áðr jarðeldr rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestr til Höfðabrekku; en Vjemundr, son Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þarvist, þá fóru þeir í Hrossagarð ok gjörðu þar skála, ok sátu þar um vetrinn, ok gjörðist þar ófriðr með þeim ok vígafar. En um várit fóru þeir Mokla-Gnúpr vestr í Grindavík og staðfestust þar; þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Bjöm og Gnúpr, Þorsteinn hrúngnir ok Þórðr leggjaldi. Björn dreymdi um nótt at bergbúi kæmi at hon- um ok bauð at gjöra fjelag við hann, en hann þóttist játa því; eftir þat kom hafr til geita lians, ok tímgaðist þá svo skjótt fje hans at, liann varð skjótt vellauðigr; síðan var hann Hafr-Björn kall- aðr. Þat sá ófreskir menn, at landvættir allar fylgdu Hafr- Birni til þings, en þeim Þorsteini ok Þórði til veiða ok fiskjar. Ilafr-Björn átti Jórunni, stjúp- dóttur Gnúps bróður síns þeirra son Svertingr, er átti Húngerði, dóttur Þórodds Tungu-Oddssonar og’ Jófríðar Gunnarsdóttur*; þeirra dóttir Þorbjörg móðir Sveinbjarnar, föður Bótólfs, föð- ur Sturlusona**. Gnúpr, Molda- Gnúpsson átti Arnbjörn Rá- þarmsdóttur. Iðunn var dóttir Molda-Gnúps, er átti Þjóstarr á Álftanesi; Þormóður var son þeirra, sem fyrr er ritað“. — Landn. 1843; 270—272. Þessi fróðlegi pistill, er alt það sem finst í Landnámu um Grinda- vík. Synir Gnúps voru þeir raun- verulegu byggjendr Grindavíkur (Landn. 1843 — bls. 319) og má af því marka, að Gnúpur hafi verið orðúin mjög aldraður og synir hans fulltíða er þangað kom. Lengstan aldur sinn hefir Gnúpur því alið í Noregi, enda festist við hann nafnið á bygðarlagi því * Hlífarssonar. ** Þórðar, Sighvats og Snorra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.