Morgunblaðið - 13.08.1935, Page 5

Morgunblaðið - 13.08.1935, Page 5
Þriðjudaginn 13. ágúst 1935. IÐMflÐUR MORGUNBLAÐIÐ ■ronrwwffi SiaLlNGflR Utanríkisverslunin. „Skipulag" og staðreyndir. Eflir dr. Odd Ouðjón§§on, f eftirfarandi grein lýsir dr. Oddur Guð- jónsson reikulum fyrirætlunum stjórnarliðs- ins, í verslunarmálum, er stjórnarsinnar nefna „planökonomi“. — í greininni rifjar liöfundur upp áætlanir þær, er innflutningsnefnd gaf út í ársbyrjun um innflutning til landsins, sem hann í önd- verðu benti á, að gætu ekki staðist. — Nú hafa staðreyndirnar komið í ljós. Nefndin hefir ekki getað fylgt áætlun sinni. ínnflutn- ingurinn átti, samkvæmt fyrirmælum nefndarinnar, að nema 35 milj. kr. yfir alt árið. En fyrstu 7 mánuði ársins hefir nefndin veitt innflutningsleyfi fyrir 36.6 milj. kr. Allir, sem eitthvað hafa fylgst rmeð umræðum manna um við- skiftamál, munu hafa tekið ért- ir, að síðan á undanförnu ári hefir verið hafin látlaus „agita- tion“ fyrir nýju fagnaðarerindi í atvinnu- og viðskiftamálum. Þetta fagnaðarerindi, sem hjer -er á ferðum, er í daglegu tali aaefnt skipulagning atvinnuveg- anna (á útlendu máli Plan- ökonoini, Planwirtschaft planned -econony eða planning), og þeir frelsuðu, sem fyrir þessum boð- -skap standa, eru núverandi vald- hafar í landinu. í fljótu bragði er eltki auðvelt að skýra inntak þessa fagnaðar- erindis eins og það er túlkað hjer í „praksis“. Að vísu stafar það ekki af því, að erlendir upp- hafsmenn þess, og margir síðari fyrirmælendur, hafi ekki skil- greint skipulagshugtakið nóg- samlega í öllum þeim sæg bóka, sem um það hefir verið ritað, heldur verður skýringin af þeim ástæðum torvehl, að hjer heima er þessi boðskapur það „frítt fúlkaður“, að hann getur eigin- lega þýtt hvað sem vera skal. í blöðtim þeim, sem lialda þessu fagnaðarerindi lijer mest og best á lofti, eru nefnilega hinar sundurleitustu ráðstafanir, sem ekkert eiga skylt við Jiug- fakið „Planökonomi“, kendar við skipulagningu, og almenningi tal- án trú um, að þær sjeu það. Af þessu og mörgu öðru verð- ur ekki annað ráðið, en að hjer heima ákveðist hugtakið skipu- lagning ekki af verknaði þeim >eða ráðstöfunum, sem um ræðir í það og það skiftið, heldur er það talið skipulagning, ef á- kveðnir menn eða flokkar standa að og eiga þátt í framkvæmd þessara ráðstafana. — Ef þetta er ljóst, má öllum skiljast, að ef lýsa á skipulagningarstarfi því, sem nú er tahð í fullum gangi hjer heima, þá er það ekki hægt með almennri skilgreiningu skipu- áagpingarhugtaksins sjálfs, held- ur verður að fara þá leið, að láta skipulagið lýsa sjer sjálft, láta „bölvaðar staðreyndirnar“ tala. Með því á að fást nokkuð skýr mynd af því, hvað boðberar hins nýja fagnaðarerindis eiga við, þegar blöð þeirfa skýra frá, að þessi eða hin grein atvinnulífs- ins hafi verið skipulögð. En af því, að skipulagningin hefir þegar verið reynd á nokk- uð mörgum sviðum atvinnulífs (okkar, að því er almenningi er daglega sagt í blöðunum, þá er það að ýmsu leyti heppilegt að einskorða sig hjer við ákveðið svið, og lýsa því, hvernig skipu- lagningin lítur þar út í reyndinni. Utanríkisverslunin og skipu- lagning hennar, eins og hún hef- ir verið framkvæmd af boðber- um fagnaðarerindisins, er hjer fyrir margra hluta sakir tilval- ið dæmi. Bæði er það, að frá upp- hafi hefir verið lög-ð sjerstök rækt við að „skipuleggja" þenna atvinnuveg, og svo hitt, að svo er að sjá sem ýmsir sjeu talsvert státir yfir því, að skipulagningin hafi gefist hjer vel. I Stjórnin undirbýr skipu- lagninguna. Þegar eftir að hin nýja stjórn tók við völdum, var það boð lát- ið út ganga, að brýn nauðsjm bæri til að taka utanríkisversl- unina, og einkum þó innflutning- inn, föstum „skipulagningartölr- um“. Stjórnarflokkarnir gerðu um þetta ákveðinn samning með sjer, og samkvæmt honum átti að sjerstakri stjórnarskrifstofu að , framkvæma þessa skipulagningu utanríkisverslunarinnar. Þessi skrifstofa hefir að vísu enn ekki verið stofnsett, en í hennar stað var lirest npp á inn- flutningsnefndina gömlu með sjerstökum lögum, og henni falið alræðisvald í gjaldeyris- og inn- flutningsmálum þjóðarinnar. Raunar var svo um hnútana bú- ið, að fjármálaráðherra skipaði meirihluta nefndarinnar án til- I nefningar. Með þessu var hægt að tryggja það fyrirfram, að nefndin skryppi ekki út af skipulagningarlínunni. Var !>að í þessu sambandi talið hið mikil- vægasta atriði, að kaupsýslu- menn, sem mest áttu undir, að starf nefndarinnar færi vel og rjettlátlega úr hendi, fengju engu að ráða um skipun hennar. 35 milj. kr. „planið“. 1 „teoríunni“ héitir það svo, að skipulagningin eigi að byggjast á vísindalega útreiknuðum áætl- unum. Gjaldeyrisnefndin ís- lenska vildi og halda sig strangt og trútt við þessa mikilvægustu og ströngustu kennisetningu sannrar skipulagningar. Þegar í upphafi kom hún því fram með eitt meiriháttar „skipulagningar- plan“ fyrir utanríkisverslunina á árinu. „Plan“ þetta var í stuttu máli á þá leið, að landið kæmi til með að þurfa að ráðstafa 44 milj. kr. í erlendum gjaldeyri á árinu. Af þessari upphæð ætlaði nefndin að verja 34—35 milj. kr. til kaupa á erlend- um vörum, um 7 milj. kr. til að standa skil á áxlegum ó- sýnilegum greiðslum, sem landið verður að inna af hendi, og afganginum, 2—3 milj. kr., átti, að því er best varð sjeð, að nota til að greiða eldri skuldir. Af þessari áætlun er ljóst, að nefndin hefir viljað leggjast djúpt í hinum vísindalegu út- reikningum sínum. Sjest það meðal annars á því, að hún leit- ast ekki einungis við að taka til- lit til hinna venjulegu vöruhreyf- inga, heldur einnig til hinna svokölluðu ósýnilegu greiðslna. En með þessu reisti nefndin sjer augsýnilega hurðarás um öxl, því að það kom brátt í ljós, að henni hafði með öllu sjest yf- ir að reikna með einhverjum stærstu póstum utanríkisverslun- arinnar, sem sje erlendum lánum, sem tekin yrðu á árinu, meðal annars til að flytja inn vörur. Strax og þessi vísindalega á- ætlun varð almenningi kunn, var nefndinni að sjálfsögðu bent á, að „planið“ væri fjarri öllum sanni. Nefndin, og þó einkum for- maður hennar, tók þessum leið- rjettingum mjög óvingjarnlega, enda kom það mjög fram í blaðagrein, sem hann skrifaði um „planið“, að honum voru þau mál, er hann átti að veita for- stöðu, alls ekki ljós. Þetta sást meðal annars á því, að hann helt því fram t. d., að erlend lán, sem tekin eru til verk- legra framkvæmda í landinu sjálfu, sjeu innflutningnum með öllu óviðkomandi, að það væri mégnasti misskilninguir,' að erlend '• ’í í (' J 1 ! (i lán yfirfærðust í vörum o. s. frv. Það var því ekki við því að búast, að leiðbeiningar mínar nje annara fjellu í góðan jarðveg hjá nefndinni, enda fór það svo, að nefndin neitaði með öllu að taka sönsum og ákvað að halda fast við sitt vitlausa „plan“. „Planií“ fer út um þúfur. En nú eru „bölvaðar stað- reyndirnar“ farnar að koma til sögunnar. t byrjun ágúst gefur sá sami skipulagningarfrömuð- ur, sem ákvað, að heildarinn- flutningur landsins skyldi ekki fara fram úr 34—35 milj. krónum á árinu, út skýrslu yfir störf nefndar- innar fyrstu 7 mánuði árs- ins. Þar er upplýst, að á þessu rúma hálfa ári hafi nefndin veitt leyfi fyrir 36.6 milj. kr. innflutningi. Leyfi þessi skiftast þannig, að á tímabilinu janúar—júlí hefir nefndin veitt innflutning á svo- kallaðri nauðsynjavöru fyrir 19.8 milj. kr. Þessi innflutningur átti samkvæmt „planinu“ að nema á öllu árinu 22.4 milj. kr. Leyfi fyrir öllum öðrum inn- flutningi nema fyrstu 7 mánuði ársins ca. 16.8 milj. kr., en átti samkv. áætluninni að nema 12.6 milj. kr. á öllu árinu. Það er að vísu ekki búið að nota öll þau innflutningsleyfi, sem þégar hafa verið veitt, því að innflutningurinn til júníloka nam 27.239 þús. kr. Er það að- eins tæpri 1 milj. kr. minna en á sama tíma í fyrra, og þótti innflutningurinn þá nógu mikill. En það er alveg víst, að nefnd- in getur ekki látið hjer staðar numið í leyfisveitingum sínum. Hún hefir raunar fullan hug á að loka fyrir frekari innflutning á ýmsum vörutegundum, svo sem vefnaðarvöru o. fl. En mjög er það vafasamt, hvort nefndinni tekst að halda því banni til streitu, auk þess sem það vart er á valdi hennar að loka með öllu fyrir þenna innflutning frá ítalíu og Spáni. Að öllu athuguðu er því ekkert sennilegra en að nefnd in eigi eftir að bæta 10—12 milj. kr. við þau leyfi, sem hún þegar hefir veitt, og sjá þá allir, hvað orðið er úr hinu mikla „skipulagningar- plani“. Það er ekki sagt nefndinni til ^lasts, að hafa á þennan hátt yf- irgefið áætlun sína. Hún átti ekki annars úrkosta, eins og til inn- flutningsins hefir verið stofnað í ár með erlendum lántökum og þeirri stjórn fjármálanna, sem lijer er. ( En þessi sama nefnd má bara ekki í framtíðinni vænta tramsts almennings, komi hún fram með fleiri skipulagningarplön — til þess eru „bölvaðar staðreyndirn- ar“ almenningi of minnisstæðar. Framh. Líftryggingarárið1933 (Eftir hagtíðinduna.) f desember 1934 byrjaði Sjóvá- tryggingarfjelag íslands á lífsá- byrgðarstarfsemi jafnframt ann- ari vátryggingarstarfeemi sinni. En þangað til var ekki rekin hjer á landi nein innlend líftrygging- arstarfsemi, nema ef telja skyldi Lífeyrissjóð embættismanna og Lífeyrissjóð barnakennara. En 6 eriendar lífsábyrgðarstofnanir eru nú starfandi hjer, þrjár danskar, Statsanstalten for Livsforsikring, Danmark og Nye Danske, tvær sænskar, Thule (í Stokkhólmi) og Svea (í Gautaborg), og ein norsk, Andvaka. Statsanstalten hefir starfað hjer síðan 1884, Danmark byrjaði lífsábyrgðarstarfsemi sína hjér 1913, Thule 1919, Andvaka 1920, Svea 1927 og Nye Danske 1930. Eftirfarandi yfirlit sýnir jupphæðin alls 2530542 kr. Komu lífsábyrgðarstarfsemi þessara fje- þá 1870 kr. á hvert skírteini að laga hjer á landi árið 1933. En ! meðaltali, en 29 kr. á hvern Meðal tryggingarupphæð á (hver ju skírteini var 3730 kr. ár- !ið 1932, en 3832 kr. árið 1933. jMiðað við mannfjölda koma 244 kr. tryggingaruppliæð á hvern Jmann á landinu árið 1932, en 270 kr. árið 1933. Á hvert þúsund komu 66 tryggingarskírteini árið 1932, en 70 árið 1933. Auk þeirra trygginga, sem hjer eru taldar, mun sennilega eitt- | hvað vera enn í gildi af trygg- ingum hjá erlendum fjelögum, j sem áður liafa starfað lxjer, en hætt eru að taka nýjar trygging- j ar og liafa hjer engan umboðs- mann. En líklega er það ekki mikið. Samkvæmt skýrslum um starf- semi erlendra lífsábyrgðarfjelaga ! hjer á landi 1914, sem þó miin J eitthvað vanta í, voru þá 1353 I tryggingar í gildi og tryggingar- til samanburðar er líka tekið ár- ið 1932. mann livert á landinu og 15 þúsund manna. skírteini á 1832 1933 Tala Upphæð kr. Tala Upphæð kr. || Lifsábyrgðir.'fS .ofc'fcd.? Skírteini gefin út á árinu 775 4 526 346 1 222 6 014 918 Tryggingar gengnar úr gildi á árinu. 751 3 711 701 521 2 491 613 Tryggingar i gildi í árslok 7 219 26 925 410 7 920 30 348 684 Iðgjöld á árinu1) — 579 127 f 676 114 Bónus-greiðslur 36 196 135 188 Útborgaðar ábyrgðir ’ 229 505 —-L 147 988 Uppbót fyrir uppleystar ábyrgðir .... — 35 698 — 42 583 Lifeyristryggingar. Útborgun (árleg) í vændum 123 34 380 121 34 488 Útborgun (árleg) fallin 56 21 711 52 17 688 ..—J'iji yi.i M'*4' 1 ' I. .... — Þar með éirmig talxn ið-gjöld áf lífeyristryggingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.